Alþýðublaðið - 16.06.1937, Blaðsíða 2
WlBVÍKtÍDAGfHM 16, JÚNÍ 1987.
ALÞýSMBLASíS
...........
Eiga bðrnln að fá_að lifa i landinu?
Elnstœðar mœðnr og bðrn pelrra hafa
aðelns átt athvarf hjá Aiþýðuflokknum.
Ihaldið hefir barlst á móti rétti mœðranna og barn-
anna og kvenfnlitrúar pess hafa svlkið mðlstað peirra
Myndin sýnir barnaleik-
vellina, sem reykvíska í-
haldið lætur börnum höf-
uðborgarinnar I té.
segja húm. hefir leítað stubinjngs
Eftir Laafeiii Valdi-
marsdðttor.
I ÍNURITIÐ, sem fylgir
þessari grein, sýnir
hve mörg börn deyja á
fyrsta ári, skilgetin og óskil-
getin og breytinguna, sem
varð á þessu hlutfalli eftir
að lögin um réttindi óskil-
getinna barna gengu í gildi
árið 1921. Á næsta 5 ára
tímabili fyrir þann tíma dóu
á 1. ári 178 börn, óskilgetin,
á móti 100 skilgetnum, en
eftir 1921 hefir hlutfallið
haldist nokkuð jafnt, 126,
127 á móti 100. Tölurnar
hefir Hagstofan gefið upp.
Sundurgreining Hagstofunn-
ar á skilgetnum og óskil-
getnum börnum byrjar ekki
fyr en 1916, en sjáanlegt er
á hinum almennu tölum urn
barnadauða, að gjörbreyt-
ing hefði átt sérstað, þegar
hin nýju lög komu og bættu
svo mjög rétt þessara oln-
bogabarna og skylduðu
sveitastjórnir til þess að
borga meðlögin. (Um líkt
leyti höfðu meðlög einnig
hækkað í Reýkjavík).
En línuritið sýnir í rauninni
MEIRA en hlutfall á milli skilget-
inna og óskilgetinna barna. SVIP-
AÐAN MISMUN mundi sjálfsagt
mega sjá, ef börn væru flokkuð
eftir EFNAHAG FORELDRA, en
þó er að sjá, sem börn EKKNA
og annara EINSTÆÐRA MÆÐR A
eigi við ERFIÐUST KJÖR að búa
allra barna, ef dæma má eftir
skýrslum, sem gerðar hafa verið
um heilsufar barnaskólabarna í
Reykjavík. Kemur þá í Ijós, að
séu börnin flokkuð eftir LÍFS-
STARFI FORELDRA, þá er
heilsufarið LAKAST í hiópi þeirra
barna, sem eru börn EKKNA og
EINSTÆÐRA MÆÐRA. En allar
skýrslur vantar um það, að hve
miklu íeyti berklaveiki og önnur
veiklun unglinga geti talist stafa
af ónógri fæðu, lélegum húsa-
kynnum, skorti á hlýjum fötum
og yfirleitt af illum aðbúnaði
barna.
bað er ekki furða, þó konurn-
ar Jétu sig þessi mál eitthvað
skjfta. Sifjalögin sjálf voru end-
urbætt eftir kröfu kvenna og sam-
tök voru mynduð af ýmsum kven-
félögum í Reykjavík undir foi>
ustu Kvenréttindafélagsins um
það að bætia kjör mæðra og
barna, mieð því að krefjast styrks
eða lauma af opinberu fé fyrir
þær mæður, sem bundnar væru
við gæzlu barna. sinna, og um'
að fylgja því fa'st eftir, að fram-
færsluskyldan legðist engu síður
á feður óskilgetinna barna og
fráskilda eiginmenn en á mæð-
urnar og að einstæðar mæður
næðu þeim rétti, sem löginheimr
iluðu. í stuttri blaðagrein er ekki
hægt að fara langt út í þessl
mál, sem Mæðrastyrksínefndjn
hefir nú fengist við| í 9 ár. Nefnd
þessi er skipuð kunum af öllum
s tjó rnm á 1 aflo kkum og hefir
starflað ópólitískt, það ©r að
allra flok-ka. En hver hefir þái
árangurinn orðið? Á þessum ár-
um hafa setið að völdum Franv
sóknarmenn og sjálfstæðismenn
'0-g eftir 1934 hefir Alþýðuflokk-
urinn átt fulltrúa í vinstri stjórn.
Fyrstu tilraunirnar, sem nefnd-
in gerði til lagabreytinga, voru
tvö frumvörþ, anr.að um áð
lengjá frestinn fyrir greið-slu-
s'kyldu dvalarsveitar á barnsfar-
arkostnaðá, en málin drógust oft
svo lengi, að krafan á sveitina
fymtist, en hitt um að gefa frá-
skildum konum rétt á að fá
gxeiðslu úr sveitarsjóði samkVæmt
skilnaðarleyfisbréfi eða úrskurðj,
Lögin virtust heimila þetta, en
framkvæmdin var sú, að úrskurð-
irnir voru einsíkis virði, -og fóru
sveitarstj-órnir með greiðslur til
fráskilinina kvenna eins og urn
sv-eitarstyrk væri að ræða til
sjálfra þeirra. Kvað svo r,amt að
þessu, að ktlid var mega flytja
pœr sueitarflytniiirtffi fyrfr sve.it-
itrskuld, sem ad réitu lctgí hefoi
átt aSi skuldfíst hjá fráskikhtm,
möntiinin peirra!!
Frumvörp þessi voru fyrst bor-
in upp seint á þingi af frk. I. H.
B., en eftir að frú G. Lárusdóttir
komst á þing, tók hún við þessr
lum málum, enda var hún með-
limUr Mæðrastyrksniefndarinnar,
og var það á sinni tíð talið benni
til giildis í kosnjngabaráttunni.
Frumvörp þessi bar hún fyrst
lupp s-eint á þiingiuu 1931, og
vainst þá ekki tími til þess að
afgreiðá þau.
En eftir þetta hreyfði frú G. L.
málum þessum ekki framar, þó
eftir þvi væri gengið.
Eftir að Alþýðuflokkurinn hafði
fenglð hlutdeild í rikÍMtjórninni,
tókst Mæðrastyrksnefndínni að fá
atvinnumálaráðherra, sem fram-
færslumálin heyra undir, til að
koma fram með breytingar á
sifjalögunum um aukinn rétt
barnsmæðía, lengingu hins um-
rædda frests, ákvæði um það, að
sveitarstjórnum skyldi jafnan
skylt að greiða meðalmeðlög, þó
úrskurður hljóðaði upp á lægri
upphæð, og ákvæði um það, að
ríkissjóður endurgreiddi dvalar-
sveit meðlög útlendra feðra.
Áður höfðu stúlkur, sem áttu
börn m-eð útiendingum, átt erfítt
með að fá greidd meðlög, og
reynsian hafði sýnt það, að mjög
margar barnsmæður nutu ekki
hækkunar á meðalmeðlögum, af
því að úrskurðir þieirm voru
gamlir og erfitt að fá þeim breytt:
og mæðrunum var ókunnugt um
rétt þieirra tii greiðslu á meðial-
meðlögum. Vjeit ég um konur,
sem af þessum ástæðum fengu of
lág meðlög greidd um 6 ára tímja-
bil.
Mæðrastyrksn-efndin hafði átr-
an\gurskmst shúið sér til fyrri rík-
isstjóma með beiðni um löggjöf
um mæðrastyrki. Þess vegna
snéri inefndin sér til bæj-arstjjófn-i
ar Reykjavíkur haiustið 1931 með
beiðni um fjárveitingu til eiu-
stæðra mæðra svo og kvenna, er
itnnu fyrir eiginmönnium eða ein-
h-verjum ómögum til mæðra-
styrkja, sem veittir væru af bæj-
arráði eftir till. mæðrastyrks-
nefndar eða barnaverndar.
Auðvitað gat Reykjavík hæg-
Iega gengið á undan öðrum
landshlutum í þessu máli, ef bæj-
arstjórn vildi sinna óskum kvenn-
anna.
Á svipnðan hátt höfðu b»ir í
Noregi komið á mæorastyrkjunf.
Tillagan um þetta var borin upp
af vinstra armi bæjarstjórnar og
var feld. Á árunum 1932 og 1933
voru tillögur bornar fram um
sama efni og v-oru feldar af
meiri.hluta bæjarstjórnar, án þess
að konur þær, sem sæti eiga í
bæjarstjórn af hálfu Sjálfstæðis-
flokksins, sæju sér fært að styðja
þetta mál með atkvæði sínu.
Mæðrastyrks!n.eflndin vildi nú
gera tilraun til þess áð koma
þessu máli inn á alþingi, endia
höfðu sjálfstæðismenn í bæjar-,
stjórn Reykjavíkur Iátið svo um
mælt, að þetta væri löggjafarmál,.
len ekki bæjarstjiórnar. Skýrsiu-
söfnun nefndarinnar, sem dreg-
ls't hafði vegn,a peningaskorts,
fékk nú styrk af ríkisfé, er kfom-
in var frjálslynd stjórn, og 1934
tókst að lúkia því verki. Lagði
nefndin fyrst fram frumviarp um
meðlög með börnum .ekkna, en
er fyrir lá aft breytia fralnfærslu-
iögunum, var þiað frumvalrp inni-
falið í þieim og nokkrar áf þeim
breytingum, sem inefndin hafði
íarið fram á til bóta á lögununt
almient og tii réttiarbóta fyrir kon-
ur. 1. janúar 1936 gengu í jgildi á-
kvæðin um meðlög með börn-
um ekkna, og voru nú lekJíjurniaf
I fi/rst iafvféttháar og t$fpr ieitnj-
stœdtar, mœd\ur \ad pessu leijii, Þó
voru enn ýmsir gallar á lögunum
að dómi kvenna þeirra, ssm höfðu
: beitt sér fyrir þessum málum.
Mæðrastyrksnefndin, Kvenrétt-
indafélagið og Maðrafélagið^
beittu sér því fyrir breytingum
á lögunum, og tóku þeir Hédlvn
Vctldimtorsson og Stefám Jóhajm
i Stefárpsop allfliestar þeirra upp
' í frumvarpið, sem þeir lögðu fyr-
ir alþingi. í þvi frumvarpi var
t. d. afnumjð ákvæðið urn ia.ð
valdsmabiur, sem úrskurð felldi
um ekkjumeðlög, leiti umisagniar
framfærsiunefndiar um umsókn
ekkjunnar, sem mundi verðia til
þess, að fátækrafulltrúar væru
sendir til þess að rannsaká hag
hennar og fæiir margax konur frá
þvl að sækja 'um meðlögin. Enn
fremur var'jrar ákvæði um að frá
skilin k-ona ætti rétt á að fá úr-
skurði sinimi framgengt og um
að giftimg svifti konu ekki rétt-
i]num til méðlaga inieð börnum,'
sem hún hefði átt áður, svo og
ýmsar aðrar réttarbætur.
Konurnar í Mæðrafélaiginu, sem
yfirlieitt ieru fátækar mæður og
marjgar þieirra ekkjur og einstæð-
ar., sendu sendinefnd 30 kviennia
in'n á Alþingi til þess að ber,a:
fram kröfur sínar. Báðu þær úmj
viðtai við formenn allifa flokk-
annia, og voru þeir viðHalsgóðir,
þó nokkur dráttur yrði á þvi, að
þeir kæmu til viðtalsins. Bjuggusi
konunnar við að slíkt frumvarp
yrði ef til vill borið fram íaf öli-
'um flokkum, en sú varð raunin
á, að pað vom tveir fulltrúur
AlpýTmfloktosim, &em málinu
sinfu. Frumvarpið koin seint fr@m.
en komst. þó til annarar umræð/u
í efri dieilid. Þá var svo álið(.ð
þings, að samþykki deildarinnar
þurfti til þess að málið kæn^f.
fyrir til þriðju og síðustu um-
ræðu. Fór svo, aö felt var með
■eins atkvæðis mun lað veitaþetta
lieyfi, og var málið þá úr sögunni
að sinmi.
En hart þðtti konum
þeim, sem báru fram mál-
ið, að horfa á það, að kven-
fulltrúinn á Alþingi, fyrri
meðlimur Mæðrastyrks-
nefndarinnar, frú Guðrún
Lárusdóttir, skyldi greiða
atkvæði á móti því, að veita
afbrigðin og að hægt væri
því að segja, að málið félli
á hennar atkvæði, og væri
réttarbótum kvennanna
þannig frestað um langan
tíma.
Þá mætti ininna á þáð, hvern-
ig hefir gengið að fá hækkuð
meðalmeðlögin. Fyrir áskoranir
M æ ðra s t y r k s nefn da ri n,nar hafa
meðlögin hækkað tvisviar, árið
1931 lOg 1934. I fyrra sinni hafðí
bæjarstjórn Reykjavíkur fallist á
tillögur nefndarinnar uim, að með-
almeðlög skyldu vera 40 kr. á
mánuði allan framfærslul unmn.
pg marðist þettia fram meö stuðn-
ingi frú Guðrúnar Jóniasson, sem
hefir verið hlyþt þessu máli.
En Magnús Guðmundsson ráð-
herra, sem hafði úrskurðarvald
um þetta mál, tók tillögu bæjar-
stjórnar ekki til greina og hækk-
aðx því meðlagiö þá ekki nema
lítið eitt. En 1934, þegar hin nýja
stjórn var komin til valda, náðu
þessar tillögur Mæð.astyrks-
nefndarinnar að mestu fram að
ganga, og meðlögin voru þá
hækkuð víða og samræmd um
1 land alt.
Nú liggur enn fyrir að ákveða
meðlögin fyrir næsta 3ja ára
timahil þegar eftir kosningam:ar,
og lá fyrir bæjaxstjórn Reykja-
víkur tillaga um það, að hækka
meðlagið á árunum 4—9 ára upp
i 40 kr., þar sem aukin ástæða
væri til slíkrar hækkunar vegna
lækkunarinnar á skólasyldualdf-
inum. Ennfremiur að greiða 40 kr.
meðlag með börnum á aldrmum
14—16 ára, ef þau væru við nám.
Þessi tillaga var FELD af meiri-
bluta bæjarstjórnar og nú górði
fulltrúi kvennanna, frú G. Jónas-
son ekki iengur ágreining, held-
ur var samþykk flokksmönnum
sinum. Syo lítill vafi getur verið
á því, hvernig það mál fari, ef sá
flokkur næði sigri við kosning-
arnar.
Og nú, þegar félög Sjálfstæðis-
kvenna þjóta upp fyrir kosning-
arnar, sýnist full ástæða til þess
að rifja upp, hvernig farið hefir
með þessi mál óg hvers er að
vænta af þeim flokki, sem hefir
það markmið, að styðja þá fyrst
og fremst, sem eru sjálfbjarga,
en vísa hinum á guð og gaddinn.
Það mætti minna á margt ann-
áð, svo sem þá vesallegu úrlausn,
sem fengist hefir hér í bæ á at-
vinnuleysi kvenna, og siðast en
ekki sízt á afnám mjólkur- og
matgjafanna í barnaskólunum,
þrátt fyrir margfaldar áskoranii'
og bænir kvenna, að ógleymdum
fátækramálunum í Reykjavík,
sem væri bókarefni.
íhaldsstefnunni er fylgt fram
Frh. á 4. síðu.
41 ÍOOO bOrann á Islðndt dön A 1. árft
Óskilg
110,á
[Skilg.
:62,2
178 á móti 100
1916-1920
03,7
Skílg.
50,7
126 á móti 100
1921-1925
127 á móti 100
1926-1930
Óskilj
57,1
Ski lg.
44,9
127 á móti 100
1931—1934