Alþýðublaðið - 20.09.1937, Qupperneq 2
MANUDAGINN 20. SEPT. 1937.
ALPfÐUBLAÐI*
Friöur
frelsi
tramfarir
Skipulag
fafnrétti
vinna
Vetrarstarf F. U.
J. I Mafnarfirði.
SVEINN STEFÁNSSON,
förmaður F.U. J. í Hafnarfirði.
ALPÝÐUÆSKAN hefir átt tal
við Svein Stefánsson, for-
rnann F. U. J. í Hafnarfirði um
væntanlegt starf félagsins á kom*
andi hausti og vetri.
Er pað rétt, sem ég hefi heyrt,
að þið séuð farnir að undirbúa
yetrarstarfið ?
Já. Pað vr rétt. 'ibð vlð höfum
lagt nokkur drög W þess, enda
'fínst mér tírai tii þess kominn.
Verður það með liku sniði og
verið hefir ?
Við getum máskte sagt það að
sumu leyti, en ef alt gengur eins
og við höfum hugsað okkuT, þá
verðiur það miklu fjölþættara en
verið hefir, og þar af leiðandi
meira líf og starf.
Hvað hugsið þið yklcur að hafa
Dft fundi?
Sennilega tvo í mánuÖi, og
verður þá skifzt á um venjulega
Umræðufunidi og fræðslu- og
Skemtifundi. Munum við að lík-
índum hefja starf okkar í næstu
v!ku.
Hvað segirðu mér um fræðslu-
og útbreiðslustarfið?
Við höfum hugsað okkur að
hefja öfluga útbreiðslustarfsemi
og gerum okkur góðar vonir um
fjölgun I fé’aginu bæði að félaga-
tölu, en einkum viljum við þó
fjölga virkum eða starfandi fé-
iögum, en það hyggjumst við að
gera með fræðslustarfi.
Við höfura þegar fengið vil-
yrði no'kkurra góðra manna um
að þeir taki að sér ieiðbeinenda-
fetörf í leshringum eða fræðslu-
hópum. En ekki höfum við enn
fastákveðið, um hvaða efni þeir
hópar verða, og kemur þar tvant
íil. Annað að við viljum leáta
hófanna hjá félögunum um hvað
þeir hafi mestan áhuga fyrir að
kynna sér, en hitt, að við ætlum
okkur að síyðjast við reynsiu AI-
þýðuskóíans í Reykjavik og það
verkefnaval, sem F.U.J. í Reykja-
vik hefir gert frumdrög að, en
við ekki ennþá séð.
Auk þessarar starfsemi munum
víð reyna að æfa söngflokk, og
höfum vonir um að fá til þess
ieiðbeinanda, og enn fremur höf-
um við mikinu hug á að koma
á laggirnar leikhóp hjá okkur.
Þið hafið þá færst allmikið í
fang, og þurfið að leggja af
mörkum mikið starf til að koma
þessu í framkvæmd.
Já; okkur er ljóst, að félags-
störfin verða ekki unnin með
kaffihúsa eða bíósetum, og sér-
staklega mun f ræðslustarfið
krefjast mikils tíma; en sú stjórn,
sem nú situr, vill skila sínu hlut-
verki sem bezt, og þesis vegna
höfum við gert þessa áætlun um
starfið til næsta aðalfundar, sem
verður haidinn í febrúarmánuði
n. k. Ég vil bæta því við, að við
óskum eftir meiri kynningu við
félagið i Reykjavik og væntum
þess, að kynningarfrmdir geti
orðið í framtíðinni og önmrr
starfsemi, sem mætti verða báð-
um félögum til gagns og gleði.
Taka félagarnir ekki mikinn
þátt i starfi Iþróttafélags verka-
manna?
Félagið var stofnað af þeim,
og þeir hafa borið uppi hita og
þunga starfsins, þó að ýmsir
fleiri séu nú orðnir þátttakendur.
Má því hiklaust þakka F. U. J.
tilveru þess félags og árangur
þann, sem náðst hefir.
Hvað segirðu Alþýðuæskunni
lum u glinga inrunaí Kafnarftrði?
Um það ska'tu spyrja þá, sem
sæti eiga í nefndinni, er fjallar
um þá vinnu, en þess skal getið,
að F. U. J. hóf baráttu fyrir
slíkri vinnu og á fulltrúa í nefníd
þeirri, sem sér um starfræksl-
una.
Ég vil svo að lokum biðja Al-
þýðuæskuna um að taka ávarp
frá okkur í stjóminm til félag-
ánna í Hafnsrfirði, sem við mun-
um senda á næstunni.
Alþýðuæskan óskar félaginu
bezta árangurs af þessari marg-
háttuðu viðleitni tii aukins menn,-
ingarstarfs meðal hafnörzkrar
alþýðuæsku. Em þetta góðar
fréttir af undirbúningi stjómiar-
innar, og væri vel, ef allar deild-
ir S. U. J. sendu Alþýðuæskunni
ekki lakarí frásagnir um fyrir-
ætlanjr sinar, i
I næstu Alþýðuæsku verða m.
a. greinar um:
1, vetrarstarf F. U. J. í Hafnar-
firði,
2. aðstöðu þeirrar æsku, er lifir
við verzlun o. fl. o. fl.
Hvers væntir æskan
af vlnstrl flokknnnm
A
LLIR frjálslyndir menn og
konur í þessu landi bíða með
eftirvæntingu tíðindanna um
samstarf vinstri flokkanna í ilantí-
inu Alþýðuflokksins og Fram-
sóknarflokksins.
Viíanlega er eftirvæntingin
mest hjá æskulýðnum, og kem-
ur þar margt til-
I fyrsta lagi er æskan örari, ö-
þreyjufyllri og vondjarfari en
eldri kynslóðin. I öðm lagi er
hún laus við þær persónulegu
ástæður og viðhorf, er foringjar
vinstri flokkarvna búa við vegna
áralangrar baráttu og þátttöku
í opinberum málum. Og í þriðja
lagi mun samstarf vinstri aflamna
í landinu eða sammni þeirra hafa
hvað mesta þýðingu fyrir fram-
tíðina, æskuna og hennar hags-
munamál.
Alþýðuæskan væntir mikils af
vinstri flokkunum; hún hefir gert
sitt við síðustu kosningar tií að
tryggja þeim meirihluta á al-
þingi; hún hefir heyrt þessa
flokka taka undir réttlætisikröfur
hennar, iséð þá koma fram ýms-
Um hagsmunamálum alþýðunnar
og veit, að forystumenn þeirra
standa nú, eða a. m. k. eiga að
standa í samningaumleitunum
um, hvernig halda skuli á málum
í framtíðinni.
I þetta sinn er ekki hægt að
skýra frá málslokum, ekki einu
sinni hvemig í raun og vem
horfir um samvinnu þessara
flokka á komandi hausti, enda er
það ekki tilgangurinn með þess-
ari gréin, heldur hitt, að bera
vinstri flokkunum raddir æsk-
unnar, þær reddir, sem þeim ber
að hlusta eftir, ef þeir vilja vera
á framtíðarvegi.
Enginn mun treysta sér til að
neita því, að síðustu kosningar
sýndu einhuga andúð gegn ein-
ræði og íhaldi. Frjálslyndir kjós-
endur fylktu sér yfirleitt um þá
frambjóðendur vinstri flokkanna,
er þeir trúðu að væru sterkastir
að fylgi, til þess vitanlega að
k’veða niður íhaldið.
Æskan á hér óskilið mál, og
ekki aðeins þeir, sem náð hafa
21 árs aldrí, þ. e. öðlast kosn-
íngarrétt, heldur líka allmargir
yngri að árum, lögðu fram krafta
sína á einn og unnan hátt.
Þetta er viíanlega gert í trjnustí
þess, að kjörnir þingmenn og
flokkar þeirra bregðist ekki ís-
lenzkum málstað, heldur beiti sér
gegn íhaldinu, gegn svonefndum
Sjálfstæðisflokki, — sem er ekki
annað en nokkrir erlendir auð-
jnenn og leppar erlends auð-
magns, er tekist hefir að blekkja
til fylgis við sig talsverðan hóp
íslenzkra kjósenda.
En á hvern hátt? Vitanlaga
ekki með hálfkáki eða vindhögg-
um, heldur með þeim aðgerðum,
sem bæta hag vinnandi stéttanna;
en flestar þeirra hljóta að skaðd
sérréttindi Mgbl.-liðsins að medra
eða minna leyti.
Lífvænleg atvinna, aukin ment-
un, þessi fjögur orð rúma höfuð-
Inntakið í kröfum og þörfum ís-
lenzkrar alþýðu. Skilyrðin til
þátttöku í íslenzku athafna- og
menningarlífi hafa á síðustu ár-
Um þrengst og einskorðast æ
meir við þann fámenna hóp þjóð-
arinnar, sem rekur stórverzlun,
stórútgerð eða lifir við bezt laun-
Uðu embættin.Olnbogarúm smæl-
ingjanna hefir þrengst samtímis
því sem afleiðing óhappaverk-
anna I íslenzkri verzlun, fjármál-
um og atvinnulífi hefir bitnað á
bökum þeirra, en þeir, sem á-
byrgðina bera, hreykja sér hæst
í íslenzku þjóðlifi. Slíkt vill ekki
íslenzk alþýða að þrifist lengur;
hún v?il ekki að íslenzkar láns-
stolnanir séu aðeins háðar stjóm
dutlungafullra bankastjóra, sem
jarnvel lá a sku’duga stónatvlnnu-
rekendur segja sér fyrir vehkum.
lslenzk alþýða vill ekki einok-
un verzlunarhringa né okur stór-
kaupmanna;, hún vill ekki að salt-
fisksalan sé í höndum stærstu
fiskkaupmanna og fiskframleið-
enda; hún viU ekki hrörnun sjáv-
arútvegsins I höndum stórskuld-
ugra útvegsmanna, er hirða gróð-
ann, þegar vel gengur, en nota
bankana til að þjóðnýta töpin.
fslenzk alþýða vill lýðræði í at-
vínnu- og fjármálalífi þjóðarinn-
ar; hún vill afnám verzlunarok-
urs, viðreisn sjávarútvegs, end-
urnýjun togaraflotans, aukna at-
vinnu og bætt lífskjör til handa
vinnandi fólki í sveit og viö sjö.
f fáurn orðum sagt: íslenzk al-
þýða víll jöfnun lífskjaranna, út-
rýmingu stéttamdsmunarins —
ísland fyrir alþýðuna.
í samræmi við þennan viija
hefir hún kosið til alþingis 1934
og aftur 1937, í truusiti þess, að
síömu flokkar færu með völd og
með auknu kjörfylgi rækju ennþá
raunhæfari alþýðupólitík. Þess
vegna bíður íslenzk alþýðuæska
nú eftir fregnum um framtíðar-
fyrirætlanir stjórnarflokkanna,
Alþýðuflokksins og Framsóknar-
flo-kksins. Bíður i von um góðar
fregnir hvað snertir lausn dægur-
inálanna.
Sömu kjósendur bíða þess með
eftirvæntingu, hvemig tiekst m'eð
sameiningu Alþýðuflokksins og
Kommúnistaflokksins. Þeir vona,
að þær samningaumleitanir, ier
nú fara fram, beri árangur, þatrn-
ig, að vinstri öflin styrkist og efl-
ást í landinu, lýðræð^nu aukist ör-
uggt fylgi og átökin verði sam-
virkari, stórieldari og áhrifameM
en nokkru sinni fyr, átökin við í-
hald og kyrstöðu um hagsmuna
og réttlætismál fjöldans.
Sérstaklega mun þó eftirvænt-
ingin vera sterk meðal æskulýðs-
ins eins og áður er fram tekið.
En hvað hefir fólk gert ann-
að en kosið og beðið frétta frá
forystu sinni ? Er ekki allur f jöld-
inn þöglir áhorfiendur, mismun-
andi þolinmóðir hlustendur?
Hversvegna er svo í lýðræðlis-
flokkunum á þessum örlagaiftu
tímum?
Svarið er vitanlega: Á annar
tíma heyskapar og síldveiða hefir
alþýðan annað fyrir stafni en
fiundahöld. 1
Þessum önnum er senn lokið,
og þá hverfur alþýðan nð sinu fé-
lagsstarfi.
Er þá ekki fyrst fyrir hendi
að fylgja atkvæði sínu úr hlaði
til síns flokks?
Eðlilegt værí, að svo yrði. —
Kjósendur vinstri flokkanna
eiga að ræðia í félögum sínum viö
horfið til dægurmálanna, þeir
eiga að segja flokksstjórnunum
álit sitt afdráttarlaust, hispursi-
laust. Þessir kjósendur óska ein-
dregins samstarfs Alþýðuflokks-
ins og Framsóknarflokksins og
sameiningar Alþýð'uflokkstns og
Kommúnilstaf lokksjiinjs ,-þieir eiga nð'
láta óskir sínar í ljóisá, hver inn,-
an síns flokks.
Fjöldanum er ek’kiert um
megn, ef hann vill getur hann
knúiö fram samvinnu og sam-
einingu gegn höfuðóvininum —
íhaldinu, og þetta á fjöldinn að
gera. f þessari félagslegu starf-
semi, sem bíður vinstri kjósenda
fslands, á æskulýðurinn áð vem.
þátttakandi; með djörfungogeld-
móði á hann að eggja til staría,
knýja fram viðhorf við sérhags-
munamálum æskunnar, sameina
dirfsku sína og þrótt við reynslu
og varfæmi þeirra eldri, til styrkt;
ar og eflingu einingarstarfi' ís-
lenzkrar alþýöti.
Fundur norrænna póstmttnna
verður haldinn dagana 21. til
23. september í Stokkhólmi. (FO.)
Hter ero verfcefni bæjarfé-
laganna i uppeldismáium?
EIGI ætla ég mér þá dul, að
svara ofanskráðri spumingu
til hlítar. En ég vildi með lín-
um þessum Leitast við að vekja
athygli á ým?u því, er ég tel
nærtækast og nauðsynlegast.
Um það er eigi lengur deilt,
að opinberar ráðstafanir á að
gera og verður að gera til hjálp-
ar atvinnulausri æsku. Má segja
að nokkrir áhugamenn hafi riöið
þar á vaðið og fært heim sann-
inn um þessa nauðsyn. Fram-
kvæmdir og ábugi Lúðvigs skóla-
stjóra Guðmuudssonar er senni-
lega landskunnasta dæmið, og
mun jafnvel ýmsa hafa furðað á
því, að honum tókst að vekja
bæjarstjórnarmeirihlutann í
Reykjavík til starfa. En vitan-
lega kom þar tvent til og létti
undir með því, að starfræktur
var vinnuskóli í Jósefsdal um
tíma í sumar.
Annað eru væntanlegar bæjar-
stjórnarkosningar, en hitt er starf
áhugamanna og áróður hér í
bænum fyrir hjálp bæjarins til
handa atvinnulausum ungmenn-
um. Má þar fyrst nefna smíða-
hámskeiðin, sem þeir Sigfús Sig-
urhjartarson og Finnbogi R.
Valdemarsson komu á laggirnar
pieð aðstoð barnaskólanna, —
síðar stofnuðu sömu menn Al-
þýðuskólann í Reykjavík, og
komu þá til fleiri áhug-amenn um
þessi efni, — en næsta skrefið
varð unglingavinnan í Sogsveg-
inum, sem nokkrir bæjarfulltrú-
ar Alþýðuflokksins börðust fyrst
fyrir á opinberam vettvangi, en
vaxð fyrst hrandið í framkvæmd,
er atvinnumálaráðherra Haral:]-
ur Guðmundsson bauð fjárfram-
lag úr ríkissjóði á móti, og knúði
með því fram jákvæða afstöðu
meirihluta bæjarstjórnar Reykja-
víkur.
En ekki meir-a um þessi fyrstu
spor i áttina, sem vitanlega eru
ekki fullnægjandi. •
Þessi félagslega hjálp þarf að
aukast og ma*gfaldast, ekki að-
eins vegn-a atvuiinuleysisitnis, held-
ur líka með hliðsjón af þörfinni
fyrir nýja borgarmenningu.
Mentun og mönnun uppvax-
andi kynslóðar er höfuðviðfangs-
efni dagsins:
Islenzkur menningararfur lið-
inna kynslóða má eigi glatast né
spillast, heldur endumýjast og
v-axa með samruna við þau and-
Iegu verðmæti, er aðrar þjóðir
hafa að bjóða og við getum hag-
nýtt.
Hér þarf því framsýni og víð-
sýni, hér þarf forsjá kunnáttu-
manna, stuöming þess opinbera
og félagslegt starf æskunnar
sjálfrar. Er hér margþætt verk-
efni, er krefst beztu manna yfjr-
sýn og ráða, með aðstoð almenn-
ings eftir því sem föng eru á, og
því leyfi ég mér að vekja xnáls
á þessum viðfangsernum.
Skólamál öll eiga áð vena und-
ir glöggu eftirliti og stjóm rík-
isv-aldsins, en bæjarfélögin eru
einnig þar um mikllsverður að-
iii, bæði leggja þau fram fjár-
styrk til kenslumálanma, og æska
þeirra fyllir skólana og nýtureða
geldur þess, hvernig á er haldið.
| Skal aðeins á það bent hér, að
siðfe ðis'ega ber bæjarfélögunum
skylda til að fylgjast með því,
| hv-aða og hvers konar mentun
I skölarnir bjóða unglingum og
börnum. Framtíðarvelgengni
þeirra veltur vitanlega á því,
hvernig bæjarbúarnir hafa mót-
ast og þroskast, og sannaxlega
ber að gjalda vaxhuga við ein-
tómri bókfræði, sem að litlu eða
engu reyti" er i tengsium vTð Iíf-
íð sjálft. Er áreiðanlega kominn
tími til þess að athuga betur
skipulag skólamálanna, starfs-
háttu og fræðslu skólanna í land-
inu o. s. frv.
Þessi -athugun á fram að fara
með hliðsjón af nauðsyn full-
komininar hagnýtingar starfskraft-
ðnna, þ. e. gáfnapróf séu imnleidd
eftir því sem við verður komið,
og lærdómur allur miðaður við
þörf þjóðarinnar, eða m. ö. o.
eigin’.eika einstaklingsins og
kröíur atvinnuveganna. Finst mér
at) bæjarfélögin ættu ekki að
þurfa skípun ríkisvaldsins í þess-
um málum, né heldur eigi að
setja alt sitt traust á yfirstjórn
fræðslumá’.anna, heldur sýna
vilja sinn til umbóta og vakandi
fyilrhyggju um þessi menning-
ar- og velferðannál.
Mundi það og fremur létta
undir og flýta fyrir nauðsiynileg-
um endurbótum, ef bæjarsfjóm-
irnar svæfu ekki værðar- og
sinnuleys'issvefni, eða jafnvel
kæmu fram, sem dragbítar og
Þrándur í Götu fyrir umbótum í
þessum málum, eins og dæmi
eru til um, a. m. k. þar siem í-
hald og kyrstaða hefir völdin.
Ég vil í þesisu sambandi minn-
asit lítillega á nauðsyn þess, að
bæjarfélögin styrki ýmiskonar al-
menna fræðslu.
Allir v'ita að fjöldi manna á
engan kos,t fræðslu eftir burt-
fararpróf úr barnaskóla. Allmarg-
ir viðurkenna uú orðið að skóla-
skyldu beri að lengja eða auka.
Þó að svo yrði gert, og þó' að
meir yrði höfð hliðsjón af hæfi-
leikum en éignum og ætterni víð
val nemenda til framhaldsnáms,
þá er fullkomin ástæða t’il að
létta undir með þéim fróðleiks-
fúsa aimenningi, sem ekki fer á
framhaldsskólana, en vill auka
þekkingu sína, og auk þess þarf
viðleitni til þess að hvetja þann
fjölda til sjálfsnáms.
Hér eru verkefni, sem bæjarfé-
Iögin hafa of lítið skift sér af.
Þeim ber t. d. ekkl aðeins skylda
til að styrkja bókasöfn sín, held-
ur líka til þess að styrkja lesstof-
ar verkalýðsfélaganna og aðra
fræðslustarfsemi þeirra, eins og
t. d. kvöldskóla (alþýðuskóla
bæjanna), leshópa, fræðslufyrir-
lestra eða námskeið o. s. frv.
Alþýðan er námfús hér á ís-
Iandi, hún hefir brurmið af fróð-
leiksþorsía um aldaraðir. ótald-
ir era J>eir synir og þær dætur
íslenzkrar alþý'ðu, sem solíið hafa
andlega, sem hafa hungrað og
þyrst eftir þekkingu, en litla eða
enga svölun fengið. Er ekki kom-
inn tími til að kiippa þessu í
lag, hefir v'innandi fólkið ekki
nægiega lengi staðið álenigdar,
og horft á syni og dætur „betri
borgara” raða sér á skólabekk-
ina? \
Bæjarfélögin éiga að hefjast
handa og láta sig éinhverju skifta
þessa sérstæðu hlið alþýðu-
fræðslunnar.
Námskeiðin, fyrírlestrana,
kvöldskóla verkafólksins í bæj-
unum ber að styrkja fjárhags-
lega, og það á að gera meira
en að styrkja með fé, bæjarfé-
lögín elga að hefja áróður fyrir
•Frh. á 4. síðu.