Helgarpósturinn - 24.04.1980, Síða 4
4
Föstudagur 25. apríl 1980 helgarpásturinn
Þingmenn kvarta stundum undan þvl, aO almenningur hafi fengiO
ranga hugmynd um störf þeirra á Alþingi. MálþrefiO f þingsölum sé
ekki nema Htill hluti af starfi þeirra og ekki sá mikilvægasti, þvl aO
hinn raunverulega vinna fari fram I þingnefndum og innan þingflokk-
anna. Helgarpósturinn fékk Pál Pétursson alþingismann til aO halda
dagbók fyrir okkur I siOastliOinni viku. Páll er eins og allir vita þing-
maOur NorOurlandskjördæmis vestra. Hann hefur setiö á þingi frá þvl
1974 I neöri deild og er formaOur þingflokks Framsóknarflokksins.
Hann er aö auki formaöur allsherjarnefndar sameinaös þings og
iönaöarnefndar neöri deildar og einnig varaformaöur sjávarútvegs-
nefndar neöri deildar. Þr átt fyrir öll trúnaöarstörfin segist hann þó
fyrst og fremst llta á sig sem bónda — þaö er hans ær og kýr.
Björn Vignir Sigurpálsson á
Helgarpóstinum hringdi i migum
helgina eftir páska. Ba6 hann mig
aO halda dagbók i viku fyrir
Helgarpóstinn. Ég tók dræmt i
það, en þegar nánar var aö gáð
fannst mér ég mega til að gera
þetta fyrir blaðið hans Vil-
mundar, annað eins og
Vilmundur er búinn að gera fyrir
okkur Framsóknarmenn siðast-
liðið hálftannað ár, og þó á hann
eftir að verða okkur langtum
notadrýgrii framtiðinni ef honum
endist fjör og áræði til að taka
þátt i pólitik og flokksmönnum
Alþýðuflokksins endist þolinmæði
til þess að lofa honum að gera
það.
Hitt er svo annað mál að auð-
vitað hefði verið heppilegra fyrir
Bjöm að fá hátiðlegri þingmann
en mig til þess að gera skrá um
vikuverk sitt. Ég tek sjálfan mig
ekki mjög hátiðlega og man ekki
eftir þvi heilu ttmana að ég er
þingmaður. Ég er nefnilega fyrst
og fremst bóndi og ætlaði mér
aldrei að starfa annað, enda er
það skemmtilegasta starf sem ég
þekki og ég vil helst ekki gera
nema það sem mér þykir
skemmtilegt. Atvikin hafa hagað
þvi svo til að ég er þingmaður um
sinn — og það er gaman llka.
Ykkur að segja þá gangast
sumir félagar minir á Alþingi
mjög upp i þvi að vera þingmenn
og ég hef það á tilfinningunni að
mikilvægi þeirra sjálfra á þjóðar-
búinuhverfi aldrei úr huga þeirra
hvorki i vöku né svefni.
Mánudagur:
Ég vaknaði snemma og sem
betur fór heima hjá mér, það er
að segja fyrir norðan. Þar hef ég
heimili mitt og fjölskyldu, syðra
er ég gestur. Helgin hafði verið
góð. BUskapur I góöu lagi hjá
minu fólki. Ég ók skarni á hóla á
laugardaginn — þá var ég eins og
Njáll.
Laugardagskvöldið vorum við
hjón gestir skagfirskra hesta-
manna á árshátið þeirra i
Varmahlið. Enga menn þekki ég
sem kunna betur að skemmta sér
og öðrum en Skagfirðinga og þá
ekki sizt hestamenn. Félags-
málavafstur mitt hefur einkum
skipst á milli hestamennsku og
pólitikur, hvoru tveggja er mér
kært.
Ég hef ákaflega gaman af
hestum og hross min fóru ekki
lakar með mig en um siðustu
helgi. Ég var-svo stálheppinn að
geta frestað þvi sem fyrir lá
syðra fram um hádegi á mánu-
dag, þannig að mér nægði að fara
heimanað i morgunsárið. Hrafna-
hretiðvar komiðþegarég lagði af
stað, en eins og menn vita verpir
hrafninn 9. nóttum fyrir sumar og
þá gerir alltaf hret. Þetta hafði
það i för með sér að hálka var á
vegum og hrfð á Holtavörðuheiði.
Um hádegið gekk ég frá þvi að
einn af varamönnum flokksins
tæki sæti á Alþingi, Böðvar
Bragason sýslumaður á Hvols-
velli. Hann er gamall bekkjar-
bróðirminn og kunningi svo þetta
var mér sérstök ánægja.
Þennan dag var fundur i
Sameinuðu Alþingi og ræddar
þingsályktunartillögur. Klukkan
4 hófust svo fundir i þingflokkn-
um. Við ræddum nokkur mál
fram til klukkan að ganga átta.
Klukkan niu hófst svo aftur fund-
ur i Sameinuðu þingi og stóð fram
undir miönætti.
Þriðjudagur:
Morguninn fór i simtöl og snatt
bæðifyrirmigog aðra og dálitlar
bréfaskriftir. Klukkan tvö þegar
þingfundur átti að hefjast komu
menn með irafári og báðu um
frestun þingfundar þar sem þeir
vildu efna til þingflokkafunda, út
af viðræðunum við Norðmenn.
Þarna voru þá komnir Sighvatur
Björgvinsson, ólafur Ragnar og
Matthías Bjarnason úr viðræðu-
Alþingi kemur mjög á óvart mikil-
mótuö, þar eru hlutirnir á-
segir Páll Péturs-
nefndinni út af Jan Mayen. Ég
þurfti ekki annað en sjá á þeim
fasiö þá varð mér ljóst að nú ætl-
uðu þeir að gera upphlaup. Ég
boðaði til þingflokksfundar lika til
aö nota stundina og frétta af
viöræðunum.
Það er óhugnanlegur munur á
deilu okkar við Norðmenn og á
landshelgisdeilu okkar við Breta
og Þjóðverja á sinum tima. I
þorskveiðistriðinu unnu menn
með miklu gæfulegri hætti heldur
en nú. Þegar Sjálfstæðismenn
voru veilir fyrir Nato og þvi fólki
vorum við Framsóknarmenn
ekkert að ólátast yfir þvi, við
höfðum bara vitfyrir þeim hvort
sem þeim likaði betur eða verr,
en við vorum ekkert að auglýsa
ágreining. Kommar létu þó
stundum eins og asnar.
I viðræðunum við Norðmenn
hafa hins vegar alla tið einstöku
kappar veriö að reyna að ota sin-
um tota, sinum privattota, aug-
lýsa sig og reyna að komast i
sviðsljósið. Einn gekk svo langt i
vitleysunni i fyrrasumar að.hann
vildi bjóða Norsurum sex val-
kosti. Hvemig hefði fariö ef við
hefðum farið að bjóða Bretum
uppá, þó ekki hefði verið nema 5
valkosti, I den tiö? Okkar er að
ákveða hvert við treystum okkur
til að komast og fara það svo.
Þetta brást við Norömenn, menn
mátu það meira aö reyna að láta
bera á þvi að þeir væru langharð-
astiri afstöðusinni,, ,Gísli, Eirik-
ur og Helgi”, hefðu heldur átt að
keppast um hver þeirra væri
vitrastur og reyna að veröa jafn-
vitrir ólafi Jóhannessyni. Þá
hefði gengið skár við Norðmenn
og liklega engir þingflokksfundir
verið haldnir þriðjudaginn 15.
april. Frumhlaup þeirra bræöra
er búið og gert. Vitnanir þeirra i
blöðum eru þegar þýddar á
norsku og skitt veri með það og
sveiþvi. Auðvitað varNorðmönn-
um þetta strax ljóst i fyrrasumar
enda var þeim kannske aldrei
lifenauðsyn að láta að vilja okkar.
Þá komu fundir i Sameinuðu
þingi að loknum fundum þing-
flokka. Um kvöldmatarleytið
skrapp ég út i bæ að hitta vin
minn og sveitunga sem hefur i
vetur verið hér syðra að leita sér
lækninga. Um kvöldið vorum við
formenn þingflokkanna i
Sjónvarpinu I þætti hjá frétta-
manni.
Nú væri ég i stuði til að segja
mina skoðun um fréttaflutning
frá Alþingi, hann er oft ekki upp á
marga fiska og liklega lakari i
vetur en nokkru sinni áður, siðan
égkom þar.Égsleppi þvi þó núna
að fara ytarlega út i þaö. Stefán
Friðbjarnarson þingfréttaritari
Mbl. niætti sem fyrr verða öðrum
fyrirmynd. Eftir sjónvarpiö tók
siminn við.
Miðvikudagur:
Meiri simi, bréfagerö og mála-
tilbúnaður.Má nudagar og
miðvikudagar eru mikilvægustu
dagar vikunnar á Alþingi þá eru
fastir þingflokksfundir. Þeim
sem ekki eru heimavánir á
Alþingi kemur mjög á óvart
mikilvægi þingflokksfunda. Þar
er stefnan mótuð, þar eru hlutim-
ir ákveðnir og málin gerö upp
innan fjögurra veggja og með
fullkominni þagnarskyldu um
oröaskipti og sá er hvers manns
niöingur sem kjaftar frá þvi sem
þar gerist, öðru en niöurstöðum.
Við búum við fulltrúalýöræði, það
fólk sem hefur svipaðar Ufs-
skoðanir þokar sér saman og kýs
sér fulltrúa, þessir fulltrúahópar
samræma afstöðu sina i þing-
flokkunum og eru þeir þvi ein-
hverjar mikilvægustu starfsein-
,,Þeir sem ekki eru heimavanir á
vægi þingflokksfundar. Þar sem stefnan er
kveðnir og málin gerö upp innan fjögurra veggja
son sem hér stýrir þingflokksfundi hjá framsóknarmönnum.
yOÐALEGA HAFAASNA-
KJÁLKAR LOGIÐ UPP Á
FYRIRGREIÐSLUPÓUTÍK’
PÁLL PÉTURSSON LÝSIR VIKU í LÍFI ÞINGMANNS
ingar stjórnkerfisins. Viö
Framsóknarmenn tökum tillit
hver til annars og það er styrkur
okkar að viö erum samhentir. Við
eigum ekki viö að striða persónu-
legan ofmetnaö einstaklinga né
heldur háskalega auglýsinga-
mennsku.
Þingmenn eru ekki þaulsætnir
á þingfundum en það er viðburður
ef nokkurn vantar á þingflokks-
fund.
Klukkan 2. þegar fundir áttu að
hefjast i deildum kom Kjartan
Jóhannsson meö kröfu um út-
varpsumræður um skattstiga,
hann langaði til að slá sér uppá
þvi. Þá hófust fundir formanna
þingflokka og urðu fundir þeirra
þrir þann daginn. Kjartan fékk
vilja sinn aö vissu leyti, Sighvatur
presenteraði ósk Kjartans um út-
varpsumræöur. Þingflokksfundur
okkar stóö frá 3 til 7 og var rætt
um væntanlegar útvarpsum-
ræður og stakk ég upp á mönnum
i þær. Síðan var rætt um land-
helgisviðræður og vegaáætlun.
Eftir kvöldmat kom babb i
bátinn. Ragnar Arnalds
fjármálaráöherra hringdi og
haföi þá fengiö nýja útreikninga
um skattbyrði einstæðra foreldra
og einstaklinga með lágar tekjur.
Þarna kom í ljós að þeir bæru
meiri skatt en við hugðum
samkvæmt sföustu tölvuútskrift
og vildi hann endurskoöa málið
og fresta umræðum. Ég lét það
gott heita fyrir okkar hönd, enda
er ég sannurvinur ekkna ogmun-
aðarlausra og við Framsóknar-
menn ekki siöur en Ragnar. Þá
var aö hafa samband við þá sem
áttu aðfara í útvarpsumræðurnar
ogsiðan þá aðra sem þurfti til að
finna botn i Utreikningunum. Það
gekk misjafnlega, aö ná
sambandi við menn, einn var i
bridge annar i badminton, djöfull
eru menn duglegir. Allt var þó
afgreitt á seinni timanum i eitt.
Liklega eru þó báðir þessir
útreikningar vitlausir, bæði þeir
sem byggt var á og þeir sem
stoppuöu málið. Ég hef ekki
ennþá séð spá sem stóöst um f jár-
mál á Islandi. Hér treysti ég þó
skár brjóstviti en tölvuútskrift-
um.
Fimmtudagur:
Þorvaldur Garðar forseti Efri
deildar hringdi snemma.
Hann vildi vita hvort ég geröi
athugasemd við ósk Ragnars
Arnalds um frestun útvarpsum-
ræðnanna. Ég gerði enga athuga-