Helgarpósturinn - 24.04.1980, Síða 8

Helgarpósturinn - 24.04.1980, Síða 8
8 Föstudagur 25. apríl 1980 hplrj^rpfí^fl irínn _____helgar pósturinn._ utgefandi: Blaðaútgáfan Vitaðsgjafi sem er dótturfyrirtæki Alþýðublaðs- ins, en með sjálfstæða stjórn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guð- mundsson. Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórnarfulltrúi: Jón Oskar Haf- steinsson. Blaðamenn: Guðjón Arngrímsson, Guðlaugur Bergmundsson, Guðmund- ur Árni Stefánsson og Þorgrímur Gestsson. Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason. Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuldur Dungal. Auglýsingar: Elín Harðardóttir. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir Dreifingastjóri: Sigurður Steinarsson Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðu- múla 11, Reykjavík. Simi 81866. Af- greiðsla að Hverfisgötu 8-10. Simar: 81866, 81741, 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent h.f. Askrift (með Alþýðublaðinu) er kr. 4.500.- á mánuði. Verð í lausasölu er kr. 300.- eintakið. „Okkur er öllum ljóst sem vinn- um viö þetta, að þaö betrast eng- inn maöur á þvi raunverulega aö vera I fangelsi, þaö er alveg úti- lokaö. Kerfiö er ekki lagað til þess aö betrumbæta nokkurn mann. Hitt er annaö mái, aö viö reynum aö fara inn á þá braut aö skemma þá sem minnst meöan þeir eru hér.” Þannig fórust einum helsta fangelsisstjóra landsins, Helga Gunnarssyni á Litla Hrauni, orö i samtali viö Helgarpóstinn sl. sumar og I svipaöa átt gengu um- mæli ýmissa annarra aöila sem leitaö var til og þekktu áhrif fangelsisrefsingarbetur en flestir aörir. Aliir voru sammála um aö fangelsun bætti ekki mennina, sem lenda bak við lás og slá, en þaö er þó tilgangurinn eöa amk. ein réttlæting fangelsisrefsingar. Flestir voru sammála um aö miklu meiri likur væru á aö fangelsunin geröi aöeins illt verra. Sú grein sem birtist i Helgar- póstinum i dag um hlutskipti BETRUN? fanga er hin þriöja I rööinni frá þvlaöblaðiöhóf göngusina. Áöur er vitnaö til greinar um gildi fangelsunar og I haust geröi Helgarpósturinn athugun á lyfja- notkun I íslenskum fangelsum, sem ljóst viröist aö er óhófleg. Sú niöurstaöa er staðfest frekar I viötali viö ungan óiánsmann i biaöinu i dag. Aö þessu sinni er tilefniö frá- sagnir aö undanförnu um tals- veröa ókyrrö meöal fanga á Litla Hrauni. Undirrót hennar er sá háttur fangelsisyfirvalda aö beita einangrunarvist vegna agabrota sem leitt hefur til þess aö upp úr sauö meöal fanganna og til upp- þots kom. Enginn vafi er á þvi aö fangelsisyfirvöld hafa heimild til aö beita refsingum á borö viö einangrun, en af lýsingum á þeim aö dæma viröast þarna vera á ferö miöaldaaöferðir og óhjákvæmilegt aö spyrja hvort ekki séu til skynsamlegri og mannúölegri leiöir til aö tjónka viö fanga en setja þá i „sellu”. A sama hátt vakna spurningar um hvort enginn aöiii hafi raun- verulega eftirlit meö þvl aö fang- ar séu ekki beittir haröræöi I fangelsum, — aö almenn mann- réttindi þeirra sem fanga séu þó virt og þurfi ekki aö sæta geö- þóttaákvörðunum innan fangelsismúranna. Eftir lýsingum sem berast út úr fangelsunum gæti þar veriö pottur brotinn og einhver ástæöa hlýtur aö vera fyrir því aö fangar eru nú aö hefja réttindabara'ttu i vaxandi mæli. Regin hneyksli islenskra fangelsismála er þó sú staöreynd aö á „betrunarheimili” eins og Litla Hrauni eru fangar.sem eiga viö geöræn vandamái aö strlöa haföir innan um heilbrigöa, og ó- harönaðir unglingar sem þvælst hafa út i afbrot innan um forherta sakamenn. Astæöan er auövitað sú, eins og landlæknir bendir á i viötaii, aörlkisvald sem reynir aö skera flest við nögl, kastar varla krónunum I utangarösmennina — fangar hafa engan þrýstihóp á bak viö sig. Þess vegna rikir ófremdarástand I fangelsismál- um hér á landi, sem varla er sæmandi fyrir þjóöfélag sem þyk- ist vilja velferö allra þegna sem mesta — hárra og lágra. Aö skemma fólk „sem minnst” er varla háleitt markmið. -AÞ/BVS LENGIGETUR VONT VERSNAÐ Jæja — nú er voriö komiö, fuglarnir syngja, sólin skfn, snjóa leysir og hér fyrir austan verður aftur fært á milli byggöalaga — þaöer að segja þaö er aftur hægt aö komast á milli byggöalaga. Sumsstaöar er aö vísu haröbann- aö aö vera að flækjast eftir vegunum vegna aurbleytu. Vöru- flutningabílar mega ekki keyra á milli landshluta vegna þessarar sömu aurbleytu ;þeir gætu festst endanlega i drullunni — eöa keyrt vegina sundur og Vegagerðin vill hvorugt. Hins vegar er Austfirðingum á smærri bilum frjálst og leyfilegt aö skrölta, hristast og skalla bil- þakiö í bílunum sinum á tilþrifa- mikinn háttámeöan þeir freista þess aö aka holótta fjallvegina héöan af Héraöinu niöur d firöi. Menn taka þessu af miklu jafnaöargeöi hér fyrir austan en ég, sem er aðflutt, get enn þá æst mig alveg takmarkalaust yfir samgöngumálunum hér. Um páskana fengum við til dæmis góöa gesti úr Reykjavik og ætluöum þeim til heiöurs aö keyra uppi Hrafnkelsdal og sýna þeim þar ýmislegt skemmtilegt. Gott ogvel. Viðtókumbilaleigubil hér á Egilsstööum, jeppa, og þeystumst kampakát af staö uppá Jökuldal. Nú ætla ég ekki aö tiunda feröa- lag þetta aö ööru leyti en þvi aö þegar komiö var uppá efri dal blasti viö okkur vegarspotti sem sjón var aö sjá. Þar var vegurinn undir snjó og myndarlegur, breiöur leysingalækur streymdi þvert yfir hann. Þessi lækur haföi étiö vel og rækilega bæöi úr vegi og skafli þar sem hann rann fram af vegarbrún hinu megin þann- ig að vegurinn var tæplega bils- breidd og visast aö svell væri á honum og við á sumardekkjum. Fyrir neöan var svo brött brekka sem endaði i grárri og ófrýnilegri jökulsánni. Ekki veit ég hvort ég get lýst þessu nógu vel en viö þetta útsýni upphófust nokkrar rökræður i jeppanum. Þær stóöu núekki lengi. Við kvenmennirnir haröneituöum nefnilega aö fara yfir þennan vegarkafla. Viö leiddum viturleg rök aö máli okk- ar aö okkar mati og bentum á aö við værum aö keyra þetta aö gamni okkar og þaö væri öldungis fáránlegt aö vera aö spóla eftir svona Hfshættulegum vegum aö nauösynjalausu. Viðvildum snúa viö. Karlmennirnir voru á ann- arri skoöun — en viö höföum okk- ar fram. Ég ætla ekki aö segja' ykkur hvaö bændum á Jökuldal fannst þetta feröalag okkar hlægilegt og viö miklar heybrækur. Færöin þótti nefnilega góð á dalnum og okkur var tjáö aö eini verulega vondi vegarspottinn væri mun of- ar en viö komumst nokkurn tlma — viö áttum með öörum oröum eftir aö sjá vondu færöina. Fólkiö þarna uppfrá er vant því aö feröast eftir þessum vegi á vetuma á meðan hann er beinlin- is lífshættulegur, svellbólstrar yfir hann — og áfram niöur i þessa ljótustu á landsins. Fólkiö er ekkert hresst yfir þvi aö þurfa aö fara eftir veginum svona en þaö verðuraö láta sig hafa þaö — þaö á ekki annarra kosta völ. Mér finnst þetta ástand satt að segja algjört hneyksli og svona er ástandiöekki bara uppi á Jökudal heldur viöa annars staöar hér fyrir austan. Og þaö þarf i sjálfu sér ekkert óskaplega mikla fjár- muni til aö laga vegina þar sem þeir eru verstir. Af hverju er þaö ekki gert? Og á meöan ástandiö er svona — viöa — þá veit maöur ekki hvort maöur á aö hlæja eða gráta þegar maöur sér Borgarfjaröar- brúna rlsa viröulega úr sæ. Eöa þegar formaöur FÍB hvessir á mann augun útúr sjónvarpinu og krefst bundins slitlags á hring- veginn! Ef fólk á landsbyggöinni gæti flogiö yfir vegina sína meö þvi aö blaka höndunum — eöa eitthvað svoleiöis —■ þá væri þetta tvennt hin ákjósanlegustu for- gangsverkefni. En á meöan svo er ekki væri nær aö snúa sér aö þeim þáttum samgöngukerfisins sem veröur aö bæta úr — sem fyrst. HÁKARL DRGUNNAR FERSER HÆGT Rikisstjórn Gunnars Thorodd- sen er nú óöum aö festast I sessi, ráöherrarnir, sem áður voru svamir andstæöingar, aö læra hver á annan, — vinnubrögö og hugsanagang. Þó er nú varla meira en svo aö þeir sem ekki hafa gegnt ráöherrastörfum áö- ur, séu komnir inn I gang mála I „kerfinu”. Aö visu hafa þeir allir mikla reynslu að baki sem þing- menn. Ingvar menntamálaráö- herra og Friöjón dómsmálaráö- herra og Pálmi landbúnaðarráö- herra hefur bæöi veriö bóndi alla sina tiö, og einn helsti talsmaöur sjálfstæöismanna i landbúnaðar- málum. Fjárlögin 1 raun voru þaö ekki fjárlög rikisstjórnar Gunnars Thorodd- sen sem voru samþykkt nú ekki fyrir löngu, heldur samsuða Ur fjárlögum þeim sem Tómas Arnason lagði fram i upphafi þings I haust, og sem hann haföi unniö aö ásamt embættismönnum i fjármálaráðuneytinu frá þvi I fyrravor, og hinsvegar voru svo þau fjárlög sem Sighvatur Björg- vinsson náöi aö leggja fram á sinum stutta ferli sem fjármála- ráðherra. 1 raun er þaö lika orö- iö svo, aö mikill meirihluta út- gjalda á fjárlögum er bundinn með lögum, svo þaö skiptir kannski ekki svo miklu hver situr I embætti ráöherra hverju sinni. Ef einhver veruleg stefnubreyt- ingættiaöveröa I rikisfjármálum hér á landi, væri nauösynlegt aö afnema þessa sjálfvirkni I fjár- lagagerö, en taka þess i staö upp algjörlega ný vinnubrögö og kem- ur þar til dæmis til greina aö nota hina svokölluðu „núllgrunns áætlun”, en húnbyggist á þvl, aö I staðþess aö hugsa sem svo: „Já það er best að hafa þaö bara eins og í fyrra, hækka þennan lið bara um veröbólguna” þá yröi hver fjárveiting tekin fyrir liö fyrir liö, könnuö hagkvæmni hennar og hvaöa rök liggja aö baki henni. Hætt er viö aö sllkt tæki langan tlma og fjárveitinganefnd gæti ekki komiö sér saman um hvernig meta ætti hlutina, þvl I stjórnmál- um eiga auó'vitaö ekki aö ráöa beinhörö peningasjónarmiö, eins og i' fyrirtækjum, heldur eru stjórnmálamenn til þess kosnir aö taka miö af þörfum þegnanna og jafna aöstööu þeirra eftir þvi sem kostur er. Fjárlögin voru sem kunnugt er samþykkt I flýti fyrir páska og „kerfiö” er svona rétt fariö að vinna eftir þeim. Þaö veröur þvl litil reynsla sem fæst af þessum fjárlögum Ragnars Arnalds, áöur en hann og samstarfsmenn hans I fjárlaga og hagsýslustofnun þurfa aö fara aö taka saman grófan ramma aö fjárlögum næsta árs sem lögö vei ða fram á Alþingi um miðjan október, ef ekkert óvænt hefur gerst I stjórn- málum. Skattpiningin Þaö er kaldhæöni örlaganna aö þaö skuli vera ríkisstjórn Gunn- ars Thoroddsens varaformanns Sjálfstæöisflokksins sem stendur fyrir hinni miklu skattpiningar- stefnu, sem þessi rlkisstjórn hef- ur slegiö öll met i^ miöaö viö starfstíma. Nú er svo komiö aö ibdar I þeim sveitarfélögum, þar sem full útsvarsálagning veröur notuö veröa aö greiöa hvorki meira né minna en 65 prósent af hæstu tekjum I skatta og útsvar. Skattstiginn hefur að vlsu ekki veriö endanlega samþykktur á Alþingi, en þaö er ljóst aö menn viröast ekki þurfa aö vera neínir hátekjumenn til þess aö komast I 65 prósent skalann. Manni finnst nú að þaö heföi veriö i anda Alþýöubandalagsins loksins þeg- ar þaö fékk i sinn hlut fjármála- ráöherrann, aö þaö heföi bætt einu skattþrepi viö sem tæki til dæmis 75 prósent af raunveruleg- um hátekjumönnum, flugstjór- um, tannlæknum, læknum, skip- stjórum á aflasælum fiskiskipum og fleirum slikum. Nei I staö þess er meöaltekjufólkiö skattplnt og svo er mörgum vikum eytt I þaö aö kanna aftur og fram, hvort nokkrir einstaklingar á landinu fá 30 þúsund krónum meira eöa minna i skatta — fáránlegt! Hinsvegarer þaö svo alveg ein- kennandi fyrir alla skattaumræöu hér á landi, aö menn eru alltaf aö skammast út i tekjuskattinn, en hinsvegar viröist alveg sama hvaö óbeinu skattarnir, eins og söluskattur, eru hækkaðir mikiö. Þaö er aö visu kosturinn viö þá, aö þá ræöur hver og einn meira t hvernig hann ver fjármunum sin- um, til dæmis hvort hann vill borga sinn hlut i söluskattshltina meö þvl aö kaupa sér bll eöa sum- arbústaö, svo nefndir séu valkost- ir þeirra sem hafa einhver aura- ráö. Fá stórmál Þaö veröur ekki sagt um þessa rlkisstjórn, aö hún skilji eftir sig mörg og merkileg stórmál, þegar þingiö veröur sent heim nú fyrri- hluta mai mánaðar. Aö vlsu er eftir aö afgreiöa vegaáætlun, en útlitið er nú ekki bjart varöandi stórstlgar vegaframkvæmdir eins og Ragnar Arnalds var þó búinn aö leggja grunninn aö I vinstri stjórninni. Þá hefur verið talaö um aö húsnæöismálafrum- varpiö veröi afgreitt. Þetta frum- varp er hugarfóstur Magnúsar H. Magnússonar úrEyjum, sem frá upphafi ráöherratlma slns barö- ist mjög fyrir framgangi þess. Allt bendir til þess aö nægur þirg - meirihluti sé fyrir frumvarpinu, jafiivel þótt einhverjir stuönings- menn stjórnarinnar teldu sig ekki geta stutt þaö, en einhverjar- breytingar viröist manni nú aö þurfi aö gera á þvi, svo Gunnar Thoroddsen geti meö góðri sam- visku greitt þvl atkvæöi, þvl hann og Magnús sem báöir eru fyrr- verandi húsnæöismálaráöherrar, hafa ekki alltaf veriö á sömu skoöun I þeim efnum. En Gunnar fer sér hægt I stjórnarsamstarf- inuogeinbeitir sér aö þvl aö halda góöu samkomulagi innan stjórn- arinnar svona fyrstu mánuöina, áöur en -átökin byrja um hina raunverulegu stjórnarstefnu i haust. Hákarl

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.