Helgarpósturinn - 24.04.1980, Qupperneq 24
-Jie/garpÓstUrinrLFösiuáagur 25. aprll 1980
# Mannaforráb virbast ekki
sérstaklega freistandi verkefni á
ritstjórn Þjóðviljans. Fyrir
skömmu vildi Arni Bergmann
hætta sem ritstjóri til að losna við
mannaforráð. Hann vildi frekar
fá að sinna áhugamálum i blaða-
mennsku en vasast i flokkspólitik
og almennri verkstjórn. Nú hefur
Vilborg Harðardóttir, fréttastjóri
blaðsins gefið til kynna að hún
vilji láta af þvi starfi. Ástæðan er
ekki alveg sú sama og hjá Árna,
þvi Vilborg mun vera orðin þreytt
á ihlutun flokksafla i fréttastjórn-
ina, og svo mun vera um fleiri
starfsmenn á ritstjórn. Hefur
frést aö hún hyggist segja upp
fréttastjórastarfinu verði ekki
breytt um stefnu i þessu efni, en
hafi hins vegar ekki áhuga á að
hætta hjá Þjóðviljanum og vilji I
staðinn vera óbreyttur blaða-
maður.
# Danski bassasnillingurinn
Niels-Henning örsted-Pedersen
sló rétt einu sinni i gegn hérlendis
um siðustu helgi, ásamt söngkon-
unni og pianóleikaranum Tania-
Maria. Jazzvakning, sem stóð
fyrir tónleikunum, mun standa
allvel að vigi nú i lok þessa starfs-
árs vegna tónleikanna þvi hagn-
aður af þeim kvað nema á aðra
milljón króna....
# Meira um Niels-Henning:
Það er ekki oft sem islenska sjón-
varpið fær hrós á heimsmæli-
kvarða, og þvi siður hrós fyrir
hljóðupptökur á tónlist. Slikar
upptökur i stúdiói sjónvarpsins
hafa einatt ekki verið beysnar.
Þvi er það gleðiefni og frásagnar-
vert að haft er eftir þessum
bassameistara, sem er hagvan-
ur i sjónvarpsstúdióum viöa um
veröldina, að hvergi hafi hann
fengið jafn góða hljóðupptöku á
bassann sinn og þegar tekinn var
upp þáttur með þeim Tania-
Maria i sjónvarpinu s.l. laugar-
dag. Fór Niels-Henning einkar
lofsamlegum orðum um hinn
náttúrulega hljóm upptökunnar,
en heiðurinn af henni á Böðvar
Guðmundsson. Umræddur
þáttur, sem Tage Ammendrup
stjórnaði upptöku á, er siðan á
dagskrá sjónvarpsins á laugar-
dag i næstu viku og þá fáum við
að dæma sjálf....
# Ýmis ummæli Benedikts
Gröndalfyrrum utanrikis- og for-
sætisráðherra á iokaðri ráðstefnu
Sambands ungra sjálfstæðis-
manna um siðustu helgi hafa
vakið umtal og þykir þing-
maðurinn hafa talað býsna frjáls-
lega. Meðal annars gerði hann
það að umtalsefni þegar sovéskar
flutningavélar sóttu um leyfi til
að fá að millilenda á fslandi á
ieiðinni til Kúbu. Var þeim veitt
heimild til að lenda á
Reykjavikurflugvelli eins og um
var beðið. Siðan hafi Rússar
skyndilega skipt um skoðun og
beiðni hafi komið um að vélarnar
gætu lent á Keflavikurflugvelli.
Þeirri beiðni var synjað. Svo
gerist það um miöja nótt þegar
vélarnar eru að leggja af staö frá
Skotlandi áleiðis til íslands að
þær tilkynna flugstjórninni i
Keflavik að þær séu á leiðinni
þangað og hyggist lenda á Kefla-
vikurflugvelli. Varð talsvert ira-
- VÍN - AUSTURRIKI - UNGVERJALAND
3 ferðir um gamla Habsborgarkeisaradæmið
þar sem list og menning reis hvað hæst í Evrópu
Fyrsta ferðin veröur 23. júni. Fiogið til Kaupmannahafnar með Flugleiðum en þaðan með ungverska
fiugfélaginu Malev til Budapest. Vikuferð um Ungverjaland. Siöan siglt með fljótabáti frá Budapest
til Vlnar, dvaiist þar I nokkra daga og borgin skoðuö. Siðan fariö á fijótabáti frá Vin til Bratislva í
Tékkóslóvakiu og eftir það vikuferö um Tékkóslóvakiu. Flogið veröur til Kaupmannahafnar 14. júlf.
meö tékkneska flugfélaginu CSA. Hægt að stoppa i Kaupmannahöfn. Sams konar ferð 18. júli til 4.
ágúst.
Enn önnur ferð 14. júli, en þá veröur fariö öfugt við hinar, þ.e. fyrst til Tékkóslóvakiu. Feröast
verður I hverju landi meö ioftkæidum langferöabifreiöum. Gist á 1. flokks hótelum með WC og
baöi/sturtu. Fæði innifalið og Islenskur leiðsögumaður.
• Prag
Tékkóslóvakia
1
Vln
> .Bvat's'aVa- "
'' Austurriki > .Budapest;
---,, Ungverjaland /
Ferdaskrifstota
KJARTANS
HELGASONAR
Groóarvogi 44— 104 Reykjavik ■
Simar 86255 & 29211
Tekið á móti bókunum á skrifstofu okkar.
Takmarkað rými I hverri ferö.
Golfferðir — Marianske
Lazne (Marienbad)
í Tékkóslóvakíu 19. maí — 2. |úní og 1.
íúní— 16. júní. Fullkominn golfvöliur.
Hannaður upphaf lega fyrir Játvarð 7.
Bretakonung, í gullfallegu umhverfi.
Gist á Hotel Cristal. Hálft fæði. Tak-
markað framboð. Bókiðstrax.
öllum landsmönnum
sumars
fár út af þessu eins og gefur að
skilja og ýmsir áhrifamenn vitt
og breitt um bæinn á náttfötunum
við simann, og þurfti hreinlega að
skipa sovésku vélunum að fara
eftir fyrri heimild og lenda á
Reykjavikurflugvelli. A Benedikt
Gröndal að hafa sagt á fyrr-
greindri ráðstefnu að ljóst væri að
Sovétmenn væru skipulega að
kynna sér og æfa aðflug til Kefla-
vikur....
# Jón Magnússon, formaður
Sambands ungra sjálfstæðis-
manna á ekki sjö dagana sæla, —
eða kannski öllu heldur næturnar
— um þessar mundir. Fyrir utan
ráðstefnur eins og þá sem að ofan
er getið er sitthvað I gangi hjá
sambandinu og m.a. hefur verið
skipulögð eins konar fundaröð um
landið um stöðu Sjálfstæðis-
flokksins og stjórnmálanna sem
auglýst hefur verið i Morgun-
blaðinu undir nafninu „Hvað
nú?” Einhverjir gárungar hafa,
að þvi er frést hefur, tekið þessa
fyrirsögn bókstaflega og viljað fá
skjót svör við spurningunni. Jón
er vart sagður hafa svefnfrið á
næturnar út af simahringingum
þar sem rödd spyr ævinlega for-
máialaust: „Hvað nú?”...
# Islendingar eru nú orðið
farnir að kannast við sænsku
skoplistarmennina Hasse og
Tage, sem fullu nafni heita Hans
Alfredson og Tage Danielsson.
Þeir eru óumdeildir foringjar
sænskrar skoplistar og ádeilu sem
þeir hafa sett fram i sjónvarpi,
kvikmyndum og leikhúsi, og m.a.
reka þeir eigið leikhús, Svea
Hund, i Stokkhólmi. Siðast fengu
Islendingar að sjá Hasse og Tage
i afmælisdagskrá sænska sjón-
varpsins og i kvikmynd þeirra
Ævintýri Picassos sem fyrir
skömmu var sýnd við góða
aðsókn i Laugarásbiói. Nú hefur
spurst að þeir félagar hafi áhuga
á að gera islenska skáldsögu að
næsta viðfangsefni sinu á leik-
sviði. Þeir hafa farið þess á leit að
fá að semja söngleik upp úr
skáldsögu Halldórs Laxness
Atómstöðinni, sem þeir telja eiga
brýnna erindi nú en þegar hún
var skrifuð, ekki siður i Sviþjóð
en á íslandi, auk þess sem hún sé
dramatisk I uppbyggingu og
persónusköpun. Spennandi
verður að sjá hvað kemur út úr
þessu hjá þeim félögum....
# Jóhann Briem, forstjóri hjá
Frjálsu framtaki þykir mikill
sérfræðingur i prómósjón og þvi
sem kallað er almenningstengsl
og áróðursherferðir. Hann veitti
forstöðu söfnunarherferðinni sem
staðið hefur yfir undanfarið og
kennd er við Rauðu fjöðrina með
tugmilljóna árangri. Þetta hafa
þeir menn komið auga á sem nú
eru að hefja þær herferðir sem
trúlega munu setja hvað mestan
svip á þjóðlifið næstu vikurnar,
þ.e. hernaðarráðgjafar forseta-
frambjóðenda. Þannig mun
Jóhann hafa fengið tilboð frá
skrifstofum tveggja forsetaefna
nú i vikunni um að stjórna kosn-
ingabaráttu þeirra strax og frétt-
ist um velgengni Rauðu fjöður-
innar. Kannski bætir Jóhann póli-
tiskri skrautfjöður i hattinn sinn á
þessum vettvangi....
® Talandi um forsetakosning-
arnar: Ekki virðist ætla að nást
einhugur meðal foringja Alþýðu-
bandalagsins um að vinna ekki að
kjöri annarra forsetaefna en
Vigdisar Finnbogadóttur. Þannig
heyrir Helgarpósturinn að i hinni
svokölluðu bakvarðasveit
Guðlaugs Þorvaldssonar sem
kemur saman á herráðsfundi á
skrifstofu stuðningsmanna hans
við Suðurlandsbraut séu meðal
annarra Sigurður Blöndal, skóg-
ræktarstjóri og fyrrum varaþing-
maður, og Geir Gunnarsson,
alþingismaður. i þessari sveit eru
einnig sagðir menn eins og Ey-
steinn Jónsson, Sigurlaug
Bjarnadóttir frá Vigur, og Páll
Gislason, læknir og skáta-
höfðingi...
# Útvarpsráð hefur fyrir sitt
leyti fallist á að ráðist verði i gerð
nýs framhaldsmyndaflokks fyrir
sjónvarpið, sem Hrafn Gunn-
laugsson, Egill Eövarðsson og
Björn Björnsson munu sjá um
framleiðslu á. Þessir sömu aðilar
voru aðalsprauturnar á bak við
fyrsta islenska framhaldsmynda-
flokkinn Undir sama þaki, sem
varð mjög vinsæll. Þá sömdu þeir
félagar þættina sjálfir en að þessu
sinni hyggjast þeir leita til ým-
issa skribenta eftir efni i einsaka
þætti, en sjálfir leggja þeir til
hugmynd að leikrými, sem
verður félagsmiðstöð, eftir þvi
sem við höfum heyrt. Varla
verður þó ráðist i gerð þessa
myndarflokks fyrr en eftir næstu
áramót....
® Það varð uppi fótur og fit hjá
gárungunum á sinum tima þegar
fréttist að kominn væri melur i
fjármálaráðuneytið. Þá áttu þeir
auðvitað við Magnús Jónsson frá
Mel.Nú þykir þessum sömu gár-
ungum enn meira til um það að
kominn skuli ormur i forsætis-
ráðuneytið og eiga þar að sjálf-
sögðu við Jón Orm Halidórsson
aðstoðarmann forsætisráðherra.
Enn mestu tiðindin eru kannski
þau að melurinn og ormurinn eru
náskyldir — Jón Ormur bróður-
sonur Magnúsar frá Mel....
# Senn liður að þvi að laxveiði-
menn fari að hugsa sér til hreyf-
ings og ef að likum lætur mun
vertiðin eiga eftir að koma tölu-
vert við buddu þeirra áður en yfir
lýkur. Veiðileyfin hækka stöðugt,
ásókn útlendinga eykst og e.t.v.
kemur fljótlega að þvi að það
verður illmögulegt fyrirv þá að
komast að i islensku ánum. Eftir
þvi sem við heyrum verður dýr-
asta áin i sumar Laxá I Asum en
þar mun dagurinn koma til með
að kosta 100-250 þúsund. Laxá i
Ásum er eins konar fjölskyldu-
fyrirtæki, þar sem Páll S. Pálsson
lögmaður mun vera einn af
höfuðpaurunum....
# Fróðir menn fullyrða að kýia-
pestin sem kom upp i laxeldis-
stöðinni i Grindavik, hljóti að
vera upprunninn i Kollafjarðar-
stöðinni, þvl að þaðan og hvergi
annarsstaðar séu seiðin i Grinda-
vikurstöðinni ættuð. Leiði frekari
rannsókn I ljós að sú sé raunin
velta menn þvi fyrir sér hvort
jafn hart verði gengið fram i þvi
að uppræta pestina þar og gert
hefur verið i þvi að uppræta
pestina i regnbogasilungsstofn-
inum á Laxalóni....
# Afgreiðslustúlkurnar hjá
Eymundsson sögðust aldrei hafa
lent i öðru eins og aðselja miða að
tveim siðustu tónleikum Ivan
Rebroffs, sem verða i Háskóla-
blói 2. og 3. mai. Svo mikill var at-
gangurinn. Flestir urðu þó frá aö
hverfa miðalausir og á stórum
vinnustaö I borginni fréttist ekki
af neinum, sem hafði fengiö miöa
án milligöngu kunningja meö að-
stöðu. Var af þessu hinn mesti
kurr hjá þvi fólki, sem árangurs-
laust haföi staðið i biðröð....
# Oddur Björnsson, leikhússtjóri
Leikfélags Akureyrar og formað-
ur leikfélagsins, Guðmundur
Magnússon, voru báðir i Reykja-
vik i vikunni. Tilgangur ferðar
þeirra suður var meðal annars að
þrýsta á fjárveitingarvaldið að
bæta hag leikféagsins, en það
bersti bökkum. Þeir norðanmenn
benda á, að markaöur þeirra sé
um það bil tiu sinnumminnien
markaður höfuðstaðarleikhús-
anna. Þeir benda jafnframt á, að
til þess að uppfæsla á leikriti beri
sig megi sýningar helst ekki vera
undir 20, en það samsvari 200
sýningum i leikhúsunum i
Reykjavik. Ekki eru norðanmenn
alveg vonlausir um, að takast
megi að glæða skilning rikis-
Valdsins á leiklistarlifinu i höfuð-
stað Norðurlands, og visa þá til
orða Ingvars Glslasonar mennta-
málaráðherra, sem hann hefur
látið falla um jákvæða afstöðu
sina til menningar. Auk þess er
Ingvar þeirra eigin þingmaður,
og ekki sist flokksbróðir for-
manns leikfélagsins....
# Stúdentaráð hefur nú komið á
laggirnar ferðaskrifstofu. Verk-
efni hennar verður að skipuleggja
og sjá um hópferðir stúdenta til
útlanda, sem Samvinnuferðir
hafa séð um hingað til. Auk þess
munu stúdentar hér eftir sjálfir
skipuleggja ferðir námsmanna
erlendis heim og að heiman i
sumar- og jóiafrium. Stúdentaráð
hefur til að byrja með ráðið eina
manneskju til að annast skrif-
stofuhald....
# Það er sitt af hvérju sem hrellir
þá sjónvarpsmenn um þessar
mundir. Fyrst skal telja leik-
stjóradeiluna sem nú er búin að
valda þvi, aö upptökur tveggja is-
lenskra leikrita frestast, og mun
útséð um að annað þeirra verður
ekki tekið upp á þessu ári yfirhöf-
uð. Þar verða Islenskir leikarar
trúlega af nokkrum tekjum, i bili
a.m.k., en útvarpsstjóri er hins
vegar sagður kampakátur þvi
þetta þýðir aö það fé sem annars
hefði fariö I þessa leikritagerð
sjónvarps verður nú aflögu til
endurnýjunar á tækjabúnaöi
stofnunarinnar. Siðan er nú kom-
in upp önnur deila, svokölluð
„pródúsentadeila”, sem gengur
út á það að dagskrárgerðarmenn
sjónvarpsins sem til þessa hafa
litiö á sig sem vaktavinnumenn
hafa verið teknir út af þessum
vöktum. Við þetta styttist vinnu-
dagur þeirra og hafa dagskrár-
gerðarmenn mótmælt þessu
breytta fyrirkomulagi meö þvi aö
vinna sem minnsta eftirvinnu, en
þeir telja þessa breytingu þýöa
vaxandi nauðsyn á eftirvinnu.
Málið er I sjálfheldu þvi BSRB
mun styðja afstöðu stofnunarinn-
ar og telja dagskrárgerðarmenn
ekki hafa unnið vaktavinnu held-
ur hafi þeir haft „afbrigöiiegan
vinnutima”. Margir telja að þessi
breyting sé upphafið á almennum
skipulagsbreytingum á vinnu-
tlma sjónvarpsstarfsmanna i
sparnaðarskyni, en jafnframt má
telja liklegt að hún hafi i för meö
sér minni afköst við gerð innlends
sjónvarpsefnis og aukinn flýti við
hana. Bæði magn og gæði fari
sumsé niðuráviö, og varla má nú
sjónvarpiö við þv!..