Alþýðublaðið - 22.03.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.03.1927, Blaðsíða 2
2 ALfcÝÐUBLAÐIÐ ] ALÞÝÐUBLABIÐ J kemur út á hverjum virkum degi. J Afgreiðsla i Alpýðuhusinu við J Hveríisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. J til kl. 7 síðd. | Skrifstofa á sama stað opin kl. j 9V2—10V2 árd. og kl. 8-9 siðd. j Simar: 988 (aígreiðslan) og 1294 J (skrifstofan). 5 Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á j mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15, J hver mm. eindálka. j Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan j (i sama húsi, sömu símar). Sextén Sextíu aurar um klukkustund er kaupið, sem útgerðarmenn ætla að skamta verkakonum í var og sumar. Það er réttur helmingur þess kaups, 'teem verkamönnum er trygt með samningi hér í Reykja- vík. Það er fimm aurum lægra um tímann en par, sem kaup verka- kvenna er lægst annars staðar á landinu. é Þaci er tíu aurum lægra en út- gerðarmenn í Hafnarfirði hafa með samningi skuldbundið sig til að greiða verkakonum þar. Það er tuttugu aurum lægra um tímann en kaup verkakvenna hér Var í fyrra, og þrjátíu aurum lægra en það var 1925. Það er kr. 3,00 — prem krón- um — lægra á dag en það var fyrir hálfu öðru ári. Þriggja króna lækkun á dag nemur kr. 78,00 — sjötíu og átta króna — lœkkun á mánudi bara á dagkaupinu einu saman. Sé gert. ráió fgrir fimm máinada samfeldri vinnu, nemur lœkkun dagkaupsins kr. 390,00 — prjú hundrud og níutíu krónum •— fyrir hverja verkakonu. Fyrr má nú rota en dauðrota. Meðrá tielM. Hvíldartími togaraháseta. Lenging hvíldartima þeirra í 8 stundir á sólarhring kom í gær ti! 1. umr. Framsöguræða Héðins Valdimarssonar verður birt hér í blaðinu- Bráðlega sagði sanngirn- in til sín. Jón Ólafsson útgerðar- stjóri, sem kunnur er af virðingu þeirri, er hann ber fyrir friðhelgi jóiahátíðarinnar, sem eðlilegt er um slíkan kirkjuhöíðingja (stjórn- arnelndarmann frikirkjunnar, sem ísvagnarnir fóru fram hjá), hóf nú upp raustu sína og kvað þessa kröfu sjómannanna vera einn lið- linn í því að heimta mikið kaup fyrir litla vinnu og gló^aði urn aktaskrjft. Undirskriítir sjómann- anna kallaði hann „þess konar krot“. Hann hefði sjálfur alt af verið á móti hvíldartímalögunum. Sjómenskan á togurunum væri svo sem enginn þrældómur og heilsu hásetanna ekki mikil hætta búin af vökum. M nn gætu alveg *■ eins, þegar þeir færu að venja jsig á það, vakað í tvo sólarhringa í einu 0g sofið svo þann þriðja, eins og sofið venjulegan svefn á hverjum sólarhring. Þóttist hann sjálfur færastur til að dæma um málið af þekkingu, og minti ræða hans á setningu Friðriks 6.: „Vér einir vitum.“ Héðinn spurði Jón þá, hvort hann héldi þá ekki líka, að sjómennirnir gætu eins vakað alla veiðiförina í senn, jafnvel 10 sólarhringa, og sofið svo í 5 sól- arhringa í teiinu á eftir eða þá haft svo langan vöku- og svefn-tíma í senn úr árinu, sem verkast vildi. Annars virtist Jón ekki sjá það, sem skipstjórar hans sæju mæta vel, að reglulegur svefn yki starfs- þrek hásetanna. Minti hann Jón á, að fáir myndu þeir vera meðal framkvæmdastjóra útgerðarfélag- anna, sem vinni 16 stundir í sólar- hring, hvað þá meira, jafnvel þeg- ar mikið er að starfa. Hefði Jón og stétt hans auðgast á vinnu tog- arahásetanna, og ættu þeir að kunna að meta það. — Aðrir tóku ekki til máls um frv. Var því síðan vísað til 2. umr. og sjávar- útv nefndar. Var nafnakall viðhaft. Þeir, sem greiddu atkv. með frv., voru þessir 11: Héðinn, Ben. Sv., Bernh., H. Staf., Jón Guðn., Jör. Br., Magnús Jónss., Magn. Torfa- son, P. Þórð., Tr. Þ. og Þorl. J. Á móti þessari sjálfsögðu rétt- arbót greiddu 9 íhaldsmenn atkv.: Jön 01. og ÓI. Th. (laun fyrir störí sjómannanna?), P. Ott., Magn. G., J. A. J„ Jón á Reynistað, Þór- arinn, Jón Kjart. og Árni. Af fund- inum voru farnir: Jakob, Bj. Línd., Hákon, Ing. Bj., Sveinn, Sigurj. og Klemenz. Hann var nýíarinn út. Ásg. var veikur. Rannsókn sjávanitvegsins o. fl. Þingsál.-till. um skipun milli- þinganefndar til að rannsaka hag bátaútvegsins og gera tillögur til tryggingar honum var til fyrri umr. Hafði Sveinn framsögu (því að þa var hann ekki farinn út) og hóf hana með formála, sem var mestallur dylgjur um verka- menn í kaupstöðum. Gaf hann í skyn með hálfkveðnum orðum, að þeir væru að seilast ofan í vasa atvinnurek-enda til þess að fá sem mest kaup fyrir sem minsta \ innu. jSkyldi Jóni ÓI. ekki bráðum finn- ast sér skylt að láta gera Svein áð heiðursfélaga í „Varðar“-félag- inuSj Þegar Sveinn loks komst að tillögunni, lýsti hann sig á móti brt. Héðins, að nefndin rannsak- aði hag sjávarútvegsins alls. Kvað hann það ofmikið verkefni handa neíndinni. Nokkru áður hafði for- setinn skýrt frá áskorun, er Fiski- féíagið sendi alþingi um að láta r-mnsaka sjávarútveginn yfirleitt. Fléðinn benti á það og eins hitt, að þar sem þriggja manna nefnd er ætlað að rannsaka landbúnað- arlöggjöfina, þá ættu fimrn menn að komast yfir að rannsaka sjáv- arútvegsmáiin, þar sem margt er sameiginiegt um útveginn allan. J. Ól. var á móti nefndarskipun- inni, sérstaklega rannsókn á stór- útgerðinni, og virtist halda hennar ' litla þörf. [Hver skyldi fær um að sjá betri ráð en útgerðarstjórna- vitringarnir sjálfir!] Ef hag báta- útgerðarinnar þyrfti að rannsaka, þá mætti fela Fiskifélaginu það. — Málinu var vísað til sjávarútv,- nefndar og síðari umr., en tillaga H. V. kemur ekki til atkvæða fyrr en við þá umr. Frv. um notkun bifreiða (skoð- unarmenn o. fl.) var afgreitt til e. d„ frv. um 7. flokk bankavaxta- bréfa við veðdeild Landsbankans vísað til 2. umr., þingsál.till. um breytingu á reglugerð Ræktunar- sjóðsins til landbn. og einni umr. frestað og þingsál.till. um kaup á húsefgninni Hafnarstræti 16 til af- nota fyrir landssímann til síðari umr. og fjárhagsn. Kaupverðið er 115 þús. kr. samkvæmt skýrslu M. GuÖm. Sveitarstjórnarlagafrv. kom ti! 3. umr. Lenti þeim þá saman út af því, Hákoni og M. Guðm. Kvað Hákon frv. að eins vera nýja bót á gamalt fat, og er það réttmæli. Sérstaklega var hann óánægður út af ákvæði í frv. um, að odd- viti hfeppsneíndar skuli standa . sýslumanni skil á manntalsþingi á gjöldum hreppsins til sýslusjóðs og hreppsnefnd ábyrgjast lög- boðnar greiðslur að viðlögðum dagsektum, er sýslumaður á- jkveði í fyrstu, og megi taka þær jlögtaki í eignum oddvita eða þess nefndarmanns, er þar eigi sök á. Sama gildi, ef fyrirspurnurn æðri stjórnarvalda er ekki svarað. Dagsektaákvæðið er nýtt. Hákon kvaðst vera hissa á, að „hæstvirt stjórn, svo að ég hafi það ekki öðru vísi“, sagði hann, skyldi bera frv. fram svona. Hafi oft verið talsverðum vandkvæðum bundið að fá réttingu mála hjá stjórnar- ráðinu á aðgerðum yfirvalda. M. ;Guðm. gerði lítið úr lögfræðiþekk- ingu Hákonar og spurði, hvort hann hefði ekki fyrr orðið var við ákvæði I lögum, sem staðið hefir síðan 1921, um, að oddvíti skuli aíhenda sýslusjóðsgjald hreppsins á manntalsþingi. Kvað hann Há- kon ekki þurfa að bölsótast yfir frumvarpinu. — Var umr. þá frest- að að ósk Hákonar og málið tekið út af dagskrá. Efa*i deiM. Þar var sýsluvegasjóðsfrv. Jón- asar Kr. til 3. umr, 0g var það afgr. til n. d. Síðara málið á dag- skránni var frv. um heimild fyrir Tíkisstjórnina til að ábyrgjast lán fyrir Landsbankann, og var það til 3. umr. J. Baldv. vítti enn alla framkomu stjórnarinnar í málinu og benti á, að Landsbankinn sjálf- ur þyrfti ekksrt lán. Svo bar hann sig og upp undan hinu dæma- lausa framferði varaforseta við sig við aðra umræðu málsins. M. Kr. sá ýmsa agnúa á láninu, en taldi sér þó ekki fært að vera á móti því; þó lét hann það á sér Y skilja, að hann myndi ekkl vilja veita fleiri lánum stuðning. Jón- as Kr. mælti mjög slitrótt og við- vaningslega bæði að efni og formi. Hann kvaðst vilja hlíta ráðum góðra manna, og átti hann þar víst við bendingu Jórís Þorl. til hans í forsetastóli, en Alþýðu- flokknum hélt hann litla gæfu stafa af ráðum J. Baldv., sem bæði stæði fyrir auknum kaup- kröfum verkamanna og verkföll- um. Hann lýsti því og, hver kreppa og vandræði gætu komið yfir landið, og væri það jafnvel fyrirsjáanlegt, og ætlaðist hann til, að lánið færi til að mæta henni. Þetta hefir fjármálaráðh. aldrei viljað játa, svo að óvíst er, hverja þökk ráðherra kann Jónasi fyrir orðin. Kvað hann loks flokksofstæki valda andstöðu J. Baldv. og annara við málið. E. J. ! þótti þeir Jón Baldv. og Jónas frá Hriflu „slíta sig út úr heild i- haldsflokksins,“ og urðu andlit deildarmanna brosmild, er þeir hcyrðu. Jónas frá Hriflu taldi enn upp mótbárurnar gegn frv„ að óforsvaranlegt væri að taka ó- takmarkað lán, að Landsbankinn þyrfti ekkert lán, því að hann hefði nóg fyrir sig að leggja, og enn laumuspil það, er leikið hefði verið um málið. Hann kvað Jón- asi Kr. hafa verið bægt frá þátt- 'töku I 2. umr. af flokksbræðrum sínum og ekki að ósekju, eins og ræða hans nú sýndi, svo hefði hún verið full af ósannind- um 0g fáfræði. Ætti Jónas Kr. að tala varlega um flokksofstæki, því að af þeirri ástæðu hefði hann við atkvæðagreiðslu um ölvun- arfrv. greitt atkv. á inóti því, þótt hann af öllum þorra kjósenda sinna væri kosinn af þeirri á- stæðu einni, að hann hefði verið álitinn bindindisfrömuður. Fjár- málaráðh. vildi hvorki kannast við hlutdrægni útibús íslandsbanka á ísaf. né við hitt, að landsstjórnin hefði ráðstaíað neinu af láninu, ekki jheldur þeirri milljón, sem Islandsbanki á að fá. Hann kvað lánið þurfa að vera svona hátt af því, að viðskiftabanki Lands- íbankans I Danmörku, Landmands- jbankon, væri mjög báglega stadd- ur, svo að við mætti búast, að hann kipti að sér hendinni, og ætti þá að grípa til lánsins. Jón- as frá Hriflu taldi hann vera mjög: keimlíkan geðveikum manni, og að honum svipaði til Lears kon- ungs. Mikið hafði hann orð á því, hve Jón Baldv. 0. fl. töluðu lengi, að honum þótti, en sjálfur talaði hann «þ ó engu skemur en þeir. Jón Baldv. deildi á M. Kr. vegna fylgis hans við frv. Sýndi hann fram á, að það vissi út í hafsaugá að vilja alt af vera rrieð slíkum málum „að eins í þetta sinn“, rétt eins og Irinhver von væri til, að slí/k mál kæmu ekki aftur, og þá færi á sömu leið. Einhvers staðar yrði að nema staðar. Afskifti Jónasar Kr. af málinu hefðu ekki verið séríega karlmann'.eg. Hann /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.