Helgarpósturinn - 12.03.1982, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 12.03.1982, Blaðsíða 9
9 Hí=>/fjarprícrfr irinn Föstudagur 12. mars 1982 ___________II VÍSINDANNA Umsjón: Þór Jakobsson Einstigi eða alfaraleið Þaö er ekki heiglum hent aö vita meö vissu, hvar megi búast við mestum framförum i visind- um næsta áratuginn. Margar uppgötvanir skjóta upp kollinum flestum að óvörum: einhver mauriöinn naungi hefur rétt einu sinni haft heppnina meö sér og dottið einn sins liðs niöur á nýstárlega staðreynd. Sigri hrós- andi færir hann hana þeim, sem hamast i hópum með sveittan skallann i sviðsljósinu — þar, sem árangurs hafði helst verið að vænta. Visindamaður getur kosið að vera einn á báti eða skipað sér i flokk. Annars vegar er hættan á litlum árangri, þegar farnar srit ótroðnar slóðir. Hins vegar er mun meiri vissa um að timanum sé vel varið þegar fengist er við „tiskuverkefni”. En þar er þá samkeppni við stéttarbræður að sama skapi meiri. Likt og listamenn geta visinda- menn hagað störfum sinum á ýmsa vegu samkvæmt óliku við- horfi og upplagi. Sumir kjósa að dútla i kyrrþey upp á von og óvon, alla vega sjálfum sér til ánægju, og þeir geta jafnvel veitt sér að sinna öðru sem lifið hefur upp á að bjóða. Aðrir fórna öllu fyrir verkefnið. Þeir vita hvar geimið er i bænum, þeir þekkja „tiskuverkefnin” sem „Big Science” hefur um þessar mundir áhuga á og nú er bara að duga eða drepast. Allt fyrir verkefnið. Það i lifinu sem kemur ekki verkefn- inu við fer beint i einhverja rusla- fötuna, hvort sem hún er venjuleg ruslafata á gólfinu, skrifborð annarra eða fang fórnfúsrar eig- inkonu. Telja má vist, að framfarir af ýmsu tagi muni verða þrátt fyrir allt i meginstraumnum þar, sem vitað er um hundruð visinda- manna á stórum styrkjum að störfum. öll skilyrði eru fyrir hendi: nýtt, ókannað svið hefur opnast fyrir tilstilli nýrrar tækni eða nýrrar uppgötvunar, áhugi stjórnvalda og almennings er fyr- ir hendi og nógur peningur til rannsóknanna. Það er þvi ekki algerlega út i bláinn að giska á, hvar megi vænta árangurs næsta áratuginn. Menn geta við slika iðju einfald- lega áætlað nokkur ár fram i tim- ann framhaldið af þvi sem efst er á baugi og mest „i tisku” i dag. Þetta hefur verið reynt og skal hér nefnt atriði á sviði liffræði, sem vænlegt þykir sem vegvisir til merkilegra uppgötvana næstu árin. Boðhlaupið mikla: DNA Mikið fjör er nú i fræðigreininni sem fjallar um erfðir frá liffræði- legu sjónarmiði, sameindaerfða- fræðinni (molecular genetics). t erfðafræðinni er rannsakað, hvernig eiginleikar frumanna varðveitast við skiptingu og myndun nýrra fruma. Eiginleik- arnir, sem kallaðir hafa verið heimildir eða vitneskja, búa i genunum. Genin eru hluti af svo- nefndum litningum i kjörnum frumunnar. Litningur er gerður úr ýmsum efnum, og er eitt af þeim einmitt efni sjálfra genanna. Efnið kall- ast þvi æðilanga nafni Deoxyri- bósa-kjarnsýra, skammstafað DKS, — á ensku Deoxyribo-nuc- leic acid eða stytt: DNA.DNAer nú orðiö húsgangur i almennum kennslubókum i liffræöi og i munni fróðleiksþyrstra nemenda út um allar jarðir, en litið fór fyr- ir þvi i minu ungdæmi. Visa ég forvitnum lesendum til kennslu- bókanna, ef þeir viija fræðast um hinn stórmerkilega lykil erfð- anna. (Sjá t.d. „Liffræði” eftir P.B. Weisz i þýðingu örnólfs Thorlaciusar). En genin ráða eðli og lifi hverrar frumu i sér- hverri lifveru. Þau stjórna gerö eggjahvituefnanna i frumunum og þau stjórna gerð genanna sem af þeim myndast. Þriðja einkenni þeirra er það, að sérstæð einkenni geta breyst við stökkbreytingar: þróun á sér stað. Eins og segir i fyrrnefndri bók: „Af þessu þrennu leiðir svo enn fleira, þannig að hlutverk gena reynist spanna allar hliðar lifs og lifsstarfsemi. Með stjórn sinni á frumunum ráða genin lifi allra lifvera og þar með öllum lifheim- inum. Lifið hefur liklega hafist með genum, genin halda þvi við, og ef genin bregðast eða eyðast, mun lifið slokkna”. Eyöuri DNA-sameindinni — og þekkingunni Aðan var þess getið að fjör hefði færst i leikinn við rannsókn á erfðum. Stafar það af nýjum uppgötvunum sem benda til þess, að einungis hluti af DNA (DKS á islensku) i frumukjarnanum sé notaður við að koma erfðaboðum áleiðis til nýrra eggjahvituefna. Likja má lögun DNA-sameindar við kaðalspotta og hafa nú komið i ljós ótal auðir eða þöglir þættir hér og þar á DNA-sameindinni. Einhvern veginn eru þessi auðu bil gerð óvirk og fyllt um leið og erfðaboðum er fleytt áfram. Svo virðist sem einhver feikna flókin ritskoöun eigi sér staö i sam- eindakerfinu, ferli sem menn höfðu enga hugmynd um fyrir nokkrum árum. Uppgötvun þessi mun laða fram margar spurningar og verða upphaf viðamikilla rann- sókna. Sameindaliffræðingar munu reyna að komast að þvi nákvæmlega, hvernig þessi óvirku bil eru tekin úr sambandi og reyna að finna hvaða efnahvatar eru að verki. Þeir munu kanna eðli tilskipananna að baki hinna afarflóknu breytinga, sem hér munu eiga sér stað. Þeir munu reyna að skilja tilganginn með hinum sneiðskiptu genum og ástæðuna fyrir þvi, sem við fyrstu sýn virðist gagnslaus framleiðsla á stórum hluta af ófrjóu DNA. Sumir ætla, aö dreifing þessi á genunum yfir lengri hluta af DNA-,,spottanum” en menn hugðu áður, komi að notum við þróun. Dreifingin er til hjálpar viö þróun með þvi að hún stuðlar að aukinni erfðastokkun milli samstæðra litninga i frumunni. Aðrir lifeðlisfræðingar halda, að dreifingin auki jafnvægið með þvi aö halda genunum kyrrum „a' sinum stað”. Hvaö sem rétt reynist — hvort sem fyrrnefndar uppgötvanir koma sjálfri þróun lifsins við eða ekki, hafa þær hróflað við ýmsum grundvallarhugmyndum i sam- eindaerfðafræðinni og má búast við mörgum, nýjum sannindum I kjölfar þeirra næsta áratuginn. Erfðir og eðli lífsins I öðru lagi er ekki nema hluti vegarins i samræmi við skipulag. Eins og kemur fram i mynda- texta sem fylgir grein borgar- verkfræðings er vegarspottinn tengdur Reykjanesbraut með bráðabirgðatengingu sem hvergi er til á skipulagi. Þettaerunú kannski smáatriði, en þau sýna vel hve bágur mál- staður borgarverkfræðings er. Og svo er það þetta með skipu- nesbraut neðan úr bæ? Fer hann að leggja á sig krók alla leið upp að ljósunum við Stekkjarbakka til að komast inn á veginn hans Þórðar? Já, ef hann er fram úr hófi löghlýðinn. Að öðrum kosti skellir hann sér yfir eyjuna og eystri akreinina. Og það gera fjölmargir ef marka má um- merkin á staðnum. Þetta heitir á mæltu máli að búa til slysagiidru. Til hvers að kjósa? fyrst við höfum embættismennina Þóröur Þorbjarnarson borgar- verkfræðingur sendir mér bréf á Vettvangi HP siðasta föstudag og cr mikið niðri fyrir. Meirihluti bréfsins eru hugleiðingar hans um þaö hvort og þá hvernig þagg- að verði niður i mér, helst fyrir fullt og allt. Ekki ætla ég að elta ólar við þennan hluta bréfsins, þetta cin- tal sálarinnar. Hins vcgar ætla ég aö fara nokkrum orðum um það sem með mikilli velvild getur kallast svar hans við aðfinnslum minum viö embættisfærslu hans. Kyrir utan upptalningu á sjálf- sögðum lilutum fæ égekkiséðað liann svari mér með öðru en þess- um fjórum linum: „Vegarspotti sá, sem lagður var að Broadway, er i reynd i samræmi við staðfest skipulag eins og meðfylgjandi uppdráttur sýnir..” Þessi klausa, þó stutt sé, hefur inni að halda ekki færri en tvær rangfærslur. í fyrsta lagi er deili- skipulag Suður-Mjóddar ekki „staðfest” heldur aðeins sam- þykkt. Á þessu tvennu er tals- verður munur sem jafnvel borgarverkfræðingur ætti að þekkja. lagið. Eins og menn ættu að sjá i hendi sér er allt skipulag samsett úr mörgum einingum og nær ekki tilgangi sinum til fulls fyrr en framkvæmdum við það er lokið. Auk þess hlýtur að þurfa að fram- kvæma skipulagið eftir ákveðinni framkvæmdaröð. Umræddur vegarspotti á að tengja saman tvo vegi sem enn eru ekki til. Það er þvi ámóta fáránlegt að leggja þennan veg núna og að hefja hús- byggingu á þakinu. Að búa til slysagildu En það er kannski bráðabirgða- tengingin sem er glæfralegasti hluti þessarar vegalagningar. Eins og sjá má á uppdrætti borgarverkfræðings opnar hún bilum leið frá eystri akrein Reykjanesbrautar að Broadway. Reykjanesbraut er svonefnd stofnbraut og fara um hana tugir þúsunda bila á hverjum degi. Það hlýtur að teljast i meira lagi hæp- ið að tengja við hana ómalbik- aðan, óuppiýstan smáveg. Slikt býður hættunni heim. Þessi bráðabirgðatenging nýt- ist þeim sem koma ofan úr Fella- og Seljahverjum. En hvað gerir bilstjóri sem kemur upp Reykja- Engin svör Þetta er gert án samráðs við umferöarnefnd sem væntanlega hefur sitthvað við þetta að athuga. Og erum við þá komin að öðru aðfinnsluatriði minu sem borgarverkfræðingur kýs að láta ósvarað. Allar þessar fram- kvæmdir i kringum Broadway, hvort sem um er aö ræða þennan veg eða bilastæðin við skemmti- staðinn, eru gerðar án þess að leitað sé álits þeirra nefnda og ráða sem þær falla undir. Og það sem meira er: bilastæðin eru ekki á framkvæmdaáætlun borgarinn- ar fyrir árið 1981. Það þýðir að ekki er gert ráð fyrir þeim á fjár- hagsáætlun. Peningarnir til þeirra hljóta þvi að vera teknir frá einhverjum öðrum fram- kvæmdum þvi varla hefur borgarverkfræðingur og embætti hans digra varasjóði til að moða úr. Á sama tima þrjóskast hann við að gera bilastæði við fjölbýlishús- ið við Þangbakka og sýnir ibúum þess fullkomna óbilgirni. Þó hafa þeir borgað fyrir þessi bilastæði fyrir tveimur árum. Eigendur Broadway hafa enn ekki greitt VETTVANGUR Rógskrifum svarað háierborintr.m a MitiltftiWgan hítt.“ ÞftU er nú mal Kujataaa i þrt bverju þnft getur varftab fyrir Þrtet Haralthaon ab láU ivona rt|lráMrl prentl Hina vegarrr mír ebki kunnugl im» ah mrnn hafl verlh Ul ~r fyrir bilastæðin sem gatnamála- stjóri lét menn sina vinna við i nætur- og helgidagavinnu. Þriðja atriðið sem ég gagn- rýndi var að vegurinn liggur und- ir háspennulinu sem er of lág. Heldur ekki þvi kýs borgarverk- fræðingur að svara. Spurningar minar um ástæð- urnar fyrir þessari sérkennilegu framkvæmdaröð eru þvi fyllilega réttmætar og væri borgarverk- fræðingi sæmara að svara þeim undanbragðalaust heldur en að senda mér hótanir. „ólafur minn..." Að minum dómi átti borgar- verkfræðingur að svara Ólafi Laufdal, þegar hann bar fram óskir sinar um fyrirgreiðslu, á þennan hált: „Taktu þvi rólega, ólafur minn, þú verður að breyta fram- kvæmdaáætlun þinni þvi hún fer ekki saman við eðlileg vinnu- brögð borgarinnar við uppbygg- ingu Mjóddarinnar. Þarna er ýmislegt ógert áður en kemur að þvi að gera bilfært heim að Broadway. Þú getur notað biðina til að öngla saman fyrir þessum bilastæðisgjöldum sem þú og hann Arni Samúelsson eigið ógreidd hér.” Það er ótækt að embættismenn borgarinnar láti framkvæmda- áætlanir fjársterkra einkaaðila ráða gerðum sinum eins og hér hefur átt sér stað. Það er ótækt að embættismenn borgarinnar hundsi þær lýðræðislegu stofnanir sem eiga að segja þeim fyrir verkum. Það er ótækt að embættismenn borgarinnar fari ekki eftir þeim framkvæmda- og fjárhagsáætlunum sem lýðræðis- lega kjörnir fulltrúar hafa sett þeim að starfa eftir. Það er ótækt að embættismenn borgarinnar leyfi sér að mismuna Reykvik- ingum með þeim hætti sem gert er i bilastæðamálum Mjóddarinn- ar. Ef þessir starfshættir eiga að ráða ferðinni hjá Reykjavikur- borg, er þá nokkur þörf á að hafa borgarstjórnarkosningar? Er ekki eins gott að fella þær niður og fela embættismönnum þetta allt saman? Þess vegna segi ég enn og aftur: sá sem ber ábyrgð á þess- um starfsháttum á að axla hana og vikja úr embætti. Þröslur Haraldsson.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.