Helgarpósturinn - 12.03.1982, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 12.03.1982, Blaðsíða 16
........................................... Fostudagur 12. mars 1982 he>//JFirpri^tl irinn Bílar knúnir álorku frá Straumsvík innan fárra ára? Kafmagn framleitt úr áli og súrefni gæti oröiú aðal orkugjafi bila innan fárra ára. Upplýsingar um tilraunir bandariska rann- sóknafyrirtækisins Lawrence l.ivermore National Laboratory með nýja gerð raf- geyma, svonefnda ál-loft rafgcyma ,,láku" i þarlent timarit um rafmagnsbila á siöasta ári. Þcssi nýjung er ekki sist áhugaverð fyrir Islendinga fyrir þær sakir, aö allt sem þarf til þessarar orkuframleiðslu er tiltækilegt hérá landi. Framleiðslukostnaður ætti ekki aö vera hár, vegna tiltölulega lágs raforku- verðs hér. ltafgeymar þessir eru scttir saman úr sex til tólf millimetra þykkum álplötum, sein liggja i raflausn úr natriumsódium. Við efnahvörf af svipuöu tagi og verða i venjulegum sýrurafgcymum losnar raf- orka, en við það myndast annarsvegar hrein vatnsgufa en hinsvcgar veröur til ál- hýdroxið, mcð öðrum oröum súrál. Og það má nota aftur til að framleiða plötur i raf- geyminn. — Orkuframleiðsla með þessu móti er einfaldlega hið gagnstæða við það sem gcr- ist i álverinu hér i Straumsvik. Við fram- leiðum ál úr súráli; þarna er álinu aftur breytt i súrál. Og það ætti ekki að vera miklum vandamálum bundið né vera mjög — hleðslan endist allt að 4800 KM, EYÐSLAN 1,85 kg á hundraðið dýrt, hvorki að framleiöa þessar álplötur né laka við úrganginum, súrálinu, og endurvinna það, segir Jón Hjaltalin Stefánsson rafeölisfræðingur hjá tsal við llelgarpóstinn. — Þessi álrafgeymir sýnist mér vera full- komlega raunhæfur möguleiki, samkvæmt þeint upplýsingunt um það sem ég hef séð, og hunn virðist vera alveg samkeppnisfær við rafgeyma eins og þeir þekkjast núna, hvað orkunýtingu snertir, er mat Gisla Jónssonar prófessors i rafmagnsverkfræöi við Háskóla islands. Hann hefur kynnt sér rafmagnsbila og notkun þeirra manna mest hér á landi, og rekur einn slikan sjálfur i tilraunaskyni eins og kunnugt er. Þessi ál-loft rafgeymir er það sem á ensku nefnist „Primary battery”, en það þýðir að ekki er hægt að endurhlaða hann með rafstraum. Þess i staö er efnisorkunni, i þessu tilfelli efnisorku álsins, breytt beint i rafstraum með hjálp raflausnarinnar. Þegar þessi þrjú efni, álið, súrefni loftsins og raflausnin, ganga i samband, losnar orkan. Við þau efnahvörf sem þá verða rýrnar álið að sjálfsögðu — samkvæmt til- raunum bandarisku rannsóknastofunnar þynnast þær um 0,02 mm á klukkustund. En hraða þessara efnahvarfa, og þá hversu mikil orka losnar, má stjórna, og er það að sjálfsögöu grundvöllur þess að hægt sé að nota rafgeyminntil að framleiða orku sem hægt er að láta knýja bilmótora. Tilbúið 1985? Súrálið, sem myndast i stað útblásturs frá sprengihreyflum, þarf að fjarlægja, og álplöturnar þarf að endurnýja. I timarits- greininni er fullyrt, að það taki ekki lengri tima en nú tekur að fylla bensingeymi á venjulegum bil. Það krefst hins vegar þjón- ustustöðva hliðstæöra bensinstöðvunum, og þeim þarf að sjá fyrir álplötum en flytja súrálið til baka i álverið. Samkvæmt heimildum Helgarpóstsins er áætlað, að þegar árið 1985 verði tilbúin 70-100 kilówattstunda rafgeymir (40-60 kW) og fjórum árum seinna tilrauna rafmagns- bill, knúinn þesskonar rafgeymi. Þess er jafnvel vænst, að sá árangur náist þegar árið 1985. Stærsti kostur ál-loft rafgeymisins er tal- inn vera sá, að hann skipar rafbilum á bekk meö bilum sem knúnir eru sprengihreyfl- um, sem ekki hefur tekist með þeim raf- geymum sem hafa verið notaðir til þessa. Al-loft rafgeymirinn gerir það að verk- um, að endurfylling orkunnar tekur skamman tima, viðbragð og akstur milli áfyllinga eru sambærileg við bila með sprengihreyflum og orkukostnaður er sam- bærilegur. Sú vegalengd sem hægt er að aka án þess að endurnýja orkuna i rafgeyminum er kannski það sem er forvitnilegast. A þvi stigi sem hann er nú þarf að fjarlægja úr- ganginn (súrálið) eftir hverja 4-600 kiló- metra, en álplöturnar endast allt upp i 1600-4800 km. Orkunýtingin er lika næsta ótrúleg. Eins og sjá má af skýringarmyndinni nægja 14 kg af áli og 23 litrar af vatni til að knýja 1260 kg bil 400 km vegalengd. Til samanburðar má geta þess, að jafn þungur bill hefði þurft 38 litra af bensini til að komast sömu vega- lengd. 1,8 kg á hundraðiö Ef miðað er við, að með venjulegri bensinvél þurfi 7,2 litra af bensini til að flytja hvert tonn um 100 km hefur verið reiknað út, að af ál-rafgeyminum eyðist ekki nema 3,23 kg áls. A þvi stigi samsvar- ar 0,43 kg af áli einum litra af bensini. Markmiöið er þó að ná orkunýtingunni nið- ur i að 2,8 kg af áli þurfi til að flytja hvert tonn um 100 km, en þá samsvarar 0,37 kg af áli einum litra af bensini. Þaö er þó ekki endanlegt markmið, þvi þeir sem vinna við þennan rafgeymi gera sér vonir um að nýtingin náist niður i 1,85 kg á tonn fyrir hverja 100 km. Lítrinn á 5,19 Að sjálfsögðu er ómögulegt að slá nokkru föstu um „álkostnaöinn” við hina nýju gerð rafgeyma. I Bandarikjunum hefur þó verið reiknað út, að orka sem er sambærileg við einn litra af bensini, muni kosta 53 cent, eða 5,19 islenskar krónur. Þetta er að sjálf- sögðu miðað við bandariskar aðstæður, og álverð frá árinu 1979. Auk þess vantar inn i þessa tölu þungaskattinn sem hér er greiddur — og öll önnur gjöld sem renna til rikisins. Sjálfsagt verða islensk stjórnvöld ekki i miklum vandræðum með að skrúfa upp álverðið ef einhverntimann kemur að þvi, að við tökum „álorkuna” i okkar þjón- ustu. Það verður ekki „á morgun eða hinn” sem við fáum ál-loft rafgeyminn til að knýja bilana okkar. Auk þeirrar tregðu sem til þessa hefur gætt hjá stjórnvöldum gagn- vart rafmagnsbilum og tilraunir með þá eru ýmis tæknileg vandamál við rafgeym- inn ennþá óleyst. Það eru sérstaklega vandamál varðandi fyrirkomulag á ein- stökum hlutum, þol þeirra við þær aðstæður sem bilar verða að þola i akstri og endanleg útfærsla á fyrirkomulagi geymisins i bil. En ýmis stór fyrirtæki i Bandarikjunum vinna að lausn þessara vandamála. Þar má nefna Continental Group Inc., Lockheed Missiles and Space Company, Aluminum Company of America, Reynolds Aluminum Company og The Diamond Shamrock Corporation. Ekki er að efa, að þessi vandamál verða leyst, og ál-loft rafgeymirinn verði kominn i almenna notkun áöur en þessi áratugur er á enda. En hvað gera islensk stjórnvöld? Fylgj- ast þau með þessari tækniþróun, sem á að gera okkur kleii't aö aka á innlendri orku innan skamms? Kannski munar rikissjóð svo mikið um skattana af bensininu, að stjórnvöldum þyki ekki borga sig aö leggja i þann kostnað sem þessu mundi fylgja. Bílljósin eyða bensíni Orka kostar peninga. Um það þarf vist ekki að hafa fleiri orð. En það eru líklega ekki margir sem hafa hugleitt, að þegar þeir kveikja á billjósunum eykst bensin- eyðslan. Þegar ljósin loga eykst álagið á rafal bflsins.það verður þyngra fyrir vélina að snúa honum — og bensineyðslan eykst. Tæknimennirnir hjá Volkswagen hafá reiknað út. að þegar kveikt er á öllum raf- knúnum hlutum bilsins eykst bensineyðslan um heilan litra á klukkustund. Það þýðir semsé, að maður þarf lika að hugsa dálitið um rafmagnseyðsluna i bílnum, þveröfugt við það sem oft er haldið fram. Tæknimennimir hjá VW tóku sem dæmi Golf með70hestafla vél,og útreikningarnir lita þannig Ut: Venjuleg ökuljós, tvær halogenluktir, taka 60 Wött hvor = 120 W. Tvö stöðuljós, 4 Whvort = 8W, tvö afturljós, 5W hvort = 10 W. Tvö ljós við skráningarskilti, 5 W hvort = 10 W. Tiu Ijós i' mælaborði, 1,2 W hvert = 12 W. Alls: 160 W. í þoku er a uk þess kveikt á tveimur halo- gen þokuljósum.sem taka 55 W hvort = 110 W og tveimur halogen afturljósum, sem takal5Whvort = 40 W. Samtals 140 W. Nú er samanlögð rafmagnseyðsla komin upp i 300 Wötl, en það þýðir aukna bensin- eyðslu upp á 0,8 litra á klukkustund. Auk ljósanna er siðan kveikt á ýmsum öðrum rafmagnstækjum i rigningu eða frosti. Þar er fyrst að nefna þurrkumótor, sem tekur 80 W, miðstöð, sem tekur 20 W, hita i afturrúðu, sem tekur 80 W, og svo má ekki gleyma útvarpinu, en það tekur 20 W, þannig að eyðsla þessara tækja verður samanlagt 200 Wött. Og þar með hefur sá 14 Volta og 45 amp- era riðstraumsrafallinn náð hámarks af- köstum, sem eru 500 wött, en það þýðir sem fyrr segir aukna bensineyðslu upp á einn litra á klukkustund. Það getur þvi borgað sig að hugsa sig um áður en kveikt er á miðstöðinni, hitinn sett- ur á afturrúðuna eða kveikt á Ijósunum. En þess ber lika að gæta, að það borgar sig ekki heldurað spara of m ikið, hvorki ljós né annað. Það gæti nefnilega orðið ennþá dýr- ara. Rúðuþurrkur 80 W 2 halogen framljós 120 W Hiti i afturrúðu 80 W 10 Ijós í mælaborði 12 W i 2 númeraljós 10 W 2 þokuljós 110 W 2 stöðuljós 8 W Miðstöð 20 W 2 þokuljós að aftan 30 W L A teikningunni er sýnt hvað hvert rafknúið tæki i bilnum eyöir miklu rafmagni.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.