Helgarpósturinn - 23.04.1982, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 23.04.1982, Blaðsíða 14
Föstudagur 23. apríl 1982 helgarpósturinn 14 Það var komið fram í einmánuð, þegar manni í leðurfrakka, skó- síðum, fór að bregða fyrir á götunum hér á Isafirði. Einnig bar þessi maður húfupottlok öðruvísi en maður á að venjast við ísaf jarðardjúp. Þá var göngulag mannsins allfrábrugðið hinu forna samræmda göngu- iagisemtíðkasthefuralltsíðan Jón þumlungur gáði hér til veðursá 17. öld,gott ef ekki frá því á dögum Þuríðar sundafyllis. En hvað um það, þetta reyndist vera Kári Halldór og naf nið minnir óneitanlega á kreppu- skáldsöguna og kominn til að færa upp sagnfræðilegan sjónleik eftir Böðvar Guðmundsson. Kári Halldór slóekki hendinni á móti pöbblisitíi og fékkst til viðtals við Helgarpóstinn. Varðandi myndatökur, þá reyndist vandamál með hinn ófrávíkjanlega tágastól sem allir sannir listamenn eru myndaðir í. Hins vegar var brugðið á það ráð að hafa vestf irska hjalla að bakhjarli^uk þess sem nokkrar endur, ef ekki gögl, komu sjálf vil jugar til þess að punta upp á myndinaieitthvað kom Kater- pillarjarðýta einnig við sögu þarna í f jörunni í Hnífsdal. Leiklist er mikiö stunduö á tslandi; er ein- hver ein aöalforsenda fyrir þvl aö svo er? „I því sambandi má nefna, aö magniö er á kostnaö gæöanna, viö erum illa skipulögö I leikhúsi”. Hvaö þýöir aö vera illa skipulagöur i leik- húsi? „Til dæmis, aö verkefnaval er ákveöiö mjög seint, ráöning á leikstjórurh og öörum sem vinna verkiö fer oft fram á slöustu stundu, aö fleiri sýningar rekast á um æfingarsalarkynni, aögang aö sviöi og allt þar fram eftir götunum. Þetta er allt meira eöa minna unniö á reddingum fyrir horn, I staö þess aö fólk hafi góöan undirbúnings- tima. Ég er ekki bara aö tala um sjálfan mig heldur leikstjórastéttina I heild. Hlutur leikstjóra I islensku leikhúsi er fyrir borö borinn. Þetta er listrænt starf, ekki bara verkstjórn. Þaö er einhvern veginn litiö á þaö þannig, aö nú eru leikararnir I meiri- hiuta og þaö viröist vera ofan á aö halda leikurunum góöum. Þetta vill einnig brenna við I áhugaleikhúsunum, þvi að margar slæmar venjur sem veröa til I at- vinnuleikhúsi flytjast yfir I áhugaleikhús- ið”. Fyrstu kynni Kára Halldórs af leiklist; hvenær var þaö? „Ég stundaöi nám i leiklistarskóla Þjóö- leikhússins á árunum ’69-’72, þá fór ég til Danmerkur en var um llkt leyti einn af stofnendum SAL.” Víð vorum auKaafriði í OjðDleihhúsinu Hvernig finnst þér aö Þjóöleikhússkólinn hafi veriö þegar þú lltur til þessara ára nú; hvernig voru nemendur hans hanteraðir, svo notuö sé vond islenska? „Nú, tiu árum seinna erum viö meö sjálf- stæöa listastofnun sem heitir Leiklistar- skóli tslands, hann er heilsdagsskóli og er þriggja ára nám og eitt ár i nemendaleik- húsi, þar sem virkilega reynir á nemendur að standa sig sem listamenn. Leiklistar- skóli Þjóöleikhússins var kvöld- eöa hálfs- dagsskóli og I Þjóðleikhúsinu vorum viö meira og minna aö þvælast, vorum meö kennara sem voru misjafnlega uppteknir af annarri vinnu og þvi miður er þaö ennþá of rikjandi viö Leiklistarskóla lslands,eitt af þessum skipulagsatriöum sem ég var að tala um áöan. Viö vorum svona aukaatriöi I Þjóöleikhúsinu. Ég man aö þaö var sagt viö okkur: „þó aö þið hafiö komist inn i þennan skóla, er ekki þar með sagt að þið verðið nokkurn timann leikarar”. Afstaðan gagn- vart leiklistarnemum á þeim tlma var allt önnur en hún er meöal þorra kennara Leik- listarskóla tslands nú. Þaö munar talsvert miklu, þaö var ekki eytt neinum tlma I aö gera góðan leiklistarskóla. Kennarar skiptust á mismunandi daga, þannig aö þaö gat liöið vika milli þess aö menn sæju sína leiktúlkunarkennara. Þetta var ansi strembiö. Afstaöan var allt önnur, um þjálfun leikara. Þaö var ekki spurt um það hvaöa tæknilegu leiö væri hægt aö fara, at- riöi sem ég hef lagt mikla áherslu á, gegn- um árinjhvernig er þróun vinnunnar fyrir leikarann? hvernig bregst maöur viö sál- rænt? hvenær er maður aö ljúga aö sjálfum sér og afsaka sig? Maöur verður að brjóta af sér hversdagshömlur varöandi ýmsar tilfinningar, hvaö maöur vill gera sjálfur, hvernig maður myndi bregöast viö. Nú- timamaöurinn á ekki aö sýna tilfinningar en þú veröur aö sýna tilfinningar á sviöinu og I mörgum tilfellum þarftu að gera lítiö úr sjálfum þér, þetta er stóra sveiflan I leikhúsinu og þessu rugla margir leikarar viö það aö ef ég lítillækka mig þarna, þá er áhorfandinn svo illa skyni skroppinn aö hann gerir sér ekki grein fyrir þvi aö þaö er persónan sem leikarinn er aö leika sem litillækkar sig. Þaö eru margir leikarar I landinu sem ekki vilja gera þetta eöa hitt af þvl aö þeir rugla þessu saman, þvl miöur.” Eins o<j smurorauosstoia Enn væri fróölegt aö fá svör við þvl hvort Þjóðleikhúsiö hafi ætlaö aö laga ykkur nemendur aö sinni eigin sjálfsmynd og þá leiöir þaö af sér þá spurningu hvort leikhús- ið hafi verið búiö aö öölast einhverja sjálfs- mynd aöra en þá sem laut aö beinum rekstri húss meö leikstarfsemi, þegar það stóö á tvitugu. „Þjóöleikhúsiö er svo stór stofnun aö þaö þyrfti raunverulega aö skipta henni niður I minni stofnanir, svo hún gæti þrifist list- rænt séð. Manni finnst út á viö og gagnvart áhorfendum kannski, að þessi stofnun hafi veriðorðin mótuö eftir tuttugu ár. En þegar ég hugsa til baka, þá var hún mjög handa- hófskennd I öllu sínu skipulagi. Hún hefur það I lögum, aöhún eigi aö sýna allt, sitt lit- iö af hverju. Þjóðleikhúsiö er svona eins og smurbrauösstofa, þaö á aö bjóöa upp á allt. En hvernig á aö þróa eitthvað i slikri stofn- un; þú tekur þátt i einni og annarri sýningu og ert aldrei aö vinna meö sama fólkinu, enda þótt þiö séuö öll aö vinna I sömu stofn- un. Ég held aö Þjóðleikhúsiö hafi ekki verið mótaö inn á viö, þaö var mótaö meö tilliti til ákveöins stööugleika I miöasölu. Listrænt held ég aö stofnunin hafi ekki veriö mðtuö innan húss, hún var búin að finna sér ákveðið form til aö starfa eftir, en hvort þaö var þaö heppilegasta, þaö veit ég ekki. Annaö þaö sem er svo einkennandi I flest- um tilfellum; leiklistin veröur svo keimlik, þaðer svo keimlikt þaö sem leikhúsin gera, allt er gert með sömu afstööu. Þetta haföi tvimælalaust áhrif á okkur nemendur, þetta var þunglynt timabil, af þvi aö hug- myndir manns skiptu engu máli. Það voru hugmyndir sem áttu kannski ekki aö geta gengiö upp i leikhúsi, þetta átti aö vera svo erfitt. Þetta var llka klofinn nemenda- hópur; það var engin sterk umræöa innan þessa hóps, hvaö væri hægt að gera, hvað okkur langaöi til að gera. Þaö er mjög erfitt aö segja til um þetta nákvæmlega sem þú spyrð um, hugurinn hefur ekki hvarflaö svo mjög til baka, ég er miklu frekar aö spekúlera I framtlöinni. Ég get sagt þér eitt, jú, aö þaö er ekki mitt sem leiklistar- kennara I dag aö segja nemandanum á einn eöa annan máta hvernig hann á aö vera sem leikari •, mitt er aö kenna honum ákveöinn grunn, sem getur opnaö fyrir hon- um möguleika sem hann kemur ekki auga á sjálfur. Bíræíní gagnvart nagheriisiöpálum Þaö er mikið leikiö á tslandi, kannski hvergi jafn mörg áhugamannafélög I veröldinni miöaö viö hausatöluregluna, jafnvel að henni slepptri.er einhver patent- skýring á þessu? Þessu var ekki svarað hér I upphafi. „Þaö felst kannski I þvl að tslendingar eru svo sjálfstæöir, maður lætur ekki stoppa sig af svo auöveldlega; þaö kann aö vera fjölskylduandinn i Islendingum aö koma og sjá hvaö náunginn er að gera,þetta er talsvert mikil félagsstarfsemi lika. At- vinnuleikhúsin byggja á þessu sjálfstæði, samanber drauminn um Þjóöleikhúsiö. Hann kemur fram fyrir rúmum hundrað árum og tslendingar fara af staö meö aö byggja Þjóðleikhús á þriöja tug aldarinnar. Þetta er menningarleg blræfni gagnvart öllum hagkerfislögmálum nútimans, þetta getur alveg gengið upp viröist vera, og ég held aö fleiri þjóöir ættu aö geta tekið sér þetta til fyrirmyndar. Þaö sem hefur kannski mest áhrif á leiklistina I dag, þaö erkynningin.þaráég viö fyrir utan sýning- arnar sjálfar. Hins vegar finnst mér of mikið af þvi aö leikhúsin reyna aö þjóna áhorfendum I staö þess aö mana áhorf- endur. t stað þess aö draga fram innri tog- streitu manneskjunnar viö sjálfa sig og gagnvartslnu umhverfi. Leikhúsiö byggir á allt ööru en kvikmyndir og sjónvarp, sem oft nota lúalegar aöferöir, eins og til dæmis Dallas, til þess aö ná til áhorfandans. Ahorfandinn er llka farinn aö gera þá kröfu meir og meir, aö allt sé útskýrt fyrir honum og þetta finnst mér að sé fariö aö koma töluvert mikið fram I leikhúsinu lika. Leik- húsiö er jafnvel komiö inn á þá braut aö út- skýra sýningarnar I fréttatilkynningum og viötölum, áöur en þær hefjast, þannig aö þaö fari nú ekki fram hjá áhorfandanum hvernig hann á aö skilja.” Það ber mikiö á uppfærslum núna, sem unnar eru upp úr verkum Halldórs Laxness I tilefni af áttræöisafmæli hans. Nú eru skiptar skoöanir mjög um þetta, einkan- lega varðandi aöferöir,og sumir segja að leikgeröir séu ekki annað en yfirfærsla á þvl sem leikgeröarhöfundur Imyndi sér aö skáldiö eigi viö, en ekki sjálfstæð vinnu- brögö þeirra, llkt og menn sjá til dæmis hjá Agústi Guðmundssyni þegar hann styöst viö verk eins og Gisla sögu, ellegar Land og syni,viö aö gera bió. Veröa aö lella hugl saman „Óneitanlega læöist þaö aö manni, miðað við hvernig Atómstöðin og Kristnihald undir Jökli gekk á sinum tima,aö áhorf- endur hafi samþykkt þessa aöferö sem þú talar fyrstum. Ég hef ekki séö Sölku Völku, en ég hef séö Hús skáldsins. Hvaö vill höf- undur leikgerðar persónulega segja meö þessu? Og hvaö vill leikstjórinn segja? Þaö er ekki bara að koma sögunni yfir I jafn- vægi, þaö hlýtur aö vaka eitthvaö fyrir manni sem listamanni ef maöur.tekur eitt- hvert verk fyrir, maður hlýtur aö veröa aö taka einhverja persónulega afstööu til verksins, ekki spurning um aö gera ein- hvern Laxneskan uppfærslumáta, eða halda öllu opnu. tJr þvi þú minnist á þetta, þá finnst mér þaö gleymast, aö leikstjórinn á i vök aö verjast á tslandi. Og þá er þaö spurningin, hverju fá leikstjórar raunveru- lega áorkaö, hversu mikið þurfa þeir aö hafa fyrir þvi aö fá sinar hugmyndir I gegn, hver er afstaöa annarra leikhúslistamanna til leikstjórans sem skapandi listamanns? Leikrit er ekkert annaö en bókmenntaverk meöan þaö er á pappírnum, þaö er ekki nema grunnurinn. Síöan á eftir aö lesa úr þessu verki og leikstjórinn veröur aö skapa sýningu. Þú getur ekki túlkaö eitthvaö, þá ertu bara kominn meö upplestur, en þvl miöur sjáum viö kannski of mikið af upplestrarsýningum, sem eru bara túlk- andi á textann en ekki þvl aö textanum þurfi aö finna aðstæöur og einhverjar for- sendur sem hafa listræna sklrskotun fyrir nútímann. Og mln reynsla er það til dæmis, aö samstarf viö leikmyndateiknarann get- ur veriö afgerandi; þeir veröa meö ein- hverjum hætti aö fella hugi saman og þaö sama gildir meö leikstjóra og leikara. Þaö er sérstaklega erfitt fyrir leikara að vinna meö leikstjóra sem hann ber ekki einhverj- ar tilfinningar til. Maöur gerir kannski slna bestu hluti sem listamaöur, ef manni finnst gott aö vera innan um það fólk sem maöur vinnur meö. Þaö er ákveöin samllking meö hjónabandinu og listrænu starfi, þótt þaö hljómi kannski dálitið banalt”. MálamiOlun er neyoarúrræöi Viö vorum aö tala um uppfærslur á Lax- ness. Briet Heöinsdóttir sagði I útvarpi um daginn, aö hún teldi aö menn ættu eftir aö finna aöferöina viö aö leika leikrit Laxness; einhver skoöun á þessu? „Ég var sammála henni aö þetta væri rétt, en vinnum viö eitthvað að því aö kom- ast inn i þessi,verk vantar það ekki upp á? Eru lögö einhver drög aö þvi i leikhússtarf- inu á lslandi?Þetta er spurning um aö finna jafnvægið milli textans og heildarinnar. Textinn er ekki nema hluti af heildinni; hvernig gestík þarf þessi texti á móti sér, þetta er óunnið verk og verður ekki unnið meö þeim vinnubrögöum sem tiökast I dag, þar sem allt er gert á siðustu stundu. Þetta þýöir þaö aö þaö þarf leiksmiöju, það þarf aö prófa þennan texta, þaö er eitthvaö I sambandi viö hugsunina sem er mjög sér- stætt, hvernig höfundurinn hugsar, hvernig hann miðlar tilfinningum, sem ég held að krefjist meiri tfma. Þetta er ekki spurning um rútinuvinnubrögö og ekki hægt aö láta málamiölunina ráöa. Málamiölun er ekki neinn valkostur, málamiölun er neyöarúr- ræöi vegna þess aö maöur getur ekki prófað atriöi til fullnustu.” Hvaöa leiöir kemur Kári Halldór auga á I þvi augnamiöi? „Byrja á leiksmiöju, meö ólikum æfing- um,til aö komast aö þvl hvaöa afstööu maöur þarf aö hafa til þess aö opna textann. Þar meö mundi opnast fyrir ákveöin samskipti milli leikaranna, Löngu áöur en maöur færi aö sviösetja verkiö,og gott væri aö vinna meö leikmyndateiknara sem heföi ólikar hugmyndir og sjá hvaö fæddist. Textinn krefst þess aö maöur þarf aö um- gangast leikmuni á sérstakan máta,sviöiö, mótleikara slna, hvaöa llfsspeki liggur aö baki verkinu; Laxness er heimspekilegur i leikritum slnum, og fer ekki neinar troönar slóöir I leikritun, vægi texta Halldórs Lax- ness krefst annars I leik. Leiksmiöja skilar sér alltaf, kannski 4-5 árum seinna. Leik- hópurinn Leiksmiöjan vann sin verkefni á þennan hátt og þaö var mjög spennandi timabil. Þaö var ekki spurningin um aö finna nýjar brellur, ég minnist Frisir kalla, þaö var eftirminnileg sýning. Siöan hefur ekki mikið gerst,Islenskt leikhús er meira eöa minna framleiösluleikhús. Þaö er aö æfa sýningar, koma þeim upp og siöan að sýna þær, þannig vinna listamenn yfirleitt ekki, listamenn gera skissur aö verkum sinum, prófa sig áfram, myndlistarmenn gera kannski myndverk sem þeir koma „Nálan n aldrei til meö aö senda frá sér, gera kannski skissur af þeim I fjögur, fimm ár, vinna önnur verk samtimis og siðan velja þeir úr. Þaö er ekki þaö, aö ekki séu sæmi- leg gæöi á þessum leiklistariönaöi, en þaö felst I oröunum „æ ég er oröinn leiöur aö sjá þennan leika”, aö fólk gerir sér grein fyrir, aö hlutaöeigandi hefur ekkert gert annaö en breyta brellunum sinum fyrir næsta verk og svo frv. Maöur getur heldur ekki þróast sem listamaöur sé maöur aö æfa i 4-5 sýningum, eöa leikstjórarnir I dag þurfa að setja upp 3-4 sýningar á ári til aö geta lifaö. Launin eru smánarleg. Ég held þaö væri hægt aö fækka uppfærslum, en einbeita sér aö uppfærslum sem stærri hópar vilja sjá. Ekki þaö, að maöur slái af heldur auki virkilega listrænar kröfur. Lisirsnar áhættur ekki leknar Maöur fækki sýningum sem eru hvorki fugl né fiskur. Taki frekar stórar áhættur með einstaka verk eins og til dæmis Leik- félag Akureyrar gerir meö Beöið eftir God- ot sem Oddur Björnsson leikstýröi. Það gekk fyrir fullu húsi I Reykjavlk en Akur- eyringar vildu ekki sjá þaö. Kannski var

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.