Helgarpósturinn - 09.06.1983, Blaðsíða 4
4
eftir: Þröst Haraldsson
Fimmtudagur 9. júní 1983 -^pfísturinn
Himinhátt hótelverð
hrekur ferðamenn frá Reykjavík
• Eru hótelin í Reykjavík að sprengja sig á óhóflegri verðlagningu? Nú í
upphafi ferðamannatímans er þessi spurning ekkert út í hött — einkum
þegar hótelin eru farin að auglýsa eitt verð fyrir útlendinga og annað fyrir
innfædda. Er þetta bara enn eitt tilboðið í frumskógi ferðamálanna eða ör-
þrifaráð til þess að sporna gegn æ minni nýtingu hótelanna á sumrin?
• Ef marka má tölur frá síðustu árum virðist aðsókn erlendra ferðamanna
til íslands hafa staðnað. Hvað veldur? Ónóg landkynning, vondur matur
eða hátt verðlag? Ferðamálaráð er bjartsýnt og býst við sama fjölda og árið
1979 sem var metár. Aðrir eru miður bjartsýnir og segja skilningsleysi ráða-
manna, fjársvelti Ferðamálaráðs og vanþekkingu þeirra sem starfa að
ferðamálum vera vel á veg komið með að eyðileggja þessa atvinnugrein.
Mikið átak hefur að undanförnu verið gert
til að koma íslenskum skinna- og ullarvörum
á markað erlendis. Meira að segja hefur for-
seti lýðveldisins tekið virkan þátt í þeirri her-
ferð. Þetta hefur verið vel gert og væntanlega
skilað árangri. En á sama tíma hafa fjárfram-
lög hins opinbera til ferðamála verið skorin
niður og Ferðamálaráð ekki einu sinni fengið
það framlag sem landslög kveða á um, þ.e.
10% af söluverðmæti Fríhafnarinnar á Kefla-
víkurflugvelli.
50% af gjaldeyrinum
Hvers vegna er verið að bera þetta tvennt
saman? Jú,það er gert vegna þess að báðar
þessar greinar skila drjúgum slatta af gjald-
eyri í þjóðarsjóðinn. Og það sem meira er, við
öflum meiri gjaldeyris með því að lokka hing-
að erlenda ferðamenn en sala ullar- og skinna-
vöru og lagmetis skila til samans. Erlendir
ferðamenn standa undir 5% af gjaldeyris-
sköpuninni.
Erlendum ferðamönnum fjölgaði ört fram
undir 1973. Þá kom olíukreppan og mikill aft-
urkippur í alþjóðlegan túrisma. En allt tekur
enda og árin 1978 og 1979 náði fjöldi ferða-
mann ívið meiri hæðum en 1973. Árið 1980
kom sjokkið, ferðamönnum fækkaði um 11
þúsund, úr tæplega 77 þúsund árið 1979 i tæp-
lega 66 þúsund. Síðustu tvö ár hafa þeir verið
rúmlega 72 þúsund sem er tveim þúsundum
minna en árið 1973.
Þrátt fyrir fjársvelti Ferðamálaráðs og ó-
hagstæðar sveiflur í fjölda erlendra ferða-
manna kvaðst Birgir Þorgilsson markaðs-
stjóri ráðsins bjartsýnn um framtíð þessarar
atvinnugreinar. „Við höfum spáð 7°7o aukn-
ingu í ár og ættum því að ná tölunni frá 1979.
Síðan reiknum við með 3,5°7o aukningu á ári
fram til 1992 en þá ættu erlendir ferðamenn
að vera orðnir 106 þúsund. Forsendan fyrir
þessari bjartsýni er einkum sú að í ár bætast
við tvær nýjar bílferjur,m/s Edda og færeyska
ferjan Norröna sem er mun stærri en Smyrill".
Ekki eru þó allir jafnbjartsýnir og Birgir
Þorgilsson. Sumir halda því fram að margt
verði að breytast til þess að vænta megi fjölg-
unar erlendra ferðamanna. Eitt af því er verð
á þjónustu hér innanlands, það er hátt. Ferða-
lög til íslands frá Mið-Evrópu eru 30-50%
dýrari en ferðalög til ámóta fjarlægra staða.
Hvað veldur? Verðbólga hér á landi er ekki
einhlít skýring því fall og sig íslensku krón-
unnar ætti að jafna hana út. Og ekki ætti
launastig hér á landi að hleypa verðinu upp,
það er lægra en í flestum nágrannarík jum
okkar.
Háir hótelprísar
Þegar spurt er hvað veldur þessu háa verð-
lagi beinist athyglin fljótt að verði á hótelgist-
ingu hér á landi og þá einkum i Reykjavík.
Margir viðmælenda HP urðu til að benda á
þetta atriði og því var haldið fram að hótel-
verðið hefði hækkað langt umfram það sem
innlend verðbólga getur réttlætt.
Ástæðan fyrir þessum hækkunum er eink-
um sú að hótelverð er ákveðið í dollurum og
sá gjaldmiðill hefur hækkað mun meira en
annar á síðustu þremur árum. Til dæmis hef-
ur dollarinn hækkað 34% meira en þýska
markið á þessum tíma. Og eins og þetta væri
ekki nóg þá hækkuðu hótelin verðið í dollur-
um verulega á árunum 1980-82.
Þannig hækkaði verð á tveggja manna her-
bergi á Hótel Borg úr 50 dollurum árið 1980
i 68 dollafa árið 1982. í ár er verðið víðasthvar
óbreytt í dollurum frá því í fyrra. Samt sem
áður hækkar það meira en verðbólgunni nem-
ur. Gengi dollarans hefur nefnilega hækkað
um 112% frá sama tíma í fyrra en visitalavöru
og þjónustu um 88%.
Verðhækkanir á hótelum á landsbyggðinni
hafa ekki verið nærri því eins örar. Þar veldur
miklu verðlagsáefna Ferðaskrifstofu ríkisins
sem rekur Edduhótelin. Tryggvi Guðmunds-
son sem sér um rekstur Edduhótelanna sagði
að FR reiknaði hótelverðið út í dollurum eins
og Reykjavíkurhótelin. „En við festum verðið
í íslenskum krónum í upphafi ferðamanna-
tímans og höldum því óbreyttu fram til
hausts. Hér í Reykjavík tíðkast það hins vegar
að reikna verðið út eftir gengi hvers dags.
Þessi stefna okkar hefur haldið verðinu niðri
á landsbyggðinni því flest hótelin, amk. þau
minni, fylgja okkar verði“, sagði Tryggvi.
Undir þetta tóku flestir sem HP ræddi þessi
mál við.
Sniðganga Reykjavík
Nú virðast Reykjavíkurhótelin vera að súpa
seyðið af þessari verðlagsstefnu sinni. „Gisti-
nóttum hefur fækkað í Reykjavík undanfarin
ár“, sagði Tryggvi.
Hörður Erlingsson sem skipuleggur ferðir
þýskra ferðamanna um landið tók i sama
streng. „Það er farið að gæta þeirrar tilhneig-
ingar hjá ferðaskrifstofunum að sniðganga
Reykjavík. Það hefur verið algengt að ferða-
hópar gisti tvær nætur í Reykjavík í upphafi
ferðar og tvær nætur áður en farið er utan. Nú
reyni ég að Iáta mína hópa gista á Flúðum eða
í Borgarnesi í lok ferðar til þess að komast hjá
því að kaupa gistingu í Reykjavík", sagði
hann. Og Úlfar Jacobsen sagði að það væri
ekki farandi með fólk inn á reykvísku hótelin.
Úlfar er einkum með ferðamenn frá Evrópu á
sínum vegum og finnur því mikið fyrir þeirri
stefnu að verðleggja þjónustuna í dollurum.
Birgir Þorgilsson tók í sama streng og sagði
að verð á hótelum hér í Reykjavík væri tiltölu-
lega hátt miðað við það sem gerðist í ná-
grannalöndunum. „Þar kemur til þessi eilífa
skrásetning á verðinu í erlendum gjaldeyri.
Með því að reikna verðið út frá degi til dags
koma gengisfellingarnar ekki ferðamönnum
til góða, það er verið að snuða þá um þær.
Sama gildir raunar um flugið. Þar eru 30% af
kostnaðinum innlend en samt eru gengis-
breydngar reiknaðar til fulls inn í flugverðið.
Þetta verður að breytast, það þarf að binda
verðið í íslenskum krónum", sagði Birgir.
Hann' bætti því við að verðlagning hótel-
anna í Reykjavík byggðist ekki á eðlilegum
forsendum. „ Það er ekki byrjað á að reikna
út eigin tilkostnað og verðið fundið út sam-
kvæmt honum heldur er beðið eftir því að
Flugleiðahótelin ákveði verðið. Síðan fylgja
önnur hótel því verði“.
Hvað hefur verðlagsstjóri um þessa þróun
að segja?
„Hótelverð er ekki háð verðlagsákvæðum og
hefur aldrei verið“, sagði Georg Ólafsson
verðlagsstjóri. „Við höfum engin afskipti af
verðlagningu ferðamannaþjónustu ef frá er
talið innanlandsflugið og verðskrár þeirra
sem reka sérleyfis- og hópferðabíla".
Mismunur eftir þjóðernum
En eins og áður sagði lítur út fyrir að reyk-