Helgarpósturinn - 09.06.1983, Qupperneq 7

Helgarpósturinn - 09.06.1983, Qupperneq 7
7 Kristín Johannesdóttir kvik- myndagerðarmaður kom heim frá Frakklandi í vikunni eftir að hafa sýnt „Á hjara veraldar" í Cannes og i París. Góðar vonir eru um sölu myndarinnar erlendis. — Hvernig var í Cannes? Þakka þér fyrir, ég var nú bara að koma heim í nótt og er varla búin að ná áttum ennþá. Eitt veit ég þó - ég er, í einu orði sagt, alsæl. Þetta gekk vonum framar, sérstaklega ef haft er í huga hvað það er í rauninni hæpið að fara þangað með eina litla og fátæka kvikmynd. Cannes er hrikalegur frumskógur, eiginlega bisness-hátíð fremur en kvik- myndahátíð. Veisla fyrir stóru dýrin með digru sjóðina. En samt, en samt, þarna eru allir, sem áhuga hafa á kvikmyndum og maður kemst í tengsl, getur jafnvel náð dágóðum samböndum. Við sýndum myndina tvisvar i París á leiðinni heim, margir sem voru í Cannes fóru þangað á eftir og höfðu þá þann tíma sem ekki gafst í Cannes til að skoða nýjar myndir og hitta fólk utan dagskrár. Fjöldi aðila frá dreifingarfyrirtækj- um og öðrum tengdum kvikmynd- um sá myndina og m.a. fulltrúi mjög stórs dreifingaraðila, sem vinnur í Frakklandi, Þýskalandi, Tolli: Framlag Megasar er alveg sjálfstætt, og kemur mínum lög- um ekkert við. Þorlákur Kristinsson (Tolli Morthens) og Megas saman á plötu: Kristín: Gekk vel í Cannes. Alsæl! Belgíu og Sviss. Mér var sagt að þetta fyrirtæki sé með fimm eða sex heiðarlegustu og virtustu í bransan- um og konan sem stýrir því - já það er kona, ekki er nú að sökum að spyrja! - varð svona líka yfir sig hrifin af myndinni. Hún gaf mjög góðar vonir um sölu í þeim löndum, sem hún hefur með að gera og ég er bjartsýn á árangurinn. Ekki síst vegna þess hvað hún var einlæg í á- huga sínum á kvikmyndinni, henni fannst að sem flestir ættu að sjá hana og það er auðvitað allt annað þegar sá sem er að selja hefur svona mikla tilfinningu fyrir mynd- inni. Ég er alsæl með viðbrögðin og sem sagt, bjartsýn á að þó nokkuð komi út úr vinnu þessa dreifingar- fyrirtækis. — Það hlýtur að vera þó nokkuð í húfi fjárhagslega? Auðvitað blasir ekkert við annað en svartnættið í þeim efnum og nú verður að fara að semja um fresti á greiðslum, það verður ekkert gam- anmál. Auðvitað er það upp og nið- ur hvað hefst upp úr krafsinu er- lendis, það fer nokkuð eftir því hvernig samninga verður um að ræða. Þetta dreifingarfyrirtæki sem ég var að segja þér frá, hefur hug á að reyna að selja þýska sjón- varpinu myndina, það myndi tryggja okkur dágóða upphæð, en þegar um samninga við sýningar- sali er að ræða, er ekki alltaf um neinar fúlgur að ræða. En þegar maður skuldar nokkrar milljónir, er allt vel þegið! — Hafa móttökur íslenskra kvikmyndahúsgesta verið þér áfall? — Fjárhagslegt áfall vissulega. En listrænt, nei. — Svona í restina, hvað heitir Á hjara veraldar annars á útlensku? Rainbow’s End á ensku og Au Bord du Monde á frönsku. Ms. The boys from Chicago Rausnarleg bókagjöf Þorlákur Kristinsson — alias Tolli Morthens — sendir frá sér fyrstu breiðskífu sína siðar i mán- uðinum. Magnús Þór — alias Megas — er honum til trausts og halds á plötunni með fjögur sjálf- stæð lög. Og hljómsveitin IKARUS. — Það er 21 lag á plötunni; efni á við tvær stórplötur segir Þorlákur við Helgarpóstinn. Neytandinn fær þarna góðan grip, þessi aumingja neytandi sem enginn nennir lengur að hirða um. Elstu lögin eru frá 1975 þegar ég var farandverkamað- ur og söng um stéttabaráttuna. Önnur hlið plötunnar eru öll í þeim dúr og þar syng ég einn með kassa- gítar. Hin hliðin er rafmögnuð og fjallar meira um mál líðandi stund- ar, eins konar speglun á viðhorfi mínu til heimsins. I heild er platan boðskapur, meining og gagnrýni framsett af pólitískri sannfæringu minni. í henni sameinast pólitískt starf og list. Megas vinur minn sagði að hún byrjaði úti á landi þar sem ég þvælist milli verstöðva með kassagítarinn og færist siðan inn í borgina þar sem nútímijon (raf- magnaður) er. Þetta er ekkert svo vitlaust skilgreining. — Hvernig komst Megas í spilið? — Hann er ágætur kunningi minn, en þegar við vorum að undir- búa plötuna í Myndlista- og handíðaskólanum í vetur, — þar er Megas nemandi líkt og ég — þá var hann mér hjálplegur og mér fannst ekkert eðlilegra en að kippa honum inn á plastið einnig. Hans framlag er alveg sjálfstætt og kemur í raun- inni mínum lögum ekkert við. — Hverjir eru í hljómsveitinni IKARUS? — Það er Bergþór Morthens... — Þriðji bróðirinn í músíkinni? — Já, þetta vill oft verða svona hann er gítarleikari í EGO, nú, svo hann Kormákur sem ég aldrei man hvers son er, segðu bara hann Kommi í Q4U og Taugadeildinni. Leikur á trommur. Og að síðustu hann Bragi. Ég man aldrei heldur hvers son hann er; spilaði í Purrki Pillnikk. Jæja, þetta eru óhemju skemmtilegir piltar. Við vorum búnir að æfa i rétt rúma viku þegar við fórum í stúdíó. Og á þeim tíma urðu þrír góðir spunar til sem allir eru á plötunni: Ikarus, Nærfærnar hendur og The boys from Chicago. — The boys from Chicago? — Já, platan heitir það reyndar. Ég hafði lesið um hagfræðistefn- una frá Chicago sem hann Hannes Hólmsteinn og aðrir leiftursóknar- hreyfingarpostular hafa verið að boða. Þannig varð titillinn til. — Hvernig varð þá IKARUS- nafnið til? — Það byrjaði með lagi sem heit- ir „Ungverska vorið“ og fjallar um viðleitni vinstrimeirihlutans í borg- arstjórn að flytja inn strætisvagna frá Austur-Evrópulöndum. Það tókst það vel að ungt fólk í Reykja- vík er hætt að segja „púkó“ en segir nú „íkarus“. En á hæðunum fyrir sunnan höfuðborgina hafa starfs- menn Strætisvagna Kópavogs varið vagnakaupin og beðið okkur að bera merki Ikarusvagnanna á hljómleikum. — Að lokum Tolli... — Ég heiti Þorlákur Kristinsson og hef alltaf heitið það, það er bara pressan sem kallar mig Tolla Mort- hens. Nú, persónulega er ég ánægð- ur með útkomuna og platan er endapunktur trúbadúrferils míns. — Baráttusöngvarinn búinn að leggja stéttabaráttuna og gítarinn á hilluna? — Nei, nei!! Nú eru hins vegar skil í lífi mínu. Ég lauk Myndlista- skólanum í vor og hef ákveðið að helga mig myndlist í framtíðinni. Ég var í nýlistadeild en held til Vestur-Berlínar í haust og legg stund á olíumálverkið. Öll vinna krefst einbeitni og nú er myndlistin númer eitt, tvö og þrjú. En með þetta að lokum: Segðu að Ási í Gramminu hafi gefið plötuna út og Sveinn Blöndal hafi verið dyggur stuðningsmaður bak við tjöldin. — Eitthvað meir? — Nei, þá held ég að allt sé komið. — im Spænska ríkið hefur gefið Há- skóla íslands hvorki meira né minna en 800 bækur. í þessari rausnarlegu gjöf er m.a. að finna skáldverk eftir fremstu rithöfunda spænskrar tungu fyrr og síðar, lista- verkabækur og rit um menningar- sögu og þjóðlíf Spánar. Bókasafnið er ekki hvað síst hugsað sem stoð og stytta spænskudeildar háskólans og má líta á gjöfina sem viljayfirlýs- ingu Spánverja um aukin tengsl þjóðanna. Menningartengsl Spánar og ís- lands munu hafa verið í daufari lagi annars staðar en á ströndum sólar- landsins. Þó hafa auðvitað nokkrir íslendingar sótt menntun sína til Spánar en það var ekki fyrr en árið 1978, sem kennsla í spænskum fræðum hófst í háskólanum hér. Lektor i rómönskum málum og Stúdentaleikhúsið minnist Jökuls Jakobssonar í Félagsstofn- uninni um helgina, en Jökull hefði orðið fimmtugur á þessu ári hefði hann lifað. Það eru þau Svanhildur Jóhannesdóttir og Viðar Eggerts- son, sem tóku saman efni úr verk- um Jökuls, unnu úr því heilsteypta dagskrá og leikstýrðu henni. „Jökull var auðvitað forvígis- maður í nýju bylgjunni í íslenskri yfirmaður deildarinnar frá upphafi: er Þórður Örn Sigurðsson en auk hans kenna þar Sigrún Eiríksdóttir og Aitor Yraola, Spánverji sem hér hefur búið og kennt í tvö ár. Deild- inni hefur vaxið fiskur um hrygg smám saman, ekki síst fyrir ötulan bakstuðning Spánverja sjálfra, sem nú er enn ítrekaður með bókagjöf- inni. Einnig munu nú uppi áform um að hér verði settur sendikenn- ari svo sem tíðkast í öðrum tung- máladeildum háskólans. Nemend- ur við spænskudeildina hafa að jafnaði verið um 10, „þ.e.a.s. þeir sem hyggjast ljúka námi með prófi“, sagði Þórður Örn inntur um kennsluna. „Það hefur háð okkur dálítið að spænska er ekki kennd sem aðalfag, en gert er ráð fyrir því í uppbyggingu deildarinnar að svo verði fyrr en síðar. Sá bókakostur, leikritun, brautryðjandi og heill- andi höfundur eins og allir vita!‘ segir Viðar. „Hann lést árið 1978 langt fyrir aldur fram en skildi þó mikið eftir sig. Við höfum skipt þessari dagskrá í tvo hluta, í þeim fyrri er nokkurs konar samantekt úr mörgum verkum byggt á þessu þema Jökuls um persónuna, sem einatt er að Ieita og bíða eftir að draumurinn, sem á að breyta lífinu, rætist. Eftir hlé verður svo fluttur sem skólanum er nú færður að gjöf, á eftir að koma i stórkostlega góðar þarfir, enda hefur lítið verið til af spænskum bókum og óhægt um vik, fjárhagslega, að byggja upp safn af því tagi sem þörf krefur". Var á Þórði Erni að heyra að stór- hugur Spánverjanna væri í stil við þann hug sem þeir hafa borið til aukinna tengsla þjóðanna tveggja. Næsta skref kynni að vera að gera samning um gagnkvæmt menning- arsamstarf á milli landanna, svip- aðan þeim, sem tíðkast milli íslands og margra annarra landa - slikur samningur myndi m.a. auðvelda íslendingum að komast í háskóla suður þar. Það var spænski sendiherrann Aurelio Vallf, sem afhenti Háskóla íslands bókagjöf þjóðar sinnar. Sendiherrann hefur aðsetur í Oslo en ræðismaður Spánar á íslandi er Ingimundur Sigfusson. einþáttungurinn Knall, en hann hefur ekki verið fluttur á sviði fyrr“ 7 persónur í leit aö iífsfyllingu „Það eru sjö leikarar sem koma fram í fyrri hlutanum. Persónurnar eru sóttar m.a. í Domínó, Klukku- strengi, Feilnótu í 5. sinfóníunni, Herbergi 213 og fleiri verk; leikrit, ferðasögur, skáldsögur, og ofnar saman í kring um þetta megin þema. Einnig kemur fram höfund- ur, nei, ekki endilega Jökull sjálf- ur... rithöfundur, sem labbar á milli og tengir hina saman. Einþáttungurinn Knall fjallar um karl, sem kemur á einhvers konar stofnun, e.t.v. geðveikrahæli og sest við að bíða eftir ræðu- manni, sem aldrei kemur. í staðinn heyrum við eintal karlsins. Þessi einþáttungur var birtur í Tímariti Máls og menningar árið 1965 og var fluttur í útvarp árið 1972 en hefur ekki verið settur á svið fyrr!‘ Það er Viðar sem fer með hlutverk ein- talandans. Með í dagskránni er Jóhann Moravic klarinettuleikari „til að gefa stemmningu“ eins og leikstjór- arnir orðuðu það. Dagskráin ber yfirheitið „Jökull og við“ og verður flutt laugardag, sunnudag og mánudag kl. 20.30 í Sal Félagsstofnunar við Hringbraut. Ms Jökull og viö Þau halda upp á Jökul: Þröstur Guðbjartsson, Edda V. Guð- mundsdóttir, Svanhildur Jóhannesdóttir, Iðunn Thors, Davíð A. Davíðsson, Ingrid Jónsdóttir og Erla Rut Harðardóttir.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.