Helgarpósturinn - 09.06.1983, Síða 14
14
„Konur eru
etnar lifandi...“
„Konur hafa lðngum verið á-
litnar afnotaverur og líkami
þeirra þótt alveg upplögð sölu-
vara. Þetta er talinn vera svo eðli-
legur hlutur að fólk bara yppir
öxlum yfir því. Karlímyndin er
allt önnur og þegar karlskrokkur-
inn er notaður á sama hátt, þá
ætlar allt um koll að keyra“.
Kvennaframboðskonan Ingi-
björg Hafstað hefur orðið.
Kvennaframboðið skrifaði ríkis-
saksóknara bréf í vikunni og vakti
athygli hans á þeim aragrúa klám-
rita sem seld eru vítt og breitt um
borgina og HP innti Ingibjörgu
eftir því hvað legið hefði að baki
bréfinu.
„Eiginlega þetta — að vekja at-
hygli á þeim ólíku viðhorfum sem
ríkja til líkama karla og kvenna.
Eins og þú veist, var upplag tíma-
ritsins Spegilsins gert upptækt
fyrir skömmu, m.a. á þeirri for-
sendu að í því væri að finna klám.
Ef til þess þykir ástæða að lög-
sækja tímarit, sem birtir myndir,
tvær myndir, af kynfærum karl-
manns, hvers vegna þykir þá ekki
ástæða til að leggja sams konar
hald á blöð sem beinlínis spreða
kynfærum og öðrum líkamspört-
um kvenna yfir hvert búðarborðið
á fætur öðru?
Sá grunur læðist auðvitað að
manni, að eitthvað annað hafi
legið að baki kærunni á hendur
Speglinum og að klámið sé yfir-
skin. En þó svo ég sé ?kíci hrifin af
húmornum í Speglinum — hann
er of groddalega karlalegur fyrir
minn smekk, þá myndi ég tæpast
kalla það klám sem þar er að
finna. Ef við skoðum íslensk al-
vöru klámblöð til samanburðar
þá er þar afar ólíku saman að
jafna en samt vaxa þessar tvær
myndir í Speglinum blessuðum
körlunum svo í augum að þeir
vilja láta banna þær! Við í
Kvennaframboðinu erum eigin-
Iega að spyrja sem svo: Ná lands-
lög um velsæmi og klám aðeins til
karlaskrokkanna? Er klám lög-
legt bara ef það er á kostnað
kvenna? Það má taka myndir af
kynfærum kvenna og hengja upp
í hvaða búllu sem er, eta konur lif-
andi með augunum — það bregð-
ur jafnvel engum við að heyra að
heilt veitingahús leggur sér af-
steypu af kvenmanslíkama til
munns. Taka, sýna — já og
teikna, hefðurðu tekið eftir því
hvernig Sigismund eða hvað hann
nú heitir teiknari Moggans, lýsir
konum í sínum listaverkum? — en
ef það er karl, þá fer allt á annan
endan. Við erum að biðja um að
þessi viðhorf verði endurmetin —•
það er nú allt og sumt.
Sem sagt, ef Spegillinn var á-
kærður fyrir klám — hvers vegna
eru sorpritin ekki ákærð líka?
Það er mergurinn málsins".
Þar með lauk því viðtali.
Ms.
Atján feðra
barn
í útlöndum
Dálítið óvenjulegt barnsfeðramál
kom upp í þýska þorpinu Himmelp-
forten — 3000 íbúa smábæ — í vet-
ur sem var. Bifvélavirkinn, rútubíl-
stjórinn, rakarinn, skólameistar-
inn, já og m.a.s. sjálfur bæjarstjór-
inn voru lýstir feður að barni ásamt I
með þrettán öðrum körlum í bæn-
um. Samtals 18. Og barnið var eitt.
Allir þessir karlar voru ákærðir ;
fyrir að hafa átt í ólöglegu og ósið- *
legu sambandi við Gabrielu nokkra |
Fiege, 15 ára gamla skólastúlku. ;
Það var pabbi hennar sem kærði.
Þegar stefndum barst ákæran í
hendur, var Gabriela barnshafandi
og allir i bænum voru búnir að velta
því fyrir sér í nokkra mánuði hver
pabbinn gæti verið. Þetta var sem
sagt svarið. Átján sómakærir eigin-
menn og feður áttu að hafa misnot-
að sér likama stúlkunnar, það gat
hver sem var verið barnsfaðirinn. í
ákærunni var því haldið fram að
samband þeirra við Gabrielu hefði
staðið yfir allt frá 1979 til ársins
1981. Það var þó ekki fyrr en í júli j
1982, sem hr. Fiege kærði þá og átti ,
Gabriela þá einn mánuð eftir af
þungum sinni.
Fregnin um ákæruna flaug um
bæinn og sýndist sitt hverjum, ekki
síst eiginkonum stefndra. En þegar 3
í ljós kom að barnsfeðurnir áttu að -
vera 18, runnu tvær grímur á mann- ;
skapinn. Þetta hlai; að vera brand- '
j ari. Atjánmenningarnir skutu sam-
an fundi og ræddu málið — enginn
þeirra kvaðst nokkurn tíma hafa
komið nálægt Gabrielu. Bifvéla-
virkinn ákvað að fara í meiðyrða-
mál við hr. Fiege.
Skömmu seinna hurfu þau Ga-
: briela, pabbi hennar og mamma og
j nýfædd dóttir úr bænum. Það
hafðist upp á mæðgunum í Ham-
borg en pabbinn virðist hafa stung-
ið af og enginn veit hvert. Gabriela
neitar að tala um bæði hann og
barnsföður sinn. Feðurnir 18 hafa
verið lýstir saklausir af glæpnum,
ákæran var of óljós og auk þess
neitaði Gabriela að staðfesta hana
frekar. Böndin berast nú að hr.
Fiege — yfirvöld leita hans vegna
gruns um brot á lögum um sifja-
spell. Og hina 18 fyrrverandi feður
grunar að sú hafi verið raunin og að
hinn eini sanni barnsfaðir hafi að-
eins kært þá til að fela sinn eigin
glæp. Enginn hefur spurt Gabrielu
hvað henni finnist um málið og
fregninni fylgja engar sögur um
það hvort hún fær meðlag með
dóttur sinni.
Vottorð
um
hetjudáð
Bandarískir ráðamenn hyggjast
nú láta til skarar skríða gegn eitur-
lyfjaneyslu yngstu kynslóðarinnar
þarlendis með teiknimyndasöguna
að vopni.
Súpermenn og undrapíur sigla ,
geimferjum á milli hnattstöðva sem
framleiða kokaín, LSD og hass,
sprengja upp neðanjarðarbyrgi
eiturkónga og brjótast alvopnuð
beint inn í stofu hjá uppdópuðum
drullusokkum með heróp á vörum:
krakk, vrarúmm, blúmmblamm:
eða hvað það er nú, sem teikni-
myndapersónur segja við slík tæki-
færi.
Einni milljón eintaka af dóp-
blaðinu hefur þegar verið dreift
ókeypis til fjórðubekkinga um öll
Bandaríkin og þeir gieypa við
þessu. Og til að gera atlöguna gegn
eiturlyfjaneyslunni enn áhrifa-
meiri, fengu ráðamenn enga aðra en
sjálfa forsetafrúna með í lið sitt.
Hún gerir leiftursóknir á skóla
landsins og biður krakkana um að
lýsa því yfir að þau ætli aldrei að
leggja sér eitrið til munns, nefs eða
æða. „Verðið að hetjum — afneitið
eiturlyfjum" segir frúin og hver sá
sem verður að orðum hennar fær
Fimmtudagur 9. júní 19831n-jnn
'e/gar-
undirritað skjal — Certificate of
Heroism“ þ.e.a.s. Vottorð um hetju-
dáð. Það er frú Reagan sjálf, sem
skrifar undir. Á meðan situr herra
Reagan heima og undirbýr sina eig-
in hetjudáð. Sú mun líka segja
krakkbúmm....
Eleanor
Rigby
Tommy Steele er búinn að gefa
Liverpool styttu úr bronsi og í fullri
líkamsstærö af Eleanor Rigby til
minningar um Bítlana. Eleanor
Rigby var nefnilega til í raun og
veru og er enn og já við þokkalega
heilsu takk fyrir.
Hún er einstæðingur á óljósum
aldri og ku aldrei hlusta á annað en
Bítlamúsík. En hvers vegna stytta af
henni en ekki bara Bítlunum sjálf-
um? „Ég lofaði strákunum að reisa
þeim minnisvarða í Liverpool. Þeir
eru bara allt of vel þekktir hér til að
greina kæmi að láta gera styttu af
þeim. Svo mér datt í hug þetta
þunglyndislega lag þeirra um
Eleanor Rigby“.
Styttan er eins og áður sagði úr
bronsi og sýnir gömlu konuna sitj-
andi aleina á bekk ekki Iangt frá
Cavern Club, þar sem Bítlarnir
slógu fyrst i gegn. Ætlunin hjá
Tommy mun að nú þurfi Eleanor
ekki lengur að vera einmana, veg-
farendur geta tyllt sér hjá hienni á
bekkinn og minnst gömlu góðu
Bítladagana og jafnvel rabbað við
hana — svona í þykjustunni að-
minnstakosti.
Rautt
Rauðhausar allra landa — sam-
einist! Sérstaklega ef þið eruð kven-
kyns. Rauðhærðar konur hafa víst
haft enn verra orð á sér en aðrar
konur — þær ku Iauslátari, drykk-
felldari, frekari og á allan hátt fer-
legri en hinar stelpurnar og er þá
mikið sagt. En sem sagt, rauðhaus-
arnir hafa skorið upp herör úr
hörðu stáli, nei ekki hér heldur í
henni Ameríku. Rauðhausaklúbb-
ar, fegurðarsamkeppnir (ojbara)
fyrir rauðhærðar og slagorð í hverj
um strætó: Rautt er merki gæðanna
Rautt er betra og svona framvegis
niður eftir allri götunni.
Já, mannslíkaminn er und-
ursamlegur — hugsið ykkur
bara að geta breytt frönsku
rauðvíni í hland... (þetta
sagði Karen Blixen!)
ÉK
fer
fríið
Ég fer í fríið já — en hvert? Að
öllum líkindum beint á klóið!
A.m.k. er ekki annað að heyra af
könnun læknadeildar háskólans í
Zurich, Sviss, sem rannsakaði
heilsufar túrista hér og þar um
heimlnn.
Árin 1975—1981 svöruðu um
16000 farþegar með þýskum og
svissneskum flugvélum á leið næst-
um því hvert sem er, spurningum
svissnesku læknanna um það
hvernig þeim hefði liðið í sumarfrí-
inu. Annar hver túrista í Túnis ver
meiri tíma á klósettinu en á strönd-
inni — þriðji hver maður, sem fer til
Sri Lanka sömuleiðis. 31% allra
ferðamanna á leið heim frá Mexico
kvaðst hafa fengið alvarlega í mag-
ann þar, fimmti hver þeirra, sem
varið hafði fríinu á Kanaríeyjum
játaði upp á sig sama kvilla. Ein-
mitt — matareitrun og andstyggi-
legir fylgikvillar hrjá dekraða Ev-
rópubúa alda á gerilsneyddri mjólk
og vatni.
Eða hvað? Það undarlega við
niðurstöður könnunarinnar var
nefnilega að fæst þeirra ráða sem
læknar og reisuvanir menn gefa túr-
istum fyrir brottför, svo sem að
drekka ekki ósoðið vatn eða snæða
óþvegna ávexti — duga til að forða
magakveisum. Það kom m.a.s. í ljós
að einmitt sá, sem aldrei fær sér
vatn beint úr krananum, aldrei ís og
aldrei óhrein epli — einmitt sá er
líklegri en hinn, sem passar sig ekki
neitt, til að fá matareitrun! Yfir-
læknir og dr. Stefens Fazit, sem
hafði umsjón með könnun kollega
sinna, er ráðalaus og segir:
„Þeim mun fleiri varúðarráðstaf-
anir, þeim mun hærri eru líkurnar".