Helgarpósturinn - 09.06.1983, Page 19

Helgarpósturinn - 09.06.1983, Page 19
Jpifísturinn. Fimmtudagur 9. júní 1983 19 Sérlega vel spiluð vörn í Olympiumótinu í bridge, sem hefði Rubin svínað tíunni, þá haldið var í Monaco 1976, spilaði hefði hann unnið spilið. Klinger Ástralíumaðurinn Ron Klinger al- spilaði aftur laufi, sem tekið var á veg frábæra vörn í eftirfarandi kóng blinds. Meira lauf og það spili. Hann er heimskunnur trompað. Þá kom hjartaás og gosi bridgespilari, hefir verið í lands- sem Klinger tók. Hverju átti hann liði Ástralíu í mörg ár. Hann er nú að sþila? Jú, hann fann einu ritstjóri tímaritsins Australian leiðina sem hnekkti spilinu. Nú bridge. Hann var að spila gegn Ver staðan þessi: Bandaríkjamönnum. Þannig voru spilin. Báðir utan hættu: s H - T Á-D-10-8-6- L s 2 s - S Á-G-10 H 9-5 H 8 H - T Á-D-10-8-6-3-2 T K-5 T 7-4 L K-8-5 L 7-4 L - S 7-4 S Á-K-G-10-8-6-3 S D H K-8-4-3 H 7 H 10-6 T K-5 T 7-4 T G-9 L Á-7-4-3-2 L G-9-6 L " S D-9-5 H Á-D-G-10-6-2 T G-9 Hann lét tígulkonginn!!! L D-10 Þessi spilamennska gerði Spil eftir Friðrik Dungal Sagnir voru þannig: S V N vestur noröur " austur Klinger Soloway Longh. pass pass 3 spaða sambandslaust milli norðurs og suðurs. Það eina sem suður gat gert var að taka kónginn með ásn- um í borðinu, láta lítinn tígul, a taka með gosanum og hirða suður tromp vesturs. En spaðadrottn- 4hjörtu'nS'n var eft*r °8 austur sá um hana. Vestur lét spaða sem austur tók. Hann lét tromp til þess að forða því norður gæti trompað spað- ann. Rubin spilaði vel þegar hann trompaði með drottningunni. Hann vildi sjálfur vera inni ef vestur gæfi slaginn og það gerði Klinger. Hefði hann tekið á kóng- inn var spilið auðunnið með því að taka öll trompin. Rubin tromp- aði spaða með fimminu en lét ní- una eiga sig og spilaði litlu laufi og lét drottninguna sem Klinger tók með ás. Takið eftir því, að __***.___ Hér kemur önnur saga um Harrison Gray. Hann var auðvit- að að spila í klúbbnum sínum og hafði sagt sjö hjörtu án þess að eiga ásinn. Elskuleg eldri kona var í forhönd og lét trompásinn út. Að spilinu loknu spurði einn á- horfenda konuna hversvegna hún hefði ekki doblað. „Það datt mér ekki í hug. Þér, ungi maður þekk- ið ekki Harrison Gray. Hann redoblar alltaf“. Skákþrautir helgarinnar 5. Úr tefldu tafli 6. D. Bannij Hvítur á leik Mát í öðrum leik ZJ0 'Z - 'I teui joy •i jag - 'I jtmi úpa 'Z ' 'I l?m IPa 'Z - T iWxH T :jd usnu] jjay •J?ui iph 'Z þ3Xa- t ?u ‘j?ui /.ph 'z þ3xa- I iijioai] ib8da su;h) SMO ? jb -pUBIJS UD ‘JBUI £ja JBJOq WxO T t73xa ? IBpUBIJS UD ‘JBUI sqa IBJOl] /,pa 'I b IBpUBIJS U3 ‘JBUI JDy IBJOq ipa T :uiiDcj u8d§ sjibas iiuiba buuij 8o iJnáinT^l bSd[J]!i BI)])]0U bqo>[s QB lACj B BflÁq QB J8D[Q9IJ 13 13H fiuueg ‘9 + 93H > Z.3X>Í +/.3XH '£ ZP8 +Z.PXH 'Z 9PX8 Í+9PH I HjBj npijaj jn s jnen/j/pjfs e usnej Avari Hobib sér til þess aö pizzurnar fari ekki án ólívuoltunnar i ofninn ,,Sælkerinn“ — al modo italiano Flóra reykvískra matsölustaða verður æ fjöl- breyttari. Nú hefur enn eitt blómið vaxið úr grasi, og það býsna fagurt og ilmríkt, m.a.s. í hjarta borg- arinnar, Innstræti-við Austurstræti (við inngang- inn að Nýja bíói). Hér er um að ræða veitingahúsið Sælkerann sem nýverið opnaði í nýjum húsakynn- um og með nýjan matseðil. Þar er á boðstólnum fjölbreytilegur ítalskur matur sem sumur hver hef- ur ekki sést áður á borðum íslenskra veitingahúsa. Sælkerinn hefur og vínveitingaleyfi og býður upp á úrval ítalskra og franskra vína. Eigendur staðarins eru þeir Hafsteinn Gilsson og Jón Hjaltason, þeir sömu og nú eru að innrétta Rosenberg-kjallarann gamla undir Nýja bíói, en hann verður opnaður innan tíðar. Sælkerinn tekur um 40 manns í sæti og er þvi fremur lítill. Hann er afskaplega heimilislegur, hvítmálaður í hólf og gólf; innréttingin er nokkuð svo matarleg: veggina prýða hillur hraukaðar gúm- mulaði al modo italiano; eftir salnum miðjum synda fiskar (í glerbúri...) og á milli básaeru annars konar glerbúr sem i er raðað pastategundum ólik- um að lit og lögun og minnir þetta óneitanlega á sjávargróður. Eldhús Sælkerans er vel mannað; Túnismaður- inn Avari Hobib sér um að baka þær 20 pizzuteg- undir sem á boðstólnum eru. Hann bakar þær í sér- hönnuðum leirofni, þeim fyrsta sinnar tegundar hérlendis; Avari bakar listir sínar í opnu eldhúsi þannig að matargestir geta fylgst með öllum stigum pizzugerðarinnar. Þeir sem sjá um matargerðina að öðru leyti eru þeir Ragnar Lárusson sem lengst af hefur unnið á Hótel Esju, þar af sl. tvö ár sem yfirmatreiðslu- maður, og Egill Kristjánsson sem hefur m.a. unnið á Naustinu og nú siðast á veitingahúsi í Kaup- mannahöfn sem heitir Natural. Þar er matreitt i anda „la nouvelle cuisine francaise", nýju bylgj- unnar í franskri matargerð; en hún beinist að því að gera matinn léttari og spara hitaeiningarnar, án þess þó að slaka nokkuð á ströngustu kröfum mat- argerðarinnar. Helsta leiðin er sú að matreiða mat- inn sem minnst, sleppa öllu brasi, nota aðeins úr- vals hráefni og láta þau halda bragði sínu og öðrum sérkennum. Þetta er jafnframt sú leið sem þeir Ragnar og Egill fylgja í sinni matargerð í Sælkeran- um, þeir krydda t.d. svo til eingöngu með ferskum kryddjurtum eða þurrkuðum, og léttum vínum. Ég hjó t.a.m. strax eftir því að salt notá þeir mjög spar- lega eins og vera ber, en óhófleg saltnotkun er enn nokkuð áberandi í matargerð íslenskra veitinga- húsa, einkanlega vill brenna við að lífvænlegustu sósur séu eyðilagðar á þann hátt. Og þá er komið að sjálfum matseðlinum sem samanstendur af fjölbreytilegum réttum og ódýr- um (!) Af forréttum má nefna ristað alikálfabris með eplum og Vermouthsósu; þar má og hafa súpudrottningu ítala, Minestrone, saðsama og holla (55 kr.), og ítalska l'iskisúpu með kræklingum og koníaki (65 kr). Aö sjálfsögðu býður staðurinn upp á ýmsar tegundir af pastaréttum, s.s. spaghettí og makkarónur með ólíkum sósum, svo og iasagna úr eldhólfinu, og tuttugu pizzutegundir eins og áð- ur er getið. Kjötréttir eru sumir býsriá frumlegir. Hvað segiði t.d. um þangfylltan lambahrygg með glóaldinsósu, salati og hunangsbökuðum kartöfl- um (215 kr). Þá er og sérstök ástæða til að mæla með Rosenberg-kaffi eftir matinn: kaffi með þeytt- um rjóma, styrktu með vodka og ítalska líkjörnum Amaretto di Saronno. Matreiðslumenn Sælkerans voru svo elskulegir að láta mér i té uppskriftir að tveimur réttum á mat- seðlinum sem ég kem hér með á framfæri. Ég get af einlægni mælt með þeim báðum. En ef eitthvað er óljóst í uppskriftunum, þýðir ekkert.að hringja í mig... þá verðið þið að snúa ykkur til föðurhús- anna. Og þá er annað hvort að elda lostætið sjálfur eða skokka niður í Innstræti og borða þar. Sælker- inn er opinn alla daga frá 11.45 til 23.30 nema sunnudaga, þá er lokað. Athugið þó að eftir 22.00 er aðeins hægt að panta pizzur og um helgar er e.t.v. vissara að panta borð fyrirfram á mesta annatím- anum í síma 11533. Þangfylltur lambahryggur meö glóaldinsósu Óhemju góður réttur. í Sælkeranum er hryggur- inn borinn fram með hunangsbökuðum kartöflum og hrásalati, en uppskriftin að kartöfluijum er al- gjört hernaðarleyndarmál. Þið veljið þá bara það meðlæti sem ykkur hugnast best. Ef þið notið nýtt þang, verður það náttúrlega að vera nýtínt og úr hreinni fjöru, en annars má kaupa það þurrkað t.d. 1 Kornmarkaðnum á Skólavörðustíg. Uppskriftin er fyrir fjóra. 800 g lambahryggur (úrbeinaður) 40 g þang (söl) 4 msk hunang salt og pipar ' Vi sitróna 1 appelsína 2 steinseljugreinar 4 dl kjötsoð meizena-sósujafnari 1 dl rjómi L Sjóðið þangið í u.þ.b. 10 mín. eða þar til það er orðið vel mjúkt og hrærið hunanginu út í vatnið smám saman á meðan þangið sýður. Þá er þang- ið veitt upp úr og látið vel drjúpa af því. 2. Fyllið úrbeinaðan hrygginn með þanginu, bind- ið hann upp og steikið í 175 gr. heitum ofni í 25 mín. 3. Á meðan sjóðið þið saman í pötti niðursneidda sítrónuna og appelsínuna ásamt kjötsoði og sax- aðri steinselju í 15 mín. 4. Þegar hryggurinn hefur bakast í ofninum í 25 mín. er soðinu hellt yfir og látið krauma í u.þ.b. 10 mín. Þá er soðipu síað frá, sett í pot t og bökuð upp sósa með því að setja út í 1 di af rjóma og þykkja með sósujafnaranum. Spaghettí meö sjávarréttakonfektí Uppskriftin er handa 4—6. 3 msk óiífuolia 1 stór laukur (saxaður) 2 hvítlauksrif (söxuð eða marin) 1 tsk borðedik lVi tsk. basil 1 tsk marjoram 3 dl niðursoðnir tómatar (án safans) 250 g niðursoðnir kræklingar 250 g rækjur 250 g hörpuskelfiskur 500 g spaghetti , 1. Hitið olíuna í djúpri pönnu við meðalhita, steik- ið í henni saxaðan laukinn þar til hann er orðinn gulbrúnn. Hrærið að því búnu hvítlauknum saman við, þá ediki, basil og marjoram og hrærið i í u.þ.b. mínútu. Hækkið þá hitann, bætiö tómöt- unum út í og sjóðið í 5 mín. 2. Lækkið hitann aftur niður í meðallag, setjið hörpuskelfiskinn út í sósuna og látið krauma í u.þ.b. 5 mín. með loki. Að síðustu er rækjum og kræklingum blandað saman við og allt látið krauma í u.þ.b. 2—3 mín. (með loki). 3. Og þá er sósan borin fram með soðnu spaghettí- inu, fersku grænmetissáíati og nýju brauði. Á Sælkeranum eru jafnframt bornar fram með rétti þessum hvítlauksstyrktar kartöflur.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.