Helgarpósturinn - 09.06.1983, Síða 21

Helgarpósturinn - 09.06.1983, Síða 21
21 ^p^turinn Fimmluetegur 9. júní 1983 um uppað hliðardyrunum. Gamli maðurinn treysti sér ekki að \ ganga til hótelsins. Þrír tímar og ekki slakað á eina einustu mínútu. Ætli margur maðurinn undir sjötugu væri ekki búinn eftir slíkt. Hampton var líka hræddur um að ofkælast. Strákarnir í bandinu höfðu allir veikst i ferðinni, fengið kvef og flensu og Lára hjúkrunar- kona hafði haft nóg að gera. Hampton hafði þó sloppið. Kannski vinna bakteríur ekki á svona sveifluljóni. W ambassa- dornum Morguninn eftir konsertinn var Hampton boðinn i morgunkaffi hjá Marshall Brement ambassa- dor Bandaríkjanna á íslandi. Uppúr tiu er ég mættur á Sögu og skömmu síðar kemur yfirmaður Menningarstofnununnar Banda- ríkjanna á íslandi, Kenneth Yates, til að ná í liðið. Hann hafði verið á tónleikunum og var í sjöunda himni, enda gamall djassbassa- leikari. Loks kemur Hampton og leydíarnar niður og þar er haldið í sendiráðið. Þegar kaffið var í bollunum á skrifstofu Brements tóku þeir að spjalla um ýmsa stjórnmálamenn og diplómata. Hampton hefur oft ferðast um heiminn sem gúddvill ambassa- dor og trúlega haft meiri áhrif en aðrir ambassadorar. Hann er sanntrúaður repúblikani og hefur stutt þá marga dyggilega i kosn- ingabaráttunni, sér í lagi góðvin sinn George Bush. „Ég geng öruggur til hvílu á hverju kvöldi eftir að Reagan varð forseti“, segir hann og áfram er talað um ýmsa sameiginlega kunningja úr diplómstíinu. Brement og Yates fara mörgum fögrum orðum um ísland, náttúrufegurð og lands- gæði, og hvetja Hampton til að koma hingað aftur og hafa þá dag til að litast um. Hampton segist lengi hafa beðið þess að komast hingað: „Mér finnst einsog ég segir gamli maðurinn, krossar sig á enni og fer með blessunarorð áður en hann tekur til matar síns. „Það hefur heyrst að þetta verði síðasta Evrópuferðin þin. Þú ætlir að fara að setjast í helgan stein“. „Til hvers ætti ég að setjast í helgan stein. Ég er sæmilega hraustur, spila ennþá vel og nýt þess frammí fingurgóma. Mér er allstaðar vel tekið og fólk skemmtir sér konunglega á tón- leikum hjá mér. Ég haf gaman af að ferðast um heiminn, kynnast nýju fólki og hitta gömlu vinina aftur. Þetta er mitt líf! Ég hef verið að í rúma hálfa öld. Það er orðið langt síðan ég lærði að slá trommurnar í Holy Rosary Academy í Kenosha. Ömmu gömlu líkaði ekki mórall- inn í grunnskólanum, slagsmálin og lætin, svo hún kom mér í kaþólskan einkaskóla. Þar barði ég sneril. Við lærðum að lesa og þegar við vorum ekki að spila þá vorum við að æfa. Það var betra að halda vel á spöðunum, annars fékk maður einn á lúðurinn... Þegar ég kom aftur til Chicago heyrði ég í rosalúðrasveit sem blaðsölustrákarnir hjá Chicago Defender léku í. Ég fór að selja blaðið og komst í bandið. Þar komst ég í kynni við marimbu og klukkuspil og þar kom að því að ég gat leikið hvaða Armstrong sóló sem var á þessi hljóðfæri. Þessvegna hikaði ég ekki þann sögufræga dag, 16. oktober 1930, þegar Louis spurði mig: „Geturðu leikið á hann þennan"? og benti á víbrafón í stúdíóinu. „Já“, svaraði ég og við hljóðrituðum Memories og You og víbrafóninn varð djass- hljóðfæri. Það var Eubie heitinn Blake sem samdi Memories of You og hafði hann sent Armstrong útsetninguna. Það var hljómsveit Les Hites sem lék með Louis og gerði það næstu árin. Ég hætti með Hites afþví hann vildi ekki leyfa mér að leika á víbrafóninn. Ég átti að sitja við trommurnar allan tímann. Ég varð að stofna eigin Lionel Hampton leggur af stað með hljómsveitina í skrúðgöngu um salinn í Há- skólabíói blásandi When the Saints Go Marchin in. hafi loksins eftir þrjátíu ár komið verki mínu Midnight Sun, í réttar hendur, með því að leika það í því landi sem það var samið um - ís- land, landi miðnætursólarinnar“, segir Hampton. „Þessi íslands- heimsókn hefur verið mér sönn gleði“. Eftir að ambassadorinn hafði verið kvaddur var haldið niðrí Rammagerð þar sem Hampton og leydíarnar litu á ullarvörur. Hampton keypti sér peysu og inni- skó og gjafir handa ættingjum. Leydíarnar versluðu lengi og mik- ið og gamli maðurinn sagði sposkur á svip. „Við fáum aldrei að borða ef við komum þeim ekki út“. Það tókst að lokum og aftur var haldið á Sögu. Hampton segirfrá Svo var sest að snæðingi á Grill- inu og ég spurði Hampton hversu lengi hann hefði haft þetta band. „Ein þrjú ár. Auðvitað verða mannaskipti við og við en þetta eru firnagóðir strákar“. „Trompetsveitin er einstök", segi ég. „Ekki eru saxafónarnir síðri“, hljómsveit til að geta leikið á víbrafóninn. Don Byas lék með mér, Teddy Buckner og Týree Glenn, en ég leyfði honum aldrei að snerta víbrafóninn! Það var sumarið 1936 Þegar við lékum í Paradísarklúbbnum í LA að ég hitti Benny Goodman fyrst. Hann, Teddy Wilson og Krupa komu þangað og djömmuðu með okkur fram undir morgun. Það var nú heitt í kolunum þá“. „Var ólíkt að vinna með Arm- strong og Goodman"? skýt ég inní. „Já. Louis var alltaf kátur og hress. Benny var alvarlegri, en ég elska þá báða“. Ég lék með Goodman þar til ég stofnaði mína eigin stórsveit árið 1940. Eftir að Krupa hætti lamdi ég húðirnar í stórsveitinni og þá var nú kýlt í Sing, Sing, Sing“. „Dexter var með þér á þessum árum“? „Þeir voru margir drengirnir sem stigu fyrstu sporin í stórsveitinni minni. Illions Jacquet og Dexter Gordon. Dexter blés þá í klarinett og ég keypti handa honum fyrsta saxafóninn. Yndislegur drengur og blés einsog engill. Margir trompetsnillingar ólust upp hjá mér: Fats Nawarro, Kenny Myndir: Sveinn Þormóðsson og Guðjón Einarsson Dorham, Clifford Brown, Art Farmer. Ég hef alltaf haft góða blásara í bandinu. Ég uppgötvaði Dinuh Washington. Ég hlustaði á hana á bar í Chicago og hún söng vel. Ruth Jones hér hún og ég sagðist ráða hana á stundinni ef éf fengi að gefa henni nýtt nafn. Henni var sama um það bara hún fengi að syngja". Joe Newman lék líka með Hampton og Quincy Jones og Wes Montgomery og strákar eins- og tenoristinn Ricky Ford og trompetistinn Terence Blanchard, sem lék með Art Blakey í Reykja- vík sl. sumar. Og ekki má gleyma Charles Mingus, sem sló bassan og skrifaði þar að auki fyrir band- ið. „Charlie var alltaf dálítið villtur, en hann var fínn músíkant“! Hampton gefur strákunum alltaf sjens. Þeir fá að blása sína sólóa þótt hann sé sjálfur sá öxull sem allt snýst um. Hægri hönd Hamptons öll þessi ár var kona hans Gladys, en hún lést 1971. „Hún var augu mín og eyru“, segir hann og þó þeim yrði ekki barna auðið áttu þau sér óskabarn, sjóðinn til styrktar fá- tækum námsmönnum í Harlem. Þau hafa kostað fjölda ungmenna til tónlístarnáms í skólum á borð við Berkleey og Juliard og nú hef- ur verið lokið við hönnun og teikningu Háskóla Gladys og Lionel Hamptons, sem rísa á í Harlem. * „Þar eiga svertingjakrakkarnir úr fátækrahverfunum möguleika á að læra að verða læknar, lög- fræðinar og meira segja tónlistar- menn“, segir Hampton stoltur. Hampton hefur verið gerður að heiðursdoktor við fjölmarga há- skóla í Bandaríkjunum þar á meðal Harward, svo og einn há- skóla í Belgíu og nú er hann held- ur til Bandaríkjanna fer hann beint úr flugvélinni til Ríkishá- skólans í New York þar sem hann verður sæmdur enn einni heiðtfrs- nafnbótinni. Hann fetar í fótspor Duke Ellingtons. „Hvernig tilfinning er það að vera gerður að heiðursdoktor“, spyr ég Hampton. „Einsog að drekka glas af vatni“, svarar meistarinn og hlær. Klukk- an er tvö og tími kominn til að halda til Keflavíkur. Hann sefur á leiðinni. Þegar komið er til flug- stöðvarinnar sest hann á færiband umkringdur ullarpokum og kona umbans sér um það sem um þarf að sjá. Þau kveðja og halda gegn- um vegabréfsskoðunina. „Ég kem aftur“, segir Hampton og brosir breitt. Síðan kveður hann og gengur gegnum vegabréfsskoðun- ina. Vonandi kemur hann aftur! Það er ekki annað eldfjall eftir sem ferðast um heiminn og gýs rauðglóandi sveiflu! Tjaldborgarfellitjaldið Kostar aðeins brot afþvi sem tjaidvagn kostar og er jafn auðvelt í uppsetningu og það sýnist PÓSTSENDUM TÓmSTUnDflHÚSIÐ HP LaugDuegilBí-Reykiauik s=2T901

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.