Helgarpósturinn - 09.06.1983, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 09.06.1983, Blaðsíða 22
22 Fimmtudagur 9. júni 1983 Helgar—— -PösturinrL Tak hönd þína burt frá mér og lát ekki skelfing þína hræða mig; kalla því næst, og ég mun svara, eða ég skal tala og veit þú mér andsvör í móti. Hversu margar eru þá misgjörðir mínar og syndir? Kunngjör mér afbrot mín og synd mína! Svo segir í Jobsbók 11. 21—23. Launþegar á íslandi haga orðum sínum svipað þessa dag- ana til Steingríms Hermannssonar og efna- hagsaðgerða ríkisstjórnarinnar. I gær, miðvikudag, kynnti forsætisráðherra hina nýju skýrslu Þjóðhagsstofnunar. Hin al- menna niðurstaða af útreikningum á kaup- mætti kauptaxta með teknu tilliti til efnahags- Jón Sigurðsson Véfrétt ríkisstjórnarinnar ráðstafana ríkisstjórnarinnar er sú, að hann verði um 3% minni á árinu 1983 en orðið hefði að óbreyttu en um 4<% minni á síðustu sjö mánuðum ársins að meðaltali en í stefndi að óbreyttu. Kaupmáttur á mann verður að með- altali á árinu öllu um 14% lakari en í fyrra, og um 18% síðari hluta ársins. Útreikningarnir eru gerðir annars vegar með tilliti til „óbreytts kerfis“, þ.e. án nýgerðra efnahagsaðgerða, og hins vegar með hliðsjón af efnahagsaðgerðunum. Verðbreytingar á mælikvarða framfærsluvísitölunnar eru sam- kvæmt skýrslunni m.a. eftirtaldar: Á 12 mán- aða tímabili er talið að verðbólgan hefði farið í 134% í desember 1983 með óbreyttu kerfi en fari nú í 82% vegna efnahagsaðgerðanna. Miðað við þriggja mánaða breytingar sem í- gildi ársbreytinga er verðbólgan reiknuð 168% að óbreyttu á núgildandi útreiknings- tímabili, þ.e. maí-ágúst.og 139% með sama í- gildi september — desember. Að teknu tilliti til efnahagsaðgerðanna er reiknað með að á sama tímabili (september — desember) náist verðbólgan niður í 27%. Ráðherra sagði á blaðamannafundinum á miðvikudag, að stefnt yrði að því ná enn frekar niður verð- bólgunni á næsta ári. Yrði sú stefna mörkuð með gerð fjárlaga fyrir það ár. Fyrr í vikunni höfðu ASÍ og BSRB sýnt tennurnar varðandi efnahagsráðstafanir rík- isstjórnarinnar. ASl sendi frá sér langt og ítar- legt fréttabréf sem leggur höfuðáherslu á kaupmátt launa. Þar segir m.a. um efnahags- aðgerðir stjórnarinnar: „Gangi þessar að- gerðir fram óbreyttar, mun verkafólk þurfaað ná fram 40% hækkun kaupmáttar launa í byrjun næsta árs til að ná kaupmáttarstigi árs ins 1982 á nýjan leik. Með aðgerðunum næst tímabundinn árangur gegn verðbólgu en sá árangur er allur keyptur með kaupmáttar- skerðingu, hrikalegri en verkalýðshreyfingin hefur áður mætt“. Ásmundur Stefánsson ítrekaði þessar tölur í athugasemd ASI vegna greinargerðar Þjóð- hagsstófnunar s.l. miðvikudag. Sameiginlegur fundur stjórnar og samn inganefndar BSRB samþykkti s.l. þriðjudag að segja upp gildandi kjarasamningum. Jafn framt mótmælti fundurinn harðlega afnámi samningsréttar fram til 1. febrúar 1984 og skerðingu hans til 1. júní 1985 og taldi ákvæði nýsettra bráðabirgðalaga jafngilda banni við starfsemi verkalýðshreyfingarinnar. BSRB segir að hér sé um sjálfan grundvöll lýðræðis ins og frjálsrar verkalýðshreyfingar að tefla og rannsaka beri hvort þessi skerðing á starfs- réttindum almannasamtaka sé ekki brot á stjórnarskránni og alþjóðasamþykktum sem ísland er aðili að. Lítum nánar á helstu efnisatriði bráða- birgðalaganna um launamál. Þau eru: — Verðbótarákvæði í kjarasamningum og í svonefndum Ólafslögum eru felld niður á tímabilinu 1. júní 1983 — 31. maí 1985. — Bannað að greiða verðbætur á laun hverju nafni sem nefnast. — Laun skulu hækka um 8% frá og með 1. júní 1983. Þó hækka lágmarkstekjur um 10%. Þann 1. október n.k. hækka laun um 4%. Frekari launahækkanir eru bannaðar fram til 31. janúar 1984, ef undan eru skildar starfsaldurshækkanir og aðrar persónu- bundnar launabreytingar. í fréttabréfi ASÍ segir: „Frá lagalegu sjón- armiði verða lög þessi að teljast söguleg, þar sem með þeim er í fyrsta skipti frá 1942 gerð tilraun til þess að banna launahækkanir um- fram tiltekin mörk. Reyndar er gengið lengra en 1942 en þá var möguleiki á leiðréttingum. Frjáls samningsréttur er beinlínis afnuminn um sinn og i stjórnarsáttmála eru verkalýðs- hreyfingunni láfðar lífsreglur um næstu samninga". Mildandi ráðstafanir bráðabirgðalaganna eru helstar; sérstakur persónuafsláttur á tekjuskatti, hærri barna- og lífeyristrygginga- bætur, hækkun á tekjutryggingu og mæðra- launum og ríkisstjórninni er heimilað að verja allt að 150 milljónum króna umfram fjárveit- ingar á fjárlögum til jöfnunar á hitunarkostn- aði íbúðarhúsnæðis. Að mati Þjóðhagsstofnunar — véfréttar Steingríms Hermannssonar — í nýútkominni skýrslu um viðskilnaðinn og áhrif aðgerða ríkisstjórnarinnar stefndi óðfluga í margfalt hærri verðbólgutölur en reynsla er af hérlend- is. Þar segir m.a.: „Þarf ekki að fara mörgum orðum um það, hversu mikil óvissa fylgir slíkri þróun. Marg- vísleg vandkvæði eru á því að gera grein fyrir afleiðingum hennar en á það má benda, að fjármögnunarvandamál atvinnurekstrar yrði gífurlegt og einnig hlyti vaxtastefnan að hafa tekið mið af þessari þróun, ef hún hefði geng- ið óheft fram. Þessu hefði fylgt mikill greiðsluvandi og óvissa í atvinnulífi. Efna- hagsráðstafanirnar virðast munu breyta þess- ari þróun á síðustu mánuðum ársins, auk þess sem afkoma sjávarútvegsins er betur tryggð en ella og þar með atvinnuöryggi“ Skýrsla Þjóðhagsstofnunar er mikill póli- tískur styrkur fyrir efnahagsstefnu Steingríms Hermannssonar og nýju ríkisstjórnarinnar og slævir óneitanlega þau vopn launþegasamtak- anna sem nú þegar er tekið að blika á. „Það er erfitt að spá og sér í lagi um fram- tíðinaý sagði danski háðfuglinn Storm P. En það var þó samdóma álit allra þeirra aðila sem Helgarpósturinn hafði samband við, að ekki kæmi til neinna aðgerða fyrr en í haust. ASÍ og BSRB munu leggja mikla áherslu á upplýs- ingamiðlun til félagsmanna og fundahöld til að kanna viðbrögðin. Hinn almenni launþegi er enn að átta sig á efnahagsaðgerðum ríkis- stjórnarinnar og það er hagur launþegasam- takanna að félagsmenn finni enn hastarlegar VFIRSVN Les Aspin Ronald Reagan Vilji Bandaríkjaþings mótar nú m l\ I s 1; sem starfaði undir forsæti hershöfðingjans Bent Scowcroft að því að finna aðferð til að koma MX-eldflaugunum fyrir, eftir að þingið hafði síðastliðinn vetur hafnað tillögu ríkis- stjórnarinnar um það efni. í öðru lagi vilja þingmenn að Reagan leggi drög að smíði smárra eldflauga með einum kjarnaoddi, sem komið geti í stað MX og ekki fylgi sama hætta á röskun kjarnorkujafnvæg- is og stóru eldflaugarnar hafa í för méð sér. Þriðja skilyrðið, sem þingmenn minna forset- ann á, er að skipuð verði nefnd manna úr báð- um stjórnmálaflokkum ríkisstjórninni til ráðuneytis um takmörkun kjarnorkuvopna- búnaðar, til að tryggja samhengi í stefnu, hvor flokkurinn sem halda kann um stjórnvölinn í Washington. Loks minna bréfritarar Reagan á, að hann hafi heitið því að móta á næstunni trúverðugar tillögur um fækkun karnorku- afstööuna í START-viðræðunum Bandarikjastjórn hefur breytt um stefnu í viðræðunum við Sovétríkin um takmörkun á langdrægum kjarnorkuvopnabúnaði. í stað þess að halda fast við upphaflegar tillögur í START-viðræðunum í Genf, hefur Reagan forseti heimilað formanni bandarisku samn- inganefndarinnar að leita að málamiðlunar- lausn. Sinnaskipti Reagans eru til marks um breytt valdahlutföll í Washington við stefnumótun í afvopnunarmálum. Öflug fylking þingmanna úr báðum stjórnmálaflokkum, sem er í grundvallaratriðum ósátt við hvernig stjórn Reagans hefur haldið á afvopnunarmálum til þessa, hefur tekið ráðin af forsetanum og ráð- gjöfum hans og knúið hann til að færa af- stöðu sína nær vilja þingsins, og reyndar einn- ig skoðunum þjóðarinnar samkvæmt niður- stöðum skoðanakannana. Breytt fyrirmæli til bandarísku samninga- nefndarinnar í viðræðunum við sovétmenn í Genf eru niðurstaða af samkomulagi þing- manna við Reagan fyrir hálfum mánuði, þeg- ar báðar deildir Bandaríkjaþings veittu hon- um heimild til að verja 625 milljónum dollara til að láta smíða og reynsluskjóta eldflaug af gerðinni MX. Eftir þá samþykkt sendu 19 öld- ungadeildarmenn úr Repúblíkanaflokknum flokksbróður sínum á forsetastóli bréf, þar sem settir voru fram skilmálar þeirra fyrir að samþykkja fjárveitinguna. Öldungadeildarmennirnir kveðast í bréfinu vilja gera Reagan ljóst, að samþykki þeirra við fjárveitingu til að smíði MX-eldflaugarinnar geti haldið áfram, feli alls ekki í sér að þeir séu þar með skuldbundnir til að fylgja áformi hans um að koma upp 100 eldflaugum af þess- ari gerð, sem geta borið 10 kjarnaodda hver. Aðeins sé um það að ræða, að þeir telji rétt að slíkur möguleiki sé fyrir hendi, ef kjarnorku- vígbúnaðarkapphlaup Bandaríkjanna og Sovétríkjanna haldi áfram. Betri kostur er þó að þeirra dómi, að sam- komulag takist í START-viðræðunum í Genf. Minna þingmennirnir forsetann á hverju hann hafi heitið um afstöðu samningamanna Bandaríkjanna á þeim fundum, gegn því að þeir greiddu atkvæði með fjárveitingunni til að halda áfram smíði MX. Þar er um að ræða fjögur meginatriði. r I fyrsta lagi vilja þingmennirnir, að Reagan standi við fyrirheit um að samræma fyrirmæli sín til bandarísku samningamannanna tillög- um nefndar áhrifamanna úr báðum flokkum, vopna. Bandaríkjaforseti gerði sér í fyrradag far um að sýna sem gleggst, að sér væri alvara að uppfylla skilyrði þingmanna. Hann kallaði þá og sendiherra bandamanna Bandaríkjanna til athafnar í garði Hvíta hússins, sem efnt var til samtímis því að samninganefndir Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna komu saman á ný til viðræðna í Genf eftir tveggja mánaða hlé á samningafundum. Reagan skýrði frá því, að hann hefði gefið Edward L. Rowny, formanni bandarisku samninganefndarinnar í Genf, ný fyrirmæli, sem fælu honum að taka til yfirvegunar og koma til móts við hverjar nýjar tillögur sem fram koma frá sendinefnd Sovétríkjanna og miða að því að brúa bilið milli viðræðuaðila. Þar að auki tilkynnti Reagan þá grundvallar- breytingu á afstöðu Bandaríkjanna, að af þeirra hálfu komi vel til greina að semja um hámarkstölu kjarnaodda, sem hvort stórveldi má hafa til reiðu, engu síður en tölu eldflauga. Er þar komið til móts við hugmyndir sem Andrópoff, leiðtogi sovéska kommúnista- flokksins, setti fram fyrir nokkru. Loks er Rowny heimilað að ræða hærri eldflaugatölu en 850, sem Bandaríkjastjórn hefur haldið fast við til þessa, en Ijóst var að sovétmenn myndu aldrei samþykkja. Reagan sagði berum orðum í garði Hvíta hússins, að hann gerði sér vonir um að með fyrir rýrnun kaupmáttar launa á komandi mánuðum svo meiri samstaða náist um aðför gegn bráðabirgðalögunum. Uppsögn kjarasamningsins af hálfu BSRB er fyrst og fremst hrundið í verk til þess að af- stýra sjálfkrafa framlengingu samningsins um eitt ar, en einmg tn aö vekja atnygu a launa- stöðunni. Lagalega séð er BSRB bannað að semja um vísitölu á laun en ekkert segir að samtökin geti ekki samið um önnur atriði. Þótt þingmeirihluti sé fyrir því að þing verði kallað saman í sumar, þá mun Stein- grímur Hermannsson leggja alla áherslu á það að svo verði ekki gert. I viðtali við frétta- mann sjónvarpsins s.l. miðvikudagskvöld sagði Steingrímur að það væri ófrávíkjanlegt skilyrði af sinni hálfu að samningsákvæði bráðabirgðalaganna yrði ekki breytt. Orðrétt sagði forsætisráðherra: „Ég tel ekki æskilegt að kalla þing saman. Þing mun fjalla um þetta í haust. Ég undrast ekkert að þessum aðgerðum sé mótmælt en það er útilokað fyrir launþegasamtökin að semja um svona aðgerðir. Hins vegar vil ég segja það, að eins og ástandið var orðið, þá var að mínu matiekkiumannaðaðræðafyr- ir stjórnvöld en að grípa í taumana og það var mikiu réttara að gera það þannig, að menn stæðu frammi fyrir þessum aðgerðum en ekki væri gefið undir fótinn með það að menn gætu samið um grunnkaupshækkanir sem vitanlega hefði kollvarpað þeim árangri sem að er stefnt“ Rýrnuri kaupmáttar hefur þegar sagt til sín. Enn hefur atvinnuleysisvofan ekki sýnt sig hérlendis eins og víða í Evrópu. Björn Árnórs- son, hagfræðingur í BSRB,sagði við Helgar- póstinn um hugsanlegt atvinnuleysi: „Komi til atvinnuleysis mun það fyrst birtast í þjón- ustugreinum á stærri þéttbýlissvæðum sem Reykjavík og Akureyri. Samdráttur er þegar orðinn í ferðamálum og húsgagnaverslun svo eitthvað sé nefnt. Önnur þróun væri ógerleg. íbúðaverð hefur einnig stöðvast, minna framboð er á sumarvinnu unglinga og þar fram eftir götunum. íslendingar hafa enga reynslu af atvinnuleysi eftir stríð. Það er því hæpið að spá einhverju um afleiðingar þess, en óhætt er að segja að 5-10% atvinnúleysi á áætlaða verðbólgu á árinu hefur ófyrirsjáan- iegar afleiðingar“ Við skulum vona að til þess komi ekki. þessari stefnubreytingu væri brotið blað í meðferð kjarnorkuvopnatakmarkana í Bandaríkjunum, þannig að rikisstjórn, þing og þjóð gætu verið samstiga í málinu. Ljóst- hefur verið lengi, að bæði á þingi og hieðal þjóðarinnar hefur stjórn Reagans verið tor- tryggð um að reka viðræðurnar við Sovétríkin um takmörkun kjarnorkuvopnabúnaðar ti! málamynda, meginmarkmið hennar væri að styrkja stöðu Bandaríkjanna með nýjum á- fanga í kjarnorkukapphlaupinu. Carter fyrr- um forseti sagði í Washington um síðustu helgi að allt frá dögum Eisenhowers hefðu Bandaríkjamenn verið sannfærðir um að stjórn þeirra ynni af einlægni að því að tak- marka kjarnorkuvígbúnað og draga úr hon- um, en í því strandaði á Kremlverjum. „Þessi grundvallarforsenda gildir ekki Iengur“, sagði Carter. Af hálfu demókrata hefur fulltrúadeildar- maðurinn Les Aspin gengið fram fyrir skjöldu til að koma á samkomulagi þings og stjórnar um afstöðuna í samningum við sovét- menn um takmörkun kjarnorkuvopna, og ráð til að haga svo málum að slík samstaða sé ekki undirorpin sviptingum við stjórnarskipti í Washington. Aspin er sérfróður um vígbún- aðarmál eftir embættisferil í bandaríska land- varnaráðuneytinu og mikill talsmaður víg- búnaðartakmarkana. Ýmsir flokksbræður hans tóku það óstinnt upp, þegar hann gerðist til að beita sér fyrir samkomulagi við fulltrúa Reagans um samþykki við næsta áfanga í smíði MX-eldflaugarinnar, gegn því að stjórnin breytti um afstöðu í START-viðræð- unum. Aspin gerði grein fyrir afstöðu sinni í viðtali við Washington Post. „Það sem hér er um að ræða“, sagði hann, „er ferill sem verður að halda áfram í tið margra þinga og margra rík- isstjórna". Þá skiptir mestu máli um árangur, þar sem verið er að fást við valdahóp eins og þann í Kreml, sem endurnýjar sig sjálfur, að lýðræðisríki hafi lag á að móta stefnu sem svo er rótgróin hjá þingi og þjóð, að stjórnarskipti 'breyta engum meginatriðum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.