Helgarpósturinn - 18.08.1983, Side 5

Helgarpósturinn - 18.08.1983, Side 5
< pásturínn Fimmtudagur 18. ágúst 1983 jöfnust. Allar framkvæmdir á Vellinum yrðu að taka mið af þessu. „Það verður að líta á völlinn sem staðreynd og taka mið af því að þar vinnur fólk. Aðalatriðið er að ekki séu 500 manns í vinnu einn daginn og 1500 þann næsta“. Albert K. Sanders: Dreifing verkefna á langan tíma lykil- atriði Albert K. Sanders er bæjarstjóri í Njarðvík. Því embætti hefur hann gegnt undir meiri- hlutastjórn Sjálfstæðisflokksins, sem og und- ir samstjórn Alþýðuflokks, Framsóknar og Alþýðubandalags. Sjálfur er hann sjálfstæðismaður og stuðn- ingsmaður þeirra framkvæmda er fyrir dyr- um standa á Keflavíkurflugvelli. Um fram- kvæmdir þar almennt sagði hann þó: „Það sem við höfum litið hornauga er fjármagns- flutningurinn til Reykjavikur. Hingað til hafa það aðeins verið laun starfsmanna Keflavík- urflugvallar sem hafa setið eftir. Að undan- förnu hefur þó orðið breyting á. Meðal annars hafa Aðalverktakar fest nokkurt fé í bönkum hér fyrir sunnan sem getur orðið veruleg lyfti- stöng fyrir atvinnulífið. Þeir tóku einnig þátt í sjóefnavinnslunni og til stendur að þeir láti fé í iðnþróunarsjóð. Og þetta er að mínu mati jákvæð þróun“. Um áhrif framkvæmdanna á atvinnulíf á Suðurnesjum segir Albert: „Ég er ekki viss um að þetta komi til með að auka á sam- keppni við aðrar atvinnugreinar, eins og til dæmis sjávarútveg, með tilliti til vinnuafls. Hér verður að hafa í huga að báðar þessar framkvæmdir munu taka nokkur ár og verða gerðar i áföngum. Og þó að Aðalverktakar komi líklega til með að verða höfuðfram- kvæmdaraðili í Helguvík, þá er ekki ólíklegt að ýmsum verkþáttum verði úthlutað til ann- arra verktakafyrirtækja. Varðandi flugstöð- ina þá munu Aðalverktakar líklega vinna þá þætti sem snúa að varnarliðinu. Hins vegar verður byggingin sjálf boðin út á almennum markaði innan lands sem utan. Þar verður boðið út í smærri þáttum sem bendir til þess að þetta verði að mestu í höndum íslendinga. Undir slíkum kringumstæðum er nauðsynlegt að byggingaverktakar á Suðurnesjum taki sig saman um að bjóða í þessa verkþætti. En að öðru leyti er ekkert nema gott um þessar fram- kvæmdir að segja. Helguvík mun leysa mik- inn skipulags- og mengunarvanda. Það er því ljóst að þessi verk munu stuðla að atvinnu- þróun og þróun þekkingar á Suðurnesjum. Spurningin er, hvernig staðan verði að fram- kvæmdum loknum. Við vonum að hér verði ekki sprenging í atvinnulífinu og því er dreif- ing verkefna á langan tima lykilatriði". Varðandi stefnumörkun samhliða þessum framkvæmdum segir Albert: „Reynslan hefur kennt okkur hér á Suðurnesjum að eftir að miklar framkvæmdir hafa verið hér, þá hefur komið bakslag. Undir það þarf að búa sig. Samhliða þessum framkvæmdum verður að styrkja sjávarútveginn. Hann er sú líftaug sem heldur okkur gangandi. Það má ekki einblína á þessar framkvæmdir einar og sér“. Jóhann Geirdal: Fjárstreymi meira til hersins en frá Jóhann Geirdal er kennari við grunnskól- ann í Keflavík og bæjarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins þar. Almennt um framkvæmdir hersins á Suð- urnesjum sagði Jóhann: „Ég er andvígur öllu hernaðarbrölti hér á svæðinu. Þar að auki er rétt að hafa í huga, að hin neikvæðu áhrif sem þessum framkvæmdum fylgja fyrir atvinnu- og efnahagslíf Suðurnesja skipta mun minna máli en sú hætta sem fylgir veru hersins hér. Þá á ég við herstöðina sem hlekk í þeirri ógn- vekjandi keðju sem kallast kjarnorkuvopna- uppbygging Bandaríkjanna“. Jóhann taldi að allt tal um fjárstreymi til Suðurnesja vegna framkvæmda hersins væri út í hött. „Og þegar allt er tekið inn í myndina þá tel ég að fjárstreyminu sé öfugt farið. Hér má benda á að þeir sem vinna á Vellinum eru í þjóðhagslega óarðbærum störfum. Þeirra starfsorka nýtist ekki til uppbyggingar fyrir ís- lenskt atvinnulíf. Til viðbótar má benda á að margir sem stundað hafa nám hér á Suður- nesjum hafa horfið til starfa hjá hernum að námi loknu. Hins vegar hefur kostnaðurinn við menntun þeirra lent á menntakerfi byggð- arlaganna og hinum ýmsu fyrirtækjum. Kunnátta þeirra og menntun kemur þannig byggðarlögunum hér ekki til góða. Og til að gefa nokkra mynd af ástandi mála hér, þá má nefna að 30% Njarðvíkinga vinna í heima- byggð en 40% á Keflavíkurflugvelli“. Jóhann taldi ennfremur að hér væri um markvissa stefnu stjórnvalda að ræða er mið- aði að því að auka á ósjálfstæði þessara byggðarlaga. „Tala þeirra sem vinna hjá hern- um fer síhækkandi, meðal annars vegna þess að atvinnurekstur hér stenst ekki sam- keppnina um vinnuaflið. Það er auðvitað erf- itt fyrir lítil fyrirtæki að keppa við fjársterkt herveldi. En það hefur iðulega verið álitin guðsblessun fyrir atvinnulíf Suðurnesja, i munni ókunnugra, að hafa herinn. En því fer fjarri að þetta sé rétt. Nær væri að hér þyrfti meiri fyrirgreiðslu en annars staðar á landinu vegna harðrar samkeppni. Þó er auðvitað ekkert nema eðlilegt að við fengjum að minnsta kosti að sitja við sama borð og aðrir“. Varðandi lausn á þessu máli segir Jóhann: „Hún er aðeins ein. Að Suðurnesjamenn fari að byggja sína afkomu á innlendri framleiðslu og þjónustu við hana í stað þjónustu við er- lendan her“. Guðmundur Björnsson: Fyrirtæki missa fólk upp á Völl Guðmundur Björnsson er verkfræðingur og starfrækir Verkfræðiskrifstofu Suður- nesja. Hann hefur töluvert haft með tilboð byggingarfyrirtækja á Suðurnesjum að gera, og þekkir því mæta vel aðstæður þeirra. Við spurðum Guðmund hvernig slík fyrir- tæki stæðu gagnvart varnarliðinu með tilliti til vinnuafls, „Það fer ekkert milli mála að þau standa mjög höllum fæti. Jafnvel þó að menn geti sýnt fram á það opinberlega að laun á vellinum séu hin sömu og hér niðurfrá, þá er ljóst að menn bera þar meira úr býtum. í hvaða formi það er veit ég ekki. Það gæti til dæmis verið bónus. En eitthvað hlýtur það að vera. Annars kysu menn tæplega að fara þangað í jafn ríkum mæli og raun er á“. Afleiðingar? „Framkvæmdaaðilar hér á Suðurnesjum hafa til dæmis misst mannskap á völlinn hvenær sem er og á hvaða verkstigi sem er. Hvort heldur í byrjun eða miðju verki. Og það gefur auga leið að þetta er mikið vandamál fyrir einstaklinga og fyrirtæki hér. Hér hafa til dæmis verið gerð tilboð og þeim fylgt ákveðin tímaáætlun. En þegar til átti að taka hefur stór hluti af mannskapnum verið horfinn upp á völl. Allar áætlanir um fram- vindu verksins hafa því farið úr böndum“. Varðandi möguleika fyrirtækja og verktaka á Suðurnesjum að taka þátt í þessum fram- kvæmdum segir Guðmundur: „Það er mjög háð því hvernig að málum verður staðið. Ég hef til dæmis sjálfur staðið í þeirri meiningu að flugstöðin yrði að minnsta kosti boðin út á almennum markaði. Þær framkvæmdir ættu því að geta fallið í hendur Suðurnesja- manna. Hins vegar hefur maður fundið að margir eru ákaflega smeykir hér. Þegar eru miklar framkvæmdir í gangi á vellinum og þangað leitar fólk. Og þá hafa framkvæmd- irnar við Helguvík sem og framkvæmdirnar við flugstöðina ekki verið teknar inn í dæmið. Það getur því orðið veruleg þensla í atvinnu- lífinu sem auðveldlega gæti komið niður á fyrirtækjum utan vallarins“. Lausn á vandanum? „Það versta við fram- kvæmdir á vellinum, með tilliti til vinnuafls, eru sveiflurnar. Á tímum mikilla fram- kvæmda sogast vinnuafl þangað uppeftir en þegar framkvæmdir minnka kemur fólkið niðureftir. Og hér hafa menn aðallega verið með tvenns konar hugmyndir að lausn. Ann- ars vegar að opna völlinn í framkvæmdalegu tilliti og gera þannig öllum fyrirtækjum kleift að bjóða í verk. Hins vegar að setja vellinum skorður með vinnuafl. Setja sem sagt ákveðið hámark og ákveðið lágmark. Sjálfur er ég fylgjandi siðari kostinum og tel hann knýja á um stöðugleika. Framkvæmdir þar myndu þannig markast af því vinnuafli sem þeim væri heimilt að taka í sína þjónustu“. Ólafur Björnsson: Suöurnesjamenn blóðmjólkaöir Ólafur Bjömsson útgerðarmaður hefur starfað að sveitarstjórnarmálum í áraraðir sem bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Keflavík. Hann hefur einnig setið á Alþingi sem vara- þingmaður. Ólafur er því flestum hnútum kunnugur í atvinnu- og stjórnmálalífi Suður- nesja. Það má til dæmis benda á að Aðalverktak- ar hafa ekki byggt svo mikið sem náðhús í byggðarlögunum hér. Hins vegar hafa þeir byggt þetta Watergate, eða hvað þið nú kallið það, uppiá Ártúnshöfða. Það sama er uppiá teningnum varðandi olíufélögin og Flugleiðir. Öll þessi fyrirtæki mjólka þetta svæði. Þar að auki búa flestir hátekjumenn á Vellinum utan Suðurnesja og þannig hverfa útsvarstekjurnar líka inneftir. En það er að mínu áliti fyrir neð- an allar hellur að þessum fjármunum sé varið til annarra hluta en að byggja hér upp varan- leg atvinnufyrirtæki". Aðspurður sagði Ólafur að þeim rökum væri iðulega beitt að Suðurnesjamenn hefðu völlinn „og það væri nóg“, þegar þeir reyndu að sækja um lán úr hinum ýmsu sjóðum. „Það er til dæmis búið að flytja útgerðina út um allt land í nafni byggðastefnunnar á kostnað Suðurnesja. Núna er til dæmis verið að flytja fé úr gengismunarsjóði til fyrir- hyggjulausra manna. En hér hefur þetta birst í síminnkandi þorskafla og fækkun útgerðar- fyrirtækja. 1982 var þorskaflinn til dæmis þrjúþúsund tonnum minni en hann var 1973. Á sama tíma hefur hann aukist alls staðar annars staðar. Það er staðreynd að Suður- nesjamenn eru nánast með öllu útilokaðir frá hvers konar sjóðum og lánastofnunum. Samt sem áður renna fjármunir vegna fram- kvæmda varnarliðsins beint til Reykjavíkur". Ólafur taldi fullvíst að þessi tilhögun yrði nokkuð í sama farvegi og áður. Hins vegar taldi hann það til bóta að þær myndu skapa atvinnu, og benti jafnframt á að á Suðurnesj- um væru verktakafyrirtæki sem auðveldlega gætu unnið ýmis verk í tengslum við komandi framkvæmdir. Fyrirtæki sem hafi til dæmis unnið við Sigöldu. „Nú og svo geta skipa- smiðirnir liklega soðið saman tanka í stað skipsskrokka. En líklega fer þetta allt í hend- urnar á Aðalverktökum“. Taldi hann og að væntanlegar framkvæmd- ir myndu síst auka fjárstreymi til Suðurnesja. Og þaðan af síður auka aðgang Suðurnesja- manna að sjóðakerfi landsmanna. Svæðið yrði blóðmjólkað sem áður. EPS/GB Sólskinsvika í Þýskalandi 25/8-1/9 Stutt fjölskylduferð í sérflokki Þú flýgur í beinu þægilegu flugi til Frankfurt þar sem bílaleigubíllinn bíður á flugvellinum. Ekið er síðan til sumarhúsanna f Daun þar sem dvalist verður I næstu 8 dagana í góðu yfirlæti. Þar er hægt að gera ýmislegt sér til gamans, eins og að fara í sund, tennis, billard, mini-golf, tefla á útitafli, borða góðan mat eða bara baka sig í sólinni. Ekki er það til að spilla ánægjunni að stuttur akstur er til þorpanna við Mósel og Saar, þar sem alltaf er eitthvað um að vera á þessum tíma árs. Heim er síðan farið frá Luxemborg þar sem bílnum er skilað á 8. degi en möguleiki er að stoppa þar I nokkra daga að ósk hvers og eins. Hverjum farseðli fylgir gott vegakort af Þýskalandi. Verð: 2 í íbúð 3 í íbúð 4 í Ibúð/húsi 5 í húsi kr. 12.800.- kr. 12.000.- kr. 11.300.- kr. 10.700.- Börn 2-11 ára fá kr. 3600.- f afslátt.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.