Helgarpósturinn - 18.08.1983, Side 6

Helgarpósturinn - 18.08.1983, Side 6
6 íslenskur iðnaður: Enginn grátur Iðnsýningin ’83 verður opnuð í Laugardals- höll á föstudag. Sýningin er haldin í tilefni 50 ára afmælis Félags íslenskra iðnrekenda og er hún sú viðamesta, sem hefur verið haldin hér til þessa. Á annað hundrað íslensk iðnfyrir- tæki munu sýna þar framleiðslu sína og hvers þau eru megnug. Iðnsýningin kemur á einkar heppilegum tíma því að íslenskur iðnaður stendur nú á tímamótum. Á dögunum bárust þær fréttir að tilteknar innlendar iðnaðarvörur hefðu hækkað minna í verði að undanförnu en sam- svarandi innfluttar vörur. Jlír íslenskur iðnaður þá eitthvað farinn að braggast? Olafur Davíðsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrekenda telur að svo sé: „Samkeppnisstaða iðnaðarins gagnvart inn- flutningi og staða hans á erlendum markaði, hefur batnað verulega frá þvi um eða eftir mitt ár í fyrra“, segir hann. Staða iðnaðarins versnaði frá árinu 1981 og fram á mitt síðasta ár, en þá tók hann stefn- una upp á við vegna gengislækkana og annarra efnahagsaðgerða, sem hafa miðað að því að draga úr innlendum kostnaði, m.a. vegna launahækkana. Fyrir hálfum mánuði skeði fáheyrður at- burður í Moskvu. Erlendum fréttamönnum barst í hendur eintak af trúnaðarskjali, sem lagt hafði verið fram á fundi áhrifamanna í embættiskerfum flokks og ríkis. Þetta var út- tekt hagfræðinga í iðnaðar- og vísindamið- stöðinni Novosibrisk á stjórnkerfi Sovétríkj- anna. Var þar sýnt fram á, hvílíkur fjötur um fót framfara í hagkerfi landsins felst í stjórn- kerfinu sem Kommúnistaflokkur Sovétríkj- anna notar til að tryggja yfirráð sín á öllum sviðum þjóðlífsins. Ov fvægin gagnrýni hagfræðinganna í Novos- ibrisk á undirstöðuatriðum miðstýringarinn- ar í sovésku þjóðfélagi, hafði verið lögð fram í 70 tölusettum eintökum á fundi í apríl, þar sem saman voru komnir fulltrúar sovésku vís- indaakademíunnar, hagstjórnarsveitar Kommúnistaflokks Sovétríkjanna og yfir- Júrí Andrópoff Áætlunarbúskapur á leið að kyrkja sjálfan sig stjórnar áætlunarbúskaparins, Gosplan. Ekki er á annarra færi í Sovétríkjunum en þeirra sem mikið eiga undir sér, að koma slíku skjali á framfæri við erlenda fréttamenn. Að- gangur að ljósritunarvélum er undir óhemju sterku eftirliti þar í landi og heyrir til mestu forréttinda. Eftir fundahöld í miðstjórn Kommúnista- flokks Sovétríkjanna i þessari viku, þykir sýnt, hverjir það voru sem létu bandarískum fréttamönnum í té skjalið frá Novosibrisk. Sömuleiðis hvað fyrir þeim vakti. Á mánudaginn flutti Júrí Andrópoff flokksforingi ræðu á miðstjórnarfundi, þar sem hann í öðru orðinu kvað upp áfellisdóm yfir ástandinu í sovésku atvinnulífi og hag- stjórn, en í hinu orðinu fullvissaði hann mið- stjórnarmenn um að farið yrði að öllu með gát í stjórnkerfisbreytingum og forðasi að hagga við slíkum snillingum og saman væru komnir á þessum miðstjórnarfundi. í fyrradag var svo bætt um betur. Nikolas Babaikoff, sá sem Andrópoff hefur sett yfir Gosplan, hélt fund með fréttamönnum í Moskvu að miðstjórnarfundinum loknum. Þar lagði hann megináherslu á, að ráðstafanir til að bæta úr vanköntum á sovésku atvinnu- lífi og hagstjórn fælu síður en svo í sér, að frá- hvarf frá miðstýrðum áætlunarbúskap kæmi til greina. Þvert á móti kvað Babaikoff Kommúnistaflokk Sovétríkjanna skuldbund- inn til að efla miðstýringu atvinnulífsins. ICommúnistaflokkurinn einsetur sér sem sagt að hlúa að meininu, sem að dómi hag- fræðinganna í Novosibrisk veldur kyrkingi í sovésku atvinnulífi. Af því sem komið hefur fram um miðstjórnarfundinn þykir ljóst, að uppljóstrun leyniskýrslunnar frá Novosibrisk sé verk íhaldsaflanna í sovésku flokksforust- unni, sem með því að koma plagginu á fram- Fimmtudagur 18. ágúst 1983 hfelgai----1 zpðsturinn Þessi batnandi staða á við um iðnaðinn almennt, en hitt er svo annað mál að verulegur samdráttur í kaupmætti, eins og hefur orðið á þessu ári, kemur misjafnlega niður á iðn- greinum, en einkum er þó talið að hann bitni á þeim, sem framleiða svokallaða varanlega vöru, eins og húsgögn. Einnig hefur erfið staða útgerðarinnar líka áhrif á fyrirtæki, sem framleiða vörur fyrir sjávarútveginn. Erkifjandi iðnaðarins, svo og annarra atvinnuvega er sem fyrr verðbólgan. Hún rauk upp úr öllu valdi á fyrri hluta ársins og því gátu fyrirtækin ekki nýtt sér batnandi samkeppnisstöðu sem skyldi, þar sem þau réðu ekki við að fjármagna verðbólguna. Síðustu verðbólguspár benda þó til þess að þar séu hlutirnir á réttri leið. egar litið er hins vegar til lengri tíma, kreppir helst að í fjárhagslegri uppbyggingu fyrirtækjanna. Félag íslenskra iðnrekenda hefur lagt áherslu á að sköpuð verði skilyrði til þess að fyrirtækin geti byggt sig meira upp sjálf, þ.e. að þau geti staðið undir fjárfesting- um af eigin rammleik. Til þess að þetta megi verða, verður að breyta skattlagningu fyrir- tækja á þann hátt að skattalögin örvi menn til að leggja fé í atvinnurekstur. þannig að hann geti eignast stærri hlutdeild í markaðinum. En allar framkvæmdar í skattamálum iðnaðarins og annarra atvinnuvega eru dæmdar til að mistakast ef ekki tekst að ráða niðurlögum veðbólgunnar. Jafnvægi kemst ekki á fyrr en sá draugur hefur verið kveðinn í kútinn. „Við verðum að stemma stigu við þessum eilífu sveiflum í þjóðfélaginu og ná meira jafnvægi ög kyrrð yfir vötnin, annars gefast menn jafnóðum upp“, segir Sverrir Her- mannsson iðnaðarráðherra. Ef þær opðinberu aðgerðir sem talað er um til styrktar og eflingar iðnaðarins verða að veruleika og ef verðbólgan lækkar jafnframt eins og stefnt er að, eru möguleikar á því að íslenskur iðnvarningur verði fluttur út í veru- legum mæli á komandi árum. En útflutnings- starfsemi tekur tíma og kostar töluverða þrautseigju, en þá þrautseigju hafa menn ekki þegar þeir berjast við verðbólguna frá degi til dags og öll orka þeirra fer í að halda sér á floti. En það er mikill hugur i iðnrekendum og eins og aðrir bíða þeir eftir því hver framvind- an verður eftir aðgerðir ríkisstjórnarinnar í sumar. í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar segir að meðal þeirra leiða sem verði farnar til að bæta starfsskilyrði iðnaðarins séu bætt skil- yrði til eiginfjármyndunar, greiðari aðgangur að rekstrarlánum og fjármagni til fjárfesting- ar og endurbætur í skatta- og tollamálum. Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra segir að breytingar á löggjöf um arðgjöf, hlutafjár- eign og skattlagningu arðgjafar verði að auka fjárfestingar almennings í atvinnurekstrinum og að framkvæmdir og fjárfestingar í fram- tíðinni hljóti að beinast til iðnaðarins. Sverrir segir ennfremur að islenskum iðnaði verði best gerður greiði með því að opna augu almennings fyrir því að hann er fullkomlega samkeppnisfær við erlendan innflutning Einkunnarorð iðnsýningarinnar í Laugar- dalshöllinni eru „íslensk framtíð á iðnaði byggð“, segir Ólafur Davíðsson að iðnrekend- ur séu sannfærðir um að svo sé. „Þetta er meira en slagorð", sagir hann. „Við vitum að lífskjör okkar byggjast á því að við getum framleitt vörur, sem við annað hvort flytjum úr landi eða sem geta keppt við inn- fluttar vörur. Ef við ætlum að búa áfram við þessi lífskjör eða auka þau, verðum við að’ auka framleiðslu okkar sem annað hvort skapar eða sparar gjaldeyri. Við höldum að það séu gild efnahagsleg rök fyrir að segja þetta“, segir Ólafur Davíðsson. 1IMIML.EIMO VFIRSVINI ERLEND færi við erlenda fréttamenn vilji girða fyrir að hugmyndirnar sem þar er að finna nái að hafa áhrif á stefnumótun sovésku flokksforust- unnar. Ljóst hefur verið frá því Júrí Andrópoff tók við forustu fyrir Kommúnistaflokki Sov- étríkjanna, að hann hefur sett sér það megin- markmið að ráða bót á ófremdarástandinu sem ríkir í sovésku atvinnulífi og lýsir sér í þrálátum skorti á nauðsynjum, sóun verð- mæta, þverrandi hagvexti og svartamarkaðs- braski. Þetta viðfangsefni hefur verið megin- inntak í ræðum hans. En jafnframt er greini- legt, að flokksforinginn hyggst láta sér að kenningu verða reynslu fyrirrennara sinna, sem máttu horfa upp á að valdakerfi flokksins gerði umbótaáform þeirra að engu. Niðurstaðan hefur orðið sú hjá Andrópoff, að setja fram áætlun um takmarkaða tilraun með nýbreytni, sem felur í sér aukið vald stjórnenda og starfsmanna fyrirtækja yfir starfsemi þeirra, en boða jafnframt yfirgrips- mikla herferð til að koma hörðum aga yfir ó- breyttan vinnulýð. í síðasta mánuði voru kunngerð áform um „hagstjórnartilraun“ í fyrirtækjum sem lúta alríkisráðuneytum þungaiðnaðar, flutninga- tækjaiðnaðar og raftækniiðnaðar, svo og matvælaiðnaðarráðuneytinu í Úkraínu, Iétt- iðnaðarráðuneytinu í Hvita-Rússlandi og smáiðnarðarráðuneytinu í Litháen. Fyrirtæki í þessum greinum eru leyst undan miðstýr- ingarreglum varðandi umbun til starfsmanna fyrir góða frammistöðu, upptöku tæknibún- aðar til að spara vinnuafi og fjárfestingu á- góða í framleiðslunni. I þessum mánuði var svo gefin út í Moskvu tilskipun um vinnuaga, sem nær til landsins alls. Þar eru boðuð hörð viðurlög við slæp- ingshætti og drykkjuskap, þannig að vald stjórnenda fyrirtækja yfir starfsliðinu er auk- ið stórlega. Hver sá verkamaður, sem er fjar- verandi án gildrár ástæðu, skal fyrirgera or- lofsdegi fyrir fjarvistardag. Þriggja stunda fjarvist reiknast heill fjarvistardagur. Sl'æp- ingja og drykkfellda verkamenn má færa nið- ur um launaflokka í þrjá mánuði; og þann tíma er þeim óheimilt að segja upp starfi. Brottrekstur þegar í stað liggur við drykkju á vinnustað, og spjöll sem verkamenn valda í öl- æði skulu þeir bæta að fullu. Þeir verkamenn, sem með kæruleysi eða vanrækslu valda fram- leiðslutapi, skulu hýrudregnir um þriðjung þann mánuðinn. unginn af hertri stjórn Andrópoffs bitnar því á hinum óbreytta ívan á sovéskum vinnu- stöðum, en tekið er með silkihönskum á stjórnkerfinu. En einmitt í því er að finna dragbítinn á efnahagslegar framfarir, segja hagfræðingarnir í Novosibrisk í úttekt sinni. Sovéskt hagkerfi er að þeirra dómi þjakað af miðstýringu, sem hindrar vöxt þess og við- gang. Umbótaáform, sem ekki taka tillit til þess að ýmsar viðteknar hugmyndafræðilegar forsendur eru orðnar úreltar og að engu haf- andi, eru dæmd til að mistakast. Sérstaka áherslu leggja hagfræðingarnir í Novosibrisk á að ekki megi loka augunum fyrir að endurskipulagning atvinnulífsins, til að gera það afkastameira og skilvirkara, hljóti að koma við hagsmuni tiltekinna þjóðfélags- hópa, þannig að þeir snúist öndverðir við breytingum. Sérstaklega benda hagfræðing- arnir á tvöfalt skriffinnskukerfi flokks og rík- is. Sumir embættismenn óttast umbætur, vegna þess að þá skortir menntun til að takast á við aukin og erfið verkefni. Þeir óttast því breytingar, enda þótt þær færðu þeim aukna ábyrgð og umbun. Annar hópur situr eins og málum er nú háttað í þægilegum stöðum, þar sem verkefni eru lítt skilgreind og jafnvel ófinnanleg. Þessir embættismenn vita, að stjórnkerfisbreyting yrði til þess að vel launaðar stöður þeirra yrðu lagðar niður. Og ekki spá hagfræðingarnir miklum á- rangri af hertum vinnuaga án kerfisbreyting- ar. Slíkt bjástur dregur úr framleiðni, þegar á heildina er litið, vegna þess að koma þarf upp nýjum eftirlitsstofnunum til að fylgja agan- um eftir, og við það fjölgar enn í yfirbyggingu sem ekki framleiðir neitt.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.