Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 18.08.1983, Qupperneq 7

Helgarpósturinn - 18.08.1983, Qupperneq 7
Fríður og föngulegur hópur, aðstandendur My Fair Lady hjá Leikfélagi Akureyrar. Ragnheiður Steindórsdóttir er efst til hægri. „Nú er ég orðin norðanmaður“ — segir Ragnheiöur Steindórsdóttir sem leik- ur Elísu í My Fair Lady hjá L.A. „Fyndið, átakanlegt og hjartnæmt“ segir Oddur Björnsson um nýjasta verkið sitt Leikfélag Akureyrar er ekki vant því að ráðast á garðinn þar sem hann er lcegstur. Nýlega hófust cefingar á einum vinsœl- asta söngleik síðari tíma, My Fair Lady, eftir þá kumpána Lerner og Loewe. Ragnheiður Steindórsdóttir leikur annað aðalhlutverkið, hana Elísu litlu. „Lísa? Hun er blómasölustúlka í lægstu þrepum mannfélagsstigans og talar í samræmi við þaðþ segir Ragnheiður, þegar hún er spurð hver hún sé þessi Elísa. Leikurinn gerist í Lundúnum og þar einkennast lægstu þrepin af framburði þeim sem kallaður hefur verið cockney, en... „Lísa verður á vegi málvísinda- manns, prófessors Higgins, og hún býður honum vinnu við að kenna sér almennilegt mál vegna þess að hana langar til að vera fín dama og selja blóm í búð, en ekki úti á götu,“ heldur Ragnheiður áfram. Þá fara hjólin að snúast og að sjálfsögðu kemur ástin í spilið. — Verður þetta skemmtileg sýn- ing? „Já, ég trúi ekki öðru. Tónlistin er alveg yndisleg og ég held að margir munu kannast við lögin og geti farið syngjandi heim“ Ragnheiður var nýlega fastráðin til Þjóðleikhússins en hefur verið lánuð norður til að taka þátt í tveim sýningum, því um áramót mun hún leika Steinunni í Galdra-Lofti. En hvernig skyldi henni líka að vinna norðan fjalla? „Við erum tiltölulega nýbyrjuð, en mér líst vel á það sem komið er. Mér sýnist þetta vera gott og skemmtilegt fólký segir hún. Aftur á móti var Ragnheiður óhress með veðrið í upphafi vik-- unnar. Hann var nefnilega farinn að rigna og kólna. — Sumir mundu segja að norðanmenn ættu það inni... „Nú er ég orðin norðanmaður!* Leikstjóri My Fair Lady er Þór- hildur Þorleifsdóttir, og auk Ragn- heiðar eru í helstu hlutverkum þau Arnar Jónsson, Marinó Þorsteins- son, Þráinn Karlsson, Gestur E. Jónasson. Jón Þórisson gerir leik- mynd, Una Collins búninga og Viðar Garðarsson hannar lýsingu. Roar Kvam stjórnar tónlistinni, sem leikin er af hljómsveit Tón- listarskólans og auk leikaranna syngja félagar úr Passíukórnum. Miklar framkvæmdir eru nú í leikhúsi Akureyringa, því verið er að byggja hljómsveitargryfju og laga sal uppi á lofti, til bóta fyrir leikara og gesti. „Mér þykir þessi framsýni for- ráðamanna bæjarins lofsverð;* seg- ir Ragnheiður. Vonandi taka Akureyringar und- ir og fjölmenna í leikhúsið. Hvað gerist þegar frægur pólskur píanóleikari kemur til íslands og heldur hljómleika? La creme de la creme (eins og ungfrú Brodie segir) heldur honum veislu með tilheyrandi samkvœmisleikjum, í þessu til- viki eru það fín hjón. Oddur Björnsson hefur skrif- að leikrit um þetta og nefnir það Eftir konsertinn. „Leikurinn gerist fyrst og fremst fyrir og eftir samkvæmið og snýst um uppgjörgestgjafanna. Þar kem- ur boðflenna við sögu, líflæknir frúarinnarý segir Oddur, þegar hann er spurður um efni verksins. Líflæknirinn er gamall vinur og skólabróðir mannsins, en maður- inn heldur að hann haldi við kon- una sína, og vill Oddur ekkert stað- festa í þeim efnum, heldur láta áhorfendum eftir að komast að hinu sanna í málinu. — Hvernig tónn er í verkinu? „Það flokkast hvorki undir harmleik né skopleik, nema hvort- tveggja sé. Ég geri mér vonir um að það sé fyndið, átakanlegt og hjart- næmt“ Oddur er sjálfur leikstjóri stykkisins, sem verður frumsýnt í október, og aðspurður telur hann það bæði kost og ókost. Kost að því leytinu til, að ef eitthvað fer úr- skeiðis, þá skrifast það alfarið á hans reikning, en „ókosturinn er sá að fjögur augu sjá betur en tvö. Maður er oft of nálægt verkinu og það myndast meira perspektív með því að vinna með öðrumý segir Oddur. Hann bætir því þó við að leikritið sé ekki alveg nýtt og því ætti hann að geta séð það úr góðri fjarlægð. Helstu hlutverkin eru í höndum Helga Skúlasonar, Helgu Bach- mann, Erlings Gíslasonar, Guð- bjargar Þorbjarnardóttur, og svo huldumanns sem fer með hlutverk Pólakkans. Sá mun vera hávaxinn og tala pólsku. Æfingar liggja niðri yfir há- sumarið, en Oddur situr þó ekki auðum höndum. Hann er nefnilega að skrifa tvö önnur verk, farsa fyrir svið (og neitar að segja meira) og útvarpsleikritið Söngur nætur- drottningarinnar. „Það er hálfgerður þriller" segir Oddur. Og persónurnar eru ekki af verri endanum, sjálf næturdrottn- ingin úr Töfraflautunni, Pamínó og Pamína, svo og vondur rithöfundur sem stóð í ástarsambandi við næturdrottninguna. Kannski kemur meira seinna. Oddur Björnsson setur upp eigið leikrit, Eftir konsertinn, í Þjóð- leikhúsinu í haust: uppgjör hjóna. Fjör og orka í metró Stúdentaleikhúsið: Elskendurnir i metró. Höfundur: Jean Tardieu. Leikstjóri: Andre's Sigurvinsson. Þýðandi: Böðvar Guðmundsson. Leikhljóð: Kjartan Olafsson. Lýsing: Lárus Björnsson ogEgillArna- son. Leikmynd: Karl Aspelund o.jl. Leikendur: Svanhildur Óskarsdóttir, Þorvaldur Þorsteinsson, Hafliði Helga- son, Magnús Hákonarson, Erla Há- konardóttir, Ingileif Thorlacius, Hans Gústafsson, Erla R. Harðardóttir, Guðjón Sigvaldason, Rósa M. Guðna- dóttir, Magnús Loftsson, Einar Már Sigurðsson, Bylgja Scheving Stefán fónsson, ÞóraL. Pétursdóttir, ArnaM. Gunnarsdóttir, Halldór Olafsson, Þröstur Guðbjartsson, Ingibjörg Björnsdóttir. í síðustu frumsýningu sumars- ins sem aldrei kom, ber Stúdenta- leikhúsið niður ekki allfjarri þar sem legið hefur rauði þráðurinn í starfsemi þess, í absurdleikhús- inu. Jean Tardieu er i hópi þeirra Parísarmanna sem um miðbik aldarinnar skóku leikhúsheiminn hvar fremstir í flokki voru Beckett og Ionesco. Elskendurnir í metró gerist á neðanjarðarlestarstöð — metró. Áhorfendur eru í stöðu manns sem situr og bíður, virðir fyrir sér mannþröngina sem streymir hjá og festir augun af og til á einstöku fólki og atvikum sem henda hér og hvar um stöðina. Þessi atvik eru að sjálfsögðu án innþyrðis tengsla, ein og sér geta þau flest hver verið fyllilega raunsæ hvers- dagsatvik og eiga sér sjálfsagt röklegt samhengi gagnvart per- sónunum sem um ræðir, en ekki gagnvart áhorfanda sem aðeins sér brot úr lengri atvikaröð. Séð undir slíku sjónarhorni verða eðlilegustu athafnir að fáránleg- um uppátækjum. Ég hef oft áður minnst á það í umfjöllun um Stúdentaleikhúsið hve sviðsetjurum verka þar hafi vel tekist að nýta sér þennan ann- ars kaldranalega sal. 1 þessari sýn- ingu tókst Andrési Sigurvinssyni að slá aðra út í frumlegri notkun leikrýmisins. Fyrir hlé var bók- staflega leikið þvers og kruss um allan salinn og fyrir utan hann einnig, á stéttinni fyrir sunnan salinn að ógleymdu anddyrinu sem notað var mjög skemmtilega áður en sýningin hófst. Elskendurnir í metró ber undir- titilinn gamanballett án dans og tónlistar. Þessi undirtitill er alls ekki út í hött því bygging þessa verks fninnir um margt á tónverk eða ballett. Sýningin er mann- mörg en engar persónur koma fram lengur en stutt augnablik önnur en þau tvö — elskendurnir. Þau koma fram aftur og aftur, eru einskonar stef sem við þekkjum aftur og aftur í marghljóma fólks- iðunni sem streymir hjá eða aðal- persónur í ballett sem taka sig stundum útúr hópnum og dansa ein sér en hverfa síðan aftur í hóp- inn og samlagast honum. í þessu verki er gert töluvert af því að reyna á þolrif tungumáls- ins. Eru farnar til þess ýmsar leið- ir svo sem úrfellingar, settar eru inn tölur fyrir orð eða búið til hreint bullmál. Margt af þessu virkar ágætlega vel og fæ ég ekki betur séð en að þýðingin sé vel unnið verk. Andrés Sigurvinsson hefur oft áðui sýnt það að honum er vel lagið að vinna með ungum áhuga- leikurum. Eins og að framan greinir er hér um mannmargt leik- rit að ræða og eru mörg einstök atvik mjög vel gerð bæði frá hendi leikstjóra og leikara. Hinsvegar geldur verkið þess að æfingatími þess er skammur og fannst mér sýningin ekki ná að tengjast í nógu samfellda heild, nokkuð skorta á að hún nái réttu tempói. Sýningin var samt sem áður full af fjöri og leikrænni orku sem streymdi frá leikendum. Ekki er á- stæða að tíunda afrek einstakra leikenda utan hvað elskendurnir sjálfir, Svanhildur Óskarsdóttir og Þorvaldur Þorsteinsson, skil- uðu hlutverkum með glæsibrag. í umbúnað þessarar sýningar var meira lagt en flestar aðrar sýn- ingar stúdentaleikhússins og stjórnaði Karl Aspelund því verki sem vann vel með sýningunni. Elskendurnir i metró er viða- mesta sýning Stúdentaleikhússins í sumar, mjög vel heppnaður endasprettur í þessari lotu, þar sem koma skýrt fram helstu kostir þessa leikhúss en gallarnir eru kannski einnig meira áberandi. Helstu kostir Stúdentaleikhússins hafa verið frumleiki i sviðsetning- um, takamarkalaus leikgleði og kraftur, óttaleysi við að reyna eitt- hvað nýtt í hverri sýningu. Gall- arnir hafa öðru fremur verið skammur æfingatími og nokkur skortur á samhæfingu auk þess sem þjálfunarleysi leikaranna hef- ur stundum komið að sök, en stundum hefur það einnig sett á- kveðinn sjarma yfir sýningarnar. Þegar allt kemur til alls hefur Stúdentaleikhúsið verið kærkom- in nýjung í leiklistarlífi höfuð- borgarinnar og er vonandi að ein- hverskonar framhald verði á þess- ari líflegu starfsemi. G.Ast.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.