Helgarpósturinn - 18.08.1983, Side 9

Helgarpósturinn - 18.08.1983, Side 9
.. /■.. v .» i3f*p£ irinn Firrimtudagur 18. ágúst 1983 .i.nv/i -i Einingar reiðhjólsins Hallsteinn Sigurðsson sýnir á Kjarvalsstöðum Fönsun og Vís- un. Samkvæmt því rímar hann saman járn. Hann hefur líka gert mynd af Adam og Evu úr áli. Hann fæst því við sköpun nýs málmkyns. Þarna er líka myndin Ris og er úr plötujárni. Allar myndir Hallsteins Sig- urðssonar fjalla um það vanda- mál að standa, rísa eða falla. En kannski ættu þær heldur að hanga? Myndirnar bera" vanda- málin með sér: hvers eðlis er ég, annars en þess að vera aðeins bygging? Ókyrrðin skín út úr þeim og frumvandamál högg- myndarinnar: hvar er þyngdar- punkturinn? Einhverra hluta vegna held ég að þær ættu allar að vera lág- myndir og liggja utan á vegg. En myndirnar eru mér ósammála, og til að mynda stendur myndin Ris á öðrum fæti. Af öðrum fæti æti- ar hún að rísa eða hefja sig til flugs eða kannski hanga í lausu lofti. Við íslendingar höfum ekki eignast marga listamenn sem hafa unnið í anda byggingarstílsins (konstruktivismans). Kringum árið 1965 kom hann aftur fram á sjónarsviðið í evrópskri list. Mig minnir að Nútímalistasafnið í Stokkhólmi hafi látið endur- byggja byggingarmynd Tatlins í anda Þriðja Internationalsins og sýningarsalur Fischers í London fylltist af verkum rússneskra byggingarlistamanna og var hægt að kaupa þau verk fyrir tiltölulega lágt verð þá, þótt nú hafi verðið rokið upp úr öllu valdi. Auðvelt var að koma verkunum frá Sovét- ríkjunum, enda litið á þau þar sem hvert annað drasl. Sýningar- salir vesturlanda fylltust síðan af þessu skrani sem hækkaði stöðugt i verði uns offramboð varð og listaverkin hurfu úr sýningarsöl- unum. Oft hefur mig furðað að ekkert skuli vera til af erlendri list hér- lendis. Eftir stríð var hægt að fá erlend listaverk fyrir fremur Iítið fé og margir íslendingar með mik- ið fé handa á milli, sem hefði mátt nota til listaverkakaupa, og þá ekki aðeins peningamenn sem kaupa aðeins í magann, heldur líka menningarmenn og lista- menn sem kaupa andlegt fóður. Engum hefur samt dottið í hug að kaupa erlenda list og segir það ýmislegt um hið andlega ástand okkar. Það er jafn talandi dæmi og minningarbækur listamann- anna. Eftir þeim að dæma hafa þeir ekki verið í tengslum við and- legar hræringar á meginlandinu þótt þeir ættu heima í borgum þar sem allt iðaði af listalífi. Til að mynda virðist myndlistarlíf fútúr- istanna ítölsku í Mílanó hafa farið algerlega fram hjá Eggert Stefáns- syni. Finnur Jónsson virðist vera eini íslenski listamaðurinn sem var erlendis í tengslum við menn- ingaröfl og stefnur meginlands- ins. Líklega hefur Hallsteinn orðið fyrir ríkum áhrifum frá þeirri byggingar- og formstefnu sem fór að gæta á ný eftir 1965, bæði á sviði myndlistar og bókmennta. Slíkar stefnur hyggja fremur að formi eða gerð verksins, byggingu þess en til að mynda innihaldinu. Sú var skoðun Jacobsons að inni- haldið fyndist aðeins með því að gerðin hefði verið athuguð áður. Formstefnumennirnir sovésku lentu því í andstöðu við hið póli- tíska vald sem áleit að efnið eða boðskapurinn eða áróðursgildi verksins skipti höfuðmáli en formrannsóknir væru innantóm- ar. Stefna menningarinnar hefur farið í þveröfuga átt við listvilja og pólitískan vilja andstæðinga formstefnunnar. í málvísindum, listum, tónlist hefur verið stund- uð þrotlaus formleit og format- hugun. Við búum i formathugun- arþjóðfélögum. Og byggingar- stefnan hefur leitt af sér hug- myndir um hið „opna þjóðfélag“ Poppers, hið opna bókmennta- verk Umberto Ecos, að ógleymdu „hinu opna !jóði“ og hinni opnu „Ókyrrðin skín út úr þeim og frumvandamál höggmyndar- innar! hvar er þyngdarpunktur- inn”? segir Guðbergur Bergsson m.a. um höggmyndir Hallsteins Sigurðssonar. markaðsstefnu vesturlandaþjóð- félaganna. En Hallsteinn hefur líka orðið fyrir ríkum áhrifum frá íslenskri myndlist. Ef litið er inn á sýningu verka í eigu Reykjavíkurborgar sem er líka að Kjarvalsstöðum sést samhengið, tengsl högg- mynda hans við hina íslensku ab- straktlist og góð dæmi um það samhengi eru málverk Hafsteins Austmanns og Karls Kvarans þarna á sýningunni og getur hver sem er borið málverkin saman við höggmyndirnar fyrir utan. Myndin við innganginn á Kjar- valsstöðum er frábært dæmi um vinnubrögð formstefnumanns, hún líkist reiðhjóli sem einhver hefur fleygt frá sér og form þess hafa leyst upp í hjólhlutana. Höggmyndin er eins konar minn- ismerki um reiðhjólið, í síðkúb- iskum stíl. Formstefnan er tíðum þjóðfé- lagslegri en þjóðfélagshugsun til að mynda stjórnmálamannsins sem beitir hugsun sinni í ákveðn- um tilgangi. Höggmyndir Hall- steins bera vott um félagshugsun og í eðli sínu eru þær þjóðfélags- legar. Við Islendingar erum opið samfélag forma í þjóðfélagsmynd sem veit ekki hvort hún á að fljúga, standa á öðrum fæti, halda jafnvægi, vera hölt eða klessa sér á jörðina. Vegna tengsla höggmynda Hallsteins við hið íslenska óhlut- bundna málverk, sem er hvað ytri gerð áhrærir lituð form á litfleti, finnst mér að þau ættu að taka á- kvörðun: verða að lágmyndum og hafa á bak við sig litaðan vegg. En auðvitað er það þjóðfélagið sem tekur ákvörðun um stöðu sína og listanna. Berið síðan saman stöðu myndarinnar Ris og það hvernig veran stendur á öðrum fæti i höggmynd Helga Gíslasonar, inni á sýningunni á Kjarvalsstöðum, og hugsið síðan um stöðu hins ís- lenska þjóðfélags og hina ein- fættu framgöngu okkar við það að rísa og hefja okkur til flugs út í óvissu tímans. Jónssyni. Við höfum talað við manninn. Var hann ekki lögga? 11.05 Ég man þá tíð. Hermann Ragnar Stefánsson og gömlu góðu lögin. Ekki er hann orðinn gamall, eins og ég? 11.35 Sumarkveðja frá Stokkhólmi. Hafa Sviarnir svo sumar ofan á allt saman? Oj bara. Jakob S. Jónsson segir frá. 14.30 Á frívaktínnl. Margrét Guðmunds- dóttir sér um sjómannalögin. Ég sé um vökulögin. 17.05 Af stað. Út i buskabláinn. Tryggvi Jakobsson er orðinn hundleiður á þessum ferðalögum. 19.50 Við stokkinn. Magnea Matt segir börnunum léttfríkaöar sögur fyrir svefninn. 23.00 Náttfari. Og hananú. Gestur E. Jónasson man kannski ekki eftir þeim eina og sanna. Laugardagur 20. ágúst 8.20 Morguntónleikar. Furðulegasta tónlist á furðulegasta tíma. Undur tækninnar. 10.25 Óskalög sjúkllnga. Lóa Guöjóns- dóttir ber höfuð og herðar yfir aðra hér í þessu útvarpi fyrir röggsemis sakir og snerpu. 11.20 Sumarsnældan. Vernharður Linn- et sér um sumarþátt og helgarviöbit fyrir krakkana. Vanur maður að fást viö alls kyns skylmingameistara og byssubófa. 13.35 Llstapopp. Gunnar Sahvarsson veiur. Ég þekki mann sem hlustar alltaf. Sá er í listum. 16.20 Staldrað við i Skagafirði. Skond- inn fýr hann Jónas, hann getur tal- að endalaust viö allt og alla, lika sjálfan sig. 19.35 Óskastund. Allt er ömurlegt í út- varpinu. Þó ekki þetta. Heimi Steinssyni þykir vænt um Reykja- vík. Samt er hanri sveitavargur. 20.30 Sumarvaka. Undarleg er islensk þjóö (ekki min orð) og fleira um lífið i Reykjavík og Flatey. Sunnudagur 21. ágúst 10.25 Út og suður. Dr. Gunnlaugur Þórðarson segir frá ferð sinni til New York og Washington i vor. 11.00 Messa á Hólahátið. Sr. Sigurður Guðmundsson. 13.30 Sporbrautin. Ólafur H. Torfason og Örn Ingi eru fyndnir fram I fingur- góma (a.m.k.). 15.15 Konstantín Wecker. Guöni Braga- son og Hilmar Oddsson kynna þýska Ijóðskáldið og söngvarann. O þeir eru svo sætir... 16.25 Sagan af Karlssyni. Endurtekið viðtal sem Stefán Jónsson átti við Jóhannes Jósepsson á borg áttræðan áriö 1963. O sei sei. 19.50 Rafmögnuð augu þín eru rang- eygð. Nei, þetta er ekki eftir eitt af nýju pönkskáldunum heldur eftir Jónas E. Svafár. 21.00 Elttogannaöum drauginn. Já þau halda áfram Þórdís og Símon. 23.00 Djass. Chicago og New York. 2. þáttur Jón Múli er einn sá allra dug- legasti í sveiflunni. 9 llíóill Nýja bíó: „Sjónvarpsdraugurinn" (Polter- geist). Bandarísk, árgerð 1982. Að- alhlutverk: Craig Nelson og Jobeth Williams. Leikstjóri: Steven Spiel- berg. Þetta er kraftmikil reimleikamynd, sem gerist á heimili einu. Þessa mynd gerði Spielberg á sama tima og hann gerði E.T. Og hún er bæði í stereo og dolby. Laugarásbíó: Timaskekkja á Grand Hotel. (Some- where in Time). Bandarísk, árgerð 1981. Aðalhlutverk: Chrlstopher Reeve, Jane Seymour og Christ- opher Plummer. Leikstjóri: Jaan Not Szwarc. Ungur rithöfundur fer aftur i tímann og hittir þá leikkonu frá fyrri tið. Bíóhöllin: *** Utangarðsdrengir. (The Outslders). Bandarisk. Árgerö 1983. Handrit: Kathleen Knutsen Rowell eftir bók S.E. Hinton. Kvikmyndataka: Stephen H. Burum. Tónlist: Carm- en Coppola (faöir leikstjórans). Leikendur: C. Thomas Howell, Ralph Macchio, Matt Dillon o.fl. Leikstjóri: Francis Ford Coppola. Þetta er spennandi strákasaga meö slagsmálum, sorg, hetjudáöum og dauða. Og svo auðvitaö stelpum, þeim miklu örlagavöldum. — LÝÓ. Allt á floti. (Take this Job and Shove it). Bandarísk kvikmynd. Árgerð 1982. Aðalhlutverk: Robert Heys, Barbara Hershey, David Keith, Art Carney, Eddie Albert. Leikstjóri: Gus Trikonis. Þessi grinmynd fjallar um bjórbrugg- ara og lögmál frjálsrar samkeppni hið vestra. Svartskeggur (Blackbeard's Ghost) Bandarísk kvikmynd. Aðalhlutverk: Peter Ustinov, Dean Jones ofl. Grinmynd um sjóræningjann Svart- skegg sem skýtur upp kollinum eftir 200 ára dvala. Einvíglð (The Challenge) Banda- risk. Árgerð 1982. Aðalhlutverk: Scott Glenn, Toshlro Mifune. Leik- stjóri: John Frankenheimer. Myndin fjallar um einfara sem lendir óvart í striði milli tveggja bræðra. Sú göldrótta. (Bedknotes and Broomsticks) Walt Disney mynd. Aöalhlutverk: Angela Lansbury og Roddy McDowell. Leikstjóri: Robert Stevenson. i þessari er einn sá mesti kappleikur sem sést hefur lengi. Myndin er bæði leikin og teiknuð. Merry Christmas Mr. Lawrence. Japönsk-bandarisk, árgerð 1983. Handrlt Naglsa Oshima og Paul Meyersberg eftir skáldsögu Sir Laurens van der Post.Aðalhlutverk: David Bowie, Tom Conti, Ryuichi Sakomoto, Takeshi, Jack Thomp- son. Leikstjóri: Nagisa Oshlma. „Þaö er Japaninn Oshima sem gerir myndinaog finnst mér hann halla full- mikið á sína eigin landsmenn og finnst mér það varla nægja sem skýr- ing, að myndin byggist á vestrænni bók... Óskandi væri að Oshima og félagar hans fengju að gera ekta jap- anskar myndir i Japan en þangað til er gott að þeir féi að æfa sig á mynd- um klæðskerasaumuðum fyrir vest- rænan markað" * * * — LÝÓ. Atlantic City. Bandarfsk kvikmynd, árgerð 1981. Leikendur: Burt Lancaster, Susan Sarandon. Leik- stjórl: Louls Malle. *** Regnboginn: Tataralestin (Caravan Vaccares) Bandarísk. Byggð á sögu Allstair MacLean. Aðalhlutverk: Charlotte Rampllng, David Birney, Michael Lonsdale. f brlmgarðlnum. (Blg Wednesday) Bandarísk. Aöalhlutverk: Jan-Mich- ael Vlncent, William Katt, Patty d'Arbanville. Lelkstjóri: John Mii- ius. Leynivopnið. Bandarísk. Aðalhlut- verk: Brendan Boone, Stephen Boynd, Ray Milland. Grimmur leikur. Bandarisk. Aðat- hlutverk: Gregg Henry, George Kennedy, Kay Lenz. Þetta eru allt hörkuspennandi eöa jafnvel æsispennandi myndir. lönó: Sýnt verður úr kvikmyndinni „Reykjavík vorra daga" eftir Óskar Gislason á fimmtudag kl. 20.30. Kynn- ir Pétur Pétursson, þulur. Háskólabíó: Blóðug hátfð. (My Bloody Valent- ine). Bandarísk kvikmynd. Aðal- hlutverk: Paul Kelman og Lori Hall- ier. Leikstjóri: George Mihalka. Þetta er hrollvekja byggð á sam- nefndri sögu. Einfarinn McQuade (Lone Wolf McQuade) Amerísk árgerð 1983. Leikstjóri: Steve Carver. Aðalhlut- verk: Chuck Norris. Splunkuný hasarmynd og örugglega vel gerð. ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★★ ág«t ★ ★ góö ★ þolanleg Q léleg Austurbæjarbíó: Grimmlyndagreifafrúin. (The Wick- ed Lady). Ensk kvikmynd. Árgerö 1983. Aðalhlutverk: Fay Dunnaway og Alan Bates. Lelkstjóri: Michael Winner. Myndin byggir á sannsögulegum at- buröum. Greifafrúin læðist út um nætur og myröir ferðamenn sem verða á vegi hennar. íslenska óperan: Kvikmyndirnar Three Faces of lce- land (Þrjár ásjónur fslands), From the ice-cold Deep (Fagur fiskur úr sjó) og Days of Destruction (Eldeyj- an) sýndar sunnudag, mánudag og fimmtudag kl. 21. Föstudag og laug- ardag kl. 18. Stjörnubíó: *** Gandhi. Bresk-indversk kvikmynd. Árgerð 1983. Handrit: John Briley. Leikendur: Ben Kingsley, Candice Bergen, Edward Fox, John Gielgud, Trevor Howard, John Mllls, Martin Sheen. Leikstjóri: Richard Atten- borough. „Prýðiskvikmynd sem er löng, en ekki leiðinleg. Merkilegur hluti sam- timasögunnar, sem er fegrun, ekki lygi. Óvægin sjálfsgagnrýni Breta, sem gerir þeim mögulegt að liða bet- ur á eftir, eins og katólikka, sem er ný- búinn aö skrifta." — LYÓ. Hanky Panky. Bandarisk. Aðalhlut- verk: Gene Wilder, Gilda Radner, Rlchard Widmark. Leikstjóri: Sid- ney Poiter. Saklaus maður flækist inn i glæpa- mál og tekur nú ýmislegt að gerast. Tootsle. Bandarfsk kvlkmynd, ár- gerð 1983. Leikendur: Dustin Hoff- man, Jessica Lange, Terry Garr, Charles Durning. Leikstjóri: Sldney Pollack. Dustin Hoffman fer á kostum i aðalhlutverkinu og sýnir afburða- takta sem gamanleikari. Tootsie er ó- svikin skemmtimynd. Maður hlær oft og hefur litið gleðitár I auga þegar upp er staöið. * *. * - LYÓ tólllisf íslenska óperan: íslensk þjóölög, flutt af kór íslensku óperunnar og einsöngvurum. Eldeyj- an, kvikmynd um gosiö i Heimaey. Myndlistarsýning.ÁsgrímurJónsson, Jón Stefánsson og Kjarval. Föstu- dags- og laugardagskvöld kl. 21. Árbæjarsafn: Ásunnudagkl. 16leikúrEinar Einars- son á gitar i Eimreiöarskemmunni. Menningarmiðstöðin Gerðubergi: Á föstudagskvöld kl. 20 leikur Áshild- ur Haraldsdóttir á flautu viö undirleik Hauks Tómassonar. Elisabet F. Eir- íksdóttir sópran og Július Vifill Ingv- arsson tenór syngja, Nina Margrét Grimsdóttir og Sigriöur Hulda Geir- laugsdóttir leika á pianó og Laufey Siguröardóttir leikur á fiðlu. A sunnu- dagskvöld kl. 21 syngur Kristinn Sig- mundsson við undirleik Jónasar Ingi- mundarsonar. — Aðgangur ókeypis. Kjarvalsstaðir: Á laugardaginn kl. 15 verður dagskrá i tali og tónum sem nefnist „Reykjavík fyrrog nú“. Samlestur úr bókum, Ijóð og laust mál. Söngur og pianóundir- leikur. Flytjendur: Anna Éinarsdóttir, Emil Guðmundsson, Valgeir Skag- fjörð og Þórunn Pálsdóttir, stjórnandi: Helga Bachmann. Hljómskálagarðurinn: Hljómsveitin Vonbrigði leikur kl. 21.00. viéburéir Viðey: Skoðunarferð um eyjuna meö Sigurði Lindal og Örlygi Hálfdánarsyni. Kaffi- veitingar. Lagt af stað kl. 14-15 á laug- ardag. Kjarvalsstaðir: Sögustund fyrir börn áföstudag kl. 17. Félagsmiðstöðvar Æ.R.: Dansleikir í öllum félagsmiðstöðvun- um á föstudagskvöldið kl. 21-01 i sam- vinnu við S.A.T.T. Lækjartorg: Fiskmarkaður á vegum B.Ú.R. á föstudaginn kl. 10-18. Bláfjöll: Útsýnisferö i Bláfjöll á laugardag. Lagt af stað frá Kjarvalsstöðum kl. 10 og fráGerðubergi kl. 10.15. Leiðsögu- maður: Einar Þ. Guðjohnsen. Vatnsveita Reykjavíkur: Opið fyrir borgarbúa á föstudag kl. 14-16 aö Breiðhöfða 13. Menningarmiðstöðin Gerðubergi: Sögustund fyrir börn á föstudag kl. 15.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.