Helgarpósturinn - 18.08.1983, Síða 12

Helgarpósturinn - 18.08.1983, Síða 12
_j~lelgai------ Fimmtudagur 18. ágúst 1983 pOSfurinn Helgarpóstsviðtalid „Ripingarsumar cr gott — eí maour á góoa regnhápu" Adda Bára Sigfúsdóttir. Það erfyrsta nafnið sem ég lcerði að stauta mig frammúr í Þjóðviljanum. Það var í þá daga ekki um auðugan garð að gresja í kvenmannsnöfnum í dagblöðunum. Adda Bára var líka svo fjarskalega fallegt nafn, og reykjavíkurlegt Adda Bára hefur alið allan sinn aldur í Reykjavík, verið borgarfulltrúi síns flokks frá 1962 með stuttu hléi, og hún erfyrst ískenskra kvenna tilþess að mennta sig í veður- frœði. — Hvernig datt þér í hug að lœra veður- frœði? „Ég var stúdent úr stærðfræðideild. Þetta var fag sem byggði á stærðfræði og ég hafði áhuga á henni. Það var kannski kvenréttinda- andinn í mér að sýna og sanna að kvenfólk gæti lært stærðfræði. Það var rótgróið að stelpur gætu það ekki. Svo árið 1947 fór ég til Noregs. Veðurstofan var í örum vexti, ég vissi að þetta byði uppá örugga vinnu“ Adda Bára minnist nýlátinnar vinkonu, frú ^Theresíu Guðmundsson veðurstofustjóra. „Frú Theresía hafði tekið við veðurstof- unni nokkrum mánuðum áður, hún varð mér nokkur fyrirmynd. — Nu eru heil tuttugu ár síðan hún hætti að vera veðurstofustjóri" seg- ir Adda Bára hugsi. — Segðu mér um hana. „Hún kemur hingað 1929, var norsk en gift- ist íslendingi. Þá var hún búin með fyrsta áfanga í raunvísindagreinum, stærðfræði, efnafræði og stjörnufræði. Hun á þá tvö börn og fer strax að vinna hér á Veðurstofunni, en hún gafst ekki upp og las til embættisprófs, sem hún tók svo í Noregi 1937 og varði til þess samansöfnuðum stuttum sumarleyfum. Og með miklum glæsibrag. Jafnréttismál á Veðurstofunni voru í öruggum höndum hjá henni. Þegar hún tekur við, þá stækkar Veður- stofan mjög og það fer að ráðast aðstoðar- fólk. Það var tekinn upp titillinn aðstoðar- maður og greitt eftir launaflokk sem var alveg þokkalegur. Þarna réðust bæði kvenfólk og karlmenn. Þetta var fyrir daga laga um Iauna- jafnrétti. En hún var ein af þeim sem komu jöfnum launum inní Iög. Það var reisn yfir þeim, menntakonum á þessum árum. Ther- esía var virk í Kvenréttindafélaginu. Mikil ferðakona og kynntist landi og þjóð vel. Það verkefni sem hún tekur að sér hér var stórt. Þá var verið að mynda Alþjóðlegu veðurfræði- stofnunina og Alþjóðlegu flugmálastofnun- ina. Veðrið á íslandi var mikilvægur hlutur í þessum efnum. Það var í hennar verkahring að vera fulltrúi Islands hjá þessum stofnun- um. Við þetta verkefni réði hún fullkomlega!1 segir Adda Bára, „ég dáði hana“ Þessi merki- lega kona var jarðsett í kyrrþey á íslandi fyrir nokkrum dögum. Þótti ekki bölvuð vitleysa af ungri stúlku að fara í svona strangt nám til útlanda strax eftir stríð? „Ég var stúlkan sem sagt var við „af hverju ertu að þessu, þú giftist bara!“ En ég hafði alltaf mikinn meðbyr á heimili mínu, í uppeldi mínu kynntist ég ekki öðru en að það væri sjálfsagður hlutur að ég gerði það sem hugur- inn stóð til. Kvenréttindi voru líka í hávegum höfð á mínu æskuheimili. Foreldrar okkar sögðu alltaf að við systkinin yrðum að geta staðið á eigin fótum. Ég átti aldrei í erfiðleik- um, mætti aldrei neinum hindrunum. Mig langaði alltaf að sýna og sanna að hvoru- tveggja væri hægt, gifta sig og stunda sína vinnuí* Og Adda Bára kom heim veðurfræðingur, hóf hálffullt starf hjá Veðurstofu íslands og giftist Bjarna Benediktssyni frá Hofteigi. „Þegar ég giftist var ég ritari Kvenréttinda- félagsins. A brúðkaupsdaginn fengum við blómvönd fráKvenréttindafélaginu. Það þótti töluvert hugrekki að giftast ritara þess!‘ — Tveir drengir fæddust með eins og há/fs árs millibili. Hættirðu að vinna þegar þeir voru litlir? „Nei, við Bjarni hjálpuðumst að með þá. Það var fáliðað á Veðurstofunni þá og erfitt að missa manneskju úr fullu starfi, skrif- stofustjóri Veðurstofunnar hringdi á þessar fáu dagvistarstofnanir sem þá voru, og ég fékk inni með drengina hjá Idu í Steinahlíð. Ég er henni ævinlega þakklát fyrir lið hennar í uppeldi þeirraí' — Þú verður ein með syni þína? „Þeir voru níu og tíu ára þegar faðir þeirra lagðist banaleguna. En ég átti enn móður mína að, systkini og mágafólk, og ég var í góðri stöðu svo ég lenti ekki útá kaldan klakaí' — Hafðirðu alltaf áhuga á stjórnmálum? „Stjórnmálin hafa alltaf laðað mig. Þetta er baktería sem ég hef aldrei reynt að losa mig við. Ég var alin upp á stjórnmálaheimili. Ég lenti árið 1962 inní borgarstjórn og sat eitt kjörtímabil. En þetta reyndist fullmikið svo ég hætti eitt kjörtímabil. Hef svo setið síðan 1970“ — Hvaða mál borgarinnar voru þér hug- stœðust? „í upphafi byrjaði ég að fylgja eftir tveimur viðtal Sigríður Halldórsdóttir

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.