Helgarpósturinn - 18.08.1983, Page 20

Helgarpósturinn - 18.08.1983, Page 20
og íbúarnir Fimmtudagur 18. 0Orgarstjórn\n Lyðræði í reynd eða vonlaust karp? íbúar við Sogaveg mótmæla nýbyggingum. íbúasamtök Vesturbæjar fagna sigri, því nú ber ökumönnum að aka með hægð um gamla Vesturbæinn. Víða um borgina er fólk upp- fullt af hugmyndum um það hvernig það vill hafa umhverf i sitt og það verður æ algengara að íbúar gatna eða hverfa láti í sér heyra. Hvers vegna spretta íbúasamtök upp, hvað hafa þau á stefnuskrá sinni og hvernig gengur þeim að koma áformum sínum í framkvæmd? Hlusta þeir sem völdin hafa á íbúana? , , j~lelóar-'--- agust 1983 pöstunnn Það væri auðvitað ekki nokkurt vit að eina klósettið sem væri opið um nætur í miðborginni væri þarna inni í miðju íbúðarhverfi, kvenna- klósett reyndar, því karlpeningnum er gert að kasta af sér vatni nánast hvar sem er. (Einn íbúi Þorpsins sagði blaðamanni að ef þau hjónin leyfðu sér þann munað að opna svefnherbergisgluggann á vetrar- nóttum legði inn til þeirra slíka stybbu að óþolandi væri, því fyrir neðan gluggann er vinsæll áningar- staður karlmanna). Leikvöllurinn á horni Garðastrætis og Túngötu er í borginnieru starfandi íbúasam- tök Vesturbæjarins gamla, önnur kenna sig við Vesturbæ syðri, sam- tök er að finna í Grjótaþorpinu, Þingholtunum, Breiðholti III, Árbæjarhverfinu og nú upp á síð- kastið hefur foreldrafélag Breiða- gerðisskóla kveðið sér hljóðs. Það var um miðjan síðasta áratug sem íbúasamtök tóku að myndast. Umræður um húsfriðun, Bernhöftstorfuna, tillögur að skipulagi Grjótaþorpsins, hug- myndir um að rífa nokkur hús við Hallærisplanið og fleira varð til þess að fólk reis upp til mótmæla og voru íbúar Grjótaþorpsins þar í fremstu víglínu. Haldnir voru fund- ir, m.a. mótmælafundur á köldum janúardegi 1978 á Hallærisplaninu, húsunum þar til varnar og hvort sem það var nú mótmælunum að þakka eða einhverju öðru þá standa húsin enn. Eitt leiddi af öðru, fólk settist niður og gerði áætlanir um það hvað mætti gera í gamla bæn- um. Þingholtin bættust við, Fram- farafélag í Breiðholti var komið á legg, en í mörgum hverfum borgar- innar bólar enn ekkert á samtökum íbúanna. Yfirleitt hafa ákveðin mál orðið til þess að hreyfing komst á, nýbyggingar, áform um niðurrif eða jafnvel slys. Fólk fór að tala saman, undirskriftalistar voru látn- ir ganga eða þá að bréf voru send borgaryfirvöldum. En hver er árangurinn? Lítið um svefnfrið Grjótaþorpið afmarkast af Aðalstræti, Túngötu, Garðastræti og Vesturgötu. Hverfið er svipur hjá sjón miðað við það sem áður var, því bæði hafa hús verið rifin og miklir brunar skildu eftir ljót skörð. Þar er þó að finna mikið af gömlum húsum og eins og víðar í gamla bænum hefur ungt fólk verið að flytja í þorpið, með börnin sín. Það eru ekki lengur verndunarmálin sem eru efst á baugi hjá íbúunum, heldur það hvernig þeir eigi að geta sofið á nóttum, þegar ungviði borgarinnar gefur í á tryllitækjum sínum upp Túngötuna og inn Garðastrætið. Eins skapar nágrennið við Hallærisplanið nokkur vandamál, því umhverfis klósettið við Grjótagötu verður oft á tíðum örtröð. Guðfinna Eydal, sálfræðingur á sæti í framkvæmdanefnd íbúasam- taka Grjótaþorps. Hún sagði í sam- tali við Helgarpóstinn að það væru einkum þrjú mál sem íhúarnir legðu áherslu á um þessar mundir. í fyrsta lagi það að fá klósettið flutt. Umferðin og bílarnir eru ofarlega á þeirri dagskrá sem íbúasamtök borgar- innar styðjast við. Svona er ástandið í Grjótaþorpinu á virkum dögum. annað mál á dagskrá samtakanna, þau vilja fá völlinn fluttan á lóð við Grjótagötu sem nú er notuð fyrir bílastæði. Ástæðan er sú að völlur- inn eins og hann er nú er opinn og það þýðir lítið að segja litlum börn- um það að þau megi ekki fara út af honum — þau geta verið snögg til ef þau langar að stríða mömmu eða pabba. Mál númer þrjú er svo um- ferðin, innan í sem utan um hverfið. Börnin í hverfinu þurfa að fara yfir umferðargötur á leið í skólann, og þeir sem vinna í nágrenni mið- bæjarins leggja gjarnan Ieið sína í Grjótaþorpið í leit að bílastæðum, íbúunum til mikillar hrellingar. Guðfinna Eydal sagði að heldur hefði þokað í áttina, því Grjótagötu hefði verið lokað að neðanverðu, og borgarfulltrúar minni hlutans sátu fund með íbúum fyrr í vor á föstu- dagskvöldi þegar næturlífið var að hefjast. Viðræður hafa farið fram við fulltrúa meiri hlutans í borgar- stjórn og vonast Þorpsbúar til að framundan séú úrlausnir, því langlundargeð íbúa er á þrotum. Þó gat Guðfinna þess að þegar íbúar Grjótaþorpsins brugðu skjótt við auglýsingu borgarstjórnar um til- lögur frá íbúum, þá fékkst ekki annað en stutt og laggott svar frá borgarstjóra þar sem öllum tillög- um samtakanna var hafnað. Kirkjugarður góðra hugmynda íbúasamtök Vesturbæjar hafa um árabil barist fyrir því að dregið verði úr umferðarhraða í hverfinu. Sennilega hefur hvergi orðið eins mikil endurnýjun í eldri hluta borgarinnar og einmitt í gamla Vesturbænum, enda benda íbúa- samtökin á að börn og gamalmenni séu fjölmennustu hóparnir. Vestur- bæjarskólinn er að springa, og það er mikil umferð barna um göturnar meðan skólar starfa. Því var það að svo mikil áhersla var lögð á hraða- takmarkanir í hverfinu. Sigur vannst í málinu og 15. ágúst gekk í gildi 30 km. hámarkshraði um hverfið. Þau eru mörg málin sem íbúa- samtök Vesturbæjar hafa beitt sér fyrir, má þar nefna að unnið var Hvað segja þau um íbúasamtök? Guttormur Þormar, yfirmaður umferðardeildar borgarinnar. „Það er talsvert um að foreldra- og íbúa- félög leiti til okkar, einkum með beiðnir um aðgerðir til að draga úr hraða. Við reynum eftir föngum að leysa úr vandanum og allt er athugað. En það er ekki hægt að gera öllum til hæfis og stundum stangast hagsmunir áí‘ Verðið þið varir við vaxandi áhuga fólks á málefnum borgarinnar? „Já, það er greinilegt að beiðnum frá íbú- um fjölgar og það er gott fyrir borgina að fá ábendingar frá fólkií' — Hvernig fer fólk að þegar það vill koma einhverju á framfæri við ykkur? „Það er ýmist að fólk skrifar borgarráði sem síðan vísar málinu til viðkomandi nefndar eða þá að skrifað er beint til við- komandi nefndarí' Það er áberandi að umferðarmálin eru mjög á dagskrá íbúasamtakanna, kanntu skýringu á því? Er það vegna aukins umferðarþunga? „Talningar sýna að umferðarþunginn hef- ur ekki aukist, á einstökum götum, það er miklu frekar öryggiskenndin sem hefur vax- ið meðal fólks og það biður um auknar ráð- stafanir til að draga úr hættum“ Katrín Fjeldsted borgarfutltrúi „Ég hef allt gott um íbúasamtök að segja. Það er mjög nauðsynlegt að kjörnir borgar- fulltrúar hafi sem best samstarf við borgar- búa, og það er æskilegt að taka mið af því sem fólk vill í sínu hverfi. Hitt er svo annað mál að það er ekki valið í íbúasamtöl' á lýð- ræðisiegan hátt og þau þurfa ekki að vera fulltrúar fyrir alla ibúa hverfisins. Við I Borgarstjórninni höfum tekið vel undir fjár- veitingabeiðnir íbúasamtaka og ég vil hvetja til þess að slík samtök verði stofnuð sem víðast!' Hvernig verður þú vör við beiðnir íbúa í þínu starfi sem borgarfuíltrúi? „Það er leitað beint til okkar sem sitjum í nefndum borgarinnar og eins berast bréf frá íbúum. Það er greinilegt að meðvitund fólks um að það geti leitað til borgaryfir- valda er vaxandi og það er vel. Það er mikil- vægt að ganga þannig frá skipulagi borgar- innar að vandamáiin komi ekki í ljós eftir á og þar geta íbúarnir oft komið með góðar ábendingar!' Sólrún Gísiadóttir borgarfuli- trúi íbúasamtök í borginni eru hvorki mörg né sterk, en þau gætu haft mikið að segja ef þau væru öflug. Það er skoðun okkar í Kvennaframboðinu að íbúasamtök eigi að hafa ákvarðandi vaid í málefnum síns hverf- is, þannig sé best tryggt að á þau sé hlustað og að íbúarnir verði virkari við stjórnun borgarinnar. Það er einkum varðandi skipulags- og umferðarmál sem íbúar borgarinnar láta til sín taka. Það má nefna mál eins og andóf gegn fyrirtækjum sem kallaá mikla umferð, beiðnir um þrengingar á götum, hömlur fyr- ir bílaumferð og eins mótmælir fólk því að ákveðin fyrirtæki séu staðsett i hverfinu,t.d. má nefna baráttuna gegn kolsýruhleðslunni við Seljaveg sem dæmi um slíkt. Mér finnst að þegar verulegur áhugi og þrýstingur kemur fram hjá íbúum, þá hlusta borgarfulitrúar og hugsa sig tvisvar um. íbúasamtök eru af hinu góða, því öflugri því betra. Hiimar Guðiaugsson borgar- fuiitrúi. íbúasamtök eiga að mínum dómi fyllilega rétt á sér. Þau leita töluvert til okkar I bygg- inganefnd borgarinnar vegna nýbygginga og viðbygginga í gömlu hverfunum og við tök- um þau erindi auðvitað til athugunar. Það hefur verið stefnan hjá okkur Sjálfstæðis- mönnum að leyfa íbúunum að fylgjast sem best með því sem borgin hefur verið að gera. Það var regla hjá okkur að borgarstjóri hélt fundi með ibúum og ég veit að það mun ætl- un núverandi borgarstjóra að halda áfram á þeirri braut. Viihjálmur Þ. Vilhjáimsson borgarfuiitrúi Ég hef allt gott um íbúasamtök sem slík að segja, en það eru of fáir sem taka þátt í starfi þeirra og þau eru of þröng. Þau þurfa að fá fleiri þátttakendur til liðs við sig. Það sem við í skipulagsnefnd fáum inn á okkar borð frá íbúum er einkum andmæli við staðsetningu fyrirtækja sem valda vand- ræðum og hættu. Eins fáum við ábendingar frá fólki og tillögur um breytingar á skipu- lagi og það er auðvitað ágætt. Guðrún Ágústsdóttir borgar- fulitrúi íbúasamtök eru bæði merkileg og nauð- synleg og þau þyrftu að vera allsstaðar. Við í Alþýðubandalaginu viljum að íbúarnir hafi formleg samskipti við borgarstjórn og að íbúarnir fjalli um þau mál sem snerta þeirra hverfi, en tillögur okkar þar að lút- andi náðu ekki fram að ganga. Meðan ég var formaður stjórnar strætis- vagnanna varð ég mikið vör við ábendingar fólks og mér fannst það ómetanlegt, því það getur auðvitað enginn fylgst með öllu því sem gerist í borginni. íbúarnir finna best hvað á þeim brennur. Það kemur mikið af bréfum frá íbúasamtökum til nefnda, en það er líka töluvert um það að fólk víkur sér að manni I búðum eða úti á götu með ein- hver erindi. ÖIl slík samskipti eru af hinu góða. Mér finnst það færast í vöxt að tekið sé mark á óskum íbúa.þar má til dæmis nefna árangur íbúasamtaka Vesturbæjar sem hefur tekist að fá samþykkta lækkun hámarkshraða. Það hlýtur að verða öðrum hvatning. Það má líka nefna að Framfara- félagið I Breiðholti hefur náð ýmsu fram t.d. göngum undir Breiðholtsbrautina. Það er augljóst á þessu að hugarfarsbreyting hefur , átt sér stað. Við viljum að börnin okkar fái að lifa.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.