Helgarpósturinn - 18.08.1983, Síða 24

Helgarpósturinn - 18.08.1983, Síða 24
24 Fimmtudagur 18. ágúst 1983 pjösturinn 'elgar- S""! Geir Hallgrímsson mun nú f~J endanlega ákveðinn að gefa S ekki kost á sér í formanns- kjöri á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins sem haldinn verður í haust. Munu margir hafa lagt að Geir að gefa opinbera yfirlýsingu hið fyrsta, en hann hefur hins vegar þráast við og er sagt að hann óttist að þar með gefi hann Alberts- arminum í flokknum of mikinn tíma til að undirbúa sig undir formannsslaginn. Er líklegt að Geir bíði með að tilkynna ákvörðun sina uns kjöri fulltrúa á landsfundinn verður að mestu lokið, í trausti þess að þangað veljist fólk sem er hæfi- lega hlýðið flokksforystunni... Úlfar Þormóðsson ritstjóri f Á og ábyrgðarmaður Spegilsins hefur tekið ákvörðun um að gera hlé á útkomu blaðsins þar til dómur hefur fallið í máli því er Þórður Björnsson ríkissaksóknari hefur höfðað á hendur honum. Þar sem vegir réttarkerfisins eru órann- sakanlegir er útilokað að segja til um hvenær ritið kemur aftur út, það getur nefnilega tekið nokkra mánuði eða jafnvel ár fyrir málið að komast í gegnum réttarkerfið.... Ráðherrum í ríkisstjórninni mun þykja nóg um þá athygli sem Albert Guðmundsson vekur, en Albert hefur verið mikið í sviðsljósinu síðan hann varð ráð- herra og óspar að gefa yfirlýsingar. Munu framsóknarmenn hugsa honum þegjandi þörfina og yfirlýs- ingar Páls Péturssonar þingflokks- formanns í sambandi við námslán- in aðeins það fyrsta í þeim efnum. Steingrími Hermannssyni mun hins vegar þykja ágætt að beita Alberti fyrir sig og stjórnina i óvinsælum málum, þar sem Albert þykir kjark- mikill og ófeiminn við að segja álit sitt á mönnum og málefnum. Má því búast við nokkurri togstreitu innan Framsóknarflokksins um „Albertsmálin“ þegar þing kemur saman... Mikill uggur er nú innan í- f i þróttahreyfingarinnar vegna S' skrifa Morgunblaðsins um íþróttastyrk Sambands íslenskra samvinnufélaga og óttast margir að þau eigi eftir að draga alvarlegan dilk á eftir sér tyrir iþróttatélög og sambönd. Nú í vikunni mun t.d. - Hans Indriðason einn af yfirmönn- um Flugleiða hf. hafa gengið á fund ÍSÍ og óskað eftir endurskoðun á samningi Flugleiða við ÍSÍ. Munu Flugleiðir óttast að fá svipaða dembu yfir sig og Sambandið, þótt samningur þeirra við ÍSÍ muni öðru vísi en Sambandssamningurinn. Þá munu handknattleiksfélög sem nú eru sem óðast að endurnýja aug- lýsingasamninga sina fyrir kom- andi keppnistímabil einnig hafa orðið vör við ótta hjá viðsemjend- um þeirra og í a.m.k. einu tilfelli gekk slíkur samningur til baka, þar sem auglýsandinn kvaðst ekki vilja eiga það á hættu að fá skammir í Morgunblaðinu fyrir að styðja íþróttafélag. Munu margir íþrótta- forystumenn ekki hugsa með alltof miklum hlýleika til Morgunblaðs- ins um þessar mundir... Sú ákvörðun Þórhalls f i Tryggvasonar, bankastjóra S Búnaðarbankans, að láta af störfum hjá bankanum 67 ára að aldri, veldur toppunum í Fram- sóknarflokknum miklum erfiðleik- um. Valið um erftirmann Þórhalls stendur milli þriggja dyggra fram- sóknarmanna, þeirra Stefáns Valgeirssonar, alþingismanns og formanns bankaráðs Búnaðar- bankans, Stefáns Pálssonar,sem er deildarstjóri í bankanum, og - Hannesar Pálssonar, aðstöðar- bankastjóra hjá bankanum. Jón Helgason landbúnaðarráðherra fer með málefni bankans og hann mun alfarið hafa Iagt þetta erfiða val á herðar flokksformannsins - Steingríms Hermannssonar. For- maðurinn á hins vegar ósköp bágt í þessu máli, Stefán Valgeirsson sæk- ir stíft að fá djobbið og nýtur þar stuðnings kaupfélagsvaldsins fyrir norðan, sem finnst þægilegt að losna við þingmanninn á þennan hátt. Flestum mun þó þykja sem Hannes Pálsson sé nánast sjálf- skipaður i starfann samkvæmt öll- um etikettum og hann nýtur óskoraðs stuðnings innan Reykja- víkurliðsins í Framsóknarflokkn- um, sem hótar miklum hvelli ef gengið verður fram hjá Hannesi. Mun Steingrímur helst hallast að þeirri Iausn að fá Þórhall til að sitja áfram til sjötugs.... r‘l Áfrain ísland. Allir hafa f l hrópað þetta á landsleik á Laugardalsvellinum. Áfram ísland er líka heiti á leikriti sem - Gunnar Gunnarsson hefur verið að skrifa í sumar fyrir Leikfélag Reykjavíkur. Verkið fjallar um landsliðsstrákana okkar og kapp- leik þeirra við Dani. Það á áreiðan- lega eftir að vekja mikla athygli, að engin kona kemur fram í verkinu, aðeins karlmenn, fjórtán talsins. Gunnar hefur í sumar kynnt sér knattspyrnufræði hjá Breiðabliki og fleiri liðum og Áfram ísland verður, ef guð lofar, frumsýnt næsta vor, um það leyti sem knatt- spyrnuvertíðin fer í gang.... Hin nýja stórverslun, sem f J Vörumarkaðurinn opnar í S næstu viku í nýjum miðbæ Seitjarnarness, virðist ætla að fara mjög fyrir brjóstið á Kaupmanna- samtökunum. Forsvarsmenn Kaup- mannasamtakanna ganga nú á milli manna í því skyni að fá liðsinni við að takmarka opnunartíma Vöru- markaðarins á þessum stað. Sem kunnugt er gilda engin reglugerðar- ákvæði um opnunartíma verslana á Seltjarnarnesi. Kaupmanna- samtökin munu m.a. hafa sent menn á fund Verlsunarmannafélags Reykjavíkur og boðið gylliboð í næstu kjarasamningum ef V.R. vilji beita mætti sínum í að stöðva Vöru- markaðinn í opnunarmálinu. Á öðrum vígstöðvum hafa fulltrúar einstakra kaupmanna hótað heild- sölum afarkostum og viðskipa- banni ef þeir beiti sér ekki í því að stöðva Vörumarkaðinn. Á meðan Yngri Eldri borgarar Mallorkaferð 27. septr-18. okt. Enn á ný hefur ferðaskrifstofan Atlantik í boði Mallorkaferð fyrir fullorðið fólk. Ferðin er kjörin fyrir þá er vilja lengja sumarið og njóta veðurblíðu síðsumarsins við Miðjarðarhafsströnd. Gist verður í hinu glæsilega íbúðarhóteli Royal Playa de Palma, en þar er öll aðstaða hin ákjós- anlegasta til að njóta hvíldar og hressingar. NYJUNG Boðið verður upp á stutt fræðsluerindi og umræður um málefni aldraðra, heilsurækt o.fl. Verð miðað við 2 í stúdíói eða 3 í íbúð eða 4 er kr. 25.800: Innifalið i verðinu er hálft fæði. Fararstjóri verður Þórir S. Guðbergsson félagsráðgjafi. Ferðaskrifstofa, iðnaðarhúsinu HaJlveigarstíg 1, símar 28388 og 28580. munu Kaupmannasamtökin einnig vera að róa í Davíð Oddssyni og öðrum forsvarsmönnum Reykja- víkurborgar að þeir beiti áhrifum sínum til að þvinga Seltirninga til hlýðni við Kaupmannasamtökin. Davíð mun hafa tekið erindinu fá- lega og telja erindrekstur fyrir Kaupmannasamtökin í einokunar- málum ekki heyra undir borgar- stjórn. Fjöldi verslana í nágranna- byggðum Reykjavíkur hefur óátalið haft opið bæði um kvöld og helgar um árabil, en einokunarsjónarmið Kaupmannasamtakanna gagnvart Vörumarkaðinum sérstaklega ráð- ast e.t.v. að einhverju leyti af því að Vörumarkaðurinn mun ekki vera aðili að samtökunum. Vörumark- aðurinn hefur ekki gefið út neinar yfirlýsingar um væntanlegan opn- unartíma verslunarinnar á Sel- tjarnarnesi, og Kaupmannasam- tökin gætu þannig allt eins verið að berjast við vindmyllur... ’T'l Hér er einn örstuttur úr for- Y J sætisráðuneytinu: í síðustu y viku buðu húnarnir (ha, veistu ekki hverjir húnarnir eru? Það er synir Ingvars í Isbirninum...) Steingrími og Jóhannesi Norðdal til laxveiði í Kjarrá í Borgarfirði. Steingrímur keyrði liðið á Blazer- jeppanum sínum og reyndi víst meira á kapp en forsjá. Svo mjög lá honum á að renna í vatnið að þegar að ánni kom skellti hann bæði jeppa og ferðalöngum beint á vaðið í ánni, með þeim afleiðingum að allir festust og komust herramenn- irnir við illan leik í land en Blazer- inn sat eftir og voru þá góð ráð dýr. Steingrímur var þó ekki í vandræð- um með það fremur en fyrri dag- inn, hann hringdi í bæinn og lét senda sér Range Rover svo jeppa- túrinn og laxveiðin mættu áfram halda. Engar sögur fara þó af veið- inni enda ku hafa verið mikið grugg... Kjarninn í þessari sögu er þó kannski sú spurning, hvað hafi legið að baki boði húnanna, en það er önnur saga... PRENTUM kimar A PLASTPOKA PLASTPOKA OG PRENTUN FÆRÐU HJÁ Plnstos lil* BÍLDSHÖFÐA 10 ( VIÐ HLIÐ BIFREIÐAEFTIRLITSINS SÍMI: 82655

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.