Helgarpósturinn - 14.06.1984, Side 18

Helgarpósturinn - 14.06.1984, Side 18
VISNASONGUR Saijonmaa, Ákerström ogNetanela Það er jafncin þannig á listahátíðum að einhverjum hópum finnst þeir hafa verið sniðgengnir. Popparamir fá ekki sitt, óperu- fólk fær ekki sitt o.s.frv. Einn slíkur hópur hefur verið fima glaðbeittur á yfirstandandi Iistahátíð, nefnilega vísna- og þjóðlagaliðið. Á fjómm dögum í síðustu viku náði ég að fara á 3 yndislega konserta í Norræna hús- inu og hlusta á ekki ómerkilegra fólk en Ar ja Saijonmaa, Fred Ákerström og Netanelu. Norræna húsið hentar að ýmsu leyti vel fyrir tónlist af þessu tagi vegna nálægðar- innar og síimbandsins við listamennina. Þó hefði ég gjarnan viljað stíga dans undir tón- gjömingum Örju (?) og stara í glas meðan Fred þandi sig, en það verður víst ekki á allt kosið. Arja Saijonmaa er skemmtilega fjölhæfur listamaður. Hún er ekki einasta frábær söngkona heldur og piýðileg leikkona og upplesari. Á skemmtunum sínum blandar hún þessu saman í nettan kabarett og hirðir mikið um að kynna finnskar bókmenntir. í Norræna húsinu flutti hún nokkur lög eftir Theodorakis, Brecht/Eisler o.fl. Þá tók hún einnig syrpu af finnskum danslögum ss. Samba katastrof, Kotka-rosen og valsinn fallega Ljuvliga ungdom. Þessi lög flutti hún einkar skemmtilega þó hún yrði að láta sér panóleikarann einn nægja við undirleikinn þar sem hinir komust ekki fyrir. Fyrir þá Ör juaðdáendur sem þekkja aðeins plötum- ar með lögum Theodorcikis og Violetu Pcirra er rétt að benda á plötu sem eingöngu geymir finnsk lög og er klárt og kvitt eyma- konfekt. Arja Saijonmaa þurfti að flytja 3 aukalög. Þá komu Jag vill tacka livet eftir Violetu Parra, sem margir þekkja, og yndis- legur og rómantískur norskur söngur Vi skal ikkje sova bort sumamatta. Auk söngsins lcis Arja upp úr Dagbók kýr- innar, skondinn texta um mjólkurkú sem lætur draumana bera sig langt burt úr fjós- inu. Þá las hún ljóð eftir finnslai skáldkonuna Eevu Kilpi úr bók sem ber nafnið Sánger om kárlek í sænskri þýðingu. Ljóð Eevu Kilpi eru hreint undurljúf og ættu svo sannarlega skilið að íslenskast. Ég læt hér fylgja dæmi (ekki þó dæmigert) með kveðju til metnað- arfullra bókaútgefenda. Kunde man fá knulla för en hundring? sa han till mig vid bushállplatsen klockcin 0.42 med de tomma frostiga gatoma omkring oss. Först skakade jag pá huvudet, men sa sen: Inte för pengar, men om du dammsuger och diskar. Dá vágrade han i sin tur och vánde sig nedslagen bort för att gá sin vág. Fred Ákerström er án vafa besti Bell- manstúlkandi sem um getur, um það hafði ég sannfærst við grammófóninn fýrir löngu. Það fyllir enn út í myndina að hafa barið kappann augum. Mikill og stórkarlalegur sat hann með gítarinn í klofinu og bjamar- hrcimmcimir ferðuðust lipurlega um streng- ina. Söngur hans var einstaklega blæ- brigðaríkur og hlaðinn tilfinningu. Upphaflega stóð til að Fred flytti einungis lög eftir Bellman en hann breytti út af því plani. Hann hóf kvöldið með tveimur söngv- um eftir Evert Taube og skellti sér síðan í syrpu eftir Ruben Nilsson. Nokkur lciga Nils- sons em íslendingum góðkunn í þýðingum MagnúScir Ásgeirssonar, t.d. Ameríkubréf, Mcmsöngvarinn og kvæðið um kóngsins lausamann. Þessi hluti kvöldsins var einkar 1 júfur enda fellur tragíkómík textanna vel að stíl söngvarans. En það var fyrst með epistl- um Fredmcins sem Fred Ákerström fór ham- fömm, hann flutti 5 þeirra og með eftir- minnilegum glæsibrag. Það er engu líkara en söngvarinn gangi inn í Bellman og það mannlíf sem Fredmans epistler greina frá. Greinilegast Vcir þetta í 23. söngnum þar sem Fredman liggur í rennusteininum nær dauða en lífi og bíður þess að kráin opni aftur. Að sjá og heyra slíkan flutning líður manni seint úr minni. Það lá við að ég væri tilbúinn að gefa skít í alla lógík og fallast á að nafnið Fredman væri fengið með því að slá Scuncin nöfnunum Fred og Beílman! Ógleymanlegt kvöld. Söngkonan Netcinela býr í Svíþjóð en á sinn uppmna í hinu fjarlæga austri, Úzbek- istan ef mig misminnir ekki. Hún hefur sungið opinberlega frá 16 ára aldri og farið víða, m.a. „túrað" með blúsaranum Memphis Slim. Á ferðum sínum hefur Netanela sankað að sér lögum og ljóðum frá mörgum og ólíkum löndum. Fyrri hluti efnisskrárinnar í Norræna húsinu var enda fjölþjóðlegur kokteill; lög frá Nepal, Tíbet, Arja, Fred og Netanela - vísna- og þjóðlagavinirfengu úrvalssendingu á Listahátíð. eftir Sigurð Svavarsson Brasijíu, Argentínu, Japcin, Svíþjóð, Búlg- aríu, Ítcilíu og að endingu hebreskt ljóð með undirleik lítillar trumbu frá Úganda! Ferða- lög eins og þetta geta að sönnu verið eilítið þreytandi en frábær söngur og hljóðfæra- Ieikur hélt manni þó vel við efnið. Mér em minnisstæðastir brasilísku söngvcimir, einkum sá er ortur var til Jemönju, drottn- ingar hafsins. Brasilíumenn hugsa til Jem- önju með blöndu af virðingu og ótta enda gerir hún hvomtveggja að gefa og hrifsa og er sjómönnunum bæði ástkona og móðir. Jemönju minnast eflaust margir úr sögunni ljúfu Ástin og dauðinn við hafið eftir Jorge Ámado. Síðari hluti efnisskrárinnar var að mestu á ensku. Fyrst nokkrar enskar ballöður sem virtust henta söngkonunni einkar vel. Ball- öðunum fylgdu tveir gospel-söngvar og síð- an blúslög. Netaneia var einkar ömgg í blúsinu og nýtti þar sérstaka og ljúfa rödd sína til hins ýtrasta. Þeir listamenn sem fjallað hefur verið um hér að framan em svo sannarlega hvcilreki á fjömr þeirra sem unna vísum, þjóðlögum og ljóðum. Ég vona einnig að viðtökumar sem þetta fólk fékk verðí til þess að ekki þurfi hátíðir til að kalla þekktustu vísna- flytjendur norðursins hingað upp á sól- bráðinn klakann. Ég læt Violetu Parra frá Chile um að enda þenncin pistil. Það er lokaerindið úr söngnum fræga sem á sænsku heitir Jag vill tacka livet. Jag vill tacka livet som gett mig sá mycket det har gett mig skrattet det har gett mig smártan sá att jag kan skilja lyckan ifrán sorgen de tvá ting som skapar alla mina sánger och mina sánger som ár era sánger och allas sánger som ár samma sánger. SÍGILD TÓNLIST Menn með mönnum Það er óskaplega gott fyrir sálina að heyra, að ég tali nú ekki um að sjá, góða sinfóníuhljómsveit. Jafnvel í Laugardals- höllinni. Hvort hljómsveitin Philharmonia er talin ein af tíu bestu hljómsveitum í heimi, eða tuttugu bestu, kemur aldeilis ekki málinu við, því þessi kvöld sem hún lék fyrir Isiendinga var hún tvímælalaust allra- besta hljómsveit í heimi. Og fallegasta. Ashkenazi á sannarlega inni eilífar þakkir fýrir að koma með hana hingað, því án hans velvilja hefði aldrei af því orðið, fremur en svo mörgu öðru á Listahátíð, fyrr og síðar. Að heyra svo þessa dýrðarhljómsveit leika undir hans stjórn, verður við fátt jafnað sem þekkist hér. Satt að segja liggur við að mað- ur gleymi stundum að til eru alvöru hljóm- sveitarstjórar, þ.e.a.s. snillingar á því sviði. Ashkenazi er einn af þeim fáu. Hvert augna- blik sem hann er við stjómvölinn er hlaðið músíkalskri spennu, hvort sem leikið er blítt eða sterkt, hratt eða hægt. Allstaðar er þessi dæmalausi formvilji, örugga yfirsýn á flóknar og langar tónbyggðir, smáatriðin glitra án þess að brjóta heildina og heildin er sterk og klár þótt detaljur njóti sín til hins ýtrasta. Það er galdurinn sem er svo fárra. Allt þetta framkvæmir hann svo án þess að maður hugsi eitt augnablik um hvemig hann fer að því. Hann er ekki með nein óþarfa læti, aflar hreyfingar hans em full- komlega eðlilegar og sjálfsagðar, aldrei neitt vesen til að taka sig út. I rauninni er einsog hann stjómi hljómsveitinni innan frá. Fyrir klaufaskap hafði ég fengið rangar upplýsingar um efnisskrána, og var ekkert sériega spenntur fyrirfram. En svo byrjaði þetta ævintýri með „Gæsamömmu" svít- unni eftir Ravel, þar sem fíngerður Ieikur blæbrigðavaráfengur í sínum margslungna einfaldleika. Síðan sautjándi píanókonsert- inn eftir Mozart og þegar Ashkenazi leikur Mozcud, þá er einsog allir milliliðir hverfi, það er músík „beint í æð“. Því miður missti ég af fimmtu Síbelíusar, en get þó huggað mig við plötuna, sem sannar (þó ekki síður sú fjórða)aðAshkenazi erstjómandi ,Jiinn- ar stóm, dramatísku sinfóníu" einsog þeir gerast magnaðastir. Þetta var líka á hreinu á seinni konsertinum í fjórðu Tsjækofskís, sem hljómaði algjörlega upp á nýtt og í „klassískari" cinda en við eigum að venjast hér á skerinu. Eiginlega fannst manni Mozart vera í baksýn allan tímann í þessari löngu og stundum, ef ekki er haldið rétt á spöðunum, þreytcindi sinfóníu. Það er nefnilega heldur sjaldgæft að heyra Tsjæ- kofskí öðmvísi en teygðan og togaðan í ein- hverri argvítugri tilfinningaörvæntingu, svo það kemur mcmni óneitanlega á óvart þeg- ar maður heyrir hann ,rnúsiseraðan“ hreint og eðlilega. Og mikið er það gott. Þannig var b-moll konsertinn eiginlega fluttur líka og þó Stefán (Vovka) Ashkenazi væri dálítið hikandi í byrjun, varfærinn og missti á ein- um eða öðrum stað fram af sér beislið (prestissimo í 2. þ. td.) þá er hann greinilega verðandi píanisti í stórum stíl. Þessi fyrsti konsert Tsjækofskís er líka verk sem þrócist með mönnum, eða menn þróast með hon- um, því hann býr yfir slíkum auði drcunatísks píanisma í öllum sínum „rapsódíska mgl- ingi“, að ótæmandi virðist. Það verður aldeilis spennandi að heyra Stefán leika þetta eftir sosum fimm-tíu ár. En flest annað vildi ég heyra hann leika í millitíðinni. Ósköp er ég sammála breska sendiráðinu eða hvað það nú er, að þama hefði gjaman mátt leika eitthvað meira breskt. Að vísu var fyrsta stykkið fallegt „Gaukalag" eftir Delius, en hann hljómar nú alltaf dálítið einsog ÞýskcU"i á frönskum villigötum, sem er kannski svolítíð enskt, eftir á að hyggja. Hljómurinn í Laugardagshöllinni er auð- vitað ekki mönnum bjóðandi, það vita allir. Hvort hægt er að koma þar hljómsveit fyrir einhvemveginn öðruvísi, svo fram komi eitthvað skájra, veit enginn og síst undirrit- aður. Hinsvegar hafa bresku hljóðfæraleik- aramir trú á að hér sé vilji til að byggja almennilegt tónleikahús og ákváðu þeir og Ashkenazi að efna til styrktartónleika á heimsvísu suður í London og á allur ágóði þeirra að renna í slíkt fyrirtæki. Vonandi ber okkur gæfa tiliað taka við slíkri gjöf (og áskomn) einsog menn með mönnum. ,,Að heyra þessa dýrðarhljómsveit leikaundirhans stjórn, verður við fátt jafnað...“

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.