Helgarpósturinn - 14.06.1984, Side 22

Helgarpósturinn - 14.06.1984, Side 22
SKAK George Koltanovski eftir Guömund Arnlaugsson Belgir hafa ekki verið taldir til meiri háttar skákþjóða, en hafa þó átt meistara sem kveðið hefur að á alþjóða vettvangi. Á árunum milli styrjalda Vctr Edgar Colle (1897 - 1932) kunnasti meistciri þeirra. Hann tefldi talsvert á al- þjóðamótum og með þó nokkr- um tilþrifum, en heilsuleysi háði honum, enda varð hann skamm- lífur. Hctnn er höfundur collebyrj- unarinnar, sem er vinsælt af- brigði í drottningarpeðstafli. Um það leyti sem skákferli Colles var að ljúka kom annar Belgi fram á sjónarsviðið: George Koltan- ovskl (f. 1903). Hann er reyndar af pólsku bergi brotinn og fædd- ur í Póllandi. Koltanovskí varð þegar á unga aldri einhver fremsti meistari Belga og varð skákkóngur þeirra fimm sinnum, seinast árið 1935. En um það leyti fluttist hann til Ameríku og hefur búið í San Francisco síðan. En kunnastur hefur Koltan- ovskí orðið fyrir fjöltefli þcir sem hann teflir blindskák. Orðið blindskákersvolítiðvill- andi. Það er ekki bundið fyrir augun á þeim sem teflir blind- skák, en hcuin má hvorki sjá 'borðið né mennina. Einhverjum kann að þykja ótrúlegt að unnt sé að sjá skák- borðið og mennina á því svo ljós- lega fyrir sér í huganum að mað- ur sjái í gegnum fléttur og flækj- ur, en þessu leika ýmsir sér að. Munurinn á blindtafli og cil- mennu tafli er líklega ögn minni en í fljótu bragði kann að virðast. í rauninni tefla allir blindskák að einhverju leyti þegar þeir tefla, renna yfir leikjaraðir og reyna að sjá inn í hvem krók og kima. En er ekki að leyna að ærinn munur er að geta hvarflað augum yfir skákborðið sér til halds og trausts við þessa hugarreikninga. Þáttur minnis í blindskák er greinilega afar mikill, ekki síst er fleiri en ein skák eru tefldar blindandi í senn, enda em margir hinna fremstu taflmeistara ann- álaðir fyrir gott minni. Til em gamlar arabískar sagnir um blindskák, en fyrstu íifrek sem skráð em á þessu sviði vann frakkneski taflsnillingurinn Phili- dor seint á 18. öld er hann tefldi við þrjá menn samtímis. Þetta þótti svo mikið afrek að um það var rituð bók, svo að það gleymd- ist ekki komandi kynslóðum. Á okkar öld hafa menn keppst um að setja met á þessu sviði eins og öðrum, en ekki verður sú saga rakin hér. Ég hygg að síðasta metið hafi verið sett í Búdapest árið 1970, er tefldar vom 62 skák- ir samtímis. Þar var að verki Janos Fleisch, en hann fórst í bílslysi síðastliðið haust á Eng- landi, var kominn þangað til þess að fylgjast með einvígi Kasparovs og Kortsnojs. Einstaka meistari virðist tefla nærri jafn vel hvort heldur hann er sjáandi eða blindandi og í þeim hópi er Koltanovskí, en hann er miklu kunnari sem blind- skákmaður en taflmeistari. Og hér koma tvær blindskákir hans. í báðum er byrjunin hin sama: Max Lange atlagan, ein flókn- cista byrjun skákarinnar. Fyrri skákina tefldi Koltan- ovskí þegar hcinn setti heimsmet í fjöltefli blindandi 1937. KOLTANOVSKI BURNETT 01 e4 e5 02 Rf3 Rc6 03 Bc4 Bc5 04 0-0 Rf6 05 d4 exd4 06 e5 d5 07 exf6 dxc4 08 Hel+Be6 09 Rg5 Dd5 9. -Dxf6 strandar á 10. Rxe6 fxe6 11. Dh5+ og 12. Dxc5 10 Rc3 Df5 11 Rce4 Bf8 12. Rxf7! Kxf7 13. Rg5+Kg6 Hingað til hafa báðir fylgt bók- fræðunum. Við 13.- Kg8 á hvítur svarið 14. g4! (Dxg4 15. Dxg4 Bxg4 16. f7 mát!) Dd5 15. Hxe6 gxf6 16. Hxf6. 14 Rxe6 gxf6 15 g4 Da5 16 Bd2 Db6 17Df3Be7 18Df5+Kf7 19 Dh5+ Kg8 20 Dh6 Bf8 21 Dxf6 Re7 22 Bh6 Bxh6 23 Dxh6 og svartur gafst upp. Síðari skákina telur Koltan- ovskí þá fallegustu sem hann hafi teflt. Þar er mótherji hans einn af kunnustu tciflmeisturum Belga. KOLTANOVSKÍ DUNKELBLUM Fyrstu tíu leikimir eins og í fyrri skákinni. 11 Rce4 Bb4 Besti leikur svarts hér er talinn . vera 0-0-0. 12 c3 dxc3 13 bxc3 Ba5 14 g4 Dg6 Ekki dugar Dxg4 vegna 15. Dxg4Bxg4 16.fxg7oghótarRf6+. 15 Rxe6 fxe6 16 f7+Kxf7 17 Rg5+ Kg8 18 Hxe6 Dd3 19 Del Hf8 20 He8 Dd7 21 Hxf8+ Kxf8 22 Ba3+ Re7 23 Hdl Dxg4+ 24 Kfl Dxg5 abcdefgh 25 Hd5! Dh4 26 Hh5! Df6 27 Hf5! og svartur gafst upp. Eltingaleik- urinn er jafn auðskilinn og hcinn er snotur! VEÐRIÐ SPILAÞRAUT LAUSN Á KROSSGÁTU Á föstudag má búast viö sunnanátt og súld um mest allt sunnan- og vestanvert landið sem gæti náö allt noröur til Eyjafjaröar. Á laugardag má búast viö þurrviöri á Norðurlandi. Sunnudagurinn birtist svo með suð-austlægri átt, súld eöa rigningu um mest allt landiö en þó veröur ekki. mjög hvasst. Norðlendingar búa áfram við hægviðri. ■ S • F L ■ ■ B F E V • 7 5 fí B R. O r • ö F E R J fí H V / G G • R fí • 1< R Ö /< fí R 'Ö L S 'fí R fí R fí G R Ú I fí F • fí F R E /< / i> H fí F R /£ R fí rU fí 5 S U F * í£ G / • N fí ‘fí L F fí R /V 1 R fí N /< £ R 1 ö N u 6 m B r r fí fí U G N V fí P U R ■ 'fí m fí ó K 'fí E y R fí B P m fí 5 fí 1 • R S T u • L fí S p fí N r u R L fí z> fí ■ R fí /< fí L fí U S T R U R £ R / L R fí ■ s fí € fí N • U s S fí R 'fí R S L 0 K R 0 /< K fí K . fí /< /< E R 8 U R r ■ F R 'fí • K 0 /V u N A/ 1 fí R 1 G R fí m fí fí r fí 5 K fí p fí R fí D G R fí S S Á-10-9-8-7 H K T D-10-7 L K-D-10-4 S G-4-3-2 S D-6-5 H D-3-2 H G-10-5-44 T 9-5-4-3 T Á-2 L 8-7 L G-9-6-5 S k H Á-9-8-7-6 T K-G-8-6 L Á-3-2 Suður vinnur fimm grönd. LAUSNÁBLS. 27. Utspil: Lauf. 1 -==3! t: J GLj'ft F/E6T BLLJft SpoRlÐ VO/VD KÚGftP ÚTL- _ TlTILL SHftFJ' 3 R/NS PRf/K ' S-' 5LT/PftR SKfíN Zu 1 RftS/N Tré F/EÐft SKfíRfí SKR/F uÐu/n FLfíftG IÐ jr\ i SftmHL. HRF/HSf) FUGLft ‘SV / /< \ÆL j >> s ftrr E.Líkft' t V BoÞfíd/ SK.ST SftmST. Wf 4 m íp BER/R V/Npl/R M \ REV V, Kjfí K/NÞft R/STUL ftmQoB roR FEÐL/P TlT/LL FSLD uR GfíUR 'ftTT MUfí ~r ?RBTra WuppL ftu&N HftR ZVÍSÖ 6 oL-ftP FÁ->> T/lKfíf* F)TT SftFNfí VERKfí F/SK ÞfíG lE/Ð ÖjLftÐ/ V ketdr Skbphu mftTUN útT SftmTE LE/T TÓNN f ÆÞft SfímTe NÓTUR HRESS ÖL0(Sf£> ÖV/SSft FROST HftRKfí ÖL/K/R 'sKÓft/ H-mfl HV£XI ftVFERÐ R/tÐnfí. ftfíS kv£N/)Yft VfíND,, v/rkNI U/T/LL POT-fíJft FftR/n GJftLl) 5 KRIF Pöl VÆTlH m'ftL/n UR SUNÚ F/ER/ E/NK ST TÓfínfí VEtSUR NÚll fíORÐp HftFNft V'/Gfí LEGuR Gutl HftTÍP T UPPSP RETtu VÉRK FÆKI -f- Ö LES/R 'OLVKt 5KEL- ULLftR ÚRG. EKK/ TRBÖ /ti?nnI 5 UKHfí L Kv'/P- /ER BoRÐft þ0RP fíRl RUM/irt upöilR -> i ! fíV/Tfl NUÓL) <SjfíRt/T X 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.