Helgarpósturinn - 14.06.1984, Side 24

Helgarpósturinn - 14.06.1984, Side 24
FELAGSVISINDALEG BRJÓSTASKOÐUN Á réttri hillu í sólinni. eftir ÓlaTynes myndir Jim Smart • Árið 1980 fóru tveir útsendarar Helgarpóstsins um sól- baðsstaði borgarinnar til að kanna hvort það væri algengt að konur væru topplausar í sólbaði. Það reyndist nokkuð algengt en þá voru þó ýmsir á móti því. Við fórum aftur af stað í sólinni um daginn. Niðurstaðan var sú að þetta væri orðið enn algengara og við fundum engan sem var á móti. Fólk var í kippum í ,,Læknum“ en allir kappklæddir. Það varð dálítil þögn í skotínu mínu á Helgarpóstínum, eftír að ritstjórinn tilkynntí að það kæmi í minn hlut að fara út í góða veðrið (þetta var daginn sem það kom) og telja stelpur með ber brjóst. Þögn- in var meðan ég beið eftir að hann færi að hlæja og segði að hann væri bara að grínast. En hann var bara grafalvarlegur. Ég prófaði að brosa sjálfur, ofur varlega, en það bar engan árangur. - Árni, konan mín fer frá mér ef það fréttíst að ég sé að læðast að nöktu kvenfólki. „Hvaða vitleysa, drengur, blaða- mannakonur vita að þær þurfa að vera „liberal" þegar starfið er ann- arsvegar." - Bömin mín hætta að heilsa mér. „Uss, krakkar nú á dögum taka svona hluti ekki alvarlega." - Jafnréttisráð samþykkir á mig vítur sem verða lesnar upp í út- varpi og sjónvarpi. „Engin hætta á því, þetta er fé- lagsfræðileg könnun. Þú átt að kanna hvað viðhorf til þessara mála hafa breyst siðan 1980.“ Þetta átti semsagt að vera ein- hverskonar framhald á samskonar ■ leiðangri sem farinn var árið 1980. Þá fóm blaðamaður og Ijósmynd- ari á fjölsóttustu baðstaðina til að athuga hvað væri orðið cilgengt að konur væm topplausar í sólbaði. Nú átti semsagt að athuga hvort hefðu orðið einhverjar breytíngar síðan. Þetta var brjóstakönnun með félagsvísindalegu ívafi. Ein- hvemveginn hafði ég ekki trú á að Jafnréttisráð tæki þessa skýringu gilda og var sannfærður um að Magdalena Schram myndi birta forsíðumynd af mér í „Veru“ með spumingu um hversvegna svona „devíantar" væm látnir ganga Íausir. Það hafa vissulega orðið breyt- ingar frá því 1980. I leiðangrinum sem þá var farinn vom fjölmargir sem töldu það óviðeigandi að kon- ur væm topplausar á almennum baðstöðum. Núna fundum við ekki neinn. En það hefur líka orðið breytíng á viðhorfi tíl myndbirt- inga cif fáklæddum konum. Við gerðum að vísu ekki á því neina könnun en ég held að nokkuð óhætt sé að halda því fram að fá- klæddum konum hafi farið fjölg- andi á síðum blaða og tímcirita hér á landi. Andstaða gegn slíkum birtíng- um hefur líka vaxið og það er orðið cilgengt að sjá lesendabréf þæ sem þeim er mótmælt. Á hinum Norð- urlöndunum hefur samskonar bar- átta farið fram og með nokkrum árcmgri. í einu landanna, mig minnir að það sé Noregur, er búið að set ja reglur sem banna notkun á myndum af fáklæddum konum í auglýsingum. Þetta eru strangar reglur sem segja til um upp á sentí- metra hvað má sjást mikið og menn eiga í vændum háar sektir ef þær eru brotnar. Sjálfsagt verður seint tekið fyrir myndbirtingar af fáklæddum kon- um, þá yrði eflaust farið að æpa um prentfrelsi og þessháttar. Það er

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.