Helgarpósturinn - 07.03.1985, Síða 3

Helgarpósturinn - 07.03.1985, Síða 3
I Börnin okkar l I og tungan ★Þriðja árs nemar við Leiklistar- ( skóla Islands hafa að undan- förnu verið að sýna sovéska „ _ I barnaleikritið „Aljóna og Ivan' i 1 Lindarbæ við fádæma góðar , viðtökur áhorfenda, einkanlega | af yngstu kynslóðinni, enda höfðar þetta leikrit sterkt til I þeirra. Svo rammt mun kveða 1 að innlifun barnanna í þetta I stykki, að á hverri sýningu 1 standa að jafnaði nokkur þeirra I upp úr sætum sínum þegar I mest er dramað á sviðinu, og taka að hvetja góða manninn i I baráttunni við þann vonda með stappi í gólf, klappi og kollum. I Á einni sýningunni fyrir 1 skemmstu sleppti einn fjogurra ára snáði sér hreinlega þegar þar er komið í verkinu að óréttlætið var að sigra réttlætið. Hann þaut upp úr sæti sínu öskureiður og steytti hnefann a móti vonda kallinum með eftir- farandi hrópum'. „Fökkjú, fökkjú, fökkjú..." Það var af foreldrum drengs- ins að segja, en sonurinn sat á milli þeirra, að þau sigu ofan i sæti sín heldur skömmustuleg þegar slangrið fór að streyma út úr syninum með þungri áherslu. Aðrir foreldrar í salnum glottu þar til börn þeirra fóru að taka undir með stráksa...'ír I I I I I I I I I 1 I I I 1 I I tengjast andlegu eða líkamlegu ástandi Reykvíkinga á einn eða annan veg, yfirlit yfir þær freist- ingar sem lúra við hvers manns dyr, ásamt auglýsingum. Fer ekki hjá því að í þeim séu áber- andi aðalsmerki borgarinnar: Sólbaðstofur og „Ijós, léttur og jafnvel lúmskur ölvi" svo og bjórvi! En mesta athygli vekur að þær Katrín og Jenný hyggj- ast halda úti þessari útgáfu- starfsemi neytandanum algjör- lega að kostnaðarlausu og nýj- ustu fréttir herma að 15.000 eintaka upplag mars-heftisins sé þegar á þrotum. Apríl-heftið er svo væntanlegt undir lok mánaðarins. HP óskar þeim stöllum velfarnaðarl-ír NÚ! ★Tvær ungar aksjónkonur, þær Katrín Baldursdóttir og Jenný Axelsdóttir, hleyptu af stokkun- um 1. mars nýju riti sem heitir ósköp einfaldlega Nú! Fyrirhug- að er að gefa það út mánaðar- lega og hlutverk þess er eink- um að kynna þá blómlegu menningarstarfsemi, sem á Stór-Reykjavíkursvæðinu þrífst. í inngangi segja þær stöllur að í- Nú-inu sé „rúm fyrir kynningu á þeim hugmyndum sem stuðl- að geta að andlegri og líkam- legri uppbyggingu og lífgað mannlífið." Blaðið er 52 síður, prentað á glanspappír í stóru A-4 broti og í því er að finna stutt viðtöl og umsagnir er LAUGAVEGI 27 S. 26850 HARSNYRTISTOFA Reiknivélar Fyrsta flokks vélar á skrifstofuna á góðu verði Teg. 1015 Teg. 1030 Teg. 1230 Teg. 2000 kr.: 3.560 kr.: 4.680 kr.: 5.280 kr.: 7.950 NON HF. Hverfisgötu 105 S. 26235 Er þetta tóm hringavitleysa hjá þér? Friðrik Þór Friðriksson „Ekki vil ég nú tala svo illa um þessa mynd mína, Hringinn. Þetta er alls engin vitleysa, að mínu viti bara ósköp venjuleg kvikmynd." — Nú hefur aðsókn verið hrapalleg að myndinni. Á frumsýningunni á laugardag var tæplega tíundi hluti Háskólabíós setinn. . . ! „Já, ég viðurkenni það alveg að aðsókn að myndinni hefur ekki verið góð fram að þessu. Það hafa færri komið að sjá hana en ég bjóst við. . . " — Hversvegna heldurðu að svo sé? „Ég býst við því að fólk sé að bíða eftir dómunum um þetta verk til að átta sig á því hvernig mynd þetta er, hvort það eigi nú að fara. Þeir fáu dómar sem hingað til hafa birst hafa allir ver- ið jákvæðir. Þessvegna hef ég nokkra von um að aðsóknin eigi eftir að glæðast. Það væri synd ef myndin þyrfti að víkja úr Há- skólabíói í smærri sal, vegna þess að hún nýtur sín afskaplega vel á þessu stærsta sýningartjaldi landsins, ef ekki í allri Evrópu. Auk þess er hljómburður mjög góður á þessum stað, en músík- in við myndina er ekki sístur hluti heildaráhrifanna af Hringn- um." — Hvernig datt þér annars í hug að gera þetta verk, Friðrik? „Forsenda verksins, landið sjálft og hringurinn umhverfis það, hefur alltaf verið til staðar, þannig að það var bara spurning hvaða maður myndi ráðast fyrst í þetta verk. island er í sjálfu sér svo fallegt og margbrotið að náttúru og landslagi að það eitt gefur tilefni til að leggja af stað. Og fyrst svo auðveldlega er hægt að skoða þessa fegurð með jafn ótímafrekum hætti og kvikmyndatæknin býður upp á, þá er-þetta framtak sjálfsagt og afar eðlilegt að mínu viti." — En eðlilegt að annarra viti, heldurðu? „Já, ég held að allur almenningur skilji þetta. Hugmynd þessa verks og útfærsla er mjög einföld." — Veistu til þess að það hafi verið hlegið að þessu uppátæki þfnu? „Nei, en ef svo hefur verið, stendur mér nákvæmlega á sama. Mér finnst einu gilda hvernig fólk skilur þessa mynd, upplifir hana eða gerir sér hugmyndir um hana fyrirfram. Fyrir mér er Hringurinn viss sjónræn upplifun. Þetta er einskonar óð- ur til föðurlandsins af minni hálfu." — Hvað er annars framundan f kvikmyndagerð þinni? „Ég hef alveg helling á prjónunum, þó næsta skref sé aðeins það eitt að bíða eftir úthlutunum Kvikmyndasjóðs, þeim fáu krónum sem þaðan má vænta, ef það verður þá eitthvað sem fellur í minn hlut." — Má búast við fleiri óvæntum verkum úr þinni átt á næstunni? „Nei, ætli maður haldi sig ekki við það hefðbundna í kvik- myndagerðinni á næstunni. Hringurinn var einskonar útúrdúr á mínum ferli." Um síðustu helgi var frumsýnd ( Háskólabíói (slenska kvikmyndin Hringurinn eftir Friðrik Þór Friðriksson, en verkið er að því leyti óvenju- legt að það fer með hraða hljóðsins umhverfis landið og sýnir það sem fyrir augun ber af hringveginum, ekkert meir. Aðsókn að myndinni hef- ur verið léleg til þessa, og þess vegna er höfundur spurður feitletruðu spurningarinnar hér að ofan. HELGARPÓSTURINN 3.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.