Helgarpósturinn - 07.03.1985, Side 6

Helgarpósturinn - 07.03.1985, Side 6
INNLEND YFIRSYN Veislur á vegum þings- ins eru mjög þarfar, segir Páll Pétursson, forseti Norðurlandaráðs Gaman og alvara á þingi Norðurlandaráðs „Ég hygg að þetta sé svona fiftí/fiftí; skemmtun og vinna. En berðu mig samt ekki fyrir þessu... “ Þannig mæltist einum fulltrúa á þingi Norðurlandaráðs í gær í samtali við blaða- mann HP. Með þessum orðum vildi maður- inn lýsa hvernig honum virtist þinghaldið. Um þetta þrítugasta og þriðja Norður- landaráðsþing verður fjallað í Innlendri yf- irsýn að þessu sinni. Spurningarnar eru hvernig þetta þing fari fram, hvort það sé of þungt í vöfum, hver árangurinn af því sé, hvað það kosti okkur. Og þá ekki síst: Borgar þetta sig? Þar er þá kannski fyrst til að taka fullyrð- ingu sem oftsinnis hefur verið haldið á lofti á meðan á þessu árlega þingi hefur staðið: Þetta er stærsta partý ársins! „Ég verð ekki var við þennan partýsvip sem á víst að vera á þinghaldinu," segir Ólafur G. Einarsson Sjálfstæðisflokki og einn átta fulltrúa íslendinga á samkundunni: „Að vísu er ég bara nýgræðingur hérna, þetta er mitt annað þing, svo ég veit ekki alveg hvernig þetta var hérna áður fyrr. En miðað við þetta þing sem nú stendur yfir, get ég ekki ímyndað mér að menn hafi þrek til að stunda gjálífið mikið, einfaldlega vegna þess að hér er svo mikið að vinna.“ Undir þetta tekur Gudrún Helgadóttir á hinum kanti íslenskra stjórnmála: „Það er mesti misskilningur að þetta sé eitt mesta partý ársins. Hér er unnið gríðarlega mikið starf næstum án hvíldar." Eiður Guðnason Alþýðuflokki er einna reyndastur ís- lendinganna af þingum Norðurlandaráðs og segir um þetta atriði: „Þetta er svipað hérna og þegar þingið er haldið á hinum Iöndunum. Ekki meira og ég vona að það sé heldur ekki minna. Sjálfsagt geta menn hérna fengið sér neðan í því á hverju kvöldi, ef þeir vilja. Ég hef hinsvegar ekki ennþá séð vín á mönnum hérna inni í þingsölunum." Púll Pétursson, Framsóknarflokki og ný- kjörinn forseti Norðurlandaráðs, tekur nokk- uð annan pól í hæðina en fyrrnefndir þing- fulltrúar hvað þetta atriði varðar: „Veislur á vegum þingsins eða meðfram því finnast mér vera mjög mikilvægar. Það er nefnilega ákaflega brýnt að vinskapur milli manna spretti upp af þessu þinghaldi og til þess eru partýin besti vettvangurinn. Veislur eru í mínum huga alls ekki ónýtur tími. Þær eru þvert á móti mjög þarfar. Hitt er svo annað mál,“ heldur forseti Norðurlandaráðs áfram, „að hér á þinginu er unnið mjög mikið og lengi dags. Og sú vinna er undantekninga- laust látin sitja fyrir samkvæmunum. Við byrjuðum til dæmis klukkan átta í morgun að þinga, og svo mikið liggur fyrir af málum, að allt útlit er fyrir að veislunni sem forsætis- ráðherra ætlar að halda okkur klukkan hálf- níu í kvöld verði frestað eitthvað fram á nótt- ina.“ Hér hefur verið nefnd sú gríðarlega vinna sem fram fer á þingum Norðurlandaráðs. Hún felst aðallega í afgreiðslu mála sem þeg- ar hafa verið unnin í þeim fjölmörgu nefnd- um sem starfa á vegum ráðsins milli þinga: „Norðurlandaráðsþing er fyrst og fremst af- greiðslustofnun. Hér liggja næstum öll mál fyrir fullfrágengin," segir Guðrún Helgadótt- ir og er spurð í framhaldi af því hvort þetta sé þá helst rabbsamkoma: „Nei, ég vil ekki segja það. Oft koma hér fram hugmyndir í ræðum manna sem verða hvati að af greiðslu mjög áríðandi mála. Þessi þing eru síðan ekki síst sá staður þar sem þingmenn fá að- gang að norrænum ráðherrum og geta spurt þá út úr um hin ýmsu málefni." Sem sagt, vettvangur skoðanaskipta milli þess sem menn rétta upp hönd til að sam- þykkja fyrirfram unnin mál? „Já, einhvern- veginn svona má lýsa þessu," segir Ólafur G. Einarsson en leggur áherslu á þann árangur sem oft hefur fengist af því einu að rabba við menn á göngunum. Hann segir enm „Hér tíðkast ekki langar ræður, eins og við íslend- ingar eigum að venjast neðan af Austurvelli. Þinghaldið gengur mjög hratt fyrir sig. Nei, það er hvorki þungt né silalegt." Stefán Benediktsson, BJ, bætir hér við: „Það hefur mikið verið rætt um það hversu margir fulltrúar eru hér saman komnir. Mér finnst fjöldinn ekki skipta máli í sjálfu sér. Ef menn tala fyrir góðum málum og eru sannfærandi, þá skiptir litlu máli hversu stór hópurinn er sem talað er við. Þetta samstarf skilar ár- angri, það er engin spurning," heldur Stefán áfram, „en á hitt ber líka að líta, að sá einlægi vilji til þess að leysa mál sameiginlega sem eftir Sigmund Erni Rú birtist mjög vel á svona þingum, getur oft snúist upp í andhverfu sína, tafið mál og jafn- vel drepið." Vegna þessa segir Stefán þá nýj- ung vera mjög snjalla sem nýverið kom fram, að skipta þessu samstarfi niður í smærri hluta, eins og til dæmis vesturdeild Norðurlandaráðs er hugsuð: fsland, Færeyj- ar og Grænland. Páll Pétursson segir okkur stórgræða á þessu samstarfi Norðurlandanna og setur einfalt dæmi upp: „Við íslendingar greiðum 0,88 prósent af okkar þjóðarframleiðslu í þennan sameiginiega sjóð landanna sem samvinnan byggist á. Til baka fáum við hins- vegar 15 og allt að 20 prósent af heildarupp- hæð sjóðsins." Hvað varðar kostnað við þetta þing Norðurlandaráðs sem nú er haldið af okkur íslendingum, segir Páll: „Við sleppum mjög billega frá þessu. Þinghaldið kostar eitthvað um þrjár milljónir króna fyrir ríkið, þar af fara um eliefu hundruð þúsund í leigu fyrir Þjóðleikhúsið. Þessir peningar skila sér margfalt til baka,“ og undir það taka aðrir fulltrúar íslendinga á þinginu sem hér hefur verið rætt við. „Já, peningarnir sem fara í veislurnar skila sér iíka, kannski einmitt best allra fjárútláta í þetta." En hverjir borga brúsann af bræðraflokka- veislunum? Eiður Guðnason og Ólafur G. Einarsson ræddu það við blaðamann á göngunum í einni pásunni milli handauppréttinga í gær- dag: „Við kratarnir borguðum okkar veislu sjálfir, hver og einn úr eigin vasa,“ sagði Eiður og Ólafur spurði hann hvað hver hefði þurft að punga út miklu. „Tólf hundruð og fimmtíu kalli, sem fór í mat, fordrykki og koníak með kaffinu. Mér fannst þetta nú dálítið dýrt.“ „Já, það finnst mér líka,“ sagði Ólafur og bætti við: „Því okkar partý kostaði bara átta hundruð kall fyrir manninn með álíka veit- ingum. Að vísu borgaði Flokkurinn fyrir hvern og einn, og það skilur okkur að, Eiður...“ ERLEND YFIRSYN Arthur Scargill er kom- inn í minnihluta í for- ustu Námumannasam- bandsins. Herská stefna beiö afhroð í námudeilunni í Bretlandi Rétta viku skorti á að verkfall kolanámu- manna í Bretlandi hefði staðið árið um kring, þegar fulltrúaráð Námumannasambandsins ákvað að félagsmenn skyldu snúa aftur til starfa. Samþykkt um að hætta verkfalli, án þess að stjórn ríkisreknu kolanámanna hefði komið hið minnsta til móts við kröfur sambandsforustunnar, var tekin með naum- um meirihluta og gegn atkvæði Arthur ScargiIIs, forseta Námumannasambandsins. Málalok í harðvítugustu vinnudeilu, sem háð hefur verið í Bretlandi í manna minnum, eru rothögg fyrir Scargill og þá herskáu stefnu sem hann er talsmaður fyrir. Frá því Scargill náði forustu fyrir námu- mönnum árið 1982, hefur hann unnið mark- visst að því að etja þeim út í átök við stjórn- völd, hliðstæð því námuverkfalli sem varð banabiti ríkisstjórnar Edward Heaths fyrir rúmum áratug. Tækifærið taldi Scargill kom- ið í fyrravetur, þegar Ian MacGregor, formað- ur stjórnar kolanámanna, kunngerði áform um að loka 20 óarðbærum námum og fækka starfandi námumönnum um 20.000. Scargill er í hópi herskárra marx-lenínista í breskri verkalýðshreyfingu. Þeir skoðana- bræður halda því fram, að veikleiki verka- lýðsfélaganna felist í linri forustu, sem skirr- ist við að skírskota nógu afdráttarlaust til stéttarvitundar og baráttuvilja óbreyttra fé- lagsmanna. í samræmi við þessa afstöðu hafði Scargill ekki fyrir því, að bera ákvörð- unina um verkfall til að afstýra lokun náma og fækkun í stéttinni undir námumenn í alls- herjaratkvæðagreiðslu. Hann notaði tök sín á meirihluta fulltrúaráðsins til að láta það samþykkja verkfallsboðun upp á sitt eins- dæmi. Afleiðingin var að einstök héraðs- sambönd og félög námumanna ákváðu þeg- ar í upphafi að hafa verkfallsboðun fulltrúa- ráðsins að engu. Því hélt fjórðungur 187.000 námumanna áfram störfum og virti verk- fallskallið frá Scargill og mönnum hans að vettugi. Brátt kom á daginn, að Scargill hafði mis- reiknað sig herfilega í fleiri efnum. Auðvelt reyndist að taka upp olíukyndingu í raforku-. verum, eftir því sem kolabirgðir þeirra þrutu. Fæst verkalýðssambönd Bretlands sinntu kalli námumannaforustunnar um samúðaraðgerðir, enda hafði Scargill ákveð- ið að láta til skarar skríða án samráðs við starfsbræður sína í forustu annarra sérgreina- sambanda. Meira að segja tókst Scargill og hans nótum að spilla eðlilegri samúð bresks almennings með námumönnum, sem vinna einhver erfiðustu og háskalegustu störf í þjóðfélaginu og eiga sér langa baráttusögu í fylkingarbrjósti verkalýðshreyfingarinnar. Forusta Námumannasambandsins taldi sig ekkert upp á slík viðhorf komna, heldur þótt- ist ætla að treysta á alþjóðahyggju öreiganna námumönnum til framdráttar. Þegar í Ijós kom, að hún fólst meðal annars í því að þiggja framlög í verkfallssjóð breskra námu- manna frá leppum Sovétmanna í Afganistan og Khaddafi Libýuharðstjóra, var málstað námumanna spillt rækilega. Enn verr fór Námumannasambandið út úr þeirri ákvörðun Scargills og hans nóta, að nota tryggð námumanna við félag sitt til að snúa verkfallsvörslu upp í bardaga við lög- reglu og árásir á heimili og fjölskyldur verk- fallsbrjóta. Hald var lagt á sjóði Námu- mannasambandsins, þegar Scargill neitaði að greiða sektir og bætur samkvæmt dóm- um. Málstaður harðneskjusinna varð með öllu óverjandi, eftir að steypustólpi, sem verkfallsverðir í Wales fleygðu niður af brú, varð að bana leigubílstjóra, sem var að aka námumönnum til vinnu. Verkfall námumanna kom á versta tíma fyrir Neil Kinnock, nýkjörinn foringja Verka- mannaflokksins. Til vinnudeilunnar var boð- að og hún háð samkvæmt kokkabókum her- skáa armsins í flokknum, andstæðinga Kinn- ocks í foringjakjörinu. Þeir notuðu svo vinnudeiluna og mál sem út af henni spunn- ust til að þjarma að honum á alla lund. Síð- asta flokksþing, sem að öllu eðlilegu hefði átt að vera vettvangur fyrir Kinnock til að stað- festa forustuhæfileika sína fyrir þingheimi þar og þjóðinni, snerist að mestu um námu- verkfallið, og flokksforinginn var þar settur í úlfakreppu. Margaret Thatcher forsætisráðherra neit- aði lengst af öllum afskiptum af námuverk- fallinu, kvað deiluna verkefni stjórnar nám- anna og Námumannasambandsins. Ekki fer þó milli mála, að Thatcher telur málalok sér til tekna. Það verkalýðssamband, sem hrakti fyrirrennara hennar í forustu fyrir íhalds- flokknum úr stóli forsætisráðherra, hefur alls engum árangri náð í verkfalli sem staðið hef- ur frá 12. mars 1984. Ánægjan er þó ekki óblandin hjá ríkis- stjórn íhaldsmanna. Ráðstafanir stjórnar námanna til að gera þær arðbærari með lok- unum og fækkun starfsliðs eru óumsamdar og geta hvenær sem vera skal orðið tilefni eftir Magnús Torfa Ólafsson nýrra átaka. Þar að auki má búast við erjum í einstökum námum út af kröfu um endur- ráðningu um 700 manna, sem sagt var upp störfum fyrir að beita ofbeldi á verkfalls- verði. Sárast er þó fyrir Thatcher, að ekki eru horfur á að sigurinn yfir Arthur Scargill og liði hans verði til að rétta við álit ríkisstjórn- arinnar. Vinsældir forsætisráðherrans og traust á flokki hennar fara samkvæmt skoð- anakönnunum þverrandi og eru komin nið- ur á svipað stig og fyrir Falklandseyjastríðið. Bresk blöð geta þess til, að almenningur hafi tilhneigingu til að kenna forsætisráð- herranum og alkunnri hörku hennar að sínu leyti um árekstrana milli námumanna og lögregluliðs, sem blasað hafa við á sjónvarps- skjá dag eftir dag undanfarna mánuði. Hvað sem til er í þessu, tala skoðanakann- anir sínu máli. Könnunarfyrirtækið Mori kemst að þeirri niðurstöðu, að Ihaldsflokkur og Verkamannaflokkur standi jafnt í al- menningsálitinu með 37 af hundraði fylgi hvor um sig. Er það fimm hundraðshluta tap hjá íhaldi frá síðustu könnun, þriggja hundr- aðshluta viðbót hjá Verkamannaflokki, og Bandalag frjálslyndra og sósíaldemókrata hefur bætt við sig tveim hundraðshlutum og náð 21%. Niðurstöður úr Gallupkönnun hafa þó vak- ið enn meiri athygli. Þar fær íhaldið 35%, Verkamannaflokkurinn 32% og Bandalagið 31,5%. Samkvæmt þessu hafa íhaldsmenn tapað 9,5% frá því í nóvember og mestallt það fylgi, átta hundraðshlutar, safnast til Bandalagsins. Persónulegar vinsældir Thatcher forsætisráðherra hafa hrapað um 11% á sama tímabili, samkvæmt niðurstöð- um Gallups. Báðar eru þessar skoðanakannanir gerðar áður en verkfalli námumanna lauk, en eftir að sýnt var að hverju dró. Guardian dregur af niðurstöðunum þann lærdóm, að þeir virðist ætla að hafa rétt fyrir sér, sem spáðu að námudeilan yrði vatn á myllu Bandalagsins, þegar yfir lyki, þar sem kjósendur kenndu Ihaldsflokki og Verkamannaflokki um að til hennar kom og hvernig hún var háð. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.