Helgarpósturinn - 07.03.1985, Qupperneq 8

Helgarpósturinn - 07.03.1985, Qupperneq 8
Hvenœr telst horfinn maður látinn? Hversu lengi aetur maður horfið, an þess að vera talinn látinn? Við flettum upp I lögum um horfna menn, frá árinu 1981. Þar segir meðal annars: „Unnt er að ákveða með dámi samkvæmt þessum kafla, að horf- inn maður skuli talinn látinn, enda hafi á und- an farið opinber stefna I Lögbirtinaablaði um að slikt máiverði höfð- að, og að fullnægðum öðrum þeim skilyrðum, sem greinir hér á eftir. Kröfu um, að opinber stefna verði gefin út, er unnt að bera upp við héraðsdómara, í Reykjavík borgardóm- ara, þegar 3 ár eru lið- in frá því, að siðast spurðist til hins horfna manns eða vitað var, að hann væri á lífi." Þvki sýnt að hinn horfni maður hafi rat- að í lífsháska, eða líkur eru taldar á að hann sé látinn, til dæmis af slysförum, er frestur 4 mánuðir. Ennfremur segir að sóknaraðilar . ■ ' ' ' ' y', ’ 1 geti verið maki hins horfna, niðjar hans, þ.á m. kjörniojar, aðrir erfingjar og aðrir þeir, sem nafa lögmætra hagsmuna aðgæta af þvl að fá dómsúrlausn um, að hinn horfna mann skuli telja látinn. Dómsmálaráðuneytið cjetur og haft uppi krofu, þegar gæsla al- mannahags gerir þess þörf eða þegar það tel- ur réttmætt að gera kröfuna vegna tilmæla vandamanna. Þá er einnig I lögunum kafli um að dánarlíkur, sem dómur er reistur á, reynist rangar. Þar seg- ir m.a.: „Nú kemur í Ijós eftir að dómur hefir gengið, er kveður svo á, að horfinn maður skuli tal- ínn látinn, að maður þessi er á lífi. Getur hann þá næstu 5 ár eft- ir þao tímamark, sem domur miðar róttar- áhrif dánarlíka við, endurheimt eign sína frá þeim, sem fengið hefir hana að arfi." Helgi Daníelsson RLR: Verðum að gera ráð fyrir öllum möguleikum „Það er ekkert vitaö um afdrif þessa fólks,“ segir Helgi Daníels- son, yfirlögregluþjónn Rannsókn- arlögreglu ríkisins. „í rannsókn slíkra mála megum við ekki gefa okkur neina for- sendu. Við verðum að halda öllum möguleikum opnum. Það er hugs- anlegt að viðkomandi ætli að fiýja eitthvað, þá hlýtur hann að fara úr landi, því á íslandi getur enginn dulist Iengi. Það gæti verið um slys að ræða, jafnvel sjálfsmorð, og við getum aldrei útilokað möguleik- ann á að manni hafi verið fyrir- komið. Þó veit ég ekki til þess, að í rannsókn þeirra mála sem ég þekki til, hafi vaknað grunsemdir um slíkt. Ég get heldur ekki nefnt dæmi þess að menn hafi týnst er- lendis." — Er medferd þessara mála erf- iö? „Hvað rannsókn varðar eru þessi mál ekki erfiðari en önnur. En sú óvissuhlið sem að aðstand- endum snýr er vissulega erfiðari en í mörgum öðrum málum.“ — Nú fara sögusagnir fljótlega afstaö...? „Já, sögurnar eru fljótar að spinnast, og við hlustum á þær. Hjá því verður aldrei komist. Við í lögreglunni heyrum auðvitað ekki allt, en við reynum að fara eftir öll- um upplýsingum sem berast til okkar. Við könnum hvort þær eiga við rök að styðjast. Það er nauð- synlegt að kanna allt sem fyrir liggur." — Er almenningur samvinnu- fús? „Mjög. Við fáum geysilega mikl- ar upplýsingar frá almenningi. Jafnvel frá fólki sem er berdreym- ið og mönnum með dulræna hæfi- leika í öðrum löndum. Samstarf lögreglu og almennings í málum af þessu tagi er því mjög jákvætt.* Við verðum að fara eftir öllum ábendingum, því þegar menn hverfa er okkur skylt að líta svo á að ekkert sé ómögulegt." — Draumar? „Ég get ekki svarað fyrir aðra, en slíkar upplýsingar verður að meta hverju sinni. Eg myndi ekki vísa þeim frá mér að óathuguðu máli. Mér þykir ekki ólíklegt að aðstandendur leiti beinlínis eftir þeim. Því ekki að reyna það eins og hvað annað? Ég myndi áreiðan- lega gera það í slíkri aðstöðu. Þetta er jú ríkt í okkur íslending- um.“ 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.