Helgarpósturinn - 07.03.1985, Qupperneq 11
mm
■ W Hikil og áberandi auglýs-
ing birtist í Morgunblaðinu sl.
þriðjudag. Var hún frá sérverslun
um hemlahluti sem heitir Stilling.
Ekki hefði auglýsing þótt frétt til
næsta bæjar, ef auglýsingastofan
sem hannaði hana hefði ekki notað
rauða bannmiðann frá Bifreiðaeftir-
liti ríkisins sem límdur er á þá bíla
sem ekki standast skoðun að öllu
leyti. Bifreiðaeftiriitið hafði nefni-
lega þegar í stað samband við fyrir-
tækið og sagði að ekki væri aðeins
óviðeigandi að nota merki eftirlits-
ins, heldur með öllu ólöglegt og yrði
að banna frekari birtingar á auglýs-
ingunni, eila hlytust frekari mála-
ferli af. En sagan er aðeins lengri.
Hún hefst nefnilega í dómsmála-
ráðuneytinu. Bifreiðaeftirlitið fór af
stað eftir að eftiriitið fékk upphring-
ingu frá dómsmálaráðuneytinu sem
fyrirskipaði stöðvun auglýsingar-
innar. . .
l gærkvöldi, miðvikudag, lauk
mælskukeppni framhaldsskólanna
en 19 af 20 framhaldsskólum lands-
ins hafa teflt fram sínum bestu
ræðumönnum. Lokaeinvígið stóð í
Háskólabíói milli Menntaskólans í
Reykjavík og Menntaskólans í Kópa-
vogi. Fór svo að lokum að Mennta-
skólinn í Reykjavík marði sigurinn
eftir tvísýna keppni. Ræðumaður
kvöldsins sem fleytti MR í sigurhöfn
heitir Jóhann Friðgeir Haralds-
son. Háskólabíó var troðið upp í
rjáfur og var ætlað að 1500—2000
gestir hafi sótt lokaslaginn. Heiðurs-
gestur kvöldsins var forseti ísiands,
Vigdís Finnbogadóttir og forseti
JC-samtakanna á íslandi...
Festið minningarnar á myndband
Yfirfærum allar tegundir kvikmynda og „slides,, á
myndbönd. Texti og tónlist sett með ef óskað er,
tökum einnig að okkur að yfirfæra myndbönd úr
N.T.S.C./SECAM kerfum í PAL. Nánari upplýsingar
veittar í síma: 46349.
úr ítölsku
tízkuefni...
KÁPUSALAN
BORGARTÚNI 22
^sími 23509 Næg bílastæði^
verðmæta sem standa undir þörfum einstaklinga og fjölskyldna.
Eru þér ljós þau áhrif sem skyndilegt fráfall þitt myndi hafa á
stöðu þinna nánustu?
Verðtryggð líftrygging veitir fjölskyldu þinni vernd gegn fjár-
hagslegum áföllum við óvænt fráfall þitt.
Við bjóðum verðtryggingu allt tryggingartímabilið svo líftrygging-
in heldur ætíð verðgildi sínu.
Verðtryggða líftryggingu er hægt að taka annaðhvort sem
einstaklingstryggingu, eða fyrir tvo eða fleiri aðila sem bera
fjárhagslega ábyrgð sameiginlega.
Hafðu samband við tryggingaráðgjafa okkar - þeir veita allar
frekari upplýsingar.
M'líftrygging
CAGNKVtMT TKVCGINGAFÉLAG
BRUNABÓTAFÉLAG ISLANDS
Skrifstofur. Laugavegur 103 105 Reykjavík Sími 91 26055 UMBOÐSMENN UM ALLT LAND
HELGARPÖSTURINN 11