Helgarpósturinn - 07.03.1985, Page 14
Haraldur Sigurðsson
skodasölumaður og skemmtikraftur í
Helgarpóstsviðtali
eftir Sigmund Erni Rúnarsson mynd Jim Smart
Formálalaust byrjum uid Halli að spjalla. Þeg-
ar ég hringdi thann um klukkan tvö á sunnudag
til að fá hann í þetta samtal, svaraði önnur
dœtra hans og kvað pabba vera við messu. Þeg-
ar ég spyr hann aö því t byrjun hvort hann geti
talist messuglaður maður segir hann þetta
koma vel á vondan.
„Það var algjör undantekning að ég var stadd-
ur í guðshúsi þegar þú hringdir í mig. Ég fer af-
skaplega sjaldan í kirkju. Æskulýðsdag þjóð-
kirkjunnar bar upp á þennan dag og yngri dóttir
mín var að syngja í sóknarkirkjunni okkar, svo
mér fannst ekki annað fært en að drífa mig, þó
ekki væri til annars en að hlýða á stelpuna. í
sjálfu sér er það mjög miður, finnst mér, hvað ég
fer sjaldan til messu. Þessar athafnir eru upplagt
tækifæri til að slappa almennilega af. .
—■En ertu eitthvað trúaður?
,,Ég býst nú ekki við að ég sýni það mikið í
mínu daglega amstri, en engu að síður myndi ég
segja að ég væri frekar trúaður en hitt. Ofsatrú-
armaður er ég hinsvegar ekki.“
FLAKKARI
— Gefurðu þér tíma í þessu „daglega amstri"
til að setjast niöur og spekálera í tilverunni, um
tilgang lífsins, markmið og allt þaö?
„Já, ég er talsvert gefinn fyrir það, það er að
segja þegar ég finn tíma. Hann er svo sem ekki
auðfundnasta fyrirbrigði í lífi manns. Ég er bú-
inn að vera á óskaplegu flakki allar götur frá því
ég hleypti heimdraganum, og sjálfsagt hef ég
gefið mér allt of lítinn tíma til að spekúlera í
næstu skrefum, næstu vegalengdum. Ég er bú-
inn að vera yfirkeyrður í öllum andskotans hlut-
um, alltaf á leið úr einu í annað, mest fyrir ein-
hverjar skrítnar tilviljanir sem ég hef í engu ráð-
ið við sjálfur...“
— Hefurðu alltaf látið vinnuna ganga fyrir?
„Hún hefur alltaf orðið að ganga fyrir, hvort
sem manni hefur líkað betur eða verr. “
— Hvers vegna?
„Ja, vitaskuld ræður maður sér lítið sjálfur
þegar maður er að vinna fyrir aðra, og eins í
samstarfi við aðra eins og til dæmis Ladda. Þá
þarf tillitssemin að koma til. En hvað sem þessu
líður, þá hef ég nú samt sem áður alltaf reynt að
láta vinnuna ekki taka af mér öll völd. Ég hef
alltaf reynt að stunda mína fjölskyldu eins mikið
og mér hefur frekast verið fært. Meðal annars
hennar vegna dró ég mig mikið til út úr skemmt-
anabransanum sem ég var að verða innlyksa í á
tímabili. Þar var vinnan að taka öll völd, og hún
bara má það ekki.“
ÓÞARFA ATVIK
— Þú minnist á skemmtanabransann, þann
harða bransa sem hann ábyggilega er. Fór hann
að einhverju leyti illa með þig?
„Já, þetta er sko harður bransi. Og ég verð að
segja, að menn eru alveg einstaklega heppnir að
komast út úr honum óbrenglaðir, ef þeir á annað
borð hafa sökkt sér jafn djúpt niður í hann og til
dæmis ég gerði. En hvað sjálfan mig áhrærir,
nei, ég held ekki að ég hafi farið neitt tiltakan-
lega illa út úr þessu. Ég veit ekki hvort maður
væri nokkuð betri eða verri þó maður hefði látið
þetta alveg vera og farið að sinna einhverju
öðru...“
— Lífsreyndari fyrir vikið?
„Já, að sjálfsögðu mikið lífsreyndari. Og ég
vildi ekki hafa misst af þessu, nema ef vera
skyldi að maður sjái eftir nokkrum atvikum sem
eftir á að hyggja var afskaplega vitlaust að láta
hafa sig út í...“
— Eins og?
„Þau eru bara svo ótalmörg að ég nenni ekki
að fara að grafa upp eitt sérstakt til að úttala mig
um. En þetta voru óþarfa atvik, tímaeyðsla. Sér
maður ekki ailtaf eftir einhverju sem maður
gerði öðruvísi en hefði átt að vera?“
— Hvernig byrjaöi þetta allt saman, ég meina
sprellið?
„Ja, það er þá kannski fyrst til að taka að við
Laddi ólumst ekki upp saman. Við erum reyndar
báðir fæddir í Hafnarfirði en síðan flutti ég
nokkurra vikna gamall austur í sveit til ömmu
minnar og afa þar sem ég óist upp fram á efri
táningsárin. Það eina sem ég hafði af Ladda að
segja í ungdæminu var að hann kom alltaf þarna
austur á sumrin meðan hann var lítill, það er að
segja minni en ég. Þar kynntumst við svolítið
með því að sprella saman og stunda allskonar
fíflaskap. Þarna austur frá kom strax í ljós hvern-
ig Laddi var.“
HALLI AND THE HOBOS
Síðan lágu leiðir okkar hvor í sína áttina og við
hittumst ekki fyrr en eftir allmörg ár fyrir al-
gjöra tilviljun. Þetta var nánar tiltekið í hljóm-
sveit. Faxar hét grúppan, fyrsta sveitin hans
Ladda, en sú fjórða á mínum hljómsveitaferli,
þar sem ég hafði áður leikið með skólahljóm-
sveitinni Capellu í Skógum undir Fjöllum, síðan
hafnfirska bandinu Trixon og loks stórmerki-
legu fyrirbrigði sem nefnt var Haili and the Hob-
os.“
— Hvað var nú það?
„Það var, skal ég segja þér, grúppa sem ég spil-
aði með í smábænum Jacksonville í Texas,
skammt frá borginni Dallas, í eina sjö mánuði.
Ég hafði kynnst bandarískum strák hér heima,
og einhverju sinni eftir að hann var snúinn aftur
til síns heima, en mér farið að leiðast í starfi sölu-
manns hjá Sambandinu — ég held þetta hafi ver-
ið árið ’65 — ákvað ég bara sisona að skella mér
vestur til Texas til stráksa. Nú, við slógum upp
þessu bandi, leigðum reyndar heilan restaurant
til að spila í á hverjum degi. En við slógum nú
aldrei neitt voðalega í gegn."
— En áfram með ykkur brœðurna.
„Já, meðal verkefna okkar í Föxum var að
lóðsa negrasöngvara að nafni A1 Bishop um
landið þvert og endilangt og spila undir með
honum. Það gekk svo ágætlega að hann tók
okkur með sér út til Skandinavíu að spila meira.
í Svíþjóð nennti Laddi þessu ekki lengur og fór
heim, þannig að aftur skildu leiðir okkar
bræðra. í þetta sinn sáumst við ekki í tæp þrjú
ár, ekki fyrr en Laddi hóf að starfa á sama vinnu-
stað og ég hafði ráðið mig á nokkru áður, það er
að segja leikmyndadeild sjónvarpsins. Og þar
má segja að ballið hafi byrjað fyrir alvöru."
— Meö hvaða hœtti?
„Ég kalla Andrés Indriðason til sögunnar.
Hann fékk okkur bræðurna til að koma fram í
þætti sem hann sá um og hét Krossgátan. Upp-
hafið að ferli okkar Ladda ætti þannig að vera til
í safni sjónvarpsins. En hvað um það, síðan var
farið að kalla okkur inn í fleiri þætti sjónvarps-
ins, svo sem Kvöidstundina og þáttinn Ugla sat
á kvisti. Uppfrá síðastnefnda prógramminu var
loks farið að hringja í okkur utan úr bæ til að
skemmta á árshátíðum og þvíumlíku."
LÍKUR LADDA
— En segðu mér, áður en viö höldum lengra:
Þetta samband ykkar brœðra, Halla og Ladda,
hlýtur að hafa verið óvenjulegt að því leyti hvað
þiö hittust sjaldan og tilvUjanakennt. Þið brœö-
ur eruð líka óvenjulegir að því leyti að fráleitt
getið þið talist líkir af albræðrum að vera. Ég
held að margir séu sammála mér í því. Trúði
fólk ykkur nokkuð hér áður fyrr þegar þiö sögð-
ust vera brœður?
„Nei, og fólk trúir okkur jafnvei ekki enn. Það
eru æði margir sem neita að fallast á þennan
skyldleika okkar."
— Eruð þið ólíkir innbyrðis?
„Við erum sjálfsagt ólíkir að því leyti að við er-
um aldir upp í ólíku umhverfi, þó svo að við hitt-
umst þarna í sveitinni í denn. Að öðru leyti er
Laddi alinn alveg upp á mölinni en ég alls ekki.
En hvað skal segja, nei, ég held að við getum
varla talist mjög ólíkir að eðlisfari. Og þó þannig
hafi kannski verið í upphafi, þá höfum við bara
aðlagast svo vel hvor öðrum, eftir að við hófum
samstarf...“
.. .að segja má nœstum aö þið séuð einn og
sami maðurinn!
„Ég vil nú ekki taka svo sterkt til orða. En við
þolum mjög vel hvor annan."
— Er samt sem áður ekki erfitt að vinna svona
náiö með bróöur sínum, eins og þið Laddi hafið
gert?
„Ekki að því leyti að bræður treysta alla jafna
hvor öðrum betur en ef óskyldir menn eru í sam-
starfi. En auðvitað kastast í kekki öðru hvoru og
vissulega gekk á ýmsu í okkar samstarfi eins og
ég held að megi teljast eðlilegt. Engu að síður
held ég að það hljóti að vera óvenjulegt að systk-
ini eða bræður geti unnið jafn lengi saman og
við Laddi gerðum. Yfirleitt eru þetta eins og
hundur og köttur saman. Að minnsta kosti er því
svo farið á mínu heimili."
SKÍTFEIMINN
— Ert þú jafn feiminn og Laddi?
„Já, Guð minn aimáttugur! Ég er alveg skít-
feiminn, hef verið þannig í gegnum árin og er
það enn. Sjálfsagt eru allir feimnir að upplagi, en
læra svo smátt og smátt að aðlaga sig öðru fólki
og umgangast ókunnuga.”
— Er skemmtiiðnaðurinn ekki einmitt kjörin
leið til að sigrast á feimninni?
„Það er víst ábyggilegt. Sjálfsagt byrjuðum við
báðir, Laddi og ég, að haga okkur svona eins og
fólk fékk að sjá, til þess eins og fela feimnina í
okkur. Þegar ég byrjaði til dæmis í unglingaskól-
anum, var það mitt fyrsta verk, man ég var, að
haga mér eins fíflalega og ég frekast gat og varð
sjálfsagt ennþá aulalegri en ég var fyrir bragðið.
En maður trúði blint á þetta trix.“
— Tölum aöeins um fíflalœtin. Þið Laddi
brugðuð þeim iðulega fyrirykkur á ykkar ferli.
Fundust þér þau aldrei ganga út í öfgar?
„Jújú, oft á tíðum spurði maður sjálfan sig í
hvern andskotann maður væri kominn. Manni
fannst oft fráleitt hvað maður gat hagað sér fár-
ánlega. Er ég kannski algjör bjáni, hugsaði ég
stundum með sjálfum mér á milli atriða...“
— Og hvað?
„Ég veit það ekki. Þetta kom yfir mann annað
kastið, en þess utan passaði maður sig á að leiða
ekki hugann að því. En þetta er nú bara eins og
í hverri annarri vinnu: Er maður ekki alltaf að
spyrja sig hvort maður hafi hagað sér rétt í
gær?“
ÍMYND FYNDNA MANNSINS
— Hvernig er það svo í einkalífinu, þegar ekki
er annað gert opinberlega en að sprella og haga
sér fíflalega? Tekur fólk mann nokkuð alvar-
lega?
„Nei, því er nú verr. Ósjálfrátt hlýtur það nú að
vera erfitt fyrir fólk að tala við mann eins og
hvern annan hugsandi mann, þegar það hefur
ekki séð mann öðru vísi en hlægiiegan uppi á
sviði eða í sjónvarpi. Sérstaklega á þetta við um
fólk sem þekkir mann ekkert, en tekur mann á
tal eftir sjóið. Það á hreint alveg voðalega erfitt