Helgarpósturinn - 07.03.1985, Síða 17

Helgarpósturinn - 07.03.1985, Síða 17
I I LISTAPÓSTURINN I sýningu LA á „Piaf" syngur Edda Þórarins- dóttir ellefu lög (titil- hlutverkinu. „PIAF“ HJÁ LA Á morgun verður frumsýndur á fjölum Leikfélags Akureyrar söng- leikur eftir Pam Gems, byggður á ævi frönsku söngkonunnar Edith Piaf (1915—^63). Líf hennar var sam- felld saga óvenjulegra atburða og kraftaverka. Hún fæddist úti á götu í fátækrahverfi í París, ólst upp inn- an um vændiskonur og fjölleikara, var uppgötvuð af næturklúbbseig- anda sem gaf henni nafnið La möme Piaf eða spörfuglsunginn. Fljótt naut hún vinsælda víða um heim með tjáningu sinni á ást, ástar- sorg og gleði í lögum á borð við „Mil- ord“, „La vie en rose“ og „Non, je ne regrette rien“. En líf hennar var eigi að síður stormasamt og segja má að Edith Piaf hafi lifað allan skalann frá hæstu tindum til dýpstu niðurlæg- ingar. Þó að nú séu liðin meira en tuttugu ár frá dauða hennar, seljast plötur hennar jafnt og þétt og alltaf bætast fleiri í hóp þeirra sem fella titrandi tár yfir að heyra hana syngja „Ég iðrast ei neins" og „í rós- rauðum bjarma" eins og tveir þekkt- ustu textar hennar hljóma í íslenskri þýðingu Þórarins Eldjárn. En skyldi ekki vera glímuskjálfti í þeim fyrir norðan? HP sló á þráðinn til Sigurd- ar Pálssonar leikstjóra og Eddu Þór- arinsdóttur sem fer með aðalhlut- verkið. „Nei, ætli við séum ekki bara gargandi hress, eins og gæjarnir segja fyrir sunnan," svarar Sigurður. „Við vorum að enda við að koma hljóðbúnaðinum fyrir, þannig að tærar hefur söngur ekki hljómað. Þetta hefur gengið ótrúlega vel á stuttum tíma, en átómatískt er sumt í þessari uppfærslu mjög erfitt. Til dæmis er gert ráð fyrir tuttugu leik- stöðum, það var erfitt að finna lausn á því máli og forðast um leið mjög margar skiptingar á litlu sviði. Þetta leystum við Guðný Björk Richards leikmyndarsmiður með einni leik- mynd sem leynir mjög á sér. Hún vann hana út frá rödd Piaf og þeirri næturstemmningu sem hún lifði í. Þar að auki er mikið á Eddu lagt að leika og syngja þetta aðalhlut- verk. Hún er nánast á sviðinu allan tímann. I þessari sýningu sem stendur hátt á þriðja tíma held ég megi segja að hún fái tvisvar sinn- um hlé í tvær mínútur hvort skipti." En hvað fannst Eddu Þórarins- dóttur erfiðast að glíma við í hlut- verki Piaf? „Fyrir mig sem leikkonu var erfið- ast að eiga við músíkina — ég syng ellefu lög í sýningunni — en jafn- framt að ná fram þeirri breytingu sem verður á Piaf frá því að hún byrjar að syngja um tvítugt og þar til hún deyr. Það sem er sérstakt við hana er að hún lifði og dó fyrir rödd- ina, hún dó um leið og hún hætti að syngja." Með hvaða hætti reynir hún að nálgast ljóðatúlkun Edith Piaf? „Eg held að vonlaust sé að reyna beinlínis að stæla hennar sérstæðu söngrödd," svarar Edda. „Það reyni ég ekki, heldur hef ég leitast við að finna svipaða túlkunarleið. Sem leikari verð ég að finna tilvitnun í hana. Lögin breytast líka um leið og þau fá íslenskan texta. Það er meira að segja allt öðru vísi að heyra Piaf sjálfa syngja á ensku." „Það getur enginn sungið Piaf-lög eins og Piaf á frönsku nema grammófónninn," bætir Sigurður Pálsson við. „Hér er sungið á ís- lensku og það er mjög mikilvægt. Þar með er eftirlíking — sem er ó- hugsandi hvort eð er — úr sögunni og túlkunin tekur við. Þetta er líka algjörlega í samræmi við franska ljóðasönghefð, að menn skilji text- ann. Þannig erum við í raun trú þeirri hefð sem Piaf er fulltrúi fyrir." -JS Eldglœringar / i Norrœna húsinu á sýningu Jóhönnu Bogadóttur Eldglæringar, dýr og turna á reiði- skjálfi getur að líta á veggjum sýn- ingarsalanna í Norræna húsinu, en nk. laugardag, 9. mars, mun Jó- hanna Bogadóttir opna þar sýningu á málverkum, teikningum og grafík. Allar myndirnar eru unnar á sl. tveim árum. Jóhanna hefur sýnt víða um heim, haldið fjölmargar einkasýn- ingar bæði hér á landi og erlendis, m.a. í San Francisco og Helsingfors. Einnig hefur hún tekið þátt í mörg- um alþjóðlegum grafíksýningum. Ýmis söfn eiga verk eftir hana, t.d. National Museum í Stokkhólmi, Ateneum ríkislistasafnið í Helsing- fors og Museum of Modern Art í New York. Þegar HP leit inn hjá Jóhönnu þar sem hún var að hengja upp verk sín, fylltu flaututónar salinn. Kolbeinn Bjarnason var að prófa hljómburð- inn, en hann ætlar að leika á sýning- unni á laugardagskvöldið þ. 16. Jóhanna vindur sér að honum. „Kolbeinn, er ekki við hæfi að ég skíri þessa mynd „Sonur norðan- vindsins"? Eftir að ég hafði heyrt þig leika það verk eftir Þorkel fór ég að vinna með þetta mótíf.“ Það finnst Kolbeini sjálfsagt og þar með er það ákveðið. Sýning Jóhönnu Bogadóttur er opin frá kl. 15—22 alla daga 9.—17. mars. Hún stendur semsé aðeins í rúma viku. JS Krimmar með femin- ísku ívafi Krimmar með femínískum undir- tóni, hverslags skepnur skyldu það nú vera? Forvitnum skal bent á norska bókmenntakynningu í Nor- ræna húsinu laugardaginn næst- komandi kl. 15. Þar mun norski sendikennarinn Tor Ulset kynna nýjar, norskar bækur, en gestur fundarins verður rithöfundurinn Kim Smáge. Hún hefur vakið athygli í heimalandi sínu fyrir verk sín „Nattdyk" ‘83 og „Origo" ‘84, en þau flokkast bæði undir framan- greinda skilgreiningu. Fyrri sagan greinir frá kvenkyns kafara sem verður vitni að því á hafsbotni þeg- ar tveir vinir hennar eru drepnir. í bland við spennusöguna sem • spinnst við það að upplýsa morðið er fléttað sögunni um vitundarvakn- ingu kvenkafarans. Rammi sögunn- ar-. Tíðablóð.. . í seinni sögunni, „Origo“, er m.a. til umfjöllunar undanlátssemi norskra stjórnvalda gagnvart kjarn- orkuútþenslustefnu Bandaríkjanna. Á bókakynningunni mun Kim Smágésegja frá ferli sínum og verk- um og lesa upp úr þeim. JS HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.