Helgarpósturinn - 07.03.1985, Qupperneq 19

Helgarpósturinn - 07.03.1985, Qupperneq 19
KVIKMYNDIR Geyst á hraöa hljóösins Kvikmyndir eftir Ingólf Margeirsson og Sigmund Erni Rúnarsson Háskólabíó: Hringurinn. Islensk, árgerö 1984. Höfundur: Fridrik Þór Fridriksson. Kvikmyndun: Einar Bergmund- ur Arnbjörnsson og Gunnlaugur Þór Páls- son. Tónlist: Lárus Grímsson. Framleiöandi: íslenska kvikmyndasamsteypan. Það verður ekki annað sagt um kvik- myndagerðarmanninn Friðrik Þór Friðriks- son en að hann framkvæmi þær hugmyndir sem hann á annað borð fær. Og þegar litið er yfir fyrri verk hans má sjá hversu margvís- legar þær hafa verið: Rokk í Reykjavík, Eld- smiðurinn, Kúrekar norðursins. Allt hafa þetta samt verið heimildarverk. Og kannski má kalla nýjustu mynd Friðriks líka heimildarmynd, að minnsta kosti sýnir hún okkur hvernig vegakerfið var umhverfis landið á haustdögum þess herrans árs 1984. En vegurinn er ekki allt í þessari mynd. Út- sýnið af honum er aöalatriðið. Fyrir þá sem farið hafa hringinn kemur myndin kannski lítið á óvart, þetta hafa menn séð, fjöllin, firð- ina, heiðarnar. En það óvenjulega og sérstaka við þessa aðför að landinu felst í þeim áhrifum sem áhorfandinn fær sakir kvikmyndatækninnar sem beitt er við töku landsins að þessu sinni. Landið hellist yfir áhorfandann af miklum krafti. Landslagið hríslast um mann, jafnvel svo ákaflega að óþægilegt getur verið á margbrotnustu köflunum. Þessi áhrif eru ekki lík því sem maður hefur áður upplifað af landi sínu. Akkúrat þessvegna er þessi hugmynd Friðriks ekki jafn fráleit og maður hefði ætlað. Ekki sakar undurljúf tónlist Lár- usar Grímssonar sem líður hægt um eyrun meðan augun standa á stilkum yfir þessari kostulegu hringferð um ísland ögrum skorið. -SER. Dáldiö flókiö Háskólabíó: Gorky Park. Bandarísk. 1983 Handrit: Dennis Potter eftir sögu Martin Cruz Smith. Leikstjórn: Michael Apted. Aðalhlutverk: William Hurt, Lee Marvin, Brian Dennehy, Ian Bannen, Johanna Pacula og fl. Michael Apted er einn þessara leikstjóra sem eru nálægt því að „meika“ það, en eru enn hársbreidd frá heimsfrægðinni. Eftir að hafa gert mislukkaðar myndir eins og Stardust (1974) og Agatha (1978), vann hann frægð með Dóttur kolanámumannsins (1980), mynd sem veitti leikkonunni Sissy Spacek Óskarinn það árið fyrir besta kven- hlutverkið. Síðan kom Continental Divide (1981) með John Belushi í hinstu rullu áður en hann dópaði sig í hel; lék þar riðvaxinn blaðamann sem heldur upp í Klettafjöll að ná viðtali við arnavísindakonu sem hann verð- ur ástfanginn af. En hvað um það. Nú er Apted kominn með nýja mynd: Gorkygarðinn eftir frægum þrillersem gerist í Moskvu. Þrjú andlitslaus lík finnast í Gorky- garðinum: Hver eru þau og hverjir frömdu verknaðinn? Eru þarna morðingjar á ferð eða KGB? Þetta er að mörgu leyti vel gerð mynd, öll tekin í Finnlandi; Helsinki verður ágæt Moskva og finnska náttúran eins og sú rússneska. (Enda var hluti rússneskrar nátt- úru eitt sinn finnsk náttúra.) En söguþráður- inn er dáldið flókinn og þrátt fyrir góðan leik Williams Hurts sem sovésks lögreglumanns er þetta annars flokks þriller og sérstaklega dettur myndin í lokin. Astarsagan í myndinni er dáldið skrýtin og á skjön líka. Og ósann- færandi er að heyra alla rússnesku lög- reglumennina, KGB-mennina og sovéska alþýðu tala reiprennandi amerísku í mjög sovésk-trúverðugu umhverfi. —IM. Melódrama um hornabolta Stjörnubíó: The Natural. Bandarísk. 1984. Tónlist: Randy Newman. Kvikmyndataka: Caleb Desvhanel. Handrit: Roger Towne/Phil Dusenberry eftir sögu B. Malamuds. Leikstjóri: Barry Levinson. Aðalhlutverk: Robert Redford, Robert Duvall, Glenn Close, Kim Basinger, Wilford Brimley og fl. Robert Redford er snúinn aftur til kvik- mynda eftir þriggja ára fjarveru. Hann leikur hornaboltahetju í The Natural í leikstjórn B. Levinson sem frægur er fyrir handrit að nokkrum myndum Mel Brooks og leikstjórn að myndinni „Diner“. The Natural (Af Guðs Robert Redford í The Natural: Ennþá sætur og skemmtilega klæddur, en gefur lítið I leik sem fyrri daginn. náð) segir frá hornaboltaundrabarninu Roy Hobbs og skrykkjóttum ferli sem endar loks á toppnum miðaldra. Konur eru örlagavald- ar Hobbs (og þarafleiðandi myndarinnar), þær ýmist skjóta hann, skjóta sér í honum eða hreinlega skjóta honum upp á tindinn. Þarna eru dúndurleikarar á ferðinni, góð myndataka á köflum, ágæt endursköpun umhverfis millistríðsáranna í leikgerð og búningum en eitthvað vantar. Það er eins og þetta þokkalega melódrama nái aldrei flugi og flugtakið er ansi seigt og langdregið á köflum. -1M BOKMENNTIR SKÍRNIR OG SAGA SKÍRNIR. Tímarit Hins íslenska bókmennta- félags. CLVIII, 1984. Ritstj. Kristján Karlsson og Sigurður Líndal. Með BÓKMENNTASKRÁ og skýrsluhefti, alls 505 bls. SAGA. Tímarit Sögufélags. XXII, 1984. Ritstj. Helgi Þorláksson og Sigurður Ragnarsson. 407 bls. Þau eru víst orðin býsna mörg, ársritin eða tímaritin (meira eða minna árviss) sem helg- uð eru íslenskum fræðum af einhverju tæi. Mörg tengd ákveðnum héruðum eða byggð- ariögum, sum gefin út af opinberum stofnun- um, en þó eru þau fern áhugamannasamtök sem segja má að gefi út aðal-„málgögnin“ hvert á sínu fræðasviði. Þá á ég við, auk Sögu og Skírnis, Árbók Fornleifafélagsins og ls- lensk mál Málfræðifélagsins, en þau hygg ég bæði séu væntanleg á næstu mánuðum. Skírnir er venjulega helgaður bókmennt- um og bókmenntafræðum nær algerlega, en í þetta sinn er efni hans óvenju blandað, því að tvær af meginritgerðunum eru um sagn- fræði og heimspeki. Sigurður Líndal ritar „Lög og lagasetning í íslenska þjóðveldinu". Hann hefur áður birt greinar um tengd efni, og má nú fara að tala um tímamótarannsókn í íslenskri fornsögu þegar allt kemur saman. Þá birtir Þorsteinn Gylfason hér grein: „Hvað er réttlæti?", sem er í senn yfirgrips- mikil sérfræðirannsókn í siðfræði (ekki síst þeirri siðfræði sem tengist tískumálflutningi svonefndrar frjálshyggju) og feikilegur fjör- sprettur á ritvelli. Af bókmenntaefni er það yfirgripsmest sem Matthías Viðar Sæmundsson birtir um og eftir Kristján Fjallaskáld. Matthías túlkar hér ævi og örlög Kristjáns og fylgir um leið úr hlaði talsverðu áður óbirtu efni eftir hann, bréfum, sögum og ritgerðum. Þetta allt eyk- ur miklu við þekkinguna á Kristjáni. Þá er einkar forvitnilegt að sjá í Skírni tvær ritgerðir um bókmenntaþýðingar. Pétur Knútsson Ridgewell gerir grein fyrir vinnu- brögðum Halldóru B. Björnsson í þýðingu hennar á Bjólfskviðu. Og Ástráður Eysteins- son fléttar saman almennri umfjöllun um bókmenntaþýðingar og harðri gagnrýni á hina gömlu þýðingu Haildórs Laxness á Vopnin kvödd eftir Hemingway. Svo er fylgiritið, Bókmenntaskrá Skírnis, eftir Einar Sigurðsson árvisst og ómetanlegt framlag til bókmenntafræðanna, lykill að líklegum sem ólíklegum skrifum í blöðum og tímaritum sem tengjast íslenskum bók- menntum síðari alda. Þá er ótalið af efni Skírnis: Minningargrein Sigurðar Líndal um Ólaf Jónsson, ritstjóra Skírnis undanfarin 16 ár; kvæði eftir Kristján Karlsson; smágreinar eftir Aðalgeir Krist- jánsson (að ritun Manns og konu hafi hafist fyrr en áður var talið) og Þórð Harðarson (að furðusögur Eglu af hauskúpu Egils, ásamt hrörnunareinkennum hans í elli, komi fylli- lega heim við tiltekinn sjúkdóm); nákvæm andsvör Eiríks Jónssonar við dómi nefndar yfir bók hans um íslandsklukkuna; orða- skipti Gunnlaugs Þórðarsonar og Björns Th. Björnssonar; og loks ritdómar um fimm bækur. Þeir eru góðra gjalda verðir, en þó er það meginveikleiki Skírnis, sérstaklega í ár, hve takmörkuð og tilviljanakennd ritdóma- skrif hans eru. Hann ritdæmir t.d. hvorki doktorsritgerð Vésteins Ólasonar um sagna- dansa, uppsláttarritið Hugtök og heiti í bók- menntafrœði, né kennslubók Baldurs Ragn- arssonar um ljóðlist, svo að nefnd séu upp- lögð dæmi um rannsóknarrit, handbók og skólabók frá 1983. Þá gerir Saga betur með ritdómum um 18 bækur á röskum 80 smáleturssíðum. Rit- stjórar hennar hafa að undanförnu lagt rækt við þennan efnisþátt, og er það vel. Af rit- stjórnarsviðinu má einnig geta þess, að margar smábreytingar á útliti Sögu og upp- setningu hafa tekist ágætlega. Meginefni Sögu er hér ekki rúm til að fjalla um nema með einfaldri upptalningu. Um fornsögu eru birt tvö erindi: Um stöðu kvenna á þjóðveldisöld eftir Óiafíu Einarsdóttur; og um „önnunga" eftir Jón Hnefii Aðalsteinsson (sem telur önnunga vera frjálsan en kúgaðan verkalýð). Þá er Guðbrandsbiblíu minnst með grein- um eftir Trygve Skomedal og Stefán Karls- son um muninn á því fyrir íslendinga að eignast ritninguna á móðurmáli og fyrir Norðmenn að eignast hana á dönsku. Sigfús Haukur Andrésson rekur feril og þróun þeirrar sagnar (sem hann vill alls ekki trúa) að ráðgert hafi verið í Móðuharðindun- um að flytja alla íslendinga suður á Jótlands- heiðar. Svo er bróðurparturinn af ritgerðum Sögu, 180 síður, helgaður fyrri huta þessarar aldar. Pétur Pétursson skrifar um spíritisma og dul- trúarhreyfingar á fyrstu tveim áratugum aldarinnar (í framhaldi af tveim löngum greinum um sama tímabil í fyrri árgöngum Sögu, og hefði farið miklu betur á að gefa þær út allar saman sem væna bók); Svanur Kristjánsson um kommúnistahreyfinguna á íslandi; Valdimar Unnar Valdimarsson um túlkun á sögu kreppuáranna í ævisögu Ey- steins Jónssonar og minningum Einars 01- geirssonar (og er ekki frítt við að hann finni votta fyrir hlutdrægni); Páll Lýðsson um at- vinnulíf Eyrbekkinga og Flóamanna á her- námsárunum; og loks er birt, með inngangi Ólafs Egilssonar, þýðing á stuttri grein eftir Nils Svenningsen um viðbrögð Kristjáns konungs við lýðveldisstofnun á íslandi. Þetta er upp til hópa bæði vandað efni og fróðlegt, en Saga má ekki að staðaldri helga sig svo mjög einu stuttu tímabili. HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.