Helgarpósturinn - 07.03.1985, Page 24

Helgarpósturinn - 07.03.1985, Page 24
Gengiö oftir sjonoloilolorlnrinQ ungro oksjónmonno I skálarœöum er gjarnan talaö um „syni framtíöarinnar", þá sem „munu erfa landiö", jafnvel „ungu, reiöu mennina sem öliu muni bylta". Hafa þessir frasar staöist vísdómstönn tímans? Hvernig horfir arfurinn og framtíöin viö ungum mönnum í dag? Eru þeir reiöir? Hver eru markmiö þeirra? HP þreif- aöi óformlega fyrir sér um þessi mál hjá fjórum, ungum mönnum, fœddum '5802. 'O ö [g co < ö Annar í svörtu leðri: No. 13. Virðist óvenju- leg blanda engils, mótorhjólatöffara og fram- kvæmdamanns. Eða hvað? Sest fjaður- magnaður niður við borð á Hótel Borg, hnykkir síðu hárinu frá augunum, brosir framan í gengilbeinuna og spyr blíðlega: „Fröken, áttu nokkuð kaffi fyrir mig?“ Hún glottir: „Jú, jú, ef þú biður um það.“ Samstundis hefur No. 13 vakið athygli og aggressjón. Stúlkan gengur hnakkakert í burtu, kemur aftur og segir ögn blíðlegri á manninn: „Auðvitað átti ég kaffi. En spurningin var hvort þú vildir það.“ „Oh, konurnar, allar þessar elskur. Þær verða að fá trítment," segir No. 13 brosandi og bregður logandi stálkveikjaranum á loft í átt að eldlausri konu hinum megin við borð- ið. „Ég reyni alltaf að fá viðbrögð við því sem ég geri, t.d. þegar ég kem inn í sjoppu eða búð. Þá nota ég smátækni til að fá góðan sörvis og láta taka eftir mér: „Heyrðu, elsk- an, ertu til í að gera þetta fyrir mig?“ Það er mjög important að brosa, það hefur mögnuð áhrif, t.d. ef maður vill fá fólk til að gera eitt- hvað fyrir sig. Ég lít víst út fyrir að vera meiri ribbaldi en hitt. Því er um að gera að brjóta upp ímynd- ina. Eins og allir er ég að byggja upp vissan front, samanber róttæklinga í úlpu. Allir reyna meðvitað eða ómeðvitað að gefa út vissa týpu. Ég dæmi fólk líka eftir framkomu, fronti. Ef mér fellur ekki frontur einhvers byggi ég upp múrvegg. En auðvitað breyti ég stimplinum ef viðkomandi gefur seinna ástæðu til. minn eigin varnarmúr til að brjóta niður varnarmúr annarra." Markmið? „Ég vil fyrst og fremst framkvæma. Ak- sjón, aksjón og aftur aksjón. Meika ekki lið sem situr á rassgatinu og blaðrar endalaust en framkvæmir ekki neitt. Ef ég fæ góða hug- mynd þá vil ég framkvæma hana strax ef hægt er, annars dettur hún uppfyrir. Mitt mottó er að það sem þig langar til að gera áttu að framkvæma, en ekki að setja fyrir þig vinnu og slíkt. Ég fíla vel að eiga nóg af seðl- um og veita mér what money can buy, en samt er hægt að gera margt án þeirra. Allt of margir láta allt stranda á peningum. Ég fíla alveg að eiga bara í mig og á, sígarettur og bensín á mótorhjólið. Aksjón! Til dæmis í haust þá datt okkur í Bifhjólasamtökum lýðveldisins í hug að taka upp á plötu lög og texta sem við höfðum ver- ið að semja og raula með okkur. Við kýldum á það í einum grænum hvelli. Ef þú gerir eitt- hvað sem er opinbert að einhverju leyti og sem aðrir taka eftir, you're making history. Menn eiga ekki bara að tala um hlutina. Eða láta frontinn brotna eins og hjá róttækling- um á fylleríi. Maður hittir þá fyrir utan skemmtistaðina og þeir segja við mann: „Hvað djöfuls töffarastælar eru í þér að vera á þessu mótorhjóli!" Svo hittir maður þá aft- ur drukkna á leiðinni heim og þeir segja með glampa í augunum: „Gerðu það, leyf mér að prófa!“ “ Mín ímynd, svart leður, mótorhjól o.fl., er að einhverju Ieyti stolin. Maður grípur upp það sem manni finnst flott. Look-ið er hard- ware mixað upp með software. Svo fer það eftir efnum og aðstæðum hvernig sambland- ið af þessu tvennu verður. Ég fíla þessi töff- heit sem eru ofan á alls staðar. Og það er sama hvað þú átt marga vini, þú stendur alltaf einn. Þú þarft alltaf að skapa þér ein- hverja fjarlægingu. Ef þú ætlar að meika það, t.d. forðast að vera rændur eða drepinn úti í heimi, þarftu að hafa töff look til að enginn sé að abbast upp á þig. Svo er það þessi blanda af hörku og mýkt, ég brýt oft niður Svo er það Daníel þúsundþjalasmiður Magnússon: Hefur raungreinapróf úr Tækni- skólanum, hefur verið kennari í Hrísey, dreg- ið fisk úr sjó, slyngur að prjóna og kokka, stundar nú nám á öðru ári við Myndlista- og handíðaskólann í skúlptúrdeild. Hvort hann sé búinn að finna sig? „Hvað er það? Maðurinn er það sem hann gerir hverju sinni. Það er þó ef til vill ein- kenni minnar kynslóðar að dellast, taka í sig dellu, halda að maður sé búinn að finna sig, en komast síðan að raun um að það var ekki byggt á neinu. Margir virðast að minnsta kosti hafa vítt áhugasvið, vinna við eitt í dag, annað á morgun, hafa ekki áhuga á föstu starfi. Ef til vill veldur kjarnorkuváin þessum vingulshætti og sundrungu, öryggisleysi sem skapar vandræði og vonleysi, sem brýst t.d. út í mikilli drykkju. Fólk hugsar með sér: Til hvers ætti ég að hafa háleitar hugsjónir, fara í langt nám og stefna að einhverjum lang- tímamarkmiðum þegar ég veit ekki nema heimurinn spryngi í loft upp næsta dag? Tími þjóðfélagslegra heildarskilgreininga er lið- inn. Við þetta bætast skuldir íslenska þjóðar- búsins. Hvenær er langlundargeð erlendra lánadrottna á þrotum? Hvenær fer þessi þjóð á hausinn? Og pólitíkin! Enginn heilvita maður þorir að fá á sig flokkspólitískan stimpil vegna alls þess sukks og svínarís sem viðgengst í íslenskri pólitik. Það myndi jafn- ast á við afbrigðilegheit í kynferðismálum. Hæft fólk vill ekki fara út i pólitik, því hún verður heldur hvimleiður lifsmáti og eilíft rifrildi um aðferðafræði. því að vera „frumlegir", skipta um „stefnur" á nokkurra ára fresti. íslenskir myndlistar- menn gera talsvert af því að rakka niður hvern annan, vera í sandkassaleik, eins kon- ar þrautakóngi, keppni í frumlegheitum sem einna helst minnir á vígbúnaðarkapphlaup stórveldanna. Það er eins og hver önnur Tangamennska að vera sífellt að rakka hvern annan niður. Þetta kemur t.d. fram í rifrildi um það hvaða efni séu „æðst“ eða „billeg- ust“. Helgi Gíslason skúlptúristi virðist t.d. vera að gera bronsmyndir sem „andóf" gegn plastinu, ef til vill finnst honum of „auðvelt" að vinna með það. Það er fáránlegt að segja að eitt efni sé æðra en annað. Skúlptúristi verður ævinlega að bera virðingu fyrir efn- inu sem hann vinnur með. Eða hvernig fynd- ist fólki, ef tóniistarmenn andæfðu ákveðn- um hljóðfærum? Járn, gler og plast heillar mig mest og sam- setning ólíkra efna. Ég held að skúlptúrinn eigi eftir að taka meira mið af nýja málverk- inu í náinni framtíð, einkennast meir af anti- rómantík, sannfæringarkrafti og spontan tjáningu. Sjálfsagt orsakast þetta að ein- hverju leyti af kjarnorkuvánni, svo og þess- ari margbrotnu reynslu sem við verðum stöðugt fyrir, þótt hún sé oft óbein og mat okkar verði því yfirborðslegt. Hvað sem því líður finnst mér að menn eigi ekki að sækja sér uppsprettu sköpunar í fortíðinni, heldur eigi þeir að berjast við það umhverfi sem þeir búa í.“ Hvað sjálfan mig varðar finnst mér auð- veldara að kasta mér út í myndlistina og taka þar áhættur, nú þegar ég er búinn að bak- tryggja mig með annarri menntun. Myndlist- armenn geta átt erfitt með að komast af, en ég er þó ákveðinn í því að lifa af myndlist- inni. Én hérlendis þarf hugarfarsbreytingu hjá almenningi í sambandi við myndlist. Við erum enn komin of stutt áleiðis frá bænda- menningunni þar sem borin var virðing fyrir bókmenntum einni listgreina. Við höfum enn ekki hlotið almennilegt myndlistarlegt upp- eldi. Svo finnst mér að listamennirnir sjálfir séu of mengaðir af samkeppnisþjóðfélaginu: í 24 HELGARPÓ^ JRINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.