Helgarpósturinn - 07.03.1985, Page 25
í Ijós kom að þeir höfðu meiri hug á að tala um nútíö en framtíð, voru frem-
ur glaðir en reiðir. Reifir. Viðkvœðið: Að hœtta barlómi og bulli, þessu djöf-
uls lulli og kýla á það. Gefum þeim orðið um konformisma og kúlheit, öryggi
og öryggisleysi, ást og gálgahúmor gegn kúgun, sköpun og eftiröpun.
Aksjón! Hér eru eftil vill á ferðinni bragðsterkari bœtiefnabelgiren Magna-
mín!
Gengiö oftir
sjónoloilolorlnrinQ
ungra
aksjónmanna
Sigurjón Birgir Sigurðsson (Sjón) tilheyrir
hópnum Medúsu sem stofnaður var í Fjöl-
brautaskólanum í Breiðholti fyrir fimm árum
og kennir sig við súrrealisma. Hann hélt eitt
framsöguerindanna á fundi sem haldinn var
fyrir viku í Félagsstofnun stúdenta um stöðu
ljóðsins í dag. Þar skipti hann skáldum gróf-
lega niður í ofanjarðarskáld og neðanjarðar-
skáld og ásakaði þau fyrrnefndu um þjón-
ustulund við útgefendur, stjórnmálaflokka,
siðferðispredikara og bókmenntafólk. Sjálf-
ur praktíserar Sjón þann lífsmáta sem Frakk-
inn Arthur Rimbaud setti fram um skáldið og
Ijóðið í „Bréfi sjáandans" fyrir 120 árum, þar
sem hann gerir þá kröfu til skáldsins að það
rugli skilningarvit sín markvisst, svo það geti
kastað sér út í hið óþekkta og fært þaðan
undursamlegri ljóð en áður hafi birst. Þrátt
fyrir skelegga framgöngu á f ramangreindum
fundi mættu Sjón og félagar hans sýnilegu
tómlæti af hálfu ofanjarðar-bókmennta-
stofnanagróðursins. Skýringar?
„Þeir geta náttúrlega ekki farið að verja
markaðshyggjuna sem ég pilla á. Sumir hafa
því sjálfsagt ákveðið að þegja og gnísta tönn-
um, íáta þetta yfir sig ganga. Öðrum stendur
sjálfsagt alveg á sama um ljóðið. En þó held
ég að þarna vegi þyngst á metunum að
etablíserað bókmenntafólk sé hissa á ástríð-
unni í okkur, ást okkar á ijóðinu, á því að það
skuli snerta okkar hörðustu tilfinningar.
Á fundinum held ég að hafi orðið ákveðin
skil. Neðanjarðarskáld svokölluð, þau sem
áttu erfitt uppdráttar hjá útgáfuforlögunum,
hafa svo til öll verið með eilífan barlóm þar
til á síðustu árum. Við látum ekki svona.
Okkur finnst gaman og sjálfsagt að gefa út
Ijóð okkar sjálfir, við gerum það svo sannar-
lega ekki í hallæri. Við þurfum ekki að vera
upp á útgefendur komnir til að öðlast vin-
sældir og útbreiðslu, ef við erum þá að fiska
eftir því.
Það er komið pönk í ljóðið. Ég hugsa ekki
um neitt eins mikið og ljóðið. Það er athöfn,
þáttur í köllun minni til að breyta heimin-
um. Ég velti fyrir mér spurningum á borð
við: Hvað gerist líffræðilega hjá lesandanum
þegar hann upplifir ljóð? í ljóðinu slæ ég
fram andstæðum myndum. Hvort sem les-
andinn hafnar ljóðinu eða ekki, hefur það
samt komið af stað ákveðnu ferli í huganum,
ferli sem getur átt þátt í því að hann breyti
heiminum.
Annars er persónulegur ijóðaupplestur
áhrifamestur. Spontan upplifun. Ég sé fyrir
mér orðin splundrast í hausnum á fólki. Þjóð-
in orgar á ljóð! Mér hefur ailtaf verið tekið
vel þar sem ég hef lesið upp. Það eru ekki
nema rakin fúlmenni sem segja nei þegar þú
ætlar að opinbera innsta eðli þitt!“
En Sjón fæst líka við myndlist og, hvað á
maður að segja, dúkkusmíð/saum. Nú á
laugardaginn opnar hann sýningu í Galleri
Langbrók á því sem hann kallar „Nobody's
babydolls". „Það er annað með myndlist-
ina,“ segir hann. „Þessar dúkkur eru flash í
gegnum hugann, eitthvað sem skríður upp
úr undirmeðvitundinni.
Annars fer í taugarnar á mér hvað stór
hluti minnar kynslóðar er ástríðulaus og
grár, eiginlega er þéttasti massi hennar fer-
lega sextugur, ekkert betri en kynslóð for-
eldra okkar sem hélt neyslusamfélaginu
gangandi á 7. áratugnum meðan aðrir börð-
ust gegn því. Obbinn af minni kynslóð gerir
eins: Fer að búa um tvítugt, fer í nám bara til
að fá pappíra, með einhverja staðlaða lífssýn
upp á vasann. Lífsleiða þessa fólks fyigir síð-
an tilfinningaleysi fyrir kroppnum. Hann
brýst út í sinni ýktustu mynd sem vaxtarrækt
og ljósaæði. Ef til vill er þetta eina leiðin fyrir
þetta lið til að sjá að það sé lifandi, að það
breytist. í slíku skapleysi vekur okkar hópur
skapofsa. Ég hef t.d. margoft rekið mig á, að
maður getur skorið sig úr bara fyrir að vera
glaðlyndur. Þá á ég alls ekki við það að vera
eins og fiissandi hippi eða grínari, heldur
bara að sýna af sér mannlega kæti. Súrreal-
ísk lífssýn krefst þess að maður tefli ást og
gálgahúmor gegn kúgun. Ég lít svo á að lífið
sé „riskí bissness" maður verði að taka
áhættu. Því miður gera það fæstir. En þú
þarft ekki að gera nema einn absúrd hlut
framarlega á ævi þinni til að fá tilfinningu
fyrir leiknum, þú hættir þessu djöfulsins lulli.
Kannski eiga skæruliðasveitir á borð við
Medúsu eftir að mölva upp mannleg sam-
skipti, þrátt fyrir allt!“
Nú duga nefnilega ekki lengur orð
einsog höfuö bíll maríufiskur
japanslilja vegur nótt reykelsi
tjörn losti og svo framvegis
Nú vil ég ganga á þér...
Sfe
ö)'0
í-
'® ö)
— "><
'O ®
LL_ CO
Valdimar Flygenring er nemandi á þriðja
ári í Leiklistarskóla íslands: Hávaxinn, ljós-
hærður og bláeygður, semsé örugglega bráð-
myndarlegur samkvæmt hefðbundnu, ís-
lensku mati. En:
„í vetur var ég stundum tekinn fyrir sex-
tuga fyllibyttu," segir Valdimar. „Þá var ég að
leika 52ja ára gamlan gæja í Kirsuberjagarð-
inum eftir Tchekov og þurfti að láta raka af
mér allt hárið. Það plús gamall frakki sem ég
gekk í var nóg til þess að fólk hélt ég væri
gamall róni. Svo urðu sumir vinir mínir og
kunningjar vandræðalegir við að sjá mig
svona til reika. Seinna kom í ljós að þeir
höfðu haldið að ég væri kominn með alvar-
legt krabbamein en höfðu ekki þorað að
spyrja mig. Það er alveg makalaust hvað fólk
þolir illa að einhver breyti út af algengustu
línunum í klæðaburði og öðru er lýtur að út-
liti.
Spyrja mætti hvað það sé eiginlega sem
byggir upp ytri ímynd manns hjá fólki. Svo
virðist sem maður sé látinn leika hvern sem
er eftir fötum og klippingu. Fólk finnur mikið
öryggi í að geta dregið fólk í grófa dilka, e.t.v.
er það grundvöllurinn fyrir þessari paranoju.
Ég geng t.d. mikið í svörtu leðri, fyrst og
fremst til að verja mig gegn vætu og kulda,
leðrið er langbesta vörnin gegn íslenskri
veðráttu — ég óska Akureyringum til ham-
ingju með það að vera nú loksins farnir að
framleiða leðurskjólflíkur í stað mokkajakk-
anna! Nú, ég geng í svörtu vegna þess að
svarti liturinn drekkur í sig, og á því lifir mað-
ur jú sem listamaður, að drekka í sig. En
margir álíta það kúlheit að klæðast svörtu
leðri, það vekur aggressjónir hjá fólki. Og
vissulega eru margir konformistar sem
klæðast svörtu leðri til að skapa sér öryggis-
hjúp. Sjálfur vil ég þó ekki játast undir slíkt,
ég vil geta klætt mig spontan í samræmi við
innihaldið hverju sinni."
Sem er hvað?
„Maður upplifir eitthvað og myndar sér
skoðun á því. Seinna reynir maður eitthvað
nýtt í samhengi við fyrri upplifunina og þá
verður maður að vera reiðubúinn til að end-
urskoða matið, jafnvel breyta heimsmynd
sinni. En menn stoppa yfirleitt einhvers stað-
ar milli tvítugs og þrítugs, líta svo á að þá
verði þeir að hafa „pottþétta" heimsmynd.
Auðvitað verður maður að hafa kjarnann
á hreinu. Eitthvert markmið að stefna að.
Annars velur maður of langa leið og villist ef
til vill. Ég stefni náttúrlega að því að ná tök-
um á því sem ég er að læra. Sannleiksgildi
leikverka er oft svo mikið; með því að færa
þau upp getur þú gefið fólki svo margt í sam-
bandi við sjálft sig. Það er heildin í verkinu
sem máli skiptir, þessi afstrakt tilfinninga-
lega upplifun sem fer að gerjast inni í fólki.
Mitt markmið í leiklistinni er að koma af stað
jákvæðu ferli inni í fólki, tilfinningalegu og
hugsanalegu. Mín afstaða til lífsins og leiklist-
arinnar hlýtur að byggjast á þeim grunni,
sem er ég sjálfur, ég þarf að hafa einhverja
skoðun. Maður verður að mynda sér stutt
markmið, finna gleðina í að vinna að þeim
og gleyma ekki að maður getur ekki lifað í
neinum endanlegum sannleika.
Gróskunni Hslensku leikhúslífi getur brugð-
ið til beggja vona. Af jákvæðum teiknum má
nefna uppfærsiur Alþýðuleikhússins og
sameiginlega uppfærslu LR og LÍ á Draumi á
Jónsmessunótt. Þessi 400 ára gamli texti er
algjört dúndur og hefur margt að segja okk-
ur í dag. Ég held að 90% af fólki sem sér
þessa sýningu hljóti að verða fyrir áhrifum af
henni. Allar þessar söngleikjauppfærslur
finnst mér bera vott um vantraust leikhús-
yfirvalda á fólki, að þau haldi að fólk þoli
ekkert dýpra: „Verum líbó, sýnum fólki söng-
leiki!" Þetta ber vott um ákveðna uppgjöf. Er
áherslupunkturinn að færast frá hreppstjóra-
komedíum yfir á söngleiki? Hvaða iistræna
markmiði þjónar það?
Ekki þar fyrir, stundum verður maður var
við ótrúlegustu viðhorf hjá massanum. Um
daginn hitti ég strák sem ég hvatti til að sjá
Shakespeare-sýninguna í iðnó. Hann svar-
aði: „Ég fór nú einu sinni í Iðnó og fílaði það
ekki. Ég ætla sko ekki aftur!“ “
HELGARPÖSTURINN 25