Helgarpósturinn - 14.03.1985, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 14.03.1985, Blaðsíða 18
LEIKLIST Einleikur á Piaf Leikfélag Akureyrar sýnir Edith Piaf eftir Pam Gems. Þýding handrits og söngtexta: Þórarinn Eld- járn. Leikmynd og búningar: Gudný Björk Rich- ards. Lýsing: Viðar Garðarsson. Utsetning tónlistar: Egil Monn-Iversen. Hljómsveitarstjóri: Roar Kvam. Söngstjórn: Roar Kvam og Edward Frederik- sen. Leikstjóri: Sigurður Pálsson. Leikarar: Fastur leikflokkur Leikfélags Akur- eyrar. Gestaleikari: Edda Þórarinsdóttir. Leikritið um Edith Piaf er breskt, frá árinu 1978. Það hefur farið sigurför víða á undan- förnum árum. Þar koma ekki hvað síst til heimsfræg og vinsæl sönglög Piaf, sem eru um 11 talsins í verkinu. Pam Gems er afkasta- mikill leikritahöfundur og virðast ævi og ör- lög frægra kvenna gjarnan höfða til hennar. í þessu tilviki hefur róstursöm ævi Piaf orðið kveikjan. Piaf var eins og svo margar aðrar guðdómlegar, ómenntaðar dætur götunnar (Billy Holiday, Janis Joplin) fórnarlamb þeirra aðstæðna, sem hún fæddist inn í og ólst upp við. Þrátt fyrir vinsældir og heims- frægð skorti Piaf þó alltaf ást og blíðu og leit hennar að þeim lífsgæðum átti sér engin tak- mörk. Það er því ekkert skrýtið, að ævi hennar, sem nú er sveipuð goðsagnablæ, heilli bæði leikhúsmenn og kvikmyndagerð- arfólk. í þessu leikverki fylgjum við Piaf frá því hún er uppgötvuð á götu úti 1937 fram til dánardægurs 1963. í 24 atriðum er dregin upp mynd af Piaf, sem talaði klámfengið götumál, lifði óheilbrigðu lífi og þjáðist af langvarandi sjúkdómum og eiturlyfjaáráttu. Það er farið ansi hratt yfir elskhuga og um- boðsmenn, tónleikaferðir og sjúkdómslegur. Það sem eftir stendur er tónlistin, falleg og hrífandi. Sjálft leikritið er fremur yfirborðs- kennt, spennulaust og aldrei veruiega leik- rænt. Það gefur auga leið að sýningin stendur og fellur með hlutverki Piaf, jafnvel þótt urmull annarra persóna komi við sögu. Þetta er ein- leikur á Piaf og til þess að hlutverkið njóti sín, þarf fyrst og fremst mikilhæfa söngkonu, sem einnig getur túlkað manneskjuna Piaf, án þess að um beina eftirlíkingu sé að ræða. Mikil leit var gerð til að finna þessa mann- eskju fyrir LA og loks var Edda Þórarinsdótt- ir fengin að sunnan. Edda hefur fágaða, djúpa rödd. Hún syngur tæknilega mjög vel og beitir röddinni af feiknarkrafti. Hinsvegar fannst mér þessi agaði söngur Eddu skyggja nokkuö á þann tregafulla þokka, sem sjálf lög Piaf búa yfir. Edda skilaði hlutverkinu. heilu í höfn, en (þetta stóra en) þessi Piaf með stóra sál í litlum líkama, sem orkaði á karl- kynið með einhverjum ómótstæðilegum innri kynþokka og sjarma, varð fyrir mér ekki nægilega sannfærandi í meðförum Eddu. Henni tókst ekki að vekja þann tilfinn- inganeista, sem einmitt skapar samúð manns með óhamingju Piaf. Klámtunga hennar féll ekki alltaf í kramið hjá miðaldra frúm, enda þótt hún fengi á sig nokkuð sið- fágaðan blæ hjá Eddu. Rómantískt innihald söngtextanna varð því ágætt mótvægi við ruddaskapinn og lét vel í íslenskri þýðingu. Sunna Borg lék bestu vinkonuna (gleði- konuna Toine) og gerði snilldarlega á köfl- um. Henni tókst að gera mikið úr tragíkóm- ísku bjástri hennar við lífið. Óseðjandi mat- arlyst og græðgi Toine var með því fyndnara í leik Sunnu, enda hreif hún áhorfendur með sér í hvert sinn, sem hún birtist á sviðinu. Guðlaug Bjarnadóttir lék hlutverk Mar- lene Dietrich, sem ekki var veigamikið af hálfu höfundar. Hún gerði bráðskemmtilegt atriði úr kabarettsöngnum um Johnny og var tíguleg andstæða Piaf. Marinó Þorsteinsson, Thedór Júlíusson, Þráinn Karlsson og Gestur E. Jónasson léku hver um sig fjölmörg smáhlutverk umboðs- manna, söngvara, elskhuga o.fl. Hlutverk þessi eru keimlík og gefa lítil tilefni til per- sónutúlkunar. Ekki fannst mér skapast nægi- lega skýr skil á milli þeirra. Þau urðu hvert öðru líkt. Þarna hefði mátt gera meira úr mismunandi gervum og manngerðum, bæði í búningum og hárgreiðslu. Theodór Júlíus- son var minnisstæður sem Louis Gassion og eins var Þráinn Karlsson sannfærandi sem Marcel, stærsta ástin í lífi Piaf. Gestur og Pét- ur Eggerz áttu skoplega senu sem Þjóðverjar í melluleit. Pétur er nýgræðingur í leiklist og þjálfunarleysi hans því nokkuð áberandi. Hann var mátulega feiminn og saklaus Theó, •síðasti elskhugi Piaf. Emilía Baldursdóttir var líklega eini á- hugaleikarinn í þessari sýningu. Hún lék Edda Þórarinsdóttir skilaði hlutverkinu heilu (höfn, en Piaf með stóru sálina og innri kynþokka var ekki nógu sannfærandi í meðförum hennar, að sögn Hlinar Agnarsdóttur í leikdómi um sýningu LA á Piaf. Madelaine, ritara Piaf, sem ætíð sýndi henni umburðarlyndi og hlýhug, hvað sem á bját- aði. Emilía kom nokkuð á óvart, lék af stað- festu og öryggi. Dansparið Haraldur Hoe Haraldsson og Helga Alice Jóhannsdóttir dönsuðu nokkra þokkafuila dansa, sem báru ef til vill of sterk- an keim af nútímadansi. GuðnýRichards hef- ur áður gert leikmynd fyrir Stúdentaleikhús- ið, einnig í samvinnu við Sigurð Pálsson. Hún var hrifin af stigum og misháum pöllum þeg- ar hún vann við Jakob og Meistarann og það sama er upp á teningnum nú. Við úrvinnslu leikmyndarinnar hefur hún tekið mið af næt- urstemmningu sem Piaf lifði og hrærðist í, og það hefur tekist vel. Iðandi mannlíf stórborg- arinnar er táknað með mannverum sem standa á víð og dreif innanum leikmyndina og smíðaðar úr sama efni (járni eða áli). Það var góð hugmynd og hæfði verkinu vel. Sig- urð Pálsson hefur samt skort dálítið meira hugmyndaflug þegar kom að sjálfri nýtingu leikmyndarinnar, því langflest atriðin voru leikin á sama staðnum. Var t.d. ekki hægt að flytja söngnúmerin meira til á þessu stóra sviði og losna þannig við endalausa og þreyt- andi flutninga á hljóðnemanum, sem voru ekki einungis pínlegir fyrir áhorfendur, held- ur einnig leikarana? Allur undirleikur og tónlistarflutningur var undir góðri og öruggri stjórn RoarsKvam og það var vel til f undið að blanda Edward Fred- eriksen píanóleikara inn í leikinn af og til. Hljómburðurinn í þessu gamla leikhúsi var ekki heldur til að skemma fyrir. Tónlistin svíkur engan og lyftir stemmningunni hátt. Á frumsýningu var ekki búið að brúa hin fjöl- mörgu atriði til fullnustu og tengingar því stundum áberandi langar. Frumsýningar- gestir voru þó ekki að láta slíkt trufla sig, heldur hylltu þeir þessa djörfu listamenn vel og lengi. Leikfélag Akureyrar hefur tekið mikla áhættu með uppsetningu þessa verks og enginn vafi leikur á því að spörfuglinn Piaf mun lifa. Það hlýtur Leikfélag Akureyr- ar einnig að gera með henni. MYNDLIST Nál sem er „á nálum?“ eftir Guðberg Bergsson Einhvern tíma minntist ég á hér í greinum mínum að höggmyndin ætti rót sína að rekja til brúðunnar. Óll könnumst við við söguna af Pygmalíon sem elskaði styttuna. Brúðan og styttan vekja ástarþörf okkar með ýmsu móti. En eitthvert afdrifaríkasta atriði fyrir listirnar var viðureign Don Kíkóta við vín- belgina sem hann héit að væru risar. Sá sem hefur séð slíka vínbelgi fulla af víni skilur vel þetta atriði, því troðfullir eru þeir óhugnan- lega líkir furðumönnum, samblandi af svíni og manni. Líkastir eru þeir samt mönnum sem hafa dáið í bruna. Rómantíska stefnan sótti óspart bæði Ijóst og leynt efnivið í þetta atriði. Brúðurnar ganga þar ljósum logum, milli draums, veruleika og óskanna. Einkum hjá Hoffmann. Síðan hefur brúðunum skotið upp í listun- um öðru hverju, bæði í ballettinum, kvik- myndalistinni (og var þar næstum plága á tíma sökum þess að í eðli sínu er kvikmynda- listin ófrumleg, sprottin af tækniþekkingu en ekki frumstæðum hvötum mannsins) og í málverkinu. I íslenskum listum hefur brúðunnar varla gætt. Undanskilin er þó málaralistin. Á tíma felldi Bragi Ásgeirsson brúðuhöfuð inn í mál- verk sín og þá (ef ég man rétt) í tengslum við tímaskyn okkar: hjól tímans sem er hulið lit en saklaust andlit bernskunnar (brúðan) horfir fram, bleik og eðlileg á lit. Til að athuga hvort brúðan væri á lífi hér sem listgrein auglýsti ég sérstaklega eftir brúðum á sýningu sem haldin var í SUM árið 1974. Fáar brúður bárust. Flestar voru þær brúður í dönskum leikskólastíl. Tilgangur þeirra var að vekja og sefa ást barnsins — barnið gat beint hlýju sinni að hlýju brúð- unnar. Allar voru þær rígskorðaðar við hug- læga ást og form þeirra „hið listræna hand- verksform" sem fóstrur tileinka sér gjarna: vitinu er ýtt frá gerðinni en hópandanum komið að. Börn eiga víst að alast upp í þeim anda. Undantekning var ein brúða, stór og mikil, næstum það sem nú væri kölluð höggmynd. Hún var eftir Arnfríði Jónatansdóttur. Sú brúða er allra brúða frægust því hún var á sýningu í Japan. Og kannski kom hún víðar við sögu. Ég man það ekki. Vart er að treysta tvennu: minni manns og stjórnmálamönn- um. Nú er öldin önnur. Því nú eru nýjar af nál- inni ellefu brúður eftir Sjón til sýnis í Gallerí Langbrók. Sjón er ekki kona heldur karlmaður, þótt sjónin sé víst annars kvenkyns, að minnsta kosti málfræðilega séð. Og kannski sér hún allt á kvenlegan hátt. Hver veit. Hvað sem því líður er myndsýn Sjónar önnur en myndsýn þeirra sem kenna börn- um að búa til brúður í leikskólum. Brúðurnar eru myndverk sem beina sjónum sínum í ýmsar áttir, en einkum þó til súrrealismans. Stundum er í verkum þessum líein skír- skotun til annarra verka, og þá súrrealist- „Sjón er ekki kona heldur karlmaður, þótt sjónin sé v(st annars kvenkyns, að minnsta kosti málfraeðilega séð. Og kannski sér hún allt á kvenlegan hátt," segir Guðbeigur Bergsson ma. í um- fjöllun sinni um brúðu- sýningu Sjón í Gallerí Langbrók. anna. Við heyrum óm frá ýmsum málverk- um og bókmenntaverkum án þess að líkt sé beinlínis eftir þeim. Til að mynda er tíunda brúðumyndin, Nadja, ekki eftirlíking þeirrar brúðu sem prýðir oft kápu samnefndrar bókar. En í brúðu Sjónar er hæfilegur endurómur text- ans (svo ég grípi nú til orðs sem bókmennta- fræðimönnum er gjarnt að tönnlast á) og feluleikurinn í efni brúðu og bókar bæði áþekkur og ólíkur. Að minnsta kosti að mínu viti. En efni brúðu og bókar getur aldrei verið það sama. Sjón mætti þó stundum stunda meiri efn- isrannsóknir í verkum sínum. Efnið er oftast ætlað auganu, sjóninni, og þá til þess að hún sjái stjörnur eða að minnsta kosti skraut. Einu sinni finnst mér hann ganga of nærri öðru sem maður hefur séð. Hin eins konar sekkjaflautumanneskja minnir mig á verk konu sem er í safni Pompidou. I því eru mannbelgir úr Don Kíkóta komnir inn í mið- stéttarstofu og einn er að ryðjast gegnum afar veggfóðraðan vegg. Og eru mennirnir ekki að verða ósköp miklir belgir — miklu fremur en kútar? Þótt kútarnir séu enn til. Þeir eru belgir fullir af víni eða sem sífrandi sekkjaflautur yfir eilífum byggingarvanda- málum. Sem eru ósköp eitthvað óuppbyggi- leg. En það besta við Sjón er að augað á náiinni hans er næmt, glatt og frumlegt. Nálin hans er hæfilega á nálum yfir að hún sé nú kannski ekki að gera rétt. Mér finnst stund- um vanta broddinn. En ekki eru allar nálar með broddi. Mig grunar samt eitt: að hann sé ekki bú- inn að bíta úr nálinni með það að hafa gert brúðugerð að gjaldgengri listgrein hér á landi, hann sem er karlmaður og gengur inn í hlutverk kvenna með sjón sem er kvenkyns en karlmannleg þó. Og nú geta sjónmenntirnar fagnað yfir þessari sýningu í Gallerí Langbrók. Það þýð- ir ekkert fyrir aðrar listgreinar að loka aug- unum fyrir nálarsýn hins unga manns. Sjón er sögu ríkari. 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.