Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 14.03.1985, Qupperneq 21

Helgarpósturinn - 14.03.1985, Qupperneq 21
Helgarpósturinn rœðir við Valgerði Bjarnadóttur í BJ: — Nú varstu kjörin varafor- maður landsnefndar Bandalags jafnaðarmanna fyrir skemmstu og hefur komid fram nokkrum sinnum opinberlega sem póli- tíkus á þess vegum undanfarið. Merkir þetta að þú sért í upp- sveiflu sem stórpólitíkus? „Þetta boðar ekki það að ég sé ákveðin í að fara í fyrsta sæti í Reykjavík, né heldur að ég ætli að verða atvinnupólitíkus það sem eft- ir er ævinnar. En þetta þýðir að ég hef mikinn áhuga á pólitík og styð stefnu BJ og ef einhver álítur að það sé til gagns að ég tali á opinberum fundum þá geri ég það.“ — Hyggist þið í BJ fara í svona fundahringferð kringum landið eins og Jón Baldvin? „Nei, nei, við hyggjumst ekki fara neina trúðsferð um landið, ef það er málið. Hins vegar erum við farin í gang með fundi víða um land en þeir ganga öðruvísi fyrir sig en hjá Jóni. Við vorum t.d. á Akureyri um daginn, notuðum tvo daga til að heimsækja ýmsa vinnustaði en héldum svo opinn fund í Iokin. Við hyggjumst gera meira af slíku." Jón Baldvin er bara djók — Er einhver glímuskjáifti í ykkur gagnvart Jóni Baldvin sem hrifsar til sín fylgi, ef marka má skoðanakannanir? „Nei, síður en svo. En óneitanlega kann Jón Baldvin að vekja athygli á sjálfum sér, það er viss list, og hann gerir það vel. En það er trú mín að þegar á líður fari menn að spekúlera í því hvað sá sem hefur hátt er að segja. Og formaður Alþýðuflokksins er ekki að segja neitt nýtt. Það t.d. að ætla að reka Jóhannes Nordal, til hvers væri það? Við í BJ spekúlerum ekki í slíku, heldur segjum: Við æti- um að búa til þannig kerfi að það verði aldrei hægt að gera einn mann jafn valdamikinn og Jóhann- es Nordal. Þarna er reginstefnu- munur. Formaður Alþýðuflokksins vill reka einhvern einn mann og skipa svo bara einhvern vin sinn í staðinn. Það er ekki okkar stefna. Við erum í „bund og grund" kerfis- andstæðingar og við höfum bent á róttækar leiðir til að breyta þessu kerfi og þær felast ekki í manna- breytingum." — Hvað f innst þér um allt þetta tal um svokallað „lausafylgi" sem sagt er að fari vaxandi? Og það að svo virðist sem Jón Bald- vin hafi sópað upp slatta af því? „Ég er á móti slíkri orðanotkun. Fólk er skynsemdarverur og sem betur fer lætur það ekki bjóða sér það að vera fætt inn í einhvern stjórnmálaflokk og kjósa hann alla sína ævi, sama hvað hann gerir. Hins vegar vilja flokkseigendur tala um „lausafylgi“. Það er afskaplega mikið virðingarleysi við kjósand- ann. Kjósendur eru vitsmunaverur sem standa frammi fyrir því í kosn- ingum — eða ættu að gera það — að hafa um einhverja kosti að velja. Og það er engin lausung í því að sjá að einhver flokkur hafi platað þig og þú viljir eitthvað nýtt. Það er engin lausung í því, það er ákvörðun kjósanda. Þess vegna er ég á móti orðinu „lausafylgi". Hins vegar er ljóst að hópur þeirra kjósenda sem skoðar hug sinn í hverjum kosning- um fer stækkandi og ég hef ekki nema gott eitt um það að segja.“ — Er nauðsynlegt ad hafa jafn hátt og Jón Baldvin til að ná at- hygli slíks fólks? „Það er nauðsynlegt að hafa hátt, það er alveg ljóst. En það dugar nú skammt. Jón Baldvin gefur sig út fyrir að vera kerfisandstæðingur. Hann er það ekki. Hann heldur t.d. að það bjargi sjávarútvegi íslend- inga að skamma Norðmenn niðri á Lækjartorgi. Ég segi: Þetta er bara djók! Það sem myndi bjarga sjávar- útveginum væri að afnema meðal- talsútreikninga hjá Þjóðhagsstofn- un, að leyfa góðum fyrirtækjum að blómstra og leyfa vondum fyrirtækj- um að fara á hausinn. Það er kerfis- breyting." „FEfi KANNSKI í FRAMBOD EFTIR SVEFNLAUSA NÓn“ eftir Jóhönnu Sveinsdóttur — mynd Jim Smart Valgeröur Bjarnadóttir er heldur betur í sviösljósinu þessa dagana. Nýlega var hún kjörin varaformaöur landsnefndar Bandalags jafnaöarmanna, hún er nýtekin viö nýju framkvœmdastjórastqrfi Flugleiöahótelanna og nýsest í framkvœmdastjórn SÁÁ. Margir þeir sem um stjórnmdl fjalla velta því nú fyrir sér hvort Valgeröur muni hella sér út í pólitíkina. þegar það var ákveðið að koma hér á almennilegu almannatrygginga- kerfi, þá var það sett á oddinn, tekið út fyrir sviga. En auðvitað geta stjórnvöld ekki Ieyst þennan vanda á þann hátt að allir verði ánægðir. T.d. fyndist mér fáránlegt að setja reglur sem tryggðu að allir gætu byggt sér 300 fermetra einbýlishús." — Þú lítur semsé svo á að BJ sé ekki jafnaðarflokkur í gamla skilningnum? „Bæði og. Tökum atvinnurekstur- inn sem dæmi. Ég spyr: Hvers vegna eru gjaldeyrisviðskipti ekki frjáls á íslandi? Af hverju er fiskverð ekki frjálst? Af hverju eru ekki erlendir bankar á íslandi í samkeppni við okkar íslensku banka? Við erum ekki opið land eins og öll önnur lönd í Vestur-Evrópu. Þetta er ekki jafnaðarmennska í gamla skilningn- um. Það er í dægurmálum sem slík- um sem við í BJ erum ólík hinum Pólitík er spurning um forgangsröö ' — Nú hefur maður heyrt þad hjá býsna mörgum að þeir telji að þú sért heppilegasta mann- eskjan frá BJ til að keppa á þess- um kanti stjórnmálanna... „Ég er á móti því að vera stöðugt að tala um vinstri og hægri kant í stjórnmálum upp á gamla móðinn. Okkar samtök nefndu sig 1983 Bandalag jafnaðarmanna. Jafnað- arnafnið kemur til af því að við leggjum áherslu á velferðarríkið, t.d. að allir hafi jafnan aðgang að skólagöngu, menntun, að fólk þurfi ekki að fara á hausinn ef það verður veikt, semsé að samfélagið sjái um skóla og sjúkrahús. En við leggjum líka áherslu á að einstaklingurinn fái að njóta sín að öllu leyti, við viljum gefa annað sem frjálsast. Við viljum t.d. ekki að ríkið sé með puttana í at- vinnurekstri og kjarasamningum. En öllu frelsi fylgir mikil ábyrgð. Ef einstaklingarnir ætla að bera ábyrgð á sínum rekstri, þá þýðir það líka það að þeir geta ekki kallað á ríkið þegar illa gengur. Ef menn eru frjálsir að því að græða peninga verða þeir líka að bera ábyrgð á því sem þeir tapa." — Hvað með húsnædismálin sem svo mjög eru á döfinni núna? „Já, hvers vegna hafa þessi hús- næðismál ekki verið leyst? Ekki þar fyrir, að ég hafi einhverja patent- lausn á þeim þar sem ég sit í dag. En eins og í allri pólitík er þetta spurn- ing um forgangsöð. Húsnæðis- vandamálin er hægt að leysa haf- irðu vald til þess, það er enginn vafi á því, en þú verður að fórna ein- hverju öðru. Þetta eru brýnustu málin sem þarfnast úrlausnar í dag. Þau er hægt að leysa, rétt eins og flokkunum. Við erum líka ólík þeim hvað varðar þessar grundvallar- kerfisbreytingar sem við teljum að séu eina lausnin fyrir landið til lang- frama. Semsé að skilja á milli lög- gjafarstarfa og starfa í fram- kvæmdavaldi, að gera landið að einu kjördæmi þannig að allir hafi jafnt vægi þegar kosið er til þings, að samningar séu á vinnustöðum og þar fram eftir götunum." Frjáls kona í frjálsu landi — Ef þad verður þrýst á þig af hálfu BJ ad fara í frambod fyrir næstu kosningar — myndirðu þá láta undan? „Ég geri ráð fyrir því að það komi upp sá tímapunktur — nema náttúr- lega að ég geri einhverja stór- skandala í millitíðinni — að einhver komi og segi: Nú þurfum við að setja saman framboðslista, ertu til? Og ég ætla bara að eiga svefnlausa nótt þá!“ — Nú ert þú nýtekin við viða- miklu og ábyrgðarmikiu starfi sem forstöðumaður hótels Flug- leiða. Það getur því orðið erfitt fyrir þig að velja á milli þess og stjórnmálanna? „Vissulega. Ég hef mikinn áhuga á pólitík, ég er í mjög skemmtilegu starfi sem er mjög krefjandi og það eru þúsund hlutir sem mig Iangar til að gera í þessu starfi og ég ætla að reyna að gera þá. Nú, en einhvern tímann verður maður svo að velja og hafna. I dag get ég ekkert sagt fyrir um það hvort yrði ofan á.“ — Svo ein klassísk spurning: Er ekkert í lifi þínu sem rekst á — ábyrgðarstrf þitt hjá Flugleið- um, pólitíkin, það að vera ein- stæð móðir, og svo ertu ofan á allt komin í framkvæmdastjórn SÁÁ? „Nei, nei. Maður getur í rauninni gert allt sem mann langar til að gera og sem betur fer er landið frjálst að því leyti að fólk má taka þátt í pólitík þótt það sé í ábyrgðarstöðu, enda skárra væri það. Eg hef oft verið spurð að því hvort ekki væru gerðar athugasemdir við það að ég sé á kafi í pólitík og í þessu starfi, en eins og ég segi: Eg er frjáls kona í frjálsu landi! Hins vegar segi ég stundum til að stríða fólki, að ég vinni nú einu sinni hjá einkafyrirtæki að mestu leyti — ríkið á 20% — og Bandalag jafnaðarmanna er náttúrlega free- enterprise-stjórnmálaflokkur núm- er eitt á íslandi. Þannig að það rekst ekkert á, síður en svo!“ Alkahólistar og pólitíkusar — En varðandi SÁÁ. Þú erl þó ekki alkahólisti? „Nei, ég er fulltrúi þeirra sem enn- þá drekka í fram! mdastjórninni. Það er ákaflega glegt fólk sem vinnur þarna og j :r skemmtilegt að sjá hversu mik. einstaklingar geta áorkað þegar viljinn er fyrir hendi. Alkahólistar eru dálítið sér- kennijegur þjóðflokkur, þeir hafa óbilandi trú á mátt sinn og megin. Og það er kannski ekkert undarlegt fyrst þeir gátu hætt að drekka. Ékkert er ómögulegt í þeirra aug- um. Og það finnst mér skemmtileg- ur og góður lífsmáti. Maður verður að segja: Maður ur allt sem mað- ur ætlar sér og mitt vanta í stj eiga að framk- stöðugt að nöld vinna sig út úr eii. finnst mér ein- ílunum. Menn hlutina, ekki að þeir ætli að jrjum vanda og finna bráðabirgðalausnir á þessu og hinu. Stjórnmálamenn eiga að láta embættismenn t na út fyrir sig hvað möguleik að láta þá taka Síðan eiga þeir. ég að gera og hr. kvæmd. Það nr kosta, en ekki ianir fyrir sig. gja: Þetta ætla i því svo í fram- i alkahólistinn gera.‘ — Ætla mætti að þetta starf sem þú gegnir núna sé svona sæmilega launað. Myndirðu hafa efni á því fjárhagslega að setjast á þing? „Nei og aftur nei! Ég yrði að hafa einhverja aukavinnu til að geta stað- ið við þær fjárha , ;!egu skuldbind- ingar sem ég er I að taka á mig.“ HELGARPÖSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.