Helgarpósturinn - 14.03.1985, Síða 23

Helgarpósturinn - 14.03.1985, Síða 23
í fljótu bragði má álykta að lé- legir leikir séu orsök minnkandi áhuga íþróttaunnenda á keppni í 1. deild karla í handknattleik og á úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Reyndar er þetta ekki svo einfalt því mikill áhugi er fyrir karla- landsliðinu í handknattleik og sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikill fjöldi ungra og efnilegra leikmanna í keppni í körfuknatt- leik og handknattleik. Leikirnir eru að gæðum í samræmi við þessa staðreynd. í báðum þeim íþróttagreinum, sem hér eru nefndar til sögunnar, tíðkast nokk- urs konar forkeppni og síðan úr- slitakeppni efstu liða um íslands- meistaratitilinn. í íþróttapistli HP í dag er fjallað um fyrirkomulag ís- landsmóta í þessum greinum og bent á leiðir til úrbóta. Körfuknattleikur: Fyrir nokkr- um árum léku bandarískir leik- menn í úrvalsdeildinni og vildu margir meina að vera þeirra hefði hvetjandi áhrif á aðra leikmenn og að þeir drægju að áhorfendur. En veturinn '83 — ’84 fækkaði áhorf- endum mjög á leikjum úrvals-. deildar þó að bandarískir leik- menn væru þar í aðalhlutverkum. Á ársþingi Körfuknattleikssam- bandsins var síðan tekin ákvörðun um að erlendum leikmönnum væri ekki heimilt að leika hér á landi (ekki einungis af framan- greindum orsökum) og í kjölfarið var ákveðið að breyta fyrirkomu- lagi á keppni í úrvalsdeildinni. Leika skyldi fjórfalda umferð, tvö neðstu liðin léku síðan um að halda sæti sínu í deildinni, en þau fjögur efstu léku um íslandsmeist- aratitilinn. Hugmyndin var að laða að áhorfendur og fá fleiri leiki fyrir liðin. Fyrirmyndin var m.a. sótt til Danmerkur. „Einu kostir núverandi fyrir- komulags eru að í tvær vikur er nokkurs konar bikarstemmning, fullt af skemmtilegum leikjum og viss spenna sem fylgir öllu sam- an," segir Gunnar Þorvardarson, þjálfari og leikmaður íslands- meistaraliðs UMFN. Á svipaðar nótur slær Einar Bollason, lands- liðsþjálfari og þjálfari Hauka: „Það er óhjákvæmilegt að það verði spennandi leikir í lokin á milli bestu liðanna. Auk þess fá leik- menn mun meiri þjálfun en ella.“ Gunnar er harðorður þegar tal- ið berst að göllum núverandi fyrir- komulags. „Þetta hreinlega eyði- leggur mótið sem slíkt. Tuttugu leikir skipta litlu máli, jafnvel þó að áhugi og vilji sé fyrir hendi hjá leikmönnum og þjálfurum. Þetta verður „dautt" mót sem fáir áhorf- endur fylgjast með. Síðan getur það gerst að lið nær góðri forystu fyrir áramót, eins og við í vetur, og þá er það erfitt verkefni að halda áhuganum fram að úrslitakeppn- inni. Það er hætta á ládeyðu í kringum lið í slíkri aðstöðu. Síðan má ekkert bregða útaf í sjálfum úr- slitunum til þess að illa fari." Einar Bollason leggur áherslu á önnur atriði þegar hann gagnrýnir nú- verandi fyrirkomulag. „Það má e.t.v. segja að deildin sé of fáliðuð nú og liðin leiki of marga leiki inn- byrðis. Það er auðvitað satt að. hætt er við að spenna detti niður í sjálfu mótinu, en á það verður einnig að líta að þetta er erfitt þeg- ar eitt lið sker sig úr eins og gerst hefur tvö síðustu árin. Nú, það er hugsanleg lausn að hafa fleiri lið og þá aðeins tvöfalda umferð, en það er e.t.v. réttara að huga að því hvað hægt er að gera fyrir sjálft mótið. Norðmenn hafa þann hátt- inn á að það lið sem sigrar í „for- keppninni" er Noregsmeistari og ÍÞRÓTTIR eftir Ingólf Hannesson Blóraböggull áhugaleysis það lið sem sigrar í úrslitakeppn- inni fær annan titil." Gunnar Þor- varðarson vill taka aftur upp eldra fyrirkomulag og athuga betur hvað það er sem áhorfendur og leikmenn vilja. I framhaldi af orðum þeirra Gunnars og Einars lángar mig til þess að varpa fram hugmynd um fyrirkomulag keppni í afreksdeild- um beggja kynja: Sex lið — fjór- föld umferð og það lið sem sigrar teist fslandsmeistari. Neðsta liðið fellur í 1. deild. Bikarkeppnina á ad hefja til vegs og virdingar. For- keppni liða í 1. og 2. deild uns 4 lið standa eftir. Þessi fjögur lið keppa og við getum vart dæmt fyrir- komulag mótsins útfrá þessu. Loks vil ég nefna að það hefur verið gagnrýnt að það vanti titil til þess að gera mótið áhugavert." Páll Björgvinsson, þjálfari og leikmaður KR-liðsins, nefnir að áhuginn á íslandsmótinu fram að úrslitakeppninni sé nánast eng- inn. Hugsanleg lausn sé að leika fleiri leiki á skemmri tíma. Þá nefnir hann að hin mörgu nýju íþróttahús á Reykjavíkursvæðinu bjóði uppá ýmsa möguleika varð- andi mótshaldið. „Það er reynandi að leggja niður núverandi fyrir- komulag og leika fjórar umferðir í Frá leik KR og UMFN (úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar I körfuknattleik. síðan, ásamt úrvalsdeildarliðun- um, í nk. úrslitakeppni eins og nú tíðkast. Lið númer eitt í úrvals- deildinni keppir gegn neðsta lið- inu í forkeppninni í fyrstu umferð o.s.frv. eftir sömu forskrift og nú gildir varðandi úrslitakeppni úr- valsdeildarinnar. Nóg um körfu- knattleik að sinni. Handknattleikur: Breyting var gerð á keppni 1. deildar karla fyrir þremur árum og lágu þar tvær ástæður að baki. í fyrsta lagi átti að fjölga leikjum úr u.þ.b. 14 í u.þ.b. 30, eins og er hjá öðrum þjóðum. Það átti að fjölga góðum leikjum en ekki lélegum. I öðru lagi var hugmyndin að leika í lot- um þannig að leikmenn fengju reynslu af mörgum leikjum á stutt- um tíma eins og er í öllum alþjóð- legum keppnum núorðið. Þannig var til 8-liða deild þar sem 4 efstu liðin leika um íslandsmeistaratitil- inn eftir 14 umferða „forkeppni". Kostir þessa fyrirkomulags eru þeir helstir að leikjum hefur fjölg- að, álag aukist og lið sem eru jöfn að getu leika marga leiki inn- byrðis. En gallarnir eru fjölmargir. Hilmar Björnsson, fyrrum lands- liðsþjálfari og núverandi þjálfari Vals: „í fyrsta lagi hefur fram- kvæmd íslandsmótsins ekki verið eins og ætlast var til í upphafi, þ.e.a.s. að umferðirnar fjórtán yrðu leiknar í lotum („turnering- um“). Það hefur í raun ekkert breyst frá gamla fyrirkomulaginu. Þá hefur deildin verið ójöfn síð- ustu tvö árin, engin spenna. Það er ekkert hægt að gera við þessu 6-liða deild. Þá mætti einnig hugsa sér að 10 lið skipuðu fyrstu deild. Þar yrði leikin tvöföld umferð, en engin úrslitakeppni. En við verð- um ávallt að hafa landsliðið í huga og það hvernig alþjóðleg keppni fer fram. En umfram allt þarf að hafa mótið í fastari skorðum en nú er.“ Hilmar Björnsson hefur, ásamt fleirum, rætt möguleika á að koma á sk. kanadísk/bandarísku fyrirkomulagi. Það er þannig að t.d. 10 lið skipa deildina, tvö neðstu keppa um að fórðast fall í 2. deild, en átta efstu liðin eigast við í úrslitakeppni. Þar leikur lið sem varð númer eitt gegn liði númer átta, 2 gegn 7, 3 gegn 6 og 4 gegn 5 í fyrstu umferð. Það lið sem var ofar í „forkeppninni" þarf að vinna tvo leiki til þess að kom- ast áfram, hitt liðið þarf að vinna þrjá leiki. Ef við gefum okkur það að lið nr. 1, 2, 3 og 4 komist áfram leikur 1 gegn 4 og 2 gegn 3 eftir sömu reglum og nefndar voru hér áðan. Það lið í úrslitum sem fyrr sigrar í þremur leikjum telst ís- landsmeistari. Eins og hér hefur verið lýst eru ýmsar hugmyndir á lofti varðandi breytingar á fyrirkomulagi móta í efstu deildum í handknattleik og körfuknattleik. Þörfin fyrir breyt- ingar er augljós. Forráðamenn í þessum íþróttagreinum eiga að vera vel vakandi fyrir nýjungum, sem geta glætt áhuga íþróttaunn- enda og ýtt undir að leikir verði betur sóttir en nú er. Góð kaup Medisterpylsa A nýlöguö kr. kg. 1 30,( 10 Paprikupylsa A aðeins kr. kg. 1 o co >0 Óöalspylsa A kr. kg. 1 130,( 10 Kjötbúöingur A kr, kg. 1 130,( 10 Kindakœfa Æ kr. kg. 1 161,0 10 Kindabjúgu A kr. kg. 1 I70,( 10 Kindahakk A kr. kg. 1 I39,( 10 10 kg. nauta- A hakk kr. kg. 1 I85,( 10 Hangiálegg J kr. kg. ■ 198,1 D0 Malakoff álegg # kr. kg. Á 150,1 D0 Spœgipylsa í * sneiöum kr. kg. % o M D0 Spœgipylsa í * bitum kr. kg. Á 190,1 D0 Skinka J álegg kr. kg. % >90,1 D0 Londonlamb f álegg kr. kg. « >50,1 D0 Baconsneiöar A kr, kg. \ 135,( >0 Baconstykki A kr. kg. 1 125,( )0 ÞESSI VERD ERU LANGT UNDIR HEILDSÖLUVERÐI. GERIÐ GÖD KAUP. rOplö til kl. ■ laugardaga Visa- og kreditkortaþjónusta KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2.$. 6-86511 HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.