Helgarpósturinn - 15.05.1985, Síða 2

Helgarpósturinn - 15.05.1985, Síða 2
FRÉTTAPÓSTUR Auðir seðlar ráða úrslitum I Nú er lokið að telja atkvæði félaga í Kennarasambandinu ■ um úrsögn úr BSKB. Með úrsögn voru 1572 en 719 á móti. Til I að af úrsögn verði þurfa 2/3 kennara að greiða því atkvaeði, en mikill fjöldi auðra seðla hefur þó valdið því að af úrsögn I verður ekki. Mikil deila hefur staðið um hvort taka beri auða seðla með í reikninginn og þykir nú ljóst að það verði I gert, þannig að af úrsögn úr BSRB verður ekki skv. þessari ' atkvæðagreiðslu. . Góður þorskafi á árinu Þorskafli landsmanna fyrstu fjóra mánuði ársins var tæp- | um 22 þús. lestum meiri en á sama tíma í fyrra og heildarafli 571.989. Fiskifélag íslands metur aflamissi af völdum verk- I fallsins 17. febr.—4. mars tæplega 90 þús. lestir. ' Réttindi íslands á Hatton-Rockall svæðinu i íslenska ríkisstjórnin hefur formlega lýst yf ir réttindum ís- ' lands á Hatton-Rockall svæðinu. Geir Hallgrimsson utan- ■ ríkisráðherra gaf sl. fimmtudag út reglugerð varðandi af- I mörkun landgrunnsins til vesturs, í suður og til austurs. Telja stjórnvöld sig gera þetta til að tryggja íslandi þann rétt | sem alþjóðalög leyfa. Ýmsar þjóðir hafa lýst yfir kröfum til þessa svæpis eða hluta þess en að mati íslenskra stjórnvalda I er réttur íslands meiri en t.d. íra og Skota. - Útvarpslagafrumvarp mjakast þetta Neðri deild Alþingis afgreiddi umdeilt útvarpslagafrum- 1 varp til efri deildar sl. mánudag með 16 atkvæðum gegn 12. I 11 sátu hjá en einn þingmaður var fjarverandi. Tillaga frá I Bandalagi jafnaðarmanna um rétt allra útvarpsstöðva til , auglýsinga var naumlega samþykkt með 20 atkvæðum gegn | 19. Atkvæði voru greidd um einstakar greinar frv. og margar breytingatillögur, þ. á m. var samþykkt tillaga um að gjald- I skrár fyrir auglýsingar skuli háðar samþykki útvarps- 1 réttarnefndar. Páll Pétursson, formaður þingflokks Fram- i sóknarflokksins, taldi að með samþykkt „auglýsingaá- I kvæðisins“ væri verið að brjóta gert samkomulag stjórnar- , flokkanna. Greiddu Framsóknarþingmenn ýmist atkvæði á j móti því ákvæði eða sátu hjá. Að margra mati eru þverrandi líkur taldar á að frumvarpið komist í gegnum efri deild í I þessari mynd. Hugsanlega verði heila málið svæft. Hermannaveiki algeng á íslandi | Talið er líklegt að svokölluð hermannaveiki sé nú önnur helsta orsök lungnabólgutilfella hér á landi. Tíðni veikinnar i virðist jafnvel meiri hér á landi en víða erlendis. Á einu ári • er talið að allt að 6 manns hafi látist hér úr hermannaveik- • inni. Af 200 tilfellum sem könnuð hafa verið reyndust 30 I sjúklingar hafa fengið bakteríuna sem veldur hermanna- veiki. Um er að ræða bakteríuna legionella pmeumophila — | sem kann best við sig í heitu vatni. Komið hefur í ljós að heil- brigðisyfirvöldum var ekki kunnugt um að veikinnar hefði I gætt hér á landi. í sumar er ráðgert að framkvæma rann- ' sóknir í málinu. ■ Sjómenn úr Beykjavík blása í verkfallslúðra Sjómannafélag Reykjavíkur boðaði á föstudag til verkfalls á I bátum og minni togurum frá og með kl. 18.00 17. maí. Nær I boðunin til um 300 sjómanna á 36 skipum. Forstöðumenn , Sjómannafélagsins fara fram á sömu samninga og náðust á | Vestfjörðum fyrir skömmu. Lögreglan handtekur bruggara | Þrír fullorðnir menn voru handteknir í síðustu viku eftir að lögreglan í Reykjavik hafi fundið yfir 1300 lítra af bruggi á I heimili eins þeirra. íiggja þingmenn og fjölmiðlafólk mútur? í umræðum um bjórfrumvarpið á Alþingi í síðustu viku lét Ólafur Þ. Þórðarson þingmaður og andstæðingur málsins að I því liggja að flutningsmenn bjórfrumvarpsins gætu átt • hagsmuna að gæta varðandi innflutning á bjór til landsins ■ sem leppaðir umboðsmenn. Taldi hann einnig mögulegt að j fréttamenn ríkisfjölmiðlanna þægju mútur þar sem þeir flyttu nær eingöngu jákvæðar bjórfréttir. íþróttir * Sala aðgöngumiða á landsleik íslands og Skotlands í knatt- | spyrnu sem fram fer á Laugardalsvellinum 28. maí er nú • hafin. Mikil ásókn er í miðana og er búist við miklum fjölda , stuðningsmanna skoska liðsins á leikinn. Ekki dregur úr að | Rod Stewart, sá glaðbeitti poppari, mætir til að berja lands- leikinn augum, auk þess sem hann mun krýna fegurðar- | drottningu íslands sem valin verður i Broadway kvöldið áð- ur. I íslandsmótið í knattspyrnu er nú hafið. Fyrsta leik léku KR ' og Þróttur og báru fyrrnefndir sigur úr býtum, 4:3. > 3 leikir í 1. deild knattspyrnunnar voru haldnir í gær- | kvöldi. Úrslit urðu: Víðir—FH 0:1; Þór— ÍA 2:0; Víkingur— Valur 2:1. Fréttamolar • Kópavogsbúar héldu upp á þrítugsafmæli kaupstaðarins I á laugardag. Mikið var um dýrðir og þúsundir gerðu sér 1 glaðan dag. ■ • Olíufélögin ESSO og Skeljungur hafa sett upp sjálfsaf- I greiðslu á höfuðborgarsvæðinu. Samkeppni félaganna á , þessu sviði harðnaði verulega fyrir vikið. • Samkvæmt stjórnarfrumvarpi sem lagt hefur verið fram á Alþingi um Framleiðsluráð, —- verðlagningu og sölu á bú- I vörum, er m.a. gert ráð fyrir að Grænmetisverslun landbún- ' aðarins veri lögð niður frá og með 1. júní á næsta ári. I • Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um 2,1% í apríl. I • Utanríkismálanefnd Alþingis mun gera að tillögu sinni að aðstoð íslands við þróunarlönd verði hækkuð í áföngum til I að ná marki Sameinuðu þjóðanna um 0,7% framlag ríkja af 1 þjóðarframleiðslu. i • Tívolí var opnað í Hveragerði um síðustu helgi. • • Kvikmyndahátíð hefst í Reykjavík um helgina. , • Sovéskt flutningaskip strandaði í Siglufirði sl. föstudag. | Togskip aðstoðaði við að losa skipið og krafðist 700.000 króna fyrir. Var skipið fyrst kyrrsett vegna þess að greiðsla I fékkst ekki, en á mánudagskvöld barst tilkynning frá Sovét- ríkjunum um tryggingu fyrir greiðslunni. i 2 HELGARPÓSTURINN olíufélaganna að benda á þjón- ustuvilja sinn þarna á Ártúns- höfðanum. Esso er beggja vegna Vesturlandsvegar, Shell ofar, gert er ráð fyrir enn einni bensínstöð gegnt nýju stöðinni innan tíðar; Olíuverslun íslands (BP) mun opna afgreiðslu við Gullinbrú bráðum — og Skeljungur rekur bensínafgreiðslu við Hraunbæ. Þannig eru fjórar bensínaf- greiðslur á sömu torfunni og verða sex talsins þegar skipu- lagshugmyndum hefur verið framfylgt, sem áreiðanlega verð- ur fljótlega. „Það er öll samkeppni dýr — öll starfsemi dýr,“ sagði Árni Ól- afur Lárusson hjá Skeljungi í samtali við HP. „ Það er gert ráð fyrir þessum þjónustugreinum í skipulagi Reykjavíkur. Umferðar- þungi um þennan veg eykst, eykst að því marki að ein stöð sinnir því ekki.“ Á skipulagi er gert ráð fyrir að Hraunbær verði ekki miklu lengur tenging fyrir Suðurlandsumferðina, þess í stað verður lagður vegur út af Vestur- landsvegi yfir Bæjarháls framhjá Rauðavatni. „Þannig kemur nýja stöðin í staðinn fyrir bensínstöð- ina í Árbænum, sem verðurjsá ,bara lítil hverfisstöð," sagði Arni Ólafur. I gróandanum skýtur ýmislegt upp kollinum og hlær mót hækkandi sól. Á Ártúnshöfðan- um í Reykjavík er gróður kannski ekki sérlega fjölskrúðug- ur núorðið, en þeim mun fjöl- breyttari er byggðin orðin og ný- gróður viðskiptalífsins. Um síð- ustu helgi opnaði Skeljungur (Shell) enn éina bensínafgreiðslu- stöð við Vesturlandsveginn, að- eins steinsnar frá stórri bensín- stöð Olíufélagsins (ESSO) við sömu akbraut. Samkeppni? spyrja menn — eða merki um áhuga olíufyrir- tækjanna á að þjóna viðskipta- vinum sínum? Það er áreiðan- lega auðvelt fyrir fyrirsvarsmenn E/ffff km miHi H ' ún kraup við vinstra fram- dekk bifreiðarinnar, ljóshærð kona líkast til nokkuð á sextugs- aldri, grönn og sterkleg, einbeitt í fasi þar sem hún tvíhenti nagl- bítinn og jagaði nöglunum úr vetrardekkinu. Hún horfði út undan sér á vegfarendur eins og hún vænti hjálpar við erfiða iðju sína, en enginn gaf sig fram — nema ég. „Bölvað kæruleysið og letin í manninum," sagði hún. Og und- irritaður í gervi Samverjans skildi, að nú hafði hlaupið snurða á annars beinan þráð hjónabands eins í Hlíðahverfinu. „Og svo kemur lögreglan fram við mann af fullkomnu tillits- og skeytingarleysi. Maður hefði haldið að einhvern tíma dygði það manni að vera varnarlaus kvenmaður. . .“ og hélt áfram (þessi fullorðna stúlka) að barma sér yfir vonsku heimsins og löggunnar eftir að skrifarinn var tekinn við naglbítnum, byrjaður að slíta naglana hvern á fætur öðrum úr voldugum hjólbarða. En svona er lífið (sagði það Öldruð stelpa r reyndar við öldruðu stúlkuna) — bölvað basl í tilefni árstíða. Á vorin heimta þeir að maður fjar- lægi þessa nagla sem þeir grát- biðja mann um að setja undir á haustin. Á vorin bregst það held- ur ekki, að einhver frændi eða frænka kemur og biður mann um að bjarga sér í bakverknum, fara nú og plægja gamla kart- öflugarðinn og setja niður hinn ómissandi jarðávöxt. Og varla er þreytan (þreytukvalirnar) fyrr liðnar úr hryggnum en sami frændi með sama bakverkinn .kemur og biður mann að taka upp þessar sömu kartöflur. „En,“ sagði þessi með naglbít- inn (sem ég hélt reyndar á, en ekki hún) „mér geðjast ekki að þessari framkomu mannsins. Hann hefur vitað um það í allt vor, alveg síðan í fyrravor, að naglarnir skyldu úr dekkjunum svo malbikið eyðilegðist ekki alveg, og svo gerir hann ekkert í málinu — hefur auðvitað skipt um dekk á bílnum sínum, en ég má basla með minn bíl. ..“ (Þarna er jafnréttið þeirra í sinni réttu mynd, hugsaði ég en sagði ekkert, baslaði fúll við naglana.) „.. .Þótt auðvitað sé það ekki

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.