Helgarpósturinn - 15.05.1985, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 15.05.1985, Blaðsíða 10
HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Blaöamenn: Edda Andrésdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson Útlit: El(n Edda Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea Matthiasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Steinþór Ölafsson Innheimta: Garðar Jensson Afgreiðsla: Ásdís Bragadóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Sjötta boðorðið Helgarpósturinn birtir í dag samtal við mann, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum hér- lendis upp á síðkastið. Blaðið birtir jafnframt bréf frá þessum sama manni, þar sem hann ger- ir grein fyrir þeim vanda sem þessi blaðaskrif hafa valdið honum og hans nánustu. Maðurinn sem hér um ræðir er annar tveggja Islendinga, sem í hefur fundist mótefni AIDS-veiru. I fyrstu frétt um þetta mál í Morgunblaðinu var maður þessi stimplaður kyn- hverfur, hommi. Ástæðan var sú, að haft var eftir landlækni, að smit bærist eingöngu á milli homma. Nú vill svo til, að viðmælandi HP er ekki hommi. Síðar hefur svo landlæknir, og fleiri, stað- fest, að smitleiðir séu mun fleiri: smit geti borist með blóð- vökva og blóðfrumum og þannig geti smit borist við blóðblöndun. Hún getur orðið við kynmök, blóðgjöf og hjá eiturlyfjaneytendum, sem nota skítugar nálar til að sprauta sig með. En með orðum sínum var landlæknir búinn að stimpla þennan viðmælanda HR Hann var orðinn að homma. Þessu á maðurinn illt með að una, og raunar fleiri. Þess vegna kemur hann fram í dagsljósið með þeim hætti, sem hann gerir í blaðinu í dag. Honum finnst, sem von er, að hann eigi að njóta sömu þagnar og aðrir sjúklingar, enda þótt sjúkdómur hans kunni að vera mjög alvarlegur. HP gerir sér fulla grein fyrir því, að embætti Landlæknis á í sálarstríði, þegar svona mál koma upp. Annars vegar hvílir þagnarskylda á landlækni, en hins vegar liggur á honum upp- lýsinga- og fræðsluskylda, þeg- ar alvarlegur sjúkdómur fer að gera vart við sig hérlendis. Leið- in er vandrötuð. Þó er Ijóst, að landlæknir á ekki að ganga fram fyrir skjöldu og lýsa því yfir, að tiltekið smit eigi sér ein- göngu eina leið, þegar stað- reyndin er önnur. Með þessu er t.d. verið að leggja í einelti minnihlutahóp í þessu landi, minnihlutahóp sem á erfitt uppdráttar hvort sem er, þ.e. homma. En það er ekki bara opinbert embætti, sem hefur hlaupið á sig. Hið sama gerði Morgun- blaðið með fréttaflutningi sfn- um. Fréttaflutningur Morgun- blaðsins er til þess eins fallinn að vekja upp „hysteríu", hvetja fólk til þess að halda sjötta boð- orðið, og halda í heiðri og virða heilaga stofnun borgaralegs samfélags, hjónabandið án framhjáhalds. BREF TIL RITSTJORNAR Athugasemdir Fiskidjunnar Freyju hf. á Suöureyri Með skírskotun til greina í Helgar- póstinum í dag, varðandi skulda- stöðu Fiskiðjunnar Freyju hf. við Suðureyrarhrepp, þykir undirrituð- um stjórnarformanni í félaginu rétt að vekja athygli á eftirfarandi: 1. Við eigendaskipti í Fiskiðjunni Freyju hf. og dótturfyrirtæki hennar, Hlaðsvík hf., í október 1981, urðu eignaraðilar að fisk- iðjunni þessir: Samband ísl. samvinnufélaga og dótturfyrirtæki, samtals 60% Kaupfélag ísfirðinga samtals 25% Suðureyrarhreppur, samtals 15% Áður áttu bæði kaupfélagið og Suðureyrarhreppur hlutabréf í fyrirtækinu, en juku eignarhald sitt við eigendaskiptin. 2 Eins og þeir sem fylgst hafa með útgerð og fiskvinnslu vita, þá fóru um þetta leyti í hönd vax- andi rekstrarerfiðleikar, bæði sökum minnkandi fiskgengdar, aflatakmarkana, svo og stór- hækkandi rekstrar- og fjár- magnskostnaðar. Endurspeglast þessi „afkomá* m.a. í lokun Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, sölu á tveim togurum Bæjarút- gerðar Reykjavíkur, nauðungar- sölu á togara á Akranesi, upp- boði á öðrum Grundarfjarðar- togaranna, tímabundnum lok- unum nokkurra frystihúa o.fl. 3. Þrátt fyrir þessa eindæma ótíð hefir bæði fiskiðjunni og útgerð- arfélaginu á Suðureyri tekist, í öll þessi ár, að komast hjá lokun frystihússins eða að stoppa tog- arann, enda eigendur minnugir þess að hér er um aðal-atvinnu- fyrirtæki staðarins að ræða. 4. En til þess að halda úti erfiðum rekstri þarf oftast að koma til hærri rekstrarlán og aukið fram- lag eigenda. Því var samþykkt af allri stjórn félagsins, — en hana skipuðu þá þrír heimamenn, þ.m.t. oddviti Suðureyrarhrepps, sem varaformaður, og Gestur Kristinsson, ritari stjórnar, ásamt með kaupfélagsstjóranum á ísafirði og undirrituðum, að vinna með aukningu hlutafjár. 5. Um það var talað að reyna að afla fjár í eins ríkum mæli og kostur væri á, bæði lausafjár- stöðunnar vegna og eins sökum aukinnar vélvæðingar í frysti- húsinu o.fl. í framhaldi af þessu lagði Sam- bandið fram 4 m.kr. í ársbyrjun 1984, en jafnhliða 7,3 m.króna á sérstakan reikning, sem skoða mátti sem ígildi hlutafjár, til þess að Suðureyrarhreppur gæti lagt fram 2 m.kr. og haldið þar með 15% eignahluta sínum í félaginu óskertum, því vitað var að hreppurinn vildi ekki stækka eignarhald sitt frekar. Til að standa við sinn hluta sótti Suður- eyrarhreppur til Byggðasjóðs umlán þann 9. nóv. 1983 en fékk ekki alla þá fyrirgreiðslu sem vonast var eftir. 6. Þrátt fyrir þessi úrslit í Byggða- sjóði treysti Freyjan því að fram- angreindir stjórnarmenn, sem jafnframt voru í hreppsnefnd, gerðu sér grein fyrir þýðingu aukins fjármagns í félaginu, og myndu því ljá máls á skuldajöfn- un vegna umræddra 2 m.króna, fengist ekki lán fyrir Suðureyrar- hrepp með aðgengilegum kjör- um. Með öðrum orðum að þeir væru sama sinnis í hreppsnefnd- inni varðandi aukningu hluta- fjárins, eins og í stjórn fiskiðj-' unnar. 7. Allir vita að helstu tekjustofnar sveitarfélaga eru annars vegar útsvör og hins vegar aðstöðu- gjöld fyrirtækja. Með því að leggja fiskvinnsluna í líma tókst að tryggja fulla atvinnu á staðn- um og þar með skil á útsvorum starfsfólks, sem e.t.v. nema um 70% af tekjustofni Suðureyrar. Því er af og frá að álykta að tíma- bundin vangeta fiskvinnslunnar til fullrar greiðslu á öllum gjöld- um til hreppsins árin 1983 og 1984 hafi komið sveitarsjóði í úlfakreppu, — eða hvað hefði skeð ef fyrirtækin hefðu í greiðsluþroti orðið að loka um lengri eða skemmri tíma? 8. Til fróðleiks skal upplýst að launagreiðslur árin 1981—1984 voru sem hér segir: Freyja Hlaðsvík Samtais 1981 13.695.382 5.631.521 19.326.903 1982 18.321.471 6.747.283 25.068.754 1983 27.069.172 11.275.889 38.345.061 1984 36.268.687 24.456.056 49.503.743 132.244.461 Af ofanrituðum tölum má sjá að inntekt útsvara af þessum tekj- um hefur verið veruleg. 9.Við samantekt á skuldastöðu Freyju og Hlaðsvíkur við Suður- eyrarhrepp pr. 1. maí s.L, þegar meðtaldir eru hæstu dráttar- vextir á vanskil, en tekið inn í reikningsstöðuna til skuldajöfn- unar áðurgreint hlutafjárfram- lag hreppsins að upphæð 2 & ÆTLARSÍSAÐ SkuidAr milljónir f sveitarsjóð Hótar lokur. frystihússins ef hreppsnefnd er með derring m.króna, kemur í Ijós að fiskiðjan á inni hjá Suðureyrarhreppi samtals kr. 21.497,00 en útgerðin skuldar kr. 470.619,00. Aftur á móti ef vikist er undan hlutafjár- framlaginu skuldar Freyjan að sjálfsögðu einnig umræddar 2 m.króna ásamt vöxtum. Rétt er að taka fram að álögð gjöld 1985 eru ekki inni í þessu reiknings- uppgjöri. 10. Einn þáttur í erfiðri lausafjár- stöðu margra fiskvinnslufyrir- tækja, þ.m.t. Fiskiðjan Freyja hf., eru miklar birgðir af Nígeríu- skreið. Á fyrirtækið — nær óveð- sett — um 15—18 m.króna virði í þessum útflutningsafurðum. 11. Mundangshófið er vandratað en Ijóst er af umfjöllun Helgarpósts- ins að skrif hans eru til þess eins fallin að rýra álit á Sambandinu og veikja lánstraust atvinnufyr- irtækjanna á Súgandafirði. Er það markmið blaðsins; — eða hyggst það taka fleiri útgerðar- og frystihúsaeigendur í karphús- ið fyrir að reyna að halda úti at- vinnulífi í sjávarþorpum við erf- iðar aðstæður? Reykjauík, 9. maí 1985. Kjartan P. Kjartansson. Búnir aó borga — allt í einu? Vegna athugasemda Kjartans R Kjartanssonar skal tekið fram, að skuldastaða Fiskiðjunnar Freyju við Suðureyrarhrepp 1. maí sl., er í engu samræmi við þær upplýsingar sem- Helgarpóstinum voru veittar af á- reiðanlegum heimildamönnum. Einn þeirra sagði síðast í samtali við HP á mánudag, að engar fregnir hefðu borist af því að skuldin hefði verið greidd sveitarsjóði. Hins vegar hlyti það að gleðja menn ef ógreidd þjónusta — og opinber gjöld sem um var að ræða, og námu milljón- um, hefðu nú innheimst. Helgar- pósturinn ítrekar það að grein- blaðsins um skuld frystihússins við Suðureyrarhrepp, var byggð á áreið- anlegum heimildum málsmetandi manna. Ritstj. langt árabil haft og átt íbúð til um- ráða í íbúðarblokk við Hjarðarhaga 28. Þar sat t.d. lektor í uppeldisfræð- um á skrifstofu og kenndi í stofú, þarna hafa verið þroskarannsóknir á vegum Max Planck stofnunarinn- ar í Þýskalandi, sem Wolfgang Edelstein hefur stjórnað og þar fram eftir götunum. Nú er Háskóli íslands búinn að selja íbúðina og var það gert án auglýsingar, eftir því sem HP kemst næst. Samið var við þá sem í íbúðinni voru með þroska- rannsóknaplögg sín, að þeir rýmdu íbúðina fyrir miðjan maí. En bið- lund nýja eigandans (eða eigend- anna) var þó ekki meiri en svo, að þeir byrjuðu að skrapa og slípa íbúð- ina um síðustu mánaðamót og tókst þannig að eyðileggja og fara illa með ýmis rannsóknargögn og tæki. Fremstur í flokki var vinnuklæddur maður að nafni Guðmundur Magnússon.rektor Háskóla íslands þar til í sumar. Kom þá í ljós, að kaupandinn var dóttir Guðmundar Hanna Valdís Guðmundsdótt- ir.. . H H ingað til lands koma oft merkir gestir þótt ekki láti þeir mik- ið á sér bera. Þannig var hér á landi í heimsókn á dögunum Jessica Lange, leikkonan fræga úr t.d. Tootsie og Frances. Jessica býr í Hollywood og er sambýlismaður hennar Sam Shepard, einnig þekktur úr heimi kvikmyndanna. Ástæðan fyrir komu Jessicu hingað var sú, að hún var á hálfgerðum flótta ásamt þremur vinkonum sín- um. Þær stöllur dvöldu hér í eina fjóra daga í sumarbústað skammt frá Reykjavík. Ástæðan fyrir dvöl- inni var, að Jessica og vinkonur vildu fá hvíld og þar að auki voru þær að forðast illræmdar krumlur umboðsmanna, sem höfðu gert Jessicu tilboð. Hún hafði svarað með glannalegu háu tilboði vegna þátttöku í kvikmynd og flaug síðan rakleiðis til íslands í felur til þess að enginn næði í hana til þess að fá hana til að lækka tilboðið. Því miður höfum við enn ekki fengið að heyra hvernig samningurinn leit út á end- anum eða hvort yfirleitt var sam- ið. . . Leiörétting I grein HP um eftirlaunafríðindi fyrir skömmu, var þess getið að auk hæstaréttardómara héldi forseti ís- lands fullum launum til æviloka. Þetta mun hins vegar rangt. Hæsta- réttardómarar eru þeir einu sem halda fullum launum. Um eftirlaun forseta íslands er það að segja, að þau eru ákveðinn hundraðshluti af launum. 60% hafi hann gegnt emb- ætti í eitt kjörtímabil, 70% hafi hann verið tvö kjörtímabil, og hafi hann gegnt embættinu lengur en tvö kjörtímabil, verða þau 80%. Eftir- laun miðast við 65 ára aldur, eða að viðkomandi sé öryrki og hafi látið af embætti. Þá skjótum við því enn- fremur hér inn, að í umræddri grein var sagt að Halldór E. Sigurðsson hefði á sínum tíma gegnt embætti sparisjóðsstjóra. Það er rangt. Hann starfaði hins vegar sem sveitarstjóri, þingmaður og ráðherra, en þiggur aðeins eftirlaun fyrir tvö síðast- nefndu embættin. LAUSN Á SPILAÞRAUT Norður lætur tvistinn. Austur trompar og spilar spaðaás og drottningu. Þá kemur í ljós að suö- ur átti aðeins spaðatvistinn. Nú fór S 10-8-7-4 H Á-G-4 T 9-4 c v r o c L K-9-5’2 S K-G-9-6 S A-D-5-3 H D-9-3 H K-8-2 T 7-5 t Á-K-D-G L D-8-6-4 L - S 2 H 10-7-6-5 T 6-3-2 L Á-G-l 0-7-3 í verra. Hvað gerum við nú? Þannig voru öll spilin: Ef við spilum litlu hjarta á drottninguna og norður á ásinn, þá er allt í voða. Hann myndi að sjálfsögðu spila laufi aftur og vest- ur kæmist ekki inn á blindan til þess að taka trompin. Það eina sem hægt er að gera, er að spila hjartakónginum. Taki andstæð- ingarnir kónginn og spili aftur laufi, þá trompar vestur, spilar sér inn á hjartadrottningunni og spilar svo trompi. Gefi andstæðingarnir, er síðasta trompið tekið og tígull- inn er tólfti slagurinn. FREE STYLE FORMSKUM LORHAL míi wm A Já — nýja lagningarskúmið frá L'ORÉAL! og hárgreiðslan verður leikur einn. 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.