Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 15.05.1985, Qupperneq 17

Helgarpósturinn - 15.05.1985, Qupperneq 17
KVIKMYNDIR Eddie Murphie — ungur maöur á uppleið Þetta verður svolítið kúnstugur kvik- myndadómur. Hann fjallar lítið sem ekkert um Beverly Hills Cop, myndina sem hann ætti að vera um. í fyrsta lagi vegna þess að dómar um hana hafa nú þegar birst í öllum öðrum blöðum og annar hver maður í bæn- um er að tala um hana, og í öðru lagi vegna þess að myndin er einfaldlega skotheld skemmtimynd sem e.t.v. er lítil ástæða til að velta sér mikið uppúr. Hún er spennandi og fyndin, og Eddie Murphy... jú, hann er eins góður og allir segja að hann sé. Murphy, sem er kornungur, eða aðeins um 25 ára, vakti þjóðarathygli í Bandaríkjunum fyrir svosem þremur árum þegar hann hóf leik í Saturday Night Live sjónvarpsþáttun- um. Og vegna þess hve ótrúlega oft þá þætti ber á góma í umfjöllun um nýjar bandariskar gamanmyndir datt mér í hug að nota tæki- færið og fræða háttvirta lesendur um fyrir- bærið. Upphaf þáttanna má rekja til þess að vorið 1976 ákváðu forráðamenn NBC sjónvarps- stöðvarinnar að hætta að nota tímann frá hálftólf til klukkan eitt á laugardagskvöldum undir endurtekið efni. Þeir settu sér að finna uppá einhverju sem fengi ungt fólk til að koma snemma heim á laugardögum, og réðu Lorne nokkurn Michaels til þess að stjórna tilrauninni. Sá réð til sín unga og lítt þekkta leikara — Chevy Chase, Dan Aykroyd, Gilda Radner, John Belushi og Michael O’Donoghue — og byggði þættina upp á stuttum leiknum grínatriðum með tónlistar- innskotum þekktra músíkanta, og einum mjög frægum gestaleikara í hverjum þætti. Þættirnir, einn og hálfur tími, voru sendir út í beinni útsendingu. Það, og brjálæðisleg- ur húmorinn gerði það að verkum að ekki aðeins ráðsettir forstjórar NBC, heldur einn- ig stór hluti amerísku þjóðarinnar, sat stífur við sjónvarpið og beið þess að í sjónvarpssal færi allt til fjandans. Vinsældir þáttanna voru ótrúlegar frá fyrstu útsendingu og ungu leik- ararnir urðu að stjörnum. Chevy Chase var aðalstjarnan til að byrja með og feit kvik- myndatilboðin náðu honum fljótt frá sjón- varpinu. Sömu leið fóru Dan Aykroyd og John Belushi og Gilda Radner (The Woman eftir Guðjón Arngrímsson in Red), en áður hafði Lorne Michaels ráðið nýja leikara fyrir þættina sína. Bill Murray kom fljótt til sögunnar, sömu- leiðis Steve Martin og fleiri minna þekktir á íslandi — og nú síðast Eddie Murphy. Uppúr samvinnu þessara leikara og höfunda, og fleiri aðila sem tengjast Saturday Night Live, hafa orðið til margar vinsælustu gaman- myndir síðustu ára: Foul Play, Animal Hoúse, Blues Brothers, Stripes, Ghostbusters, National Lampoons Vacation, Trading Places, Beverly Hills Cop og margar fleiri. Velgengnisár þáttanna eru nú liðin, en á meðan skemmtimyndir á borð við þær sem hér voru nefndar halda áfram að renna und- an rifjum Eddie Murphy og félaga alla ieið uppá ísland er ekki ástæða til að kvarta. LEIKLIST Kötturinn og rifbeiniö Leikfélag Akureyrar: Kötturinn sem fer sínar eigin leidir. Ævintýraleikur byggdur á smásögu eftir Rudyard Kipling. Höfundur: Ólafur Haukur Símonarson sem einnig samdi tónlist og söngtexta. Leikmynd og búningar: Messíana Tómas- dóttir. Lýsing: Alfred Alfredsson. Hljóöfœraleikur og tónlistarútsetningar: Gunnar Þóröarson. Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir. Þær eru orðnar margar sköpunarsögurnar sem sagðar hafa verið í gegnum tíðina. Allir trúarbragðahöfundar hafa sagt þessa sögu í mismunandi útgáfum, sem allar eru þó furðulega keimlíkar. Og margir fleiri en trú- arbragðahöfundarnir hafa spreytt sig á því að segja sköpunarsöguna, þessa tímanlegu, en þó eilífu sögu. Ein útgáfa þessarar sígildu sögu mann- kynsins er nú komin á fjalirnar hjá Leikfélagi Akureyrar. Hún er ættuð upphaflega úr breska heimsveldinu, sögð af einu helsta skáldi þess, Rudyard Kipling, tilreidd handa íslenskum börnum á öllum aldri af fjöllista- manninum Ólafi Hauki Símonarsyni. Þessi bráðsmellna dæmisaga um sköpunina sem stöðugt heldur áfram, er hér sögð í um það bil klukkustundarlangri sýningu, og má segja að það sé hreint ekki svo lítið sem höf- undur færist i fang. En timinn og rúmið, það eru nú svo afstæð hugtök. Við erum stödd í helli langt inni í myrkum, votum frumskóginum þar sem þetta allt byrj- aði. Sagan fjallar í stuttu máli um það hverjar afleiðingarnar verða þegar Skaparanum flýgur það allt í einu í hug að stela rifbeini villimannsins og skapa úr því Konuna, tákn þess fyrirbæris sem við gjarnan köllum sið- menningu. Með kænsku sinni og útsjónar- semi tekst henni að temja hin vilitu dýr. En kænsku hennar er þó takmörk sett. Hún nær ekki að temja köttinn sem sífellt leitast við að fara sínar eigin leiðir. Hann verður henni yf- irsterkari, og henni lærist að hún verður að gefa eftir, þar sem hún getur ekki án þjón- ustu hans verið. Hún verður að ganga til samninga við þennan erkióvin sinn, en hann fyrir sitt leyti verður einnig að gefa eftir. Sá sem fara vill sínar eigin leiðir á fullan rétt á sínu frelsi, en þetta frelsi verður ávallt að vera háð samningum við þá sem tilhneig- ingu hafa til þess að hefta það, það er að segja við siðmenninguna. Þetta er kjarninn í boðskap sögunnar, boðskapur sem ýmsir virðast eiga erfitt með að skilja. Því er það svo, að enn þann dag i dag eru svo margir þeirra sem fara vilja sínar eigin leiðir lokaðir inni á geðveikrahælum, ef þeir eru þá ekki bara hreinlega skotnir. Og svo vaknar auð- vitað sú sígilda spurning hvort það hafi ekki verið óskaplega mikil skammsýni hjá Al- mættinu að fara að leika sér með þetta rif- bein. Eða hvað hefur maðurinn að gera með alla þessa siðmenningu, ef hann ætlar bara að nota hana til að tortíma sjálfum sér. Óneitanlega býður hin ágæta dæmisaga Kiplings upp á ýmsa möguleika. Úr henni hefði mátt semja hvort heldur sem er hefð- bundið ævintýraleikrit handa börnum, póli- tískt ádeiluverk, eða rokkóperu, og allt þetta er að finna í þessu stutta og laggóða verki Ólafs Hauks. Ymislegt er þarna með ágætum gert, til að mynda tónlistin og söngtextarnir sem sumir hverjir eru alveg drepfyndnir og lögin létt og grípandi en ef til vill ekki að sama skapi frumleg. Og ósjaldan bregður fyrir hnyttilegri kimni, þannig að oft má hafa ágætt gaman af leiknum. Helstu gallarnir eru aftur á móti visst stefnuleysi, þannig að maður áttar sig ekki alltaf á því hvort verið er að skrifa fyrir börn eða fullorðna. Þá vant- ar stundum mikið upp á að höfundur nýti sér hina dramatísku möguleika sögunnar til fullnustu. Þannig hefði mátt gera miklu meira til dæmis úr togstreitu hinna tveggja andstæðu póla, Konunnar og Kattarins. Teygja dálítið úr verkinu án þess að slaka á tempóinu, þó að það kunni einnig að vera viss kostur hversu stutt verkið er. Einhvern- veginn hefur maður það á tilfinningunni að jafn góður höfundur og Ólafur Haukur hefði getað gert jafnvel enn betur, ef hann hefði lagt dálítið meira í verkið. Til dæmis gefur hinn stutti tími sem sýningin tekur ekki þá möguleika á persónusköpun sem skyldi. Leikur í sýningunni er yfirleitt fremur góð- ur, ekki síst þegar tillit er tekið til þess hversu leiktextinn setur persónusköpuninni þröng- ar skorður, eða öllu heldur skortur á leik- texta. Theodór Júliusson leikur Köttinn sjálf- an, og finnst mér hann á stundum vera fuil mikil „fígúrá’ til að geta talist sannfærandi fulltrúi andófsins i heiminum. Betri lausn hefði verið að sýna hann frekar sem eins- konar eldhuga, jafnvel skoplegan. Þórey Aðalsteinsdóttir sýnir með ágætum hinar mörgu og óræðu hliðar Konunnar þ.e. sið- menningarinnar og hefði vafalaust gert mikla hluti með meiri texta, og Þráinn Karlsson dregur upp ágæta en ef til vill full neikvæða mynd af Manninum, því það er nú einu sinni svo að karlmenn eru eins misjafnir og þeir eru margir. Marinó Þorsteinsson túlkar vel hina þýlyndu duttlunga Hundsins, Pétur Eggerz er traustur Hestur sem fúsiega tekur á sig öll vasadiskó siðmenningarinnar, og Sunna Borg hin seiga, þumbaralega Sam- vinnukýr sem ekkert fær haggað, jafnvel ekki fallbyssudrunurnar í Normandí, og Rós- berg Snædal er átakanlegur á köflum í um- komuleysi Barnsins. Leikmynd Messíönu Tómasdóttur er stílfærð og haganleg en hefði ef til vill mátt hafa yfir sér ögn villtari blæ, til dæmis með notkun grárri lita. Aftur á móti eru dýragervi hennar ef til vill full „mennsk”, ekki síst þegar hinir yngri áhorf- endur eru hafðir í huga. Dýrslegri gervi hefðu einnig gert samsvörunina milli manns- ins og dýrsins ljósari fyrir hinum yngri áhorf- endum. Lýsing Alfreðs Alfreðssonar var ágæt, nema ef vera skyldi í upphafi og endi, og hvað upphafsatriðið varðar þá hefði mátt gera það miklu vilitara en það var, bæði með notkun lýsingar, tónlistar og leikhljóða sem annars voru vel notuð. Þegar allt kemur svo til alls þá er hér á ferðinni hin þokkalegasta „fjölskylduskemmtun” með þörfum, sígild- um boðskap, en varla nein tímamótasýning. Þó eru það auðvitað alltaf tímamót og gleði- leg tíðindi útaf fyrir sig þegar frumsýnt er nýtt íslenskt barnaleikrit. POPP Gísli og orkuveriö ÁSTARJÁTNING - Gísli Helgason. Útgefandi: Gísli/Þor. Það er fáheyrt — ef ekki einsdæmi — að listamaður hefji sólóferil sinn með útgáfu á safni bestu laga, sem útlenskir nefna „greatest hits“. Þannig plata er Ástarjátning þó. Af fimmtán lögum plötunnar hafa tíu komið út áður með Gísla Helgasyni, Hálfu í hvoru, Vísnavinum, bræðrunum Gísla og Arnþóri og Stevie nokkrum Wonder. Fimm heyrast nú fyrsta sinni. • Tónlistarferill Gísla er órðinn langur. Fyrst man ég eftir honum og Arnþóri, er þeir ferð- uðust um landið, spiluðu í samkomuhúsum og söfnuðu fé handa hjálparsjóði æskufólks. Þá taldi maður Arnþór eiga einhverja fram- tíð fyrir sér í tónlistinni. Hann spilaði þó á hljómborð. Gísli blés bara í barnaflautu, sams konar og sumir sveittust við að læra á í söngtímum. Það var ekki mikil framtíð í slíku púkablístri. Síðan eru liðin mörg ár, bræðurnir vaxnir úr grasi og blokkflauturnar hans Gísla... ja, við skulum segja að iiann sé einn sárafárra, sem hefur tekist að beisla þær. Tónlistarferill Gísla Helgasonar er því orðinn býsna langur, þó að hann hafi ekki verið sérlega áberandi. Síðustu árin hefur hann starfað með hljóm- sveitinni Hálfu í hvoru og mig grunar að hvað tónlistina varðar hafi hann verið prímus mótor þeirrar grúppu. Ástarjátning er í heild sinni mjög þægileg plata. Lögin fimmtán eru nokkuð misjöfn. The Day After the Night Before, Sitthvað er bogið og Kvöldsigling standa upp úr. Ástar- játning — titillagið — vinnur á. Hins vegar get ég ómögulega skilið til hvers I Just Called to Say I Love You var látið fylgja með. Mér heyrist Gísli vera talsvert undir suður- amerískum tónlistaráhrifum. Verð reyndar að játa mig fremur ófróðan í þess háttar spilverki, en gæti vel ímyndað mér að Peron heitinn hefði farið létt með að blístra lögin hans Gísla við morgunraksturinn hér í den tid. Eitt annað en áðurnefnd lög gerir Ástar- játningu að gæðagrip. Útsetningar Helga E. Kristjánssonar eru aldeilis prýðilegar og falla vel að þeim laglínum sem hann hefur úr að moða. Og að síðustu þetta: Hagnaðurinn af sölu Ástarjátningar rennur til styrktar bókaút- gáfu á blindraletri. Ekki er mér kunnugt um, hvort á að efna til happdrættis til styrktar þeirri bókaútgáfu, en Ástarjátning hefur eitt fram yfir venjulegan happdrættismiða: Við kaup plötunnar hefur maður þegar hlotið vinning; ljúfa, afslappaða og áheyrilega hljómplötu sem hvergi særir eyrað. 33’A — The Power Station. Útgefandi: EMI/Fálkinn. Bassaleikarinn er mest kvennagull breskra poppara. Gítaristinn er samstarfsmaður hans í vinsælustu táningabólu heimsins um þessar mundir, Duran Duran. Trommuslagarinn kemur úr einu hljómsveit diskóbylgjunnar sem einhverrar virðingar nýtur: Chic. Söngvarinn er sérvitringur. Hann var í hópi breskra ryþmablúsara í upphafi áttunda ára- tugarins, en hefur átt skrykkjóttan sólóferil síðan sjötíu og þrjú. Þeir kalla sig The Power Station. Fyrsta afkvæmið hefur litið dagsins ljós. Það er bastarður. Með þessum orðum er ég þó engan veginn að afskrifa plötuna 33‘/3. Þar má margt gott heyra. Til dæmis það, að Andy Taylor gítar- leikari nýtur sín engan veginn í Duran Duran — alltént ekki á plötum hljómsveitarinnar. Tony Thompson trommuleikari sannar það sem mann grunaði eftir að hafa hlustað á hann á Let's Dance plötu David Bowies, að þar fer sterkur leikmaður, sem tekur ómerki- lega diskótakta í nefið ef honum sýnist svo. Þeir eru sem sé menn plötunnar, Andy og Tony. John Taylor er ósköp venjulegur meðaljón á bassa og Robert Palmer er í röngum félagsskap. Á 33 'A eru átta lög. Palmer og Taylorarnir eftir Ásgeir Tómasson semja fjögur, Palmer og Bernard Edwards upptökustjóri plötunnar eitt, og annað er eftir Palmer og G. Pratt. Tvö teljast til elli- smella, lögin Get ft On (T. Rex) og Harvest For the World (lsley Brothers). Tvö þau síð- astnefndu koma best út og eru bara áheyri- leg. Afgangurinn er ekki nógu sterkur og yfir það verður ekki breitt með miklum látum og voldugri pródúksjón. Til hverra er svo verið að höfða með gerð 3373? Eg efast um að aðdáendum Roberts Palmer sé skemmt. Trommuleikur Tony Thompsons er að vísu stjörnuleikur, en feilur tæplega í kramið nema hjá öðrum trommu- leikurum og sérvitrum áhugamönnum um það hljóðfæri. Duran-aðdáendurnir eru þekktir fyrir að kaupa allt sem þeirra menn koma nálægt, svo að sennilega sitja þeir uppi með upplagið af 3373. En ólík er hún plötum Duran Duran og verður tæpast keypt nema af skyldurækninni einni saman. Af framansögðu má sjá, að frumraun The Power Station hefur sína kosti. Gallarnir eru þó fleiri. Vegur þar þyngst að fjórmenning- arnir sem að hljómsveitinni standa eru á of ólíkum tónlistarsviðum til þess að nógu sam- stæð blanda komi út. En fyrst og fremst er hráefnið sem moðað er úr, lögin sjálf, of slappt til að endanleg útkoma geti orðið nógu góð. HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.