Helgarpósturinn - 25.07.1985, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 25.07.1985, Blaðsíða 20
Það gerist stundum — kannski helst á sjaldséðum góðviðrisdögum — að fólk hittist af tilviljun á götu- horni eða torgi og hefur ekkert nema skemmtilegar sögur að segja. HP-maður var í Austurstræti í sólskini um daginn (eins og allir aðr- ir, hafði maður á tilfinning- unni) og fyrr en varði var kominn í kringum hann stór hópur kunningja sem reytti af sér sögur úr ýmsum átt- um, sagði frá uppákomum í lífi sínu. Og þegar ég spurði: Má ég hafa þetta eftir þér í blaðinu? — komu engar vöflur á fólk, heldur veifaði það í kveðjuskyni og sagði — já, blessaður vertu, ef manni tekst að fá fólk til að draga munnvikin upp á við, brosa í kampinn, glotta eða jafnvel skelli- hlæja, hefur maður unnið þýðingarmikið líknarstarf. Steinunn Jóhannesdóttir leikkona var að fara austur að Laugarvatni ásamt manni sínum, Einari Karii Haraldssyni, og yngri dóttur þeirra. Alþýðubandalagsfólk dvelur eystra í viku og skemmtir sér við íþróttir og útivist. Steinunn sagði að sósíalískri kenningu yrði haldið í lágmarki, þótt vitanlega kæmu leiðtogar flokksins og spjölluðu við mann- skapinn ef einhver vildi eiga við þá orð. En þau Steinunn og Einar Karl eru reyndar að hverfa úr pólitíkinni á Islandi innan skamms; hann hefur verið ráðinn aðalritstjóri tímaritsins Nordisk kontakt og þau munu búa í Stokkhólmi næstu fjögur árin. — Er Stokkhólmur þinn uppá- haidsstaður, Steinunn? — Mér finnst hann fallegur og skemmtilegur. En eiginlega er það nú París sem er mín borg — a.m.k. á sumrin. Þannig var nefnilega að við Einar bjuggum vetur í París fyrir löngu. Og þar kom eidri dóttir okk- ar undir. Svo liðu tíu ár. Þá var hald- in frönsk vika í Reykjavík. Franskur matur á boðstólum og kynning á franskri menningu. Við buðum dótt- ur okkar að koma og bragða fransk- an mat — fá nasasjón af þessu landi sem hún sjálf var óbeint tengd. Við áttum þarna skemmtilegt kvöld. Mörgum dögum seinna kom vin- kona okkar í heimsókn. Hún sat og fletti dagblöðum, sá þá klausu um þessa frönsku viku og einnig að þarna hafði verið happdrætti um kvöldið og auglýst eftir vinningshöf- um. Ég leitaði í vösum fatanna sem við höfðum verið í um kvöldið og 20 HELGARPÓSTURINN Steinunn — elskar að elska ( Par(s fann miða. Arna, dóttir okkar, hafði unnið ferð fyrir tvo til Parísar. Og um sumarið fórum við þrjú til Frakk- lands og áttum stórkostlegt frí í þrjár vikur. Það er eina utanlands- ferðin sem við Einar höfum farið saman — það var stórkostlegt. Og ógleymanlegt fyrir Örnu. Og svo getum við sagt að yngri dóttir okkar hafi komið undir í þeirri ferð — eða a.m.k. um það leyti." Og svo var Steinunn farin austur í kommabúð- irnar. Sögur á pólsku og íslensku Gudni Stefánsson, áður fasteigna- sali en nú ráðgjafi hjá Von, lækning- arstöð fyrir útlenda drykkjumenn, kom að og fór að rifja upp sögur úr langri dvöl erlendis. Guðni hefur lagt gjörva hönd á margt, m.a. flösk- ur, og var eitt sinn í námsför í Pól- landi ásamt sænskum skólasystkin- um. „Svo ieiddist mér allt blaðrið þarna um pólska og sænska kvik- myndalist, allt talað gegnum túlka. Ég þreif til eins Pólverjans, keyrði hann niðri hjá mér og sagði honum sögu austan af Fjörðum sem pabbi sagði mér einhvern tíma. Pólverjinn hlustaði, skildi auðvitað ekki orð í íslenskunni, en lagði eyrun við hverju orði og hló eins og vitlaus maður, þegar ég hafði lokið sög- unni. Og fór strax að segja mér sögu á pólsku. Ég hlustaði — og skellihló og hafði vitanlega ekki skilið orð; þótt ég kunni margt, þá kann ég ekki pólsku. Svo sátum við og drukkum og sögðum hvor öðrum sögur — hann á pólsku, ég á ís- lensku — og drukkum með alla nótt- ina. Við urðum mjög góðir vinir, myndaðist náið samband milli okk- ar. Ætli það hafi ekki verið eftir orð- anna hljóðan." Pólitík í Eyjum Arna Johnsen úr Vestmannaeyj- um fannst saga Guðna gott dæmi um gagnsleysi orða, eða réttara sagt innihaldsleysi kenninga — og skýrði það ekki nánar, en var farinn að út- lista pólitíkina í Vestmannaeyjum sem hann sagði að væri innst inni engin pólitík. „Við erum nefnilega fyrst og fremst fólk,“ sagði Árni — sem skrifarinn leyfði sér að efast um, því samkvæmt Reykjavíkur- bréfi Moggans, málgagns Árna Johnsen, þá er Árni myndastytta. „Ég var á námskeiði fyrir túlka," sagði Guðni Stefánsson þá. „Sat þrjá daga í málveri („spráklaboratori- um" á sænsku) og sjænaði til sænsk- una mína, fannst ég orðinn skrambi góður og eftir þessa þrjá daga fór ég inn á stammkrána mína, Bullseye í Málmey, og pantaði flösku á borðið. Þá bar þar að Svía sem var í því ástandi sem stundum rennur á sænska þegar þeir finna á sér — að hann talaði bara ensku. Þessi ensku- mælandi Svíi settist hjá mér, yrti á mig á ensku, og ég svaraði á sænskunni minni, sem mér fannst nú aldeilis vera í góðu lagi. Þannig töluðumst við við langt fram á kvöldið og nóttina, drukkum marg- ar vínflöskur og mér fannst ég aldrei bila á sænskunni. Og honum virtist líða vel með enskuna sína. Þar til í lokin að hann reis á fætur og sagði loðmæltur: „Thank you for this interesting samtal. I did not know that islándska and swedish ár sá lika. Bjálfinn hafði þá haldið allan tímann að ég væri að tala íslensku!" „Þessi saga_ sannar mína kenn- ingu," sagði Árni Johnsen — „ís- lenskan er heimstunga sem fólk um allan heim þyrstir í að læra." Um erfiðleikana við að fara niður brekku I hjólastól Guömundur Magnússon leikari slóst í hópinn, renndi sér inn í grúppuna sem fór stækkandi þar í Austurstrætinu miðju, kom reyndar á fleygiferð, enda á nýjum, straum- línulaga stól, eins konar spíttkerru sem án efa getur náð hættulegri ferð. „Ég er orðinn nokkuð flinkur að rúlla honum þessum. En um daginn komst ég þó í hann krappan. Ég var á Náttúrulækningahælinu í Hvera- gerði. Þeir kalla það víst Grasó. Þar innan veggja er gott að vera í hjóla- stól. Allt slétt og rúmgott. Að öðru leyti en því, að úr matsalnum og út á grasflötina þarf að fara niður skrambi bratta brekku. Og maður í hjólastól þarf eiginlega aðstoð við það. Ég sá það fyrirfram að ef ég renndi mér beint niður brekkuna, þá myndi ég stingast á nefið og allt fara um koll. Ég ákvað þess vegna að halla mér aftur og fara á aftur- hjólunum. Það gekk ágætlega. Fyrstu sentímetrana. En í þann mund sem ég hallaðist of langt aftur, kom ég út undan mér auga á fallega stúlku sem stóð og horfði á mig. Mér gafst nú ekki ráðrúm til að rifja upp hvaðan ég þekkti hana, því stóllinn rann undan mér og ég lenti neðan við þessa brekku, hlunkaðist niður á rassinn, leit upp, horfði framan í stúlkuna sem sagði: „Nei! halló — þú hér!“ Svo hjálpaði hún hjúkrun- arkonu þarna við að koma mér í stólinn aftur, en ég var svo ruglaður eftir byltuna að ég get enn ekki munað hvaðan við þekkjumst." Árni — kunni enga .pmmusögu". Brúðkaupsför yfir Kjöl og... Séra Baldur Kristjánsson (áður prestur þeirra í Óháða söfnuðinum og blaðamaður við NT) slóst í hóp- inn ásamt sinni nýju, fögru frú, henni Halldóru Gunnarsdóttur. Hjónin geisluðu af hamingju í sól- inni, enda höfðu þau ekki verið gift nema í tvo sólarhringa. Og höfðu farið í brúðkaupsförina viku fyrir brúðkaupið, sem verður að teljast frumlegt, og það af klerki. „Við riðum norður Kjöl með sex- tíu og fjóra hesta," sögðu þau. „Það var ógleymanlegur leiðangur — og óhætt að mæla með þeirri lífs- reynslu. „Og hún stóð sig eins og hetja — jafnvel betur en ég — þótt hún hefði aldrei fyrr á bak komið,"

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.