Alþýðublaðið - 07.06.1938, Side 2
ÞRIÐJUDAGINN 7. JÚNÍ 1938
Friöur
frelsi
framfarir
Skipulag
fafnréiti
uinna
Vandamál alpýðúæskunnar L:
Kjor sendisveina og aðbúnaður
-----<>----
ALÞÝÐUÆSKAN hefir oft
drepið á ýms málefni æsk
unnar, sem krefjast athugunar
og úrlausnar af hendi þess op-
inbera.
í þetta sinn skal drepið á mál
sendisveinanna. S.U.J. gerir þá
kröfu, að þjóðfélagið hlutist til
um að sá hópur manna, sem
fæst við verzlunar- og skrif-
stofustörf, verði mannaður og
vel mentur. Þessi störf eru sízt
vandaminni en ýms þau verk,
sem samkvæmt lögum eru talin
til iðnaðar og krafist margra
ára náms um áður en réttur er
veittur til að leysa þau af hendi.
Ég get t. d. ekki séð að vegg-
fóðrun sé miklu vandameiri en
lipur búðarafgreiðsla, eða hár-
skurður sé þýðingarmeiri en
skrifstofuvinna, án þess ég vilji
á nokkurn hátt draga úr þýð-
ingu þessara iðngreina, eða
telji rétt að hver sem er geti
gengið að þeim störfum án
náms.
Ég er þeirrar skoðunar, að
þegnum og þjóðfélagi sé fyrir
beztu að hver og einn kunni sitt
'starf sem bezt, og að því beri að
képpa. Við það vinst tími og
vandaðri vinna. En vitanlega
má ekki gleyma því, að sama
gildir um verklegt sem bóklegt
nám, að mest veltur á því, að
einstakiingarnir fái starf við
sitt hæfi, en nóg um það nú.
Eins og öllum er kunnugt,
eru kjör sendisveina ærið mis-
jöfn hér í Reykjavíkurbæ. En
þó má fullyrða, að þeir sendi-
sveinar, sem erfiðasta hafa
vinnuna, hafa einnig lægstu
launin og verstan aðbúnað að
öðru leyti; ég á hér við sendi-
sveina hjá matvöruverzlunum.
Laun þessara drengja nema
frá 2—4 kr. á dag, og fyrir
þessi laun verða þeir að vinna
12—14 tíma á dag, og ekki að-
eins virka daga, heldur einnig
hjálpa til á sunnudögum við
,,útstillingar“ o. þ. h. En með
þessu er ekki öll sagan sögð,
því þess ber að gæta hvað bíður
þessara drengja, er þeir hætta
sendistörfum.
Þá verða þeir að hverfa að al-
gengri verkamannavinnu, hafa
•eytt fyrstu þroskaárunum við
erfiðustu störfin í þágu verzl-
unarinnar, en eru síðan kvadd-
ir, neyddir til að hverfa að öðr-
um störfum.
Vitanlega eru ekki allir
sendisveinar með hæfileika til
verzlunarstarfa, né ættu að í-
lengjast þar, en þá kemur til
athugunar: Hvaða réttlæti er í
því, að þessir drengir eyði
fyrstu þroskaárum sínum við
þessa þrælkunarvinnu, en verði
síðan að leita að lífsstarfi?
Sumir þeirra hefðu átt að
læra handiðn, aðrir að ganga
mentaveginn, þriðju að fást við
verzlun áfram o. s. frv. En þetta
val verður ekki framkvæmt
eins og þjóðfélaginu er nú hátt-
að.
Fyrsta skilyrðið til þess er
kerfisbundið skólafyrirkomu-
lag, samræmdar mentastofnan-
ir með hæfnisprófum og góð-
um kenslukröftum, skólar, sem
æskan er ekki aðeins skyldug
að dvelja við, heldur einnig gert
kleift að njóta.
En meðan þetta ekki er kom-
ið á, má ekki „gefa alt upp á
bátinn" hvað snertir sendisvein
ana og aðra unglinga, sem
vinna erfiðisstörf í þjóðfélag-
inu.
Fyrst og fremst verður að
krefjast þess, að framfylgt sé
reglugerðinni, er mælir fyrir
um þeirra vinnutíma, en því
miður er enn langt frá því að
svo sé. Þarf lögregla bæjarins
ekki síður að athuga um hvort
henni er hlýtt, en hvort lækna-
reglugerðin sé haldin.
í öðru lagi þarf að bæta kjör
þeirra, og er þar að finna verk-
efni verkalýðssamtakanna hvað
snertir laun og aðbúnað á vinnu
stöðúnum.
í þriðja lagi þarf að bæta
skilyrði þeirra til þess að njóta
almerinrar mentunar, þar með
talið aðstaða til útivistar og í-
þróttaiðkana.
En ef vel á að vera, og taka á
þessum málum eins og þjóðfé-
~pn& LAÐ kommúnista og Stef-
án Ó. Magnússon hafa að
því er virðist fundið sérstaka
ástæðu til að hefja herferð á
hendur Sendisveinafélaginu, er
sú herferð mörkuð af því, að
afflytja formann félagsins og
þá aðra, sem vel hafa unnið
fyrir félagið bæði fyr og nú.
Er þetta alþekkt aðferð og
löngu kunn úr verkalýðshreif-
ingunni, nokkurskonar sjúkdóm
ur, sem vonandi er, að yngstu
verkamennirnir, sendisveinarn-
ir, beri gæfu til að kveða nið-
ur að fullu. Mér, sem formanni,
er gefið að sök, að ég hafi kveð-
ið upp úrskurð um að vara-
stjórnarmenn skuli ekki, nema
varanleg forföll hindri aðal-
mann, hafa atkvæðisrétt á
stjórnarfundum eða mæti þar.
Er þetta í fullu samræmi við
þær venjur, sem tíðkast hjá
öðrum verkalýðsfélögum svo
sem eins og Dagsbrún, því þar
er varastjórn aldrei kölluð, —
nema að aðalmenn í stjórn for-
fallist í lengri tíma. Svo hefir
það alltaf verið. Sama er að
segja um hin önnur félög, sem
þótt hafa til fyrirmyndar. Hef-
ir það alltaf vakað fyrir okkur
að leitast við að taka okkur til
fyrirmyndar það góða og vitur-
lega hjá stærri félögunum og
hafa það eitt eftir þeim, sem
miðar til heilla fyrir verkalýðs
stéttina og samtök hennar. Má
St. Ó. M. lá okkur það, ef hann
vill, að velja aðrar leiðir ef hon-
um sýnist svo — —hann um
laginu er sómi og nauðsyn, þá
á að banna barnavinnu við þessi
og önnur óholl og erfið störf.
Bernskuárin á að nota til þess
að búa unglingana undir lífs-
starfið, uppeldið á að miðast
við heilbrigða sál í hraustum
líkama.
Þess vegna eiga erfið störf að
vinnast af fullorðnum, en börn-
in eiga að njóta náms og vaxtar
til þess að verða betur starfs-
hæf þegar þjóðfélagið kallar
þau til verks.
Nóg er til af vinnufúsu full-
hraustu fólki í þjóðfélaginu,
þess vegna mega börnin leysast
frá erfiðum störfum.
Ekki má skilja orð mín svo,
að ég telji t. d. sendisveinum
betur borgið iðjulausum á göt-
um Reykjavíkur en við verk
sitt, heldur hlýtur hitt að vera
áhugamál hverjum sönnum ís-
lendingi, að búa bernskunni
hóll uppvaxtarskilyrði og jafn-
rétti til náms og vinnu, þrátt
fyrir eigna- eða tekjumismun.
Þess vegna: Starf barnanna sé
miðað við uppeldislega þörf, en
vinnan verði veitt fullorðnum.
Alþýðuæskan tekur með
þökkum við greinum um vanda
mál æskulýðsins. Þeim er svo
lítið sint enn, að full þörf er á
að um þau sé ritað.
Vandamál alþýðuæskunnar
eru um leið viðfangesefni þjóð-
félagsins til úrlausnar á opin-
berum vettvangi.
það — hann er ekki sendisveinn
lengur. Guðjón Halldórsson, —
sem nú er löngu hættur sendi-
sveinastaríi, virðist eiga eitt-
hvað í öllum þessum aðgangi,
sem nú á sér stað, ætti hann
sízt af öllum að leitast við að
draga úr mætti féagsins, eftir
að hann um tíma vann þar gott
starf, en þurfti þó á ýmsum
tímum að leita til sér eldri og
reyndari manna, til að leysa
vandamál félagsins og sendi-
sveinanna. Situr sízt á þeim —
Stefáni og Guðjóni að fetta
fingur út í það, þó að menn,
sem aðeins eru þekktir að góðu
innan Alþýðusamtakanna, láti
ljós sitt skína hjá Sendisveinafé
laginu í íorföllum þeirra, sem
kjörnir hafa verið til þess að
veita því handleiðslu. Mættu
þeir báðir minnast þess, að Jón
Axel Pétursson aðstoðaði við
samningagjörð félagsins við
Samsöluna, og hefir aldrei á hon
um staðið, ef til hans hefir ver-
ið kallað.
Þið skuluð ekki leiða inn í
ykkar litla félag pólitíkina og
sundrungina, sem nú ríkir í al-
þýðusamtökunum, sagði Jónas
Guðmundsson á síðasta fundi
félagsins. Var það að okkar áliti
holl ráðlegging, sem við hingað
til höfum farið eftir, og sem far-
ið verður eftir, ef við fáum
vinnufrið fyrir þeim, sem í raun
og veru ekki eiga heima í fé-
laginu. Þetta kallar St. Ó. M.
að innleiða pólitík og sýnir það
betur en flest annað, þroska
r
Athugasemd frá Sormaiifii og
varaformannl félagsins.
hans og viðhorf til þess sem
miðar til heilla Sendisveinafé-
laginu, þessum félagsskap
yngstu verkamannanna.
Sendisveinarnir munu við nán-
ari athugun sjá, að þær leiðir
— sem Jónas Guðmundsson
benti á, og sem við viljum og
munum fara, ef við fáum því ráð
ið, verða ótvírætt til þess að efla
félagið, svo að það verði megn-
ugra að inna af hendi gott starf
í þágu þeirra sjálfra. Skorum
við því á sendisveinana að vera
vel á verði um allt það, sem
þeim og félaginu okkar má til
gagns og sóma verða, hlýða ekki
á ósannindi um það, né kjörna
fulltrúa þess og styðja það eitt,
sem félaginu er til góðs, en
flokkadrátt engan.
Vonum við, að þetta blaða-
frumhlaup St. Ó. M. verði ekki
til þess, að sendisveinarnir
dragi úr starfi sínu fyrir félag-
ið, heldur hið gagnstæða.
Að öðru leiti hirðum við ekki
að svara áðurnefndum greinum.
Siguroddur Magnússon
formaður S.F.R.
Jóhannes Björgvinsson
varaformaður S.F.Jt.
Mif S.U.J. verð
sir Ml næsta
hanst.
Ví VAR heitið í síðustu
Alþýðuæsku, að nokkuð
skyldi minst á þau mál, er
liggja fyrir næsta þingi S.U.J.,
sem kallað verður saman á
komandi hausti.
í þetta sinn skal lítils háttar
minst á skipulag og starf sam-
bandsins.
Á undanförnum árum hefir
því verið þannig varið, að Al-
þýðuflokksfélögin hafá verið fá
og smá, aðalstyrkur flokksins
hefir legið í verkalýðsfélögun-
um, starfskraftar Alþýðusam-
bandsins hafa verið notaðir í
þágu verkalýðsmálanna.
Pólitísk uppbygging flokks-
ins hefir verið vanrækt fram á
síðustu stund. Afleiðing þessa
hefir áþreifanlega komið í ljós
á síðasta og þessu ári. Við-
kvæmustu innanflokksmál hafa
verið dregin inn í verkalýðsfé-
lögin og rædd þar vegna þess,
að annar flokkslegur vettvang-
ur hefir naumast verið til, ef ná
skyldi til Alþýðuflokksfólks.
Annmarkar þessa skipulags
skulu ekki raktir hér, en þessi
flokkslega deyfð, sinnuleysið,
sem ríkt hefir um stofnun og
starf Alþýðuflokksfélaga, hefir
haft sína afdrifaríku þýðingu
fyrir vöxt og viðgang S.U.J.
Má hiklaust fullyrða að starf
þess, áhugi fyrir félögum ungra
jafnaðarmanna og árangur af
starfi þeirra hefir mjög haldist
í hendur við þróun flokksfélag-
anna, þegar á heildina er litið,
og hlutfallslega að meðlimatölu
og starfi hefir S.U.J. eða deildir
þess staðið jafnfætis flokksfé-
lögunum.
Á komandi Alþýðusambands-
þingi verður haldið áfram því
uppbyggingarstarfi flokksfélag-
anna, sem grundvöllur var
lagður að með samþykt síðasta
þings, og unnið hefir verið að
undaníarið með stofnun nýrra
Alþýðuílokksfélaga og auknu
starfi þeirra, er fyrir voru.
S.U.J. þarf því að taka ræki-
lega til athugunar næstu verk-
efni sín, til þess að dragast ekki
aftur úr, heldur notfæra sér þá
vaxtarmöguleika, sem gefast
við eflingu flokksins og verða
alþýðuæsku landsins verðug
samtök.
í sambandi við þessi við-
fangsefni þárf að athuga lög og
skipulag sambandsins, þ. e.
mynda þau starfsform, er henta
bezt og hæfa æskulýðssamtök-
unum. Jafnhliða verður vitan-
lega að athuga og ganga frá
reglum um samstarf æskulýðs-
félaganna og flokksins.
Þessi mál þurfa félögin að
hugleiða og verkefni sambands-
stjórnar í sumar er að undir-
búa tillögur sínar fyrir þingið
í haust.
Samhliða þessu þarf enn
fremur að athuga rækilega á
hvern hátt verður bezt trygt
samband og samstarf æskulýðs-
félaganna við verkalýðsfélögin.
í nágrannalöndum vorum er
samstarf æskulýðsfélaganna við
aðrar greinar alþýðusamtak-
anna mjög margþætt og þar er
markvist skipulegt samstarf um
útbreiðslu þeirra og eflingu,
sem eflaust má margt af læra
og sjálfsagt er að kynna sér
eftir föngum.
Snmaratvtnna
æsknnnar.
O KIPIN búast á síld. Bræðslu
verksmiðjur taka til starfa.
Vegavinna hefst.
Lengra fram undan er síldar-
söltun og heyskaparstörf. —
Hversu margir ungir menn og
konur geta gert sér vonir um
glæsta sumarvinnu? Það eru
því miður fátæklegar skýrslur
um þá hluti, en þó má gera sér
í hugarlund nokkurn veginn
hvernig ástandið er. Skipastóll-
inn hér í Rvík gengur saman
frekar en hitt. Fáir nýir menn
bætast við að sjómannsstörfun-
um, svo er og víðar á landinu.
Það þykir gott, ef vanir sjómenn
komast að.
Helzt fá ungu mennirnir má-
ske skiprúm á hálfónýtum „fúa
duggum“, sem aðeins eru gerð-
ar út á síld um hásumarið.
í vegavinnuna komast að
vísu margir æskumenn, sér-
staklega þó úr sveitum; kaup-
túna- og þó einkum kaupstaða-
búar verða afskiftir.
í síldarvinnu komast ekki
ýkjamargar stúlkur, og í kaupa
vinnu er tekið miklu færra fólk
en áður, og vitanlega sitja þeir
fyrir, sem vanir eru heyskapar-
vinnu, ef þeir fást. Hver verður
þá útkoman?
Hún er sú, að hópur æsku-
manna gengur atvinnulaus,
sum bæjarfélögin veita nokkr-
um piltum atvinnubótavinnu
um hásumarið, en stór hópur
hefir ekkert fyrir stafni.
Hér skal ekki fjölyrt nú um
afleiðingar iðjuleysisins, en að-
eins á það bent, að bæjarfélögin
þurfa að gera meira en nú til
þess að vinna móti þessari
plágu.
Undanfarin ár hefir gætt
meira áhrifa Alþýðuflokksins
um afgreiðslu fjárlaga og stjórn
arframkvæmdir en nokkru
sinni fyrr.
Þess vegna hefir af hálfu rík-
isins og að tilhlutun þess verið
hrundið í gang margháttuðum
atvinnurekstri, sem orðið hefir
til þess að draga gífurlega úr
atvinnuleysinu, þó að Alþýðu-
flokkurinn hefði kosið meiri
framkvæmdir, ef hann hefði
mátt ráða einn.
Aðgerðir þings og stjórnar á
síðustu árum hafa á sviði at-
vinnuveganna gert meira en
vega móti samdrætti þeim, er
orðið hefir á fiskveiðum í salt,
sem áður var aðalatvinnan,
bundin við í bæjunum, atvinnu
leysið í landinu hefir minkað,
þegar höfð er hliðsjón af ár-
legri fjölgun verkfærra manna.
En til þess að búa sig betur
undir næstu kreppu og til þess
að mæta frekar en orðið er
þeim örðugleikum, er atvinnu-
leysinu fylgja, þá þurfa þeir
menn, sem kjörnir hafa verið til
að hafa á hendi opinbera for-
sjá,að sinna betur kröfum æsk-
unnar, hlusta á raddir þeirra
angu manna og kvenna, er
berjast í bökkum, fara alls á
mis, sem lífsþægindi geta heit-
ið, tapa jafnvel trú og von, gef-
ast upp og hatast við alt og alla.
Afstýrið hættunni, sem því
fylgir. Veitið æskunni mentun,
vinnu og brauð.
UHarprjónatuskur alls konar
keyptar gegn peningagreiðslu
út í hönd, enn fremur kopar og
aluminium. Vesturgötu 22, —
sími 3565.
Nýja íjölritunarstofan, Lauga-
vegi 41, sími 3830, gerir allskonar
ttspyrn
hefst á ífiróttavelliMM í kvild fel. 8,30. Þá feeppa:
K. R. og Víklngnr.
LMrasveit Rejkjastar snilar M ki. 8.