Alþýðublaðið - 18.11.1938, Side 3
FÖSTUDAGUR 18. NÓV. 1938.
MMHKAÐW
Atslninleysii eg járniðflaðnrinn.
Eftir Þorvaid Brynjólfsson
S|álfstæðlsmeiiii á lsa«>
llréi eipsast ódýrt hás.
-----------»—..
FÆsmsúmi
V. E. VAZáíElIÆESBON.
mussu:
ALSÝntHÚSINfl
(íaugangur Crá Hverfiagötu).
SÍMAB: 4SSS.
4SOO: Afgreiösla, aaglýsir.gar.
4901: Riístjöm (innleaaar fréítir),
ÍÖðZt Ritstjöri.
4903: Vilhj. S.Viihjálmsson(heima)
4904: F. R. Vaídfemarsson (heimaj
4835: Aipýðuprentsmiöjan.
490B{ AlgreiSsÍa.
ALB’ÝÐUPBBNTSEEIÐJAN
Baksamning-
urinn.
; msT,,
HALDSBLÖÐIN hafa vcrið á-
kaflega katnpakát, siðian alls-
herjaratkvæ'ðagreiÖslan fór fra|m
í Daigsbrún. Hafa þatu síðain dag-
liega skrifaö tum h:inn mikla „sig-
luir“ SjálfstæðíÍBmamna 'Og komm-
úrrista f( Dagsbrún og „ósigur"
Alþýðuflokksins.
En pað er áreiðjanlegt afö mörg-
um — bæði Sjálfstæðismönnjum
oig öðirjum — finst ekki jafnmiki'ð
til ,jsiguas“ hinina „samieinuðU“
koma, þar sem1 Aiþý'óuflokkur-
inn, þrátt fyrir 'þ.aö þó strikaðir
væiiu út af kjörskrá 150 menn
og tekið inn á annað. humdrajö
í staðinn — fékk um 40 »/« af
gr&iddum atkvæðum, þrátt fyrir
ofbeldi og niazistiska koisningar-
nðfierð. Það eru áreiðanilega miarg
ir Sjálfstæðiismenn, stem: álitu það
nrjög vafasaman „siguir" fyrir
fiokk sdnn, að framvegis skuli
vierkfallsirétfcurinm í stærsta vierkai-
mannafélagi landsins véra i
hönd'um 7 kommún.Í'sta í Dagjs-
brún jog að þessír „landráða-
rnenn" — að dómi íhaldsblað-
anna — skuli hér eftir geta hve-
hvienær siem ier skeit á verkfalli
svo að segja fyrirvarailaust.
Pað var þietta, si.em íhaildsmienn
irriir log rÉaiziisfarnir, siem gerðu
sumning við Héðin Valdimiars-
son, 1/ygðu- að næði fram
að gaanga, ©n: ekki nein aukin
réttiindi fyrir Sjálfstæðismenn í
verkíal ýðsf élaginu, eins og Öialds-
biöðin hafa láitiið i viéðri vafcai
Mgbl. kemisit svo iað iorði sið-
astiiðinn sunmidag:
„En um atkvæðagreiðsluna í
Dagsbrún er það að segja, að
þar var um það greitt atkvæði,
hvort Alþýðuflokkurinn ætti fram-
vegis sem hingað til með ofbeldi
að svifta alla félagsmenn í því fé-
lagi, sem fylgja Sjálfstæðisflokkn-
um, jafnrétti og mannréttindum.“
Já, þettia segja íhaldsblöðdn Les-
©ndUm sínum, ien raunveruilieik-
inn er sá, að íhaiidilð hefir ekki
trygt sínluim mönnum nein rétt-
inídi /sem þeir ekki höfðu óiður,
en þieir hiafa gefið: kommúnistum
einræðisvald tii þess að svifta
pó'Ii'tísfca andstæðinga síjja rétt-
imdum, lefns og þiegar er komið'
á diaginn, og gefið verkfalsrétt
feliagisáin® - i hiendur 7 miannla kiomm
únistaklíkiu'. Ef íhaidið hefir trygt
sér leinhver réttindi, þá er það
með baksaanningum við Héðin
Va’.dimarsson, samningum, siem
ekki þio'lia1 að sjá dajgsin!^ Ijós.
Sjálfstæðismienin hafa í Dagis-
brúny eins. og í öllum verkalýðs-
féiögUm, verið fylliliega kjör-
giemigir í stjórn og aðrair trún-
aðarstööur innan félaganna, ©nda
þótt þieir hiafi ekki vierið kjör-
gengir á Alþýðuisaimbandsþing.
Astæðian til þiess að þeir hafa
langum trúniaðiarstöðum'gegnt inn-
an félagarma ©r sú, að þéir hafla
ekki h'aift fylgi til þess að vera
Ikosinir í þær. Það er þetta sem
Mgbl. kallar að „Alþýðuflokkur-
inn“ hiafi með „ofbeldi“ svift
alla Sjálfstæ'ðismenn „jafrirétti og
mrauréttindum".
ftíalidsblaðið „Ví*ir“ vi'ðurfcsndi
Ví ER MJÖG haldið á-lofti
nú í seinni tíð og það með
réttu, að iðnaðurinn sé sú at-
vinnugrein, sem muni eiga hér
mesta framtíð og muni koma
til með að veita uppvaxandi
kynslóð allverulega atvinnu.
Þetta er það, sem hinn stóri
íópur uppvaxandi ungiinga og
einnig hinir eldri treysta á nú,
pegar hinir eldri atvinnuvegir
landsmanna eru þess ekki um-
tomnir að veita öllum, sem
vinnu þurfa, nægilega atvinnu
sér og sínum til lífsviðurværis.
En nú skulum við athuga
nánar hvernig ástandið er í hin-
um ýmsu greinum iðnaðarins.
í flestum iðngreinum er stöð-
ugt og sívaxandi atvinnuleysi,
sem hefir haft þær afleiðingar,
að ungum mönnum, sem hefir
leikið hugur á að nema iðnað,
hefir með samtökum iðnsveina-
félaganna og í mörgum tilfell-
um meistaranna líka verið
meinað að fá þessa iðnmentun.
Þetta hefir ekki verið gert nema
af ótta við hið sívaxandi at-
vinnuleysi í iðnaðinum, þeirri
atvinnugrein, sem landSmenn
þó eru vissir um að á einna
mesta framtíð hér á landi.
Það hlýtur eitthvað að vera
bogið við það, ef við íslendingar
getum ekki skapað hjá okkur
fullkominn iðnað, þó ekki sé í
eins stórum stíl og nágranna-
þjóðir okkar hafa gert, því svo
vel hefir okkur tekist að læra
af þeim margt nytsamt og sums
staðar síður en svo. staðið þeim
á sporði.
á dögiunluim, að þáð væri rétt,
að Sj'á'lfstæ&ismenn hefði sfcort
fylgi tiil þess að ná kosningti í
trúniaða'rstöðiur innain félaganlna.
En þiáð er af því að ekki er
lýðmæði innan félaganna, bætti
Vísir við, þiáð eina, sem getur
trygt lýðræðið í félögunlum er
hliutfallsikosninjgair(!) irnnan félag-
anna í allair trúnaðarstö'ðiur.
Eftir þies&U er það eitt lýðræði,
að hviersu litlum minnihluta sem
vera skal, sé trygð íhliutiun með
hlutfallsk'osnirigu'. Enda þótt Al-
þýðiuflokkurinn sé fylgjandi hlut-
fallisfcosninjgum til alþingis, leið-
ir ekki af því, að hamn sé fylgj-
Bindi hlutfallsko'sninguim í hverju
smáfélagi, ienda þekkisí það
hvergi í víðjri veröld. Það hefir
viefib siðUr í öllum verkalýðs-
félögium, að meirihluitinn réði
Sftjóm félaganna. Ef kjósa ætti
stjómina mieð hlu'tfallskosningu,
myndi það gota leitt tii þtess ,að
í stjóminni sæ'tu nnenm, sem mik-'
ili niiei'rihliuti félagsimanna hefði
imiagnia'sita vantraust á; það vær'i
jiafn fjarsitætt og að alþingi kysi
ríkisstjómina með hlutfallskosn-
iniguiýSIíkt myndi ekki vera lýð-
ræði, h'eldur þvert á móti lík-
legt til þiess að vier.ða stjómleysi.
En þettia tellur íhaldsblaðið Vís-
ir nauðsynlegt skilyröi til þess,
á& Sjélfstæ&iismjenn í verkalýþjsfé-
lögunjum biafi þar nokbur rétt-
indi. Erui kiommiúni'sta'r reiðiubúxi-
ir til þiésis að ganga að þiessiari
kröfu íhaldsíins? Er þietta máske
m.Ha. innihald baks'aimniinigsins,
sjem, þe'ir Ólafur Thors og H. V.
hafa igert? Það má telja fuillví'st
aö kommúnSstar hafi Lofað íha'lid-
iimu sæti í stjórn D;a|gsbrún.ar viö
næstu kosnimgar, eftir er að vita |
hvort þe!ir hafa einrnig skuldbund- '
L& sig til að 'berjast fyrir hiut-
failskiosmimjgum innan verkalýðs-
féliagianna. Það miun væntanlega
bnáðLega koma í ljós, eins og
ariínað, sem baksalmningurinn hef-
ir inni að halda.
Sú iðngrein, sem ég er kunn-
ugastur, er járnsmíðin. Hún
hefir alt fram á þennan dag
verið í stöðugum framförum og
er nú þegar búin að sýna, að í
henni er hægt að skapa gífuri-
lega atvinnumöguleika fyrir
fjölda manns, aðeins ef lands-
menn sjálfir vilja.
Því er ekki lengur til að
dreifa, að íslenzkir járnsmiðir
geti ekki leyst af hendi hvers
konar verk á við beztu verk er-
lendra stéttarbræðra, aðeins ef
landsmenn sjálfir vilja gefa
þeim tækifæri til þess.
Það mun láta nærri, að um
tvö hundruð manns stundi hér í.
bæ sem aðalatvinnu járnsmíði,
og fer þeim sífelt fjölgandi, þar
sem í þeirri grein hefir ekki
nema mjög hóflega verið tak-
markaður iðnnemafjöldi, því
við höfum alt af reiknað með
því, að við myndum þá og þeg-
ar fá nægilega atvinnu handa
öllum járnsmiðum og fjölda
hjálparmanna, en svo nefnum
við óiðnlærða verkamenn, sem
vinna í beinu sambandi við okk-
ur að hinum stærri skipaaðgerð-
um. En það virðist ætla að verða
æðilöng bið á því, að við fáum
að framkvæma allar okkar
skipaviðgerðir. En hvað er það, '
sem getur valdið því, að við fá-
um ekki að vinna alla þá vinnu,
sem við sjálfir þurfum að láta
framkvæma?
Hér í bæ hefir verið komið
upp öflugum dráttarbrautum,
sem geta dregið alla okkar tog-
ara á þurt land og einnig skip
af sömu stærð og t. d. Selfoss,
Með þessu þýðingarmikla tæki
er. okkur gert kleift að fram-
kvæma allar byrðingsviðgerðir
við sæmilega aðstöðu (en vantar
þó enn nauðsynleg lyftitæki
þar, en þau koma með aukinni
atvinnu), svo til byrðingsað-
gerðar þurfa skipin okkar ekki
þess vegna að fara annað.
Þá hefir verið reist hér mjög
svo fullkomin plötusmiðja
(Stálsmiðjan), sem hefir allar
þær vélar, sem nauðsynlegastar
þykja til að framkvæma byrð-
ings- og ofandekksaðgerðir, auk
þess sem aðrar smiðjur hér
(Landssmiðjan) hafa tæki til að
framkvæma ýmsar smærri að-
gerðir á byrðing. Af áður-
greindu geta menn séð, að hér
eru.til verkfæri og menn til að
framkvæma miklu meira að
skipaaðgerðum en gert er hér.
Við eigum einnig til mjög
sæmileg vélaverkstæði og höf-
um margsýnt það, að þeir menn,
sem á þeim vinna, framleiða
mjög svo góða vinnu.
En nú eftir að þetta sem áð-
ur er lýst er fengið: Vélar, tækni
og fjöldi faglærðra manna
hvernig stendur þá á því að
skipin okkar fara til annara
landa til að fá aðgerðir
Það er spursmál sem ég á
bágt með að svara, og svo held
ég að verði fyrir öllum.
Það er nú þegar viðurkent af
þeim mönnum, sem bezt þekkja
til þessara mála að vinnuafköst
hérlendra smiða séu lakari en
erlendis, kaupgreiðsla mjög lík
og aðstaða við vinnuna ekki
þeim mun lakari hér að því sé
til að dreifa.
Þetta er aðalatriðið, sem að
okkur smiðunum lýtur.
Þá er önnur hlið málsins, það
eru efniskaupin, tollarnir og
þóknun sú er verkstæðin reikna
sér.
Eins og nú standa sakir er
afar erfitt um efniskaupin fyrir
verkstæðin. Bankarnir sem öllu
ráða í Gjaldeyrisnefnd virðast
véra mjög samtaka með að gera
verkstæðiseigendum alt sem örð-
ugast um innkaup á því, í fyrsta
lagi með því að beina viðskift-
um til þeirra landa sem dýrara
selja efni, og í öðru lagi að klípa
svo við neglur sér innkaupsleyfi
að þau verða miklu dýrari held-
ur en ef stór innkaup fengjust.
Tollar af innfluttu óunnu efni
eru alveg gífurlegir eða ca. 20 %
af innkaupsverði. Þó mun vera
hægt að fá þá lækkaða að veru-
legu leyti ef fjármálaráðherra
vill, samkv. heimild frá Alþingi.
En þó sett séu fleiri tonn af
plötum og öðru járni á íslenzk
skip erlend(is, borgast enginn
tollur af því til ríkissjóðs okkar,
en þar fá þarlendir smiðir senni-
lega tækifæri til að borga skatt
til síns ríkis og bæjar með ís-
lenzku fé. — Og sér nú hver
heilvita maður hvaða vit er í
þessu.
Um þóknun þá eða álagningu
sem verkstæðin hér reikna sér
af viðgerðum í hverju tilfelli er
ég' ekki nógu kunnugur, en ekki
mun það vera fjarri sanni að
það sé um 50% af heildarupp-
hæðinni.
Þetta er sennilega töluvert
hærri upphæð en tíðkast erlend-
is hjá samskonar fyrirtækjum,
en þessi álagning á að geta Iækk-
að til muna, bara ef þessi fyrir-
tæki hefðu stöðugri starfrækslu
og meiri umsetningu, því eins
og nú er standa margar hinar
dýru vélar tímunum saman ó-
notaðar.
Ég álít að ekkert af þessum
þrem atriðum, sem ég hefi nefnt
hér. eigi að geta verið þess vald-
andi að skipaaðgerðirnar fara til
útlanda, ef allir sem hlut eiga
að máli vilja vera samtaka og
borga það sem borga þarf.
Við járniðnaðarmenn höfum
fyrir um fimm árum farið þess
á leit við hið háa Alþingi að það
leitaðist við að finna einhverja
lausn á þessu máli, en það hefir
ekki gert neitt í þá átt, nema að
síðan hafa tollar á efni til þessa
iðnaðar verið hækkaðir í skrá
um aðflutningsgjöld.
Að endingu: Hefir íslenzka
þjóðin ráð á að borga erlendum
smiðum og verkamönnum vinnu
laun sem nema ca. heillri mill-
jón króna á ári, á sama tíma,
sem hið opinbera er í stökustu
vandræðum með að útvega fé
til atvinnubótavinnu, í mörgum
tilfellum lítt arðberandi.
Vill ekki Gjaldeyrisnefnd og
bankarnir athuga í félagi hvort
þeir hafa ekki not íyrir þessa
peninga í annað nauðsynlegra
en að borga vinnulaun erlendis.
Þorvaldur Brynjólfsson.
mýkir leðrið og
gljáir skóna betur.
ÚtbreiðiS Alþýðublaðið!
Frh. ftf 1 sfdu.
einu sinni samþykkis á uppboð-
inu, hvað þá heldur að hann
fengi skipun um að láta það
fara fram. Óskar mun því að-
eins hafa verið að þóknast hús-
nefnd Sjálfstæðisflokksins, er
var farið að lengja eftir að ná
í húsið, eins og síðar kemur í
ljós.
Er hér var komið sögu, tóku
nokkrir Alþýðuflokksmenn í
Iðnaðarmannafélaginu sig sam-
an og hugðust að koma hús-
eiganda til hjálpar. Höfðu þeir
uppi ráðagerðir um, að félagið
keypti húsið, flytti Iðnskólann
þangað og notfærði sér húsið til
ýmsrar annarar starfsemi í
þágu félagsmanna. Húsið fékst
líka fyrir það gott verð og með
svo góðum greiöslukjörum, að
sýnt var, að félagið þyrfti aldrei
að bíða tjón af þessari ráðstöf-
un.
Ef einhver hefði til þessa
verið í vafa um, með hvaða
hætti Sjálfstæðisflokksmenn
vildu klófesta húsið, þurfti hann
nú ekki að vera það lengur. Þvi
að þeir stofnuðu bókstaflega .til
æsinga út af þessu máli, líkt og
þegar verst lætur um kosningar.
Smöluðu þeir á fund iðnaðar-
manna og höfðu í frammi mjög
svívirðilegan málaflutning.
Sögðu þeir fundarmönnum, að
húsið fengist síðar fyrir miklu
lægra verð á uppboði og fl. þvíl.
Og. eins og gengur og gerist,
finst mörgum seint of ódýrt
keypt. Mörðu Sjálfstæðismenn
fram meirihluta á fundinum
með þessari málafærslu, og varð
ekkert úr kaupunum.
Með þessum aðförum höfðu
Sjálfstæðismenn nú komið al-
gerlega upp um sig. Þeir lögðu
alt kapp á, bæði leynt og ljóst,
að koma í veg fyrir frjálsa sölu
á húsinu. Og alt virðist hafa
verið með ráðum gert: Lánleysi
umboðsmannsins með sölu,
hlífð hans við leigjandann, er
sat leigulaust með veitingahús-
ið, en hirti af því tekjurnar,
slóðaskapur hans og bæjarfó-
geta í að innheimta og ganga að
ábyrgðarmönnunum, er voru á
tryggingarvíxlinum, og loks
uppboðsbrölt Óskars Borg. Þess
má geta, að leigjandinn er
drjúgur stuðningsmaður Sjálf-
stæðisflokksins við kosningar
og eflaust örlátur veitandi þar.
Sat umboðsmaður hússins iðu-
lega sjálfur við veitingaborð
hans og skorti ekki góðan beina.
Nú er eftir lokaþáttur máls-
ins, en hann er.sá, aS húsnefnd-
in fær einn mætan íhaldsmann
á ísafirði, Bárð Jónsson kaup-
mann, til að kaupa annars veð-
réttar kröfu hússins. En eigandi
hennar hafði ekki hreyft sig,
því að krafan var vel trygð,
enda nam aðeins um 5 þús. kr.
Síðan gengur hann að húsinu
með þessa kröfu upp á vasann
og lætur leggja sér út húsið fyr-
ir því, sem á því hvílir. Og hann
er ekki að fara leynt með til-
ganginn, því að hann læt-
ur SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN
GANGA INN í KAUPIN.
Situr nú Sjálfstæðisflokkur-
inn með húsið fyrir, að því er
fyrv. húseigandi telur, um
helming sannvirðis. En hjónin,
sem áttu húsið og voru búin að
vinna fyrir því baki brotnu alla
æfi, hafa tapað þarna ALEIGU
SINNI, eða um 15 þúsund krón-
um. Hefði þeim þó ekki veitt af
að fá eitthvað af þessari upp-
hæð, þar sem hann er nú at-
vinnulaus, en hún á sjúkrahúsi
og óvinnufær um ófyrirsjáan-
legan tíma. Má nærri geta,
hvort þessi aðferð Sjálfstæðis-
manna til að ná undir sig hús-
inu hefir ekki haft sín áhrif á
heilsu hennar.
Enginn nema sá, er reynt
hefir, veit hvað það er sárt að
sjá á eftir öllu sínu í einni svip-
an. Alt æfistarfið, — alt það,
er hjónin höfðu með stöðugri
fórnfýsi 'og frábærum dugnaði
getað lagt til hliðar á lífsleið-
inni, — alt er farið. Sjóðurinn,
sem átti að grípa til, þegar alt
um þraut, þegar ellin færðist
yfir eða þegar sjúkdóm bar að
garði, alt er horfið fyrir klæki-
brögð óviðkomandi manna.
Mönnum kann ef til vill að
virðast, að það sé ekki gerandi
veður út af því, þó að eitt hús
seljist ekki og lendi í nauðung-
arsölu, máske af því, að ekkr
næst í kaupanda, sem hentar
húsið. En hér er því ekki til að
dreifa. Sjálfstæðisflokknum
hentaði húsið. Hann viidi fá það
til flokksstarfsemi sinnar og
hafði á því augastað frá því að
það spurðist fyrst, að um sölu
gæti verið að ræða. Aðeins
höfðu aurasálir íhaldsins ekki
auga fyrir öðru en að þeir gætu,
hér eins og annars staðar, þjón-
að sínu rótgróna og alþekta
kúgunareðli. Og þó að þeir
traðki með því lítilmagnann nið-
ur í skítinn, hvað gerir það til,
ef þeim bara líður nógu vel
sjálfum í „eigin húsi“?
En þetta getur ekki skeð. Það
hefði máske getað skeð hér áð-
ur, meðan íhaldið var upp á
sitt bezta. En nú má það ekki
koma fyrir, að stærsta stjórn-
málaflokki landsins líðist að
skilja eftir sig svona spor. Það
hefir enginn neitt við því að
segja, þó að flokkurinn eignist
hús. Það er ekki nema sjálfsagt.
En að hann eignist það að hætti
ófyrirleitnustu og ósiðlegustu
húsabraskara, það brýtur í bága
við þær kröfur, sem þjóðin hlýt-
ur að gera til stjórnmálaflokka
sinna. Það getur ekki skeð, að
þessum nú bláfátæku og um-
komulitlu hjónum beri skylda
til að afhenda Sjálfstæðis-
flokknum aleigu sína. Þau
skulda honum ekkert. Þurfi
flokkurinn .á húsi að halda, er
hann og þeir menn, er xlokkinn
fylla, og margir hverjir eru
hinir efnuðustu menn, ekkert
of góðir til að greiða sannvirði
fyrir húsið. Og einkennilegt má
það vera, ef þeim verður öllum
rótt innanbrjósts, flokksmönn-
um Arngríms, er þeir taka til
starfa í hinu nýja húsi, þegar
þeim verður hugsað til veiku
konunnar, sem misti aleigu
sína um leið og þeir græddu al-
veg sömu upphæðina á því að
eignast húsið hennar.
Það er ekki hema eitt að gera
fyrir Sjálfstæðismenn vestra úr
því sem komið er. Og það er að
bæta hjónunum eitthvað af því
tjóni, sem þau hafa orðið fyrir
við þessi húsakaup. Þeir geta
ekki verið þektir fyrir — heill
flokkur velstæðra manna og
frammi fyrir öllum landsmönn-
um — að hagnast um þessa
upphæð á kostnað fátækra
hjóna.
Á fasteignamati verða þeir
að kaupa húsið og greiða hjón-
unum mismuninn. Lægri kröfu
er ekki hægt að gera. Þeir geta
meira að segja, svo að skömm
þeirra verði sem minst, sagst
hafa ætlað að gera það.