Alþýðublaðið - 26.04.1939, Blaðsíða 1
iF.U.J.-félagar!
Munið fundinn
I kvðld.
ALÞÝÐUBLA
EFTSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON
ÚTGEFANM: ALÞÝDUFLOKSUSMN
XX. Akgangur
MIÐVIKUDAGINN 26. aprfl 1939
94. TÖLUBLAÐ
Herskylda á Englandl!
---4.--
Herinn aukinn strax um eina miiljón manna.
Alvarleg aðvilrun til
hann svarar Roosevelt á fðstudaglnn
Lord Chatfield landvarnamálaráðherra Breta (til vinstri), sem
hefir yfirstjórn hermála., flotamála og flugmálaráðuneytisins,
og Hore-Belisha, hermálaráðherrann, á leið til enska þingsins.
Vantraustið var Velt með 41 gegn 4.
— ■» ■
Tillagasa einliv®B* sá ópinglegasta, sem fram hefir
verið borin á alpingi, sagði forsœtisráðherrann.
|^AB MÁ nota orðin samvinnu og sameiningu á allan
yy-*- mögulegan og ómögulegan hátt,
geirsson á alþingi í gær.
Honum hafði verið falið að
vera framsögumaður flokksins
fyrir tillögu hans um vantraust
á ríkisstjórnina. Er það óvenju-
legt að óbreyttur þingmaður fái
það hlutverk, það fellur jafnan
í hlut formanns þess þingflokks,
sem er í stjórnarandsíöðu. En
af því formenn S.A.-flokksins
eru tveir og samkomulagið ekki
upp á marga fiska milli þeirra
véku þeir hvor fyrir öðrum —
og létu Einar mala.
Þessi prógrammræða Einars
Olgeirssonar fyrir stjórnarand-
stöðu var dæmalaust ómerki-
leg. Hann hljóp úr einu í ann-
að, planlaust og marklaust —
óð elginn eins og hann var van-
ur, og var ræða hans að þrem
fjórðu hlutum upplestur úr
blöðum stjórnmálaflokkanna
alt frá 1934. Hann mintist varla
á nokkurt mál og það var alveg
brent fyrir það að hann benti á
nokkra leið í stjórnmálaástandi
dagsins í dag. H. V. gekk óró-
legur kringum E. O. meðan
hann talaði — en Einar stóð
gleiðgosalegur og talaði í heila
klukkustund. Þingmenn lásu
blöð og skeggræddu sín á milli
meðan á ræðunni stóð. Reynsla
E. O. af notkun orðanna „sam-
vinna“ og „sameining11 hefir
látið hann óvart segja það, sem
birt er hér að framan. Engir
hafa misþyrmt þessum orðum
jafn eftirminnilega og komm-
únistar.
Hermann Jónasson forsætis-
ráðherra sagði nokkur orð að
ræðu E. Olg. lokinni. Kvað
hann vantrauststillögu komm-
únista vera óþinglegustu tillög-
una, sem fram hefði komið á
sagði Einar 01-
alþingi, og væri alveg óþarfi
fyrir stuðningsmenn stjómar-
innar að ræða hana nokkuð.
Stjórnin er nýtekin við völdum,
tíminn er svo stuttur, að engin
skilyrði eru enn fyrir því að
dæma hana af verkunum. Fyr-
ir örskömmu síðan báru þessir
sömu menn fram vantraust á
ríkisstjórnina — það vakti ekki
meiri athygli en svo, að jafnvel
flutningsmennirnir gleymdu að
rökstyðja það. Þetta er ekkert
annað en skrípaleikur.
Stefán Jóh. Stefánsson sagði
nokkur orð. Sýndi hann fram á
það, að það væri ekkert eins-
dæmi í sögu Alþýðuflokkanna
að ganga til stjórnarsamvinnu
um tíma með andstæðingunum.
Tilgangslaus og ábyrgðarlaus
andstaða er ekki og verður ekki
stefna Alþýðuflokksins. Með
því að vinna að lausn vanda-
málanna getur hann haft áhrif
á það, hvernig það er gert — og
með því einu móti er hægt að
vinna fyrir umbjóðendur sína.
Kommúnistar hafa kosið hina
leiðina. Umbjóðendur þeirra
munu svo krefja þá reikn-
ingsskila. Mér kemur alveg á
óvart sú umhyggja fyrir Al-
þýðuflokknum, sem fram kem-
ur í ræðu E. Olg. Öllum er
kunnugt um að kommúnistar
hafa haldið því fram, að Al-
þýðuflokkurinn væri höfuðstoð
Frh. á 4. síðu.
V
Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. KHÖFN í morgun.
SAMKVÆMT frétt frá London var samþykt á auka-
fundi, sem enska stjórnin hélt í gærkveldi, að lögleiða
herskyldu á Englandi fyrir alla menn á aldrinum 18—21
árs.
Talið er að um 1 milljón manns sé nú á þessum aldri
á Englandi og verður því enski herinn, sem nú telur ekki
nema um 170 000 manns, innan skamms tíma aukinn upp
í 1 milljón og 170 þúsundir.
Engin opinber tilkynning hefir enn verið gefin út um
þessa samþykt ensku stjórnarinnar. En búist er við að
Chamberlain muni skýra frá henni í neðri málstofu enska
þingsins í dag eða á morgun.
Fréttin um það, að herskylda
verði lögleidd á Englandi, þó
ekki sé nema fyrir þrjá árganga
fyrst um sinn, vekur gífurlega
athygli um allan heim. Her-
skylda hefir aldrei fyrr verið
lögskipuð á Englandi nema í
heimsstyrjöldinni, og þá ekki
fyrr en árið 1916, eða um tveim-
ur árum eftir að hún byrjaði.
En nú er það talið víst, að
samþykkt stjórnarinnar sé að-
eins byrjun, og fyrirhugað sé
að gera herskylduna innan
skamms almenna fyrir alla
menn á aldrinum 18—45 ára
eins og á meginlandi Evrópu.
Ákvörðun ensku stjórnarinn.
ar er að sjálfsögðu tekin sem
vottur þess, hve alvarlegum
augum enskir stjórnmálamenn
líti á núverandi ástand í Ev-
rópu, Chamberlain hefir hingað
til alltaf verið talinn því mót-
fallinn að grípa til svo óvenju
legra ráðstafana, nema ófriður
væri þegar skollinn á. — En
franska stjórnin hefir lagt hart
að Chamberlain til að fá hann
til að lögleiða herskyldu á
Bretlandi og talið það nauðsyn-
legt ekki aðeins til þess að geta
tafarlaust, ef til ófriðar kæmi,
flutt öflugan og æfðan hjálpar-
her yfir til Frakklands til að
mæta fyrstu árás Þýzkalands,
heldur og til þess að vara ein-
ræðisherra Þýzkalands og ítal-
íu við ölium stríðsæfintýrum.
Og þessi málaleitun frönsku
stjórnarinnar hefir upp á síð-
kastið verið studd kröftuglega
af ýmsum áhrifamönnum í
enska stjórnarflokknum svo sem
Winston Churchill, Duff Coop-
er og Anthony Eden.
Chamberlain hefir nú sann-
færst mn nauðsyn þess, að lög-
skipun herskyldu á Englandi sé
ekki lengur frestað. Það er
gengið út frá því, að ákvörðun
stjórnarinnar eigi að vera Hitl.
er alvarleg viðvörun, áður en
hann svarar Roosevelt í þýzka
ríkisþinginu á föstudaginn, og
sýna honum svart á hvítu, að
Englandi sé alvara að þola ein-
ræðisherrunum engan yfirgang
á meginlandi Evrópu eftir
þetta.
Frú Sigríður Jónsdóttir,
Hólum við Kleppsveg á 75 ára
afmæli í dag.
Hvað er Karakúl-diHíurinn?
-----»----
Þjóðstjómar-skap Vísis er heldur bág-
foorið og virðist frekar fara versnandi.
ÍSIR hefir verið í heldur slæmu skapi síðan þjóðstjómin var
mynduð. Hefir blaðið haft alt á hornum sér síðan stjórnin
tók við og ekki er nokkur breyting til batnaðar ennþá sýnileg,
nema síður sé.
Verður þetta aðallega að
skýrast á þann hátt, að blaðið
og þeir menn, sem að því
standa, séu orðnir svo vanir
því, að rífast við stjórnarvöld
landsins, að þeir geti ekki hætt
því, jafnvel þó formaður flokks
þeirra sé orðinn ráðherra í rík-
isstjórninni og einn af eigend-
um blaðsins og stjórnmálarit-
stjóri þess um margra ára skeið
sé orðinn ráðherra í þessari
sömu ríkisstjórn og það beinlín-
is fyrir tilverknað blaðsins
sjálfs og stuðningsmanna þess
og eigenda.
Varla er nú samt hægt að
krefjast þess, af ekki betra blaði
en Vísir er, og sízt þar sem það
hefir ekki verið aðnjótandi
„hógværðar11 og „prúðmensku“
Árna frá Múla nema í fáeina
daga, að það hristi ekki úr klauf
ef í hlut eiga hinir gömlu and-
stöðuflokkar þess eða menn úr
Frh. á 4. síðu.
Danir kalla 9000
manas tii heriijón
Frá fréttaritara Alþýðubl.
KHÖFN í morgun.
Alsing andersen
landvarnamálaráð-
herra Dana skýrði frá því í
gærkveldi, að stjórnin
hefði með tillit til hins al-
varlega ástands í Evrópu
snúið sér síðastliðinn
föstud. til fulltrúa f jögurra
stærstu flokkanna á þingi
Dana og tilkynt þeim, að
hún hefði ákveðið að kalla
8000 manns til þjónustu í
hernum og 1000 manns í
þjónustu á flotanum um-
fram þá, sem fyrir eru.
Undir venjulegum kring
umstæðum hefðu þessar
9000 manna ekki verið
kallaðar til herþjónustu
fyr en við hinar árlegu
heræfingar í haust.
Brú irllr Eyrassnnd
eftír ]0 ðr?
Ntlli KuiamilifiB1
op Málmeyjir.
F
ISKER samgöngumálaráð-
herra Dana hefir látið svo
um mælt, að margt mæli meö
því, að tiltækilegt muni vera að
smíða brú yfir Eyrarsund, milli
Kaupmannahafnar og Málmeyjar
I Sviþjóð.
Talið er að slík brúarsmiB
myndi taka 10 ár, og myndi hún
kosta 157 milljónir króna, ef mið-
að er við 45 metra brúarhæð og
gert ráÖ fyrir að hún verði fær
um að bera uppi járnbrautar og
bifreiðasamgöngur. Ef það skyldi
hins vegar reynast nauðsynlegt
af heimspólitískum ástæðum að
hafa brúna svo háa, að öllum
skipum yrði fært undir hana
myndi kostnaðurinn verða meiri.
Fisker samgöngumálaráðherra
hefir látið í ljósi, að jafnvel þó
að Svíþjóð tæki aö sér að bera
mjög mikinn hluta af kostnaðin-
um, þá myndu útgjöldin fyrír
Danmörku verða svo mikil, að
vafamál er, hvort ríkið geti tekizt
þau á hendur á meðan svo er
ástatt, að erfiðlega gengur að fá
nauðsynleg efni til vegaviðhalds
og brúargerða innan Danmerkur
sjálfrar. Nokkuð öðruvísi myndi
málið horfa við, ef hægt væri
að koma því svo fyrir, að ríkið
væri ekki hinn raunverulegi fram
kvæmandi verksins, en vafamái,
hvort nokkur slík lausn verður
fundin. F.O.
Henderson sendiherra Breta
sýnd óvirðino i Beriin.
.-----
Ribbentrop lætur hann bíða eftir viðtali
brezku stjórnarinnar, en það er
alment talið, að hann eigi að
gefa þýzku stjórninni ýtarlega
skýrslu um stefnu brezku
stjórnarinnar og þá ákvörðun
hennar að standa gegn frekara
ofbeldi og árásum og hafa kom-
ið þessum boðskap á framfæri
áður en Hitler heldur ræðu sína
á föstudag. Öllum kemur sam-
an um, að erindi hans sé mjög
mikilvægt.
Þá er og gert ráð fyrir því, að
hann endurtaki fyrri yfirlýs-
ingar brezku stjórnarinnar um
það, að stefnu Iiennar sé ekki á
neinn hátt miðað að því að ein-
angra Þýzkaland. Hins vegar sé
brezka stjórnin alráðin í því að
kveðan niður hinn stöðuga ótta
um árásir og ofbeldi, sem kom-
inn sé upp meðal þjóðanna sem
árangur af stjórnmálastefnu
Þýzkalands og ítalíu undan-
farna mánuði.
Búðnm lokið i Berlín
meðin Hitler tilir.
LONDON í gærkveldi. FÚ.
Það var tilkynt í Berlín í dag,
að öllum búðum í borginni
myndi verða lokað frá hádegi í
Frh. á 4. síðu.
Sir Neville Henderson sendi-
herra Breta í Berlín.
LONDON í gærkveldi. FÚ.
Sir NeviIIe Henderson, sendi-
herra Breta í Berlín, sem kom
aftur til Berlín í gær, eftir að
hafa verið í London og gefið
stjórninni skýrslu, bað þegar
við komu sína um viðtal við von
Ribbentrop utanríkismálaráð-
herra Þjóðverja, en eftir því
sem þýzk blöð skýra frá í dag,
hefir ennþá ekki verið ákveðið,
hvenær sú viðræða fer fram.
Ekkert hefir ennþá verið lát-
ið uppi opinberlega um það,
hvers efnis sá boðskapur er, sem
Sir Neville fer með af hálfu