Haukur - 19.09.1898, Side 1
Kemur út 1—2 í mánuði,
að minnsta kosti 8 blað
síðuri hv.ert skiíti. Árg
minnst 80 arkir, kostar
2 kr. (erlendis kr. 2,50),
er borgist fyrir 1. apríl.
HAUKUR
Uppsögn skrifleg, ógild
nema komin sje til út-
gefanda fyrir 1. júni, og
uppsegjandi sje skuld-
laus fyrir Hauk. Utgef-
andi: Stefán Runólfsson.
•»^<§> ALÞÝÐLEGT 8KEMMTI- OG FRÆÐI-RIT (§>#3^-
M1.—2.
ÍSAFJÖRÐUR, i g. SEPTEMBER 1898.
Á fimm mfnútum.
(Þýsk glæpamálssaga.)
I.
Hann var einstaklega ánægjulegur á svipinn,
hann Hans Nordeck, þegar hann kom út úr ráðhús-
inu, og hjelt af stað heimleiðis. Hann var svo inni-
lega glaður yfir því, að fá að losna um tíma undan
hinum erflðu skyldustörfum og oddborgaralegu em-
bættisverkum. Hann hafði tæplega vonazt eftir því,
að hinn gamli, önuglyndi húsbóndi hans, myndi veita
honum þetta tvegga daga fararleyfi, sem hann hafði
beðið um. En nú, þegar hann hafði fengið það um-
mælalaust, hafði hann líka ásett sjer, að leggja af
stað þegar um kvöldið til þorps þess, sem hann var
fæddur og uppalinn í, til þess að nota þennan bless-
aðan frítima sem allra bezt. Nordeek ritari var kom-
inn af bernskualdrinum. Að Afloknu stúdentsprófi
hafði hann fyrst lesið læknisfræði 1 fjögur ár, og svo
hafði hann farið að hugsa um að læra lögfræði.
Hann var því orðinn fullra 27 ára að aldri, þegar
hann tók prófið. En hann var góðum hæfilegleikum
búinn, og átti auðuga foreldra á lífi, og fyrir því var
hann ekkert hnugginn yfir því, þótt námið gengi
seint. Hann var svo handviss um það, að það myndi
ekki liða á iöngu, þar til hann næði í þá jafnaldra
sína, sem á undan honum höfðu orðið. Nú um stund-
arsakir gengdi hann skýrsluritarastörfum við undir
rjettinn í höfuðstað fylkisins, og gengdi hann þeifri
stöðu með frábærum dugnaði og samvizkusemi, þótt
honum þætti hún i meira lagi leiðinleg og þreytandi.
Með því að eimlest sú, sem hann ætlaði með, átti
að leggja af stað að tæpri klukkustundu liðinni, gekk
hann svo hratt, sem hann gat, heim til sín, til þess
að útbúa sig til fararinnar. Veðrið var kalt og hrá-
slagalegt, hraglandarigning og rokstormur. Göturnar
voru því næstum því mannlausar, og stormurinn hafði
slökkt ijósið á aliflestum Jjóskerunum. Það var þess
vegna ekkert undarlegt, þótt Nordeck yrði hálf-for-
viða, þegar hann á gatnamótum einum, þar sem storm-
urinn var einna ákafastur, sá stúlku eina standa og
tala við ökumann, sem leit út fyrir að vera fjúkandi
reiður. Ökumaðurinn talaði svo hátt, og með svo
dimmri röddu, að Nordeck, þegar hann kom nær,
heyrði hvert orð, sem hann sagði.
»Peningabuddan yðar er í vaðsekknum, sem þjer
hafið skilið eítir á járnbrautarstöðinni? Slíkt getur
hver maður sagt, enjegtrúi nú ekki þess konar þvaðri.
Og veði tek jeg alls ekki við. Jeg vii fá mína borg-
ún fyrir aksturinn, eða þjer gerið svo vel, að fara
aftur inn í vagninn, svo að jeg geti ekið með yður
á lögreglustöðvarnar; þar verður sjálfsagt hægt að fá
enda á þetta«.
Nordeck heyrði ekki hverju siúlkan svaraði, en
hann sá það á búningi bennar, að hún hlaut að vera
II.'ÁR.
úr heldri manna röð, og þótt hún sneri við honum
bakinu, sá hann einnig á vaxtarlagi hennar, að hún
myndi vera ung að aldri. Það var enginn efl á því,
að hún var í vandræðum með, að losna við ökumann-
inn, og vissan um það, að hún átti í kröggum, hefði
verið nóg ástæða fyrir Nordeck til þess að bjóða henni
aðstoð sína, jafnvel þótt honum hefði geðjast ver að
útliti hennar. Hann vjek sjer því að henni, og heils-
aði henni kurteislega.
»Jeg bið yður að afsaka hlutsemi mfna en vona,
að þjer þiggið þó að minnsta kosti, að jeg borgi þetta
smáræði fyrir yður«.
Stúlkan tók tilboði hans með meiri djörfung,
heldur en hann hafði eiginlega búizt við.
»Þjer eruð einstaklega elskuverður, herra minn,
að vilja hjálpa mjer, svona alveg ókunnugri, og ef
þjer viljið ábyrgjast mjer, að jeg geti fengið tækifæri
til, að borga yður þetta aftur, þá þigg jeg tilboð yðar
með þökkum«.
Nordeck þóttist aldrei hafa heyrtjafn hljómfagra
rödd, eins og þessa. Hann hneigði sig fyrir stúlk-
unni, tók svo upp peningabuddu sína, og sneri sjer
að ökumanninum.
»Hvað er það mikið, sem hún skuldar yður?
»Fyrir að aka manni frá Norðurstöðvunum og
hingað, eru venjulega tekin tvö mörk. En stúlkan
heflr hátíðlega lofað, að borga mjer fimm mörk fyrir
það, ef jeg yrði fljótur, og þjer getið sjálfur sjeð,
hvað klárinn er sveittur eftir sprettinn*.
»Hjerna! Og flýtið yður svo að komast á brott,
ef þjer viljið ekki, að jeg fari á lögreglustöövarnar,
og kæri yður fyrir ósvifni yðar«, sagði Nordeck með
einarðlegri og bjóðandi röddu.
Ökumaðurinn hjelt þegar af stað, muldrandi eitt-
hvað í skeggið.
En stúlkan, sem nú var laus allra roála við hann,
sneri sjer að Nordeck, og mælti: »Jeg þakka yður
fyrir hjálpina, herra minn! Vegna þess að jeg legg
að öllum líkindum af stað heimleiðis aftur þegar í
kvöld, þá skildi jeg vaðsekkinn minn eftir á járn-
brautar3töðinni, en hugsaði ekki út í það, að peninga-
buddan mfn var i honum. Jeg bauð ökumanninum
hring eða armband sem veð, en hann gerði sig ekki
ánægðan með slíka tryggingu, og ef þjer hefðuð ekki
komið, 0g hjáipað mjer, þá hefði jeg að líkindum
neyðst til þess, að fylgja honum á lögreglustöðvarnar*.
Nordeck var sem frá sjer numinn af því, hve
rödd hennar var skær og fögur, og þó mátti heyra,
að hún var ofurlitið skjálfrödduð, af því hún hafði
reiðst við ökumanninn. Honum þótti einstaklega
gaman að þessu æfintýri, þótt lítið væri, og með því
að hann sá, að skjólstæðingur hans var regnhlífar-
laus, bað hann hana um leyfi til þess, að fylgja henni,
svo að hún gæti notað hans regnhlíf.
»Jeg á nú ekki eftir nema fáeina faðma«, svar-