Haukur - 19.09.1898, Page 2
II. I.—2.
HAUKUR.
2
aði hún vingjarnlega, »því að jeg ætla ekki lengra,
en í nr. 14 í Amalaíustræti. En vegna þess að þjer
eigið eftir að segja mjer nafn yðar og heimili, þá vil
jeg gjarnan þiggja, að þjer gangið með mjer á meðan*.
Nordeek sagði henni nafn sitt og heimili, og svo
hjelt hann áfram við hlið hennar, og reyndi að vernda
hana sem bezt hann gat gegn storminum og rigning-
unni. Hann var allt af að vonast eftir því, að hún
segði honum líka, hver hún væri, en sú von hans
brást með öllu, og þegar hann kom að húsi því, er
hún hafði nefnt, varð hann hálfgramur yflr því, hve
vegurinn hafði verið stuttur. Honum þótti það kyn-
legt, að hún skyldi ekki hafa látið aka með sig alla
leið að húsinu, en þegar þau svo fóru fram hjá ljós-
kerinu, sem var við húshornið, þá fjekk hann annað
umhugsunarefni. Við birtuna frá ljóskerinu hafði
hann rjett í svip sjeð það af andliti hennar, sem ekki var
hulið undir blæjunni, og það var öldungis áreiðan-
legt, að jafn yndislegt andlit, jafn töfrandi varir og
jafn hvíta og fallega höku, hafði hann aldrei sjeð á
ævi sinni. Hann var sannfærður um það, að þetta
væri sú langfegursta stúlka, sem hann hefði nokkurn
tima augum litið. Og honum rann það mjög til rifja,
aö þurfa að skilja svona við hana, og eiga það hjer
um bil vist, að sjá hana aidrei framar. En hann var
allt of drenglundaður maður til þess, að fara að leggja
fyrir hana nokkrar þær spurningar, er henni gætu
fundizt nærgöngular.
Þau höfðu enn ekki talað um neitt, nema illviðr-
ið, og þegar þau voru komin inn i portið við hið
gamla, tvílyfta hús, sem hún ætlaði inn í, og sem leit
heizt út fyrir að vera með öllu mannlaust, þá rjetti
hún honum höndina, og mælti:
»Jeg fæ aldrei fullþakkað yður, herra Nordeck.
Þjer haflð í sannieika gert mjer mikinn greiða*.
í gegnum hinn þunna gljáglófa fann hann, að
henni var sárkalt á hendinni, og nú sá hann líka ein-
hvern titring við munnvikin á henni, eins og hún væri
að reyna að bæla niður ákafa geðshræringu. Hann
ætlaði einmitt að fara að segja henni, að þessi smá-
vægilegi greiði væri naumast þakkarverður, og ef til
vill iáta í ljósi von sína um endurfundi síðar meir,
en hann var varla byrjaður á því, þegar hann allt 1
einu var truflaður af þriðja manni, sem bættist í hóp-
inn að honum óvörum.
Það var maður einn hár vexti, og prúðbúinn.
Hann hafði komið út úr húsinu og leit helzt út fyrir,
að hann ætlaði að ganga fram hjá þeim, án þess að
skifta sjer neitt af þeim, en þegar honum af tilviljun
varð litið á stúlkuna, nam hann staðar, og var auð
sæilega forviða. Skíman frá ljóskerinu var það mikil,
að Nordeck sá andlit hans nokkurn veginn greinilega.
Maðurinn leit út fyrir að vera nálægt þrítugu, og var
iaglegur i sjón, en nokkuð úttaugaður.
Stúlkan hafði þegar snúið sjer að honum, en heils-
aði honum ekki, heldur reigði sig lítið eitt, eins og
hún væri að reyna að ögra honum. Þau horfðu litla
stund þegjandi hvort á annað, og Nordeck skildi þeg-
ar, að honum myndi vera hjer ofaukið. Hann hneigði
sig því fyrir stúlkunni, en hún tók ails ekkert eftir
því. Svo lagði hann af stað út í myrkrið ogillviðrið.
Hann hafði nú án efa sjeð þessa yndisfögru stúlku
bæði í fyrsta og siðasta skifti, svo að það var ekki
til neins, að hugsa meira um hana, en þegar hann
var kominn nokkur skref frá þeim, gat hann samt
®kki að sjer gert, að nema staðar og líta aftur. Þau
stóðu enn þá hreifingarlaus, en voru nú tekin að tala
saman, og enda þótt fjarlægðin og þyturinn í storm-
inum gerði það, að hann heyrði ekkert af samtali
þeirra, þá var þó auðsjeð á tilburðum þeirra, að sam-
ræðurnar vor allt annað en vingjarnlegar. Svipur
mannsins, sem Nordeck sá enn nokkurn veginn greini-
lega, var þungbúinn og næstum þvi geigvænlegur.
Hann hristi höfuðið hvað eftir annað, eins og hann
væri að neita einhverri bón eða kröfu frá stúlkunnar
hendi. En allt í einu vjek hann svo til bliðar fyrir
stúlkunni, og svo skundaði hún upp riðið og inn í
húsið, og hann á eftir henni.
»Það er þá búið að venu, hugsaði Nordeck með
sjer, um leið og hann hjelt aftur af stað; og eins og
hann vildi draga dár að sjálfum sjer, fyrir það, að
hann skyldi vera óánægður með endalok þessa litla
og saklausa æflntýris, bætti hann við í hálfum hljóð-
um: »Það hefir verið eitthvert ósamlyndi milli þeirra,
og nú eru þau aftur orðin sátt og sammála. Bara, að
yður verði þetta að góðu, ungfrú góð!«
Nú varö hann þess fyrst áskynja, að hann hafði
haldið í þveröfuga átt, þegar hann lagði af stað frá
húsinu. Hann sneri við, og þegar hann kom á móts
við portshliðið við nr. 14, sá hann, að eitthvað hvítt lá á
hellunum fyrir framan dyrnar. Það var víst, að það
hafði ekki legið þar, þegar hann var þar áðuráforð-
inni, og þrátt fyrir það, þótt hann hefði alveg nýskeð
verið að gera gis að sjálfum sjer, þá vatt hann sjer
samt inn í portið, og greip þennan hvíta mun í snatri
eins og hann væri hræddur um, að einhver kynni að
ná í hann á undan honum. (Meira.)
Neistar.
Lögin eru sem kongulóarvefur: Ef litlar flugur flækjast
í honum, verða þær fastar, en ef stórar flugur lenda í hon-
um, þá rifa þær hann og fljúga hrott.
Frelsi og lög eiga ætíð að vera samfara; annars
fullnægir hvorugt kröfum skynseminnar. Frelsi getur
atdrei verið skynsamlegt, nema því sje haldið innan ve-
banda laganna, og engin lög geta verið skynsamleg, nema
þau sjeu byggð á undirstöðu freisisins.
Sá sem talar eins og hann hugsar, breytir venjulega
samkvæmt því sem hann talar.
Reyndu, að ná fullkomleika í öllum greinum, jafnvel
þótt hann oft og tiðum sje óhöndlanlegur, því að sá, sem
alvarlega reynir að ná fullkomleikanum, kemst að minnsta
kosti nær honum, heldur en þeir sem af værugirni segja
hann óhöndlanlegan.
Sannleikurinn er stundum líkur læknislyíjum á bragð-
ið; en það er að eins eitt einkenni þess, að vjer erum
sjúkir.
Smáar sálir er auðvelt að móðga, en erfitt að sætta.
Flestar endurminningar eru vatusjurtir, sem lifa að
eins á tárum.
Varaðu þig á þeim manni, sem glottir, þegar hann
reiðist.
Það er bæði fyrirmannlegra og þægilegra, að elska
mannkynið, heidur en blátt áfram mennina.
Hjónabandið er oft góður augualæknir, til þess að
lækna blinda ást.
Mörg eru þau núllin meðal mannanna barna, sem
aldrei myndu öðlast neitt gildi, ef þau hefðu ekki eitthvert
sjerstakt lag á því, að hengja sig sjálf aftan í eitt eða
annað strik, sem eitthvert gildi hefir.
Sá, sem gefur íátækum, gefur guði.