Haukur - 19.09.1898, Side 4
4
HAUKUR.
II. I.— 2.
skrokkinn á henni í sólskininu, rjett eins og skelja-
brynju.
Það var ekki Indíani, ekki maður — það var
krókódíll. Þessi ferlega ófreskja skreið eftir grasinu
sömu leiðina, sem Múlattinn hafði farið, og það leit
svo út, sem henni þætti ferðalagið á landi býsna erfltt,
því að hún nam hvað eftir annað staðar, þrýsti hrjóst-
inu að jörðinni, og hjelt kyrru fyrir nokkrar sekúnd-
ur í senn, eins og hún væri að hvíla sig. Annars
var auðsjeð, að ófreskjunni var umhugað um, að flyta
sjer, rjett eins og hún sæi til Múlattans, oghannværi
að ginna hana lengra, og lengra.
Það var enginn efi á því, að krókódíllinn elti
Múlattann, en hvernig gula Jack hafði lánast, að ginna
hann upp úr vatninu, og koma honum til að elta sig,
það var Randólfi óskiljanlegt.
Að maísekrunni lá á einn veg indigóekra, sem
gúli Jack hlaut að fara yflr, til þess að komastheim
að húsinu. 0g með þvi að indígóplönturnar voru
tæplega álnarháar, þá gat hann naumast komizt svo,
að Randólfur sæi hann ekki. Randólfur hafði nú
vakandi auga á Jack, og loksins sá hann hann koma
út af maísekrunni. Hann nam staðar rjett sem
snöggvast, og litaðist um, lagðist svo á hnjen, og
skreið inn á indígóekruna. Randólfur gat haft gæt-
ur á öllum hreifingum hans, með því að klöppin, sem
hann lá á, var svo há. Nú sá hann það einnig, að
dýr það, sem guli Jack teymdi, var ofurlítill hvítur
hundur. Endur og sinnum nam hann staðar, hóf
hundinn á loft, og kleip í eyrun á honum, svo að
hann skrækti hátt af sársauka. Tæpum 30 föðmum
eftir Jack kom nú krókódíllinn einnig út af maísekr-
unni. 0g nú sá Randólfur, hvernig í öllu lá — Jack
ginnti krókódílinn til að elta sig, með því að syna
honum hundinn, og láta hann skrækja. Hann hafði
lika einmitt gizkað á það, því að Hickmann gamli
hafði fyrir löngu frætt hann á þvi, að krókódílar
væru ekki eins sólgnir í neitt, eins og í hundakjöt,
og að það mætti fá þá til þess, að elta skrækjandi
hund, næstum því hvað langan og erfiðan veg sem
væri. En þótt honum væri nú orðið það ljóst, hvern-
ig gnli Jack hafði fengið krókódílinn til að elta sig,
þá var enn eftir að gera sjer grein fyrir ástæðum
þeim, er höfðu getað knúð Múlattann til þessa ein-
kennilega athæfis. Randólfur gat ekki gizkað á þær,
en samt sem áður fann hann til einhvers óhugnaðar,
vegna þessara aðfara Múlattans.
Guli Jack var nú kominn heim undir húsið; hann
fór samt ekki alla leið heim, heldur beygði hann
við, og iór inn i aldingarð þann, sem næstur var hús-
inu. Hann ljet hliðið standa opið, og krókódíllinn
var rjett í hælunum á honum.
Það var fullorðinn krókódíll, á að gízka 7 álna
langur. Báróttu, grábrúnu skeljarnar gljáðu í sólskin-
inu, en milli þeirra var þykkt lag af forarleðju.
Krókódíllinn nam staðar í hliðinu, rjetti úr framlöpp-
unum, og teygði hausinn upp í loftið, eins og hann
væri að gæta að, hvað orðið hefði af hundinum. Svo
veifaði hann halanum á báða bóga, og þandi sig út,
svo að hann varð næstum því helmingi gildari, en
áður, og niðri í honum heyrðist einhver drynjandi
suða, likust þórdunu í fjarska.
Svo heyrði hann skrækina í hundinum, og dragn-
aðist af stað inn um hliðið, og þar hvarf hann inn í
trjárunnana í garðinum.
Randólfur fór nú aftur að gæta að gula Jack.
Hann gat sjeð yfir mestan hluta garðsins þaðan sem
hann var. í garði þessum voru tvær tjarnir, og sá
hann þær báðar. Milli tjarnanna var dálitið trjálaust
svæði, sem ymis konar blóm voru ræktuð á. Þar
kom guli Jack í ijós, og stefndi að stærri tjörninni.
Hann hjelt nú á hundinum undir hendinni, og ijet
hann skræja í slfellu. Þegar hann kom að riðinu,
sem lá ofan að vatninu, nam hann staðar, og leit í
kringum sig. Svo fleygði hann hundinum svo iangt
sem hann gat út í tjörnina, og skundaði sem fljótast í
hvarf inni á milli trjánna. Þegar krókódíllinn heyrði
skvampið í vatninu, fór hann að flýta sjer. Hann
brölti fram á tjarnarbakkann, og steypti sjer þegar í
vatnið. Eins og örskot renndi hann sjer að hundin-
am, greip hann með hvoptinu, og færði hann í kaf.
Nú þóttist Randólfur skilja, hver tilgangur þræls-
ins myndi vera. í tjörninni var mesti sægur af ýmis
konar fágætum fiskum. Fiskar þessir voru uppáhald
Yirginíu, og hún gaf þeim daglega að jeta. Krókó-
díllinn hlaut að verða fljótur að fækka tölu þeirra.
Þetta var þvi auðsæilega gert í hefndarskyni við
Virginíu, sem einu sinni hafði komið þvi til leiðar,
að fól þetta hafði fengið að kenna á svipunni.
Randólfur ætlaði þegar að hlaupa heim, til þess
að láta hegna Múlattanum, og fá síðan nokkra menn
í lið með sjer, og fara að krókódílnum og drepa hann,
áður en tjón hlytist af honum. En nú varð honum
aftur litið á hirtina, sem höfðu náigast húsið, meðan
á þessu stóð. Þeir voru á að gizka í 60—70 faðma
fjarlægð frá fylgsni hans. Útlitið fyrir, að veiðin
myndi lánast, var svo laðandi, að hann gat ekki á
sjer setið. Hann klifraðist ofan af klöppinni, og laum-
aðist eftir skógarjaðrinum, þar til hann kom á móts
við hirtina. Þeir voru ekki í skotfæri, og fyrir því
sleppti hann hundunum, og sigaði þeim á hirtina.
Það var fjörugur eltingaleikur. Hirtirnir runnu á
harðaspretti eftir sijettunni, en þó dróg ávallt saman
með þeim og hundunum. Yzt á sljettunni náðu hund-
arnir í einn hjörtinn, slengdu honum niður, og hjeldu
í hálsinn á honum, þar til Randólfur kom, og veitti
honum banasárið. Randólfur varð mjög glaður við
veiðina, hóf hjörtinn á bak sjer, og hjelt heimleiðis.
Hann sá móður sína inni í einum aldingarðinum, og
færði henni veiðina, og varð hún æði glöð, er hún
sá, hve heppinn hann hafði verið.
»Hvar er Virginía?* spurði hann svo; »hún er
víst ekki komin á fætur enn þá, svefnpurkan sú arna.
Jeg ætla að fara, og vekja hana; það er allt of fag-
urt og skemmtilegt veður núna, til þess að liggja og
sofa inni i rúmi«.
»Nú skjátlast þjer«, svaraði móðir hans. »Það
er full klukkustund síðan hún kom á fætur, og nú
er hún að lauga sig þarna yfir í garðinum«.
»Að lauga sig?« endurtók Randólfur, og varð
allt í einu náfölur af angist og skelfingu.
»Já, hún fór yfir í stóru tjörnina, til þess að
lauga sig, og hún Víóla fór þangað með henni«, svar-
aði móðir hans.
»Guð sje oss næstur!« æpti Randólfur. »Krókó-
díllinn — guli Jack........«
Og hann hljóp af stað eins og fætur toguðu.
En innan skamms heyrði hann skvampið í vatninu
og hlátur systur sinnar. Hann nam staðar, og kall-
aði til hennar en hún buslaði svo mjög í vatninu, að
hún heyrði eigi til hans.