Haukur - 19.09.1898, Side 5
II. 2.
H AUKUR.
3.
Hann kallaði aftur, og hærra en áður: »Virginía,
systir mín! kom þú fljótt í land!«
»Hvers vegna á jeg að koma í land?« spurði
hún. »Vatnið er svo einstaklega hiytt núna. Er það
ekki satt Víóla? Jeg ætla að synda enn þá einu
sinni hringinn í kring«.
»Heyrir þú ekki hvað jeg er að segja þjer, syst-
ir mín?« kallaði Eandólfur, óttalega angistarfuliur.
»í guðs bænum kom þú undir eins í land!«
Buslið og hláturinn, sem hann hafði heyrt til
þessa, þagnaði allt i einu. Svo heyrðist stutt, hvellt
kall, og í sömu svifum óttalegt angistaróp.
»Jeg kem, Virginía, jeg kem!« kallaði Randólfur,
og hljóp af stað.
»Sko skrímslið þarna, Vióla; guð minn góður
hjálpi mjer, það eltir mig! Randólfur, Randólfur,
hjáip, hjálp!« heyrði hann systur sína kalia, meðan
hann var á leiðinni. (Meira.)
Hyorir eiga að drottna, Engilsaxar eða Slafar?
(Eftir David Mills, dómsmálaráðherra í Kanada.)
-----------------------«»--
Það hefir mjög mikla og mikilvæga þýðingu,
hverja stöðu Bandaríkin í Ameríku taka sjer eftirleið-
is meðal annara þjóða heimsins. Munu þau ganga i
bandalag við Rússa, og reyna að gera enda á heims-
veldi Engilsaxa, eða munu þau ganga í lið með hinu
brezka ríki, og styðja að viðgangi þess? í heila öld
hafa Bandaríkin farið að ráði Washingtons, og forð-
ast að bendla sig í bandalag við óviðkomandi ríki.
Og þegar borgarastyrjöldin er undanskilin, sem varð
til þess að afnema þrælahaldið í Ameríku, þá hefir
framsókn Bandarikjanna og þróun gengið mjög frið-
samlega, og í pólitísku tilliti hafa þau verið einna
svipuðust sjálfstjórnar nýlendu. En nú hafa þau náð
þeim depli, þar sem vegirnir skiftast, og kringum-
stæðurnar neyða þau til að yfirgefa þessa einangruðu
afstöðu sína, neyða þau til að setjast á bekk með
hinum öðrum stórþjóðum kristninnar. Þau úrlausnar-
efni, sem nú blasa beinast við þeim, eru bæði áhuga-
verð og mikils varðandi, ekki síður en þau, er hið
brezka ríki hefir orðið að leysa úr á þessari siðustu
öld, og hinn enskumælandi heimur getur ekki látið
þau afskiptalaus, eða færst undan, að taka þau til
nákvæmrar yfirvegunar.
Engilsaxinn er hreykinn yfir því, að heyra til
þeim kynflokki sem í full tvö hundruð ár hefir geng-
ið 1 broddi mannkynsíylkingarinnar. Hann horfir
með auðskýrðri áhyggju á þá, sem eru í hælunum á
honum, og eru auðsæilega að reyna, að ná forustunni
frá kynflokki þeim, sem hann heyrir til. Hann neyð-
ist ti), að gera sjálfum sjer grein fyrir atvikum þeim,
sem eru skilyrði fyrir þvi, að hans kynflokkur hefir
höfuðforræðið á hendi — neyðist til, að spyrja sjálf-
an sig, hvort forustu hans muni nú ekki bráðum vera
lokið. Hefir hinn engilsaxneski kynflokkur aflokið
köllun sinni? Á hann aö rýma fyrir Slöfunum, og
leggast í dá, hafandi eytt öllum kröftum sínum og
siðferðislegu þreki?
Þessar spurningar fá margfalt meiri þýðingu,
þegar tekið er tillit til lögmáls þess, sem virðist rikja
i framgangi þjóðanna. Það heflr oft verið gerður
aamjöfnuður milli rikja og einstakra manna, og það
kefir ekki sjaldan verið tekið fram, að hvert ríki, al-
Veg eins og hver einstakur maður, eigi sína æsku,
sitt þroskaskeið, og sín elliár. Og þrátt fyrir það,
þótt einn framúrskarandi stjórnvitringur, Burke, ve-
fengi það, að samjöfnuður þessi eigi alstaðar við, þá
hefir hann þó án efa staðið heima allt til þessa. Frá
því fyrsta fara sögur af, sjáum vjer röð af leiðtoga-
ríkjum, sem hvert á fætur öðru hafa smám saman
áunnið sjer hið æðsta sæti meðal þjóðanna, og svo
að lokum orðið að rýma sætið fyrir öðru ríki, og
draga sig í hlje.
Þessi röð af leiðtogaríkjum hefir einnig jafnframt
verið röð af ýmis konar kynflokkum, er hafa hafið
sig úr líilsverðari stöðu upp í hið æðsta sæti. Þeir
hafa hver um sig þokað mannkyninu ákveðinn spöl
fram á við. Þeir hafa allir, hver á eftir öðrum, auk-
ið yfirráð sín yfir heiminum með hervaldi sínu, og
sett blæ sinna eigin hugmynda og þjóðsiða á heims-
menninguna, þar til þeir að lokum hafa verið þrotnir
að burðum, og orðið að rýma fyrir yngri og ólúnari
kynflokki.
Það mun einnig óhætt, að taka það sem algilda
reglu, að þær þjóðir eða þeir kynflokkar, sem gengið
hafa í broddi fylkingar, að því er snertir framfarir
mannkynsins, hafa haft sjerstaka köllun til þess, að
berjast fyrir ákveðnum flokki hugsjóna, er höfðu mik-
ilvæga þýðingu fyrir framfarirnar. Það virðist svo,
sem mannkynið hafi ekki verið fært um, að taka í
einu móti öllu því, er það átti að læra, og því hafl
ýmiskonar sannindum, eða hugsjónum, verið skift
niður milli ýmiskonar kynfiokka og þjóðmenningar-
tímabila. Hinn Frakkneski heimspekingur, Cousin,
kemst mjög hnittilega að orði, er hann segir, að öll
saga hverrar þjóðar, sje vandlega ofin saman við hug-
sjónir þær, er hún berst fyrir. Þegar hugsjónir þess-
ar hafa náð fullum þroska og almennri útbreiðslu,
þá er verkefni þjóðarinnar á enda. Henni getur ekki
lengur farið fram, því að afl það, sem knúði hana, er
þrotið. Hún hefir náð takmarki sínu. Ung þjóð, sem
hefir barizt áfram, þar til hún náði fylkingarbrjóstinu,
hefir ætíð sín eigin frábrugðnu einkenni. Hún ber
fram nýjar hugarstefnur, nýjan skilning á þvl, í hverju
heiil og hagsæld mannanna sje innifalinn. Og jafn-
vel þá, er hún hefir lokið köllun sinni, víkur hún ekki
tignarsæti sitt án bardaga. »Stríð«, segir Cousin, »eru
blóðugar samræður milli hugsjóna*. Það er bardagi
milli kynfiokks, sem ber fjársjóði framtíðarinnar 1
skauti sínu, og annars kynflokks, sem ekki hefir frarn-
ar neitt af hendi að inna.
En skyldi það ekki, þrátt fyrir allt þetta, vera
hugsanlegt, að einhver einn þjóðflokkur hafi svo ó-
sigrandi siðferðislegt þrek til að bera, og svo óþreyt-
andi dugnað og framtakssemi, að hann geti haldið
sjer í broddi hinna mannlegu framfara um óákveðinn
tíma?
Yjer verðum að muna eftir því, að afstaða hinB
engilsaxneska kynflokks er alveg einstæð í mann-
kynssögunni. Hann hefir breiðst margfalt meira út
um heiminn, heldur en nokkur annar kynflokkur á
undan honum, og alstaðar hefir hann kynnst nýjum
kynflokkum, og helgað sjer alla hina beztn eiginleg-
leika þeirra. Og það er mjög líklegt, að hann hafi
auðgast við það að þreki og lífsafli, sem geti varð-
veitt hann frá þeirri apturför, er orðið hefir hlutskifti
fyrirrennara hans.
Það verður einnið að taka tilli til þess, hve afar-
mikla þýðingu hin almenna siðfræði hverrar þjóðar
heíir fyrir stöðu hennar meðal þjóðanna. Án siðferð-