Haukur - 19.09.1898, Side 8

Haukur - 19.09.1898, Side 8
8 HAUKUR. n. i.—2. sjer nokkurn veginn, þótt herbergið, sem hann er i, sje fullt af reyk, og hann getur ávallt andað að sjer viðunan lega hreinu lofti. Nýskeð hafa verið fundnir npp aðrir hjálmar, og er nú farið að nota þá á stöku stað; í þeim er talsimi, svo að slökkviliðsmaðurinn, sem er inni í húsinu, getur, þegar hann vill, talað við þá, sem úti á götunni eru. * * * Merkileg lækningaaðferð. Það er sagt, að í Ástralíu sje spitali einn, sem taki giktveika menn, og lækni þá á mjög einkennilegan hátt. Undir eins og hval- ur veiðist, er farið með sjúklingana þangað, sem hvalur- inn er skorinn; svo eru skornar ofur litlar en nokkuð djúpar holur inn í hvalsskrokkinn, og sinn sjúklingurinn settur í hverja holu, og þar eru þeir látnir vera í tvær klukkustundir, rjett eins og i tyrkneskri laug. Holurnar verða barmafullar af lýsi, og af sjúklingunum stendur ekkert upp úr úr, nema höfuðið. Hitinn er næstum því óþolandi. Þessi svo nefnda ahvallaug* kvað reynast fyrirtaks meðal við giktveiki, og er sagt, að fjöldi manna eigi henni heilsu sina að þakka. * if * Vöxtur hins rússneska ríkis. Þetta geisistóra og vlðienda ríki, sem um margar aldir gæti haft nóg að gera, að yrkja sitt eigið heimaland, og bæta stjórnar íyrirkomulag sitt: leysa þjóðina úr harðstjórnaránauðinni og menna hana og mennta, — það er samt ekki nærri ánægt með stærð sína enn þá, og leggur æ meira og meira land undir sig. A síðast liðnum 400 árum hefir rúsneska ríkið að meðaltali vaxið um 130 ferhyrnings-kílómetra á dag (1 kílómetri er hjer um bil 530 faðmar). í byrjur 16. aldar var það 40,000 íerhyrnings-mílur að stærð, en nú er það oiðið nál. 400,000 ferhyrningsmílur. Hver verður endinn, ef þessu heldur áfram? Hvernig Nóru varö bjargað. —:o:— I. Vindurinn þyriaðí hínu fallna laufi fram og aftur milli trjánna í skemmtigarði einum í Lundúnum. Það var frost, og einn og einn fjúkhnoðri þeyttist til og frá me>ð vindinum og laufinu. Bertram Rae reikaði áhyggjufullur milli trjánna. Hann, sem annars var vanur að vera svo ein^taklega fjörlegur og hýr á svipinn, var nú blátt álram ólundar- iegur. Það sýndist henni Nóru Despard að minnsta kosti^ þegar hann allt í einu rakst á hana þarna i garðinum, án þess að haf'a áður tíma til þess, að kasta ólundargervinu. £n hann var ekki lengi að skifta um ham. Hann tók ofan f'yrir henni, og heilsaði henni kuiteislega og glaðlega. »Ungfiú Despardc, mælti hann, »jeg var einmitt að hugsa um að heimsækja yður. Jeg vildi gjaruan óska j’ður til hamingju í tilef'ni af — e — trúlofun yðarc. Nóra Despard roðnaði. • Þakka yður fyrir, herra Rae«, svaraði hún. »Þjer þekkið vist hann Tom — hann herra JTrith — eða er ekki svo?« Rae þagði litla stund. Hann varð náfölur í framan, og þegar hann loksins svaraði, var auðsjeð, að hann átti mjög erfitt með það. »Jú, jeg þekki hann«. Nóra leit hvatskeytislega til hans. Þau hjeldu áfram um hríð. »Segið mjer eitt, herra Rae«, mælti hún, »hvers vegna geðjast yður ekki að honum Tom?« Rae beit á vörina og ljet brýrnar síga. »Jeg vil helzt komast hjá því, að segja yður það,« svaraði hann; »gerið þess vegna svo vel, að leggja ekki fieiri spurningar í þá átt fyrir mig, ungíru Despard«. Nóra nam staðar. »Herra Rae«, mælti hún, »jeg hefi ætíð álitið yður allra mesta sómamann. En enginn heiðvirður maður talar illa um annan mann, sem ekki heyrir til. Jeg álít þess vegna rjettast, að kveðja yður«. Og svo hneygði hún sig lítið eitt fyrir Rae og skundaði á brott, án þess að kæra sig nokkurn skapaðan hlut um sára raunasvipinn á andliti manns þess, er eiskaði hana. II. I Salurinn og allar áhorfendastúkur i leikhúsinu voru troðfullar af áhorf'endum, og voru það flest heldri stjett- ar menn. Herra Tom Frith sat hjá unnustu sinni, ungfrú Nóru Despard, í einni stúkunni. Hún hafði loksins getað f'engið hann til að koma með sjer, til þess að horfa á hinar dásamlegu og ágætu >lifandi myndir« (Kinematograf- myndii), sem allir Lundúnabúar kepptu eftir að fá að sjá. Þetta kvöld átti einmitt að sýna nýjar myndir, sem aldrei hölðu verið sýndar áður, og var sagt, að fleatar þeirra væru teknar af strætalífinu í Lundúnum. Skemmt- unin byrjaði með þvi, að ungfrú Claire Dumsut, hin nafn- kunna frakkneska söngmær, kom fram á leiksviðið og söng ljómandi fallegt lag. Að því loknu hneygði hún sig f'yrir áhorfendunum, og hvarf bak við tjöldin. Svo hófst myndasýningin. Nóra varð alveg frá sjer numin af því, hve niyndirn- ar voru góðar. Þær voru svo náttúrlegar, að varla var mögulegt að sjá annað, en að þær væru lifandi, eða rjettara sagt, það var alveg eins og maður sæi mennina sjálfa, sam myndirnar voru af. >En hvað það væri gaman, að fá að sjá mynd af sjálfri sjer, Tom«, hvíslaði hún að unnusta sínum. I sama bili var skift um mynd, og nú skuluð þið fá að heyra, hvað hún sá. » Það var ein af fjölförnustu götunum í Lundúnum. E 'tir götunni kom dauða-drukkinn maður. Hann slagaði sitt á hvort yfir götuna, og menn viku til hliðar, til þess að láta hann ekki rekast á sig. Allt f einu kemur ung stúlka út úr húsi einu, og ætlar að koma áleiðis eftir götunni. Fulli maðurinn staulast áfram, nær i stúlkuna, og tekur með báðum höndum utan um hana. I sama bili kemur hár og grannvaxinn maður, laglegur í sjón, út úr mann þyrpinguuni. Hann vindur sjer að fulla manninum, þrifur annari hendinni i öxlina á horum, en getur honum dug- lega ráðningu með hinni. Mannþyrpingin ryðst áfram. Myndin hverfur. Nóra haíði horí't á þessa mynd, alveg eins og liún væri heilluð af henni. En um leið og myndin hvarf, rak hún upp hátt hljóð, og fjell i ómegin. Lesendurnir vilja máske fá að heyra, hvers vegna henni varð svona íllt við að sjá myndiua. Jeg skal segja ykkur það. Fulli maðurinn, sem hún sá á myndinni, var einmitt sami maðurinn, sem nú sat við hliðina á henni, eða með öðrum orðum, hann Tom Frith, unnustinn hennar; og maðurinn, sem tók hann, og veitti honum ráðninguna, var enginn annar en hann Bertram Rae. if * * Nóra Despard giftist aldrei honum Tom Frith. Ef hún hefði gert það, þá væri hún nú ekki frú Nóra Rae en það er eiumitt það, sem hún er. Skrftlur. —o:o— Faðirinn: Það er nú svona, sonur góður, án pen- inga getur maður ekki gert neitt. Sonurinn: O-jú pabbi, eitt getur maður þó gert, þótt peningana vanti. Faðirinn: Og hvað er nú það? Sonurinn: Að safna skuldum, * _* * Fresturinn (við konu, sem hefir verið að kvarta fir því, að maðurinn sinn væri vondur við sig): Hafið jer reynt, að safna glæðum elds yfir höfði honum ? Konan: Nei, prestur minn, það hefijeg aldrei reynt, en jeg hefi reynt, að hella yfir hann sjóðandi vatni. Prentsmiðja Stefáns Runólíssonar.

x

Haukur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.