Haukur - 01.11.1902, Blaðsíða 3

Haukur - 01.11.1902, Blaðsíða 3
AUGLÝSINGABLAÐ HAUKS. XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXx Verzlun Valdemars Ottesen $ 6 ÍNGÓLFSSTRÆTI 6 X hefir á boðstólum margs konar vörur, sem fólk þarfnast til daglegs brúks. V Reynið hvernig er að kaupa í þessari nýju verslun. 8 Virðingarfyllst Q *ffalóemar (Bííesen. X XXXXXXXXXXXXXXXXXXxXXXXXXXXXXXXXXXXXXX Stina frænka. Stína frænka mín gekk ekki út hjer á landi. Enginn vissi, hvernig á því stóð, en þó kom engum til hugar, að eigna það viljaleysi hennar. Hún hafði fá- einar smávörtur á nefinu, og nefið var nokkuð rauð- leitt, og svo var hún líka dálitið bólugrafin. En hún hefði átt að geta gengið út fyrir þessu. Karlmenn- irnir kæra sig venjulega lítið um fegurðina. Oftast er það stúlka, sem á eitthvað í handraðanum, eða með öðrum orðum stúlka, sem er „loðin um lófana“, sem Þeir vilja krækja í. En hvernig sem á því stóð, þá er það víst, að Stína frænka var orðin 38 ára, og hafði þá að eins einu sinni á æfi sinni verið trúlofuð einn hálís mánaðar tíma. Það var ryksópur, sem komst upp á milli hennar og kærastans. Ahald þetta hafði sem sje einu sinni verið notað til annars, en það var ætlað, og kærastinn vildi ekki kannast við það, að það væri neitt ryk í höfðinu á sjer. Hann sagði henni þess vegna upp, og Stína frænka fór til Ameríku í hittiðfyrra. Þegar við fylgdum henni um horð i Lauru, kallaði hún til okkar, er við vorum að Ýta frá skipshliðinni. „Yerið þið nú blessuð og sæl, börnin góð, og Því skal jeg lofa ykkur, að jeg skal ekki koma til ís- lands aftur — fyr en jeg er gift“. „Æ, frænka góð“, sögðum við háskælandi, „eig- um við þá aldrei að fá að sjá þig fiamar?" En hún gifti sig í sumar, og kemur hingað í haust, til þess að sýna okkur manninn sinn, sem kvað vera allra snotrasti maður, en þó ekki alveg gallalaus. Þið viljið fá vitneskju um það, hvernig hún fór að ná í þennan mann. Jeg skal segja ykkur það. Landi okkar einn, sem kom frá Ameríku í haust, Sagði mjer sem sje frá því öllu saman. Stína lá eina nótt sem oftar í rúminu sínu, og heyiði hún þá, að einhver brauzt inn um gluggann °g kom inn í svefnherhergið tii hennar. Hún hjelt sjer í skefjum, og ljet svo sem hún svæfi. Hún ljet Þjófinn hafa næði til þess að leita til og frá um her- hergið að þvi, er hann girntist. Hann leitaði í kjól- vasanum hennar, en þar var ekkert. Svo lagðist hann á hnjen við dragkistuna hennar, og ætlaði að fera að Ijúka henni upp, og sneri hann þá bakinu að •'hminu. En þá laumaðist Stína frænka fram úr rúm- *áu, þieif í hárið á honum, setti skaftið á tannbuifet- anum sínum á gagnaugað á honum og grenjaði: » „Kyrr! Ef þú hreyfir þig, þá hleypi jeg skotinu úr byssunni!“ Ejófurinn fann eitthvað kalt koma við gagnaugað á sjer, og hjelt að það væri skammbyssukjaftur. Hann skalf eins og hrísla. „Svaraðu mjer hreinskilnislega — líf þitt liggur við — ertu giftur? „Nei!“ „Þar varstu lánsmaður. — Hversu gamall ertu?“ „Brjátíu og tveggja ára“. „Hvaða stöðu hefir þú á hendi, þegar þú ert ekki að stela?“ „Jeg er verzlunarmaður“. „Gott og vel! Taktu nú eftir. Jeg hefi sjálf nóg efni — þú getur bjargað lífl þínu, með því að giftast mjer — viltu það — segðu af eða á — undir eins. Þú hefir brotizt hjer inn á næturþeli, og ætlað að stela frá mjer, svo að þú átt sannarlega ekki betra skilið". Þjófurinn nötraði af skelfingu. Hann svaraði já, og daginn eftir hjoldu þau brúðkaup sitt. Stína frænka heitir nú frú Goodmann, og maðurinn hennar heíir sett upp verzlun í Brooklyn. Þau koma hingað bæði með Lauru síðast í þessum mánuði. Frænka segir, að hún hafi gifzt honum bæði til þess að refsa honum og líka til þess að betra hann. Og hún mun hvorugu gleyma. uuHuuuMuuumnuuuuux Lcikrit á dönsku, stutt, helzt fyrir eina eða tvær persónur, óskast keypt. Ritstj. vísar á. yKKKKKKKKKKHKKKXKHH KAUPENDUR „Hauks liinns uuga“ eru vinsam- lega minntii- á það, að gjalddagi blaðsins er löngu liðinn. Ti! gam;e og unge IVIænd anbrfales na ’ni bedhte det nylij; i betydelig udyidet Udgavo udKi itine Skrift af Med.dRaad Dr. Möller om et ©Torsfyrret úlerve- og d Qæual-Sifsíem <iír om dots radiUale Helbvodclso. I’vib incl. b’orsendelse i Konvolut 1 Kr. i Frimærker. i’urt Kobei Eraunsclnveig.

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.